Morgunblaðið - 03.09.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.09.1964, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. sept. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 9 inimiiiiuiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiimiiuiiiiiimi E. S ÞEIR voru að gera klárt skip- EÉ verjar á Ásgeiri RE, 63 tonna = síldarbáti, þtgar blaðamaður É og ljósmyndari Mbl. voru á g stjái úti á Granda í gær. Þeir' Ibaukuðu við stálvíra og fest- ingar — ungir menn og frísk- = legir — handtökin örugg og p snör. Báturinn vaggaði við S hafnarbakkann, — við og við = seig hann frá bakkanum, eins | og hann vildi komast sem = fyrst í burtu. Hafi báturinn = hugsað þann veg, má fullvíst = telja, að eins hafi og verið §j farið um skipverjana. Þeir S voru léttir í lund og þegar = farnir að panta kaffisopa hjá = kokksa, vinsælasta manni um g borð. Leitin að silfri hafsins | átti að hefjast innan stundar. Skipstjórinn stóð í brúnni, = ungur maður og þéttur á velli. Ej Við kölluðum til hans og p spurðum, hvort við mættum Hér leysa þeir festar, skipverjar á Ásgeiri — síðan er stímt út á miðin, þar sem síldin bíður. Leitin að silfri hafsins Þegar sú þraut að komast um borð, var leyst, var haldið í brúna og skipstjórinn Ingvi Einarsson tekinn tali. — Hvert eruð þið að halda núna? — Út undir Jökul. — Hafið þið haldið ykkur þar að undanförnu? — Já, — við höfum líka verið talsvert við Vestmanna eyjar. — Hafið þið verið á fiskiríi fyrir norðan? — NeL Ófeigur Sigurðsson, kokkur ekki hoppa um borð. Jú, þó það nú væri. Þegar til kom, varð blaðamanninum ekki um sel. Hoppið yrði áreiðanlega heimsmet. Sveinn myndasmið ur sagði nei takk. Taldi ólík- legt, að honum tækist að fljúga þessa vegalengd. Þess er að geta í þessu samibandi, að myndavélin er nokkuð þung, þannig af afstaða Sveins í þessu máli var skilfl- anleg, enda var afsökunin tek in til greina á samri stundu. — Nú er allt útlit fyrir að veiði þar sé heldur að glæð- ast, ekki satt? — Jú, en það er ekkert fyrir okkur. Þetta er svo lítill bátur. Annars skruppum við austur, en lentum þar í brælu. — Hvað er báturinn stór? — 63 tonn. Einn af minnstu bátunum. — Áhöfnin? — 10 menn. — Hvað hafið þið fengið mikinn afla í sumar? — Eittbvað um 9 þúsund tunnur. Allt í bræðslu. — Er síldin væn undir jökli? — Hún er misjöfn. Þeir hafa fryst megnið af henni. — Þið eruð með kraftbökk, ekki satt? — Jú, það eru allir komnir með þetta. Þetta er alveg nauð synlegt, því að næturnar eru um 60 faðmar að dýpt. Þeir eru með allt að 100 faðma nætur á stóru bátunum. — Sparar kraftblökkin mannskap? — Ekki mundi ég segja það. Það er léttar og fljótar unnið með blökkinni. Það er hægt að kasta oftar. — Hvert fer nú síldin, úr því að Faxaverksmiðjunnar nýtur ekki lengur við? — Ætli þeir reyni ekki að frysta eins og þeir geta. Hitt fer að Kletti. — Eru aílir mættir um borð núna. Ingvi Einarsson, skipstjóri. — Nei, þeir eru þetta. pð tvnnst — Þá langar okkur til að || hitta kokksa á meðan. Hvað = heitir hann og hvar er hann |j að finna? — Hann heitir Ófeigur Sig- = urðssön. Ætli hann sé ekki s við kabyssuna, eins og venju- ' lega. Og það stóð heima. Kokksi var á sínum stað. Við klöngr- uðumst niður í lúkarinn, þar sem hann stóð við kabyssuna og var að hita kaffi handa mannskapnum. — Líkar strákunum vel við matinn þinn, Ófeigur? — Þeir kvarta ekki. — Hvað fá þeir í kvöld- verð? — Steikt kjöt. — Eru ekki fleiri réttir á boðstólum. — Það er nú ekki fjöl- breytninni fyrir að fara. Steikt kjöt og ýsa eru fastir liðir á dagskrá. *— Þekkirðu Lása kokk, Ófeigur? — Já! mikil ósköp. — Kanntu þá ekki frá mörgu skemmtilegu að segja? — Ætli það? Það er frá ósköp litlu að segja. Ég er alitaf að kokka. — Hefur þú ekki sérstaka rétti við hátíðleg tækifæri? — Jú, þá baka ég pönnu- kökur. Nú var partur af áhöfninni kominn í lúkarinn. Mann- skapurinn var allur kominn um borð. Þeir voru að búa sig undir að leysa festar. — Fer ekki kaffið að koma bráðum, sagði einhver. Blaðamanninum var ekki til setunnar boðið. Þegar hann var á leiðinni upp stigann, heyrði hann Ófeig segja. — Jú, ég er að hita það, elskan. a.ind. SiiiimiiiiiiHmiiinimiimiiHiiwiimmHimiiimHiHiiiimiiiiiiHiiiiinmimwiiMimimHimmiimwiMimHmwhiiMHiiiMinniimimwiiinHHiimiHiHiHHHHmmiHHiiiiiiimiiiHimmiiiiiimmiíiiHiHiiiiiiiHiHimmiiiHmiHm Innbrotsfarald- ur á Akureyri Akureyri, 2. sept. FJÖGUR innbrot hafa verið framin hér í bæ tvær síðast- liðnar nætur. t fyrrinótt var brotin rúða í glugga á bakhlið verzlunarinnar Drífu við Hafn- arstræti og dregnir þar út kass- ar, sem í voru barnakjólar og undirkjóiar að verðmæti hátt á þriðja þúsund krónur, en ekki farið inn í búsið. Sömu nótt var farið inn um stóran opinn glugga á ferðaskrif stofunni Lönd og Leiðum við Geislagötu og stolið umslagi með rúmlega þrjú þúsund krónum, sem geymt var í ólæstri skúffu. í nótt var svo brotizt inn í Nýju Kjötbúðina við Skipagötu með því að rífa negldan fleka írá glugga. Þar var litlu stolið, aðeins fáeinum vindlingapökkum og nokkrum flöskum af Coca Cola. Skiptimynt, sem greiður gangur var að, var látin óhreyfð. Að heimsókn lokinni hefur hinn óboðni gestur svo neglt flekann kirfilega fyrir gluggann aftur. f sama porti að húsabaki var svo brotin rúða á vöruafgreiðslu Flugfél. íslands við Kaupvangs- stræti, farið inn um gluggann og leitað að verðmætum skúffum, en engu stolið. Þetta gerðist einnig síðástliðna nótt. Ekki hefur tekizt enn að upp- lýsa þessi þjófnaðarmál, en þau eru í rannsókn hjá embætti bæj- arfógeta. — Sverrir. Vatnsveito í Djúpavogi Djúpavogi 2. sept. UM þessar mundir er verið að vinna að framkvæmdum vegna vatnsveitu, sem leggja á hér um þorpið. Unnið hefur verið að því að grafa fyrir leiðslum og ieggja þær, en verkið sækist seint, þar sem mi-kið þarf að sprengja burtu af grjóti. Þó standa vonir til þess að hægt verði að taka einhvern hluta af vatnsveitunni í uotkun í haust — Fréttaritari. STAKSTEINAR Merk bók Hin merka bók prófessors Ólafs Björnssonar, Þjóðarbúskapur fs- lendinga, kom út á þessu ári i 2. útgáfu. Er bókin öll mjög endur- bætt og endurskoðuð frá "1. út- gáfu árið 1952. Bókin er að vísu samin sem kennslubók fyrir há- skólastúdenta í íslenzkum at- vinnuháttum, en á þó erindi til allra, sem eitthvað láta sig þjóð- málin og atvinnumál skipta. Hér verður ekki gerð tilraun til þess að ritdæma þessa bók, en birtir smákaflar úr þættinum um kjör launafólks, en það eru bæði athyglisverðar staðreyndir og auk þess sýnishorn um gæði og gildi bókarinnar: „Peningatekjur og raunveru- iegar tekjur. — Um afkomu launafólks hafa til skamms tima litlar tölulegar upplýsingar verið fyrir hendi. Um samningsbund- ið kaupgjald er að visu hægt að fá -upplýsingar frá því að verk- lýðssamtökin komu til sög- unnar. En hæð kaupgjaldsins, reiknuð í pen- ingum, er þó engan veginn ein- hlítur mælikvarði á afkomu launafólks. Þau tvö atriði önn- ur, sem höfuðmáli skipta, eru verðlagið og atvinnan. Mæli- kvarðinn á verðlagsbreytingar er sem kunnugt er vísitalan. Með samanburði á hlutfallslegri hækkun kaupgjalds eða vísitölu famfærslukostnaðar er hægt að gera sér hugmynd um það, hvort raunverulegar tekjur eða lífs- kjörin hafi batnað eða versnað. Til þess að sá samanburður gefi þó rétta mynd af breytingu lífs- kjaranna, þarf vísitalan auðvitað að vera réttur mælikvarði á þær breytingar, sem verða á fram- færslukostnaði; en því skilyrði hefir ekki verið fullnægt hér á landi að undanförnu.“ Um kaupmátt „Kaupmáttur tímakaupsins gef- ’ ur þó ekki rétta hugmynd um það, hvernig afkoma launafólks hefir breytzt frá einum tíma til annars, heldur skiptir þar einnig miklu máli, hve mikil atvinnan er. Til þess að fá hugmynd um það, verður að fá upplýsingar um meðaltekjur launamanna yf- ir lengri tíma, t.d. ár, og kaup- mátt þeirra.“ „Ef niðurstöður þessar eru born- ar saman við talnaröðina yfir kaupmátt tímakaups kemur f ljós, að þróun kaupmáttar at- vinnutekna er talsvert önnur ea þróun kaupmáttar tímakaups. Kaupmáttur atvinnutekna hefir á þessu tímabili aldrei verið meiri en 1962 fyrir landið í heild, en í Reykjavík hefir hann verið nokkru meiri 1959 en 1962. Sé litið yflr tímabilið í heild hefir vísitala kaupmáttar tíma- kaups lækkað úr 297,0 árið 194$ í 275,3 árið 1962, eða um 13%, en atvinnutekjur, reiknaðar á verðlagi ársins 1961, hafa á sama tíma bækkað úr kr. 77690 í kr. 93013, eða um nær 20%. „Athyglisverður er sá munur er fram kemur að því er snertir þróun atvinnutekna í Reykjavík og utan Reykjavíkur á tímabil- inu. f upphafi tímabilsins og allt fram til ársins 1956 hafa atvinnu- tekjur verið hærri í Reykjavík en í kaupstöðum og kauptúnum utan hennar, en frá og með ár- inu 1957 hafa atvinnutekjur f Reykjavík að jafnaði verið lægrl en i kaupstöðum og kauptúnum utan hennar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.