Morgunblaðið - 03.09.1964, Blaðsíða 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
I
Fimmtudagur 3. sept. 1964
HERMINA BLACK:
Eitur og ást
Blake gat ekki dulizt hve föngu
leg stúlkan var í reiðfötunum.
Hún var grönn eins og piltur,
en jafnframt afar kvenleg.
— Fallegt veður í dag, sagði
hann. — Gott veður til þess að
líta á Libýu-eyðimörkina.
— Bara að ég komist þá svo
langt, sagði Corinna hlæjandi,
og fann að nú var feimnin að
hverfa. — Ég er viss um að ég
dett af baki undireins og ég er
sezt í hnakkinn.
— Hafið þér aldrei komið á
hestbak fyrr? spurði Blake.
— Þegar ég var krakki reið ég
stundum asna. Pabbi vildi láta
mig venjast því, meðan ég gekk
í skólann í Kent.
— Ég er hræddur um að þér
séuð að blekkja mig, sagði hann.
— Ég er viss um að þér eruð al-
vanur reiðmaður.
Þau horfðust í augu og hann
brosti.
Nú voru þau komin á hlaðið;
þar voru hús á þrjár hliðar. A
fjórðu hliðina var afgirtur hagi,
og voru nokkur tryppi þar að
leika sér og bíta.
Frú Glenister var að tala við
stóran, skeggjaðan Araba, og
arabiskur strákur hljóp fram og
aftur með tvo hesta í taumi. Ann
ar var jarpur með hvíta blesu.
Hinn alhvítur.
— Góðan daginn, Corinna,
sagði frú Glenister. — Fallegt
veður í dag.
— Yndislegt, svaraði Corinna.
— Farið þér alltaf svona snemma
á fætur?
— Nei, það er nú eitthvað
annað. Ég er farin að verða rúm-
löt í ellinni. Nú skal ég sýna
yður hestang. Þetta er Black Vel
vet og þetta White Satin. Flest-
ir hestarnir mínir heita enskum
nöfnumí Þér eigið að ríða Black
Velvet, Corinna. Hún er þæg eins
og lamb, er það ekki, Abdul?
— Það er áreiðanlegt, frú svar
aði hesthúsmaðurinn.
— Hún er ljómandi falleg,
sagði Corinna og klappaði mer-
inni á snoppuna og gældi við
hana. Frú Glenister horfði ánægð
á þær. — Þetta er rétt, reynið
að verða vinur hennar strax. Og
farið þér svo á bak, góða mín.
Black Velvet stóð grafkyrr er
Corinna steig í ístaðið. Og áður
en hún vissi af hafði Blake lyft
henni á bak. Var það reiðskjótinn
sem hafði vakið hjá henni sjálfs
traustið, eða voru 'það sterkar
hendur Blakes, og snertingin við
þær?
Corinna reið fyrst fetið hring-
inn í kring 'um hlaðið. Fyrst í
stað hagaði Black Velvet sér
prýðilega. En það var fjör í skepn
unni og allt í einu hristi hún
hausinn og fór að trítla. Corinna
herti taumhaldið, staðráðin í að
detta ekki af baki. Henni tókst
*ð kyrra Black Velvet aftur og
reið nú til hinna. Blake var kom-
inn á bak White Satin.
— Ágætt, sagði frú Glenister.
— Þér verðið ágætur reiðmaður
með tímanum. Farið þið nú að
komast af stað, Blake!
Þannig byrjaði fyrsta kennslu
stundin með Blake Ferguson.
Eftir hálftíma voru þau komin
út á endimörk vinjarinnar og nú
var eyðimörkin framundan, svo
langt sem augað eygði. Gulur
sandur, fölblár himinn og gullin
sól.
Þau höfðu talað saman lengi,
en nú þögðu bæði. Blake leit til
hiiðar, svo hann gæti séð andlitið
6 henni og löng augnahárin, sem
VÖrpuðu skugga á mjúkar kinn-
arnar. Undir reiðhattinum sá á
ljóst hárið, eins og spunnið gull.
Þegar andlitið var kyrrt fannst
honum angurblíðir drættir vera
kringum munninn, en hakan var
sterk og fallega löguð — þrek-
mikil haka.
Corinna tók eftir að hann var
að horfa á hana og sneri sér að
honum.
— Eigum við að fá okkur
vindling áður en við snúum við?
sagði hann. Þegar hann hallaði
sér fram til þess að kveikja í hjá
henni, langaði hann allt í einu
til að snerta við henni. Eftir self
úndu stóð hann hjá hestinum
17
með tauminn um handlegg sér.
Corinna sat kyrr í hnakknum og
það var einmitt það, sem hann
hafði óskað að hún gerði.
— Mér finnst eitthvað geig-
vænlegt við eyðimörkina, sagði
hún. — Það er kannske barna-
legt, en mér er íull alvara. Hún
er svo — svo ósnortin af öllu því,
sem ég hef þekkt áður.
— Já, jafnvel af ávöxtum
tæknialdarinnar, sagði hann. —
Arabiskir höfðingjar aka að vísu
í bíl, þar sem þeir notuðu hesta
og úlfalda áður. En úlfaldinn er
ekki úr sögunni enn. Hirðingjarn
ir hafa ekki viðurkennt tæknina
ennþá, en því verður ekki neit-
að að hún hefur fært afskekkt
lönd nær manni en áður var.
Hún andvarpaði. — Ég er ó-
betranlega íhaldssöm. Þvx að þó
ég kunni vel við bílana finnst
mér að sorglega mikil rómantík
mundi hverfa, ef úlfaldalestirn-
ar legðust niður og bílar kæmu
í staðinn.
Hann hló. — Þetta er dagsatt,
forsjála mær! En, vel á minnst:
Þér eruð ekki farin að detta af
baki ennþá!
— Nei, sem betur fer. Og ég er
meira en fegin að frú Glenist-
er sagði ekki, að ég fengi aldrei
framar að koma á bak hestunum
hennar. Hún sagði það nefni-
lega við frú Lediard.
— Það hef ég ekki heyrt, sagði
hann og nú stóð hann fast hjá
henni. — Segið mér frá því, fyr-
ir alla muni!
Þegar hún hafði sagt honum
það sem Sandra sagði henni,
sagði hann: — Það er svei mér
ekki undarlegt að Josephine
frænka skuli ekki vera í náðinni
hjá fallegu frúnni!
— Já, hún er falleg, finnst yð-
ur það ekki? sagði Corinna. —
Ég held að hún sé ein fallegasta
kona sem ég hef séð.
Henni er þetta alvara, hugsaði
Blake með sér.
— Jæja, ekki vil ég nú taka
svo djúpt á árinni, sagði hann.,—
Hún hefur fallegan hörundslit og
þesskonar — ef manni þá líkar
þetta yfirbragð.
Það mátti heyra á hreimnum,
að honum líkaði ekki yfirbragð
ið, og Corinna gat ekki að því
gert, að henni þótti vænt um það
þó hún reyndi ekki að gera sér
grein fyrir hversvegna. Ef hún
hefði kannað sjálfa sig, mundi
hún hafa játað að henni félli vel
við Blake og langaði til að verða
kunningi hans áfram. Ef hann
hefði fyllt flokk þeirra, sem
gengu á eftir frú Lediard með
grasið í skónum, mundi hún ef-
laust hafa misst vináttu hans —
því að Sandra þoldi auðsjáanlega
enga keppinauta.
— Ættum við ekki að fara að
halda heim spurði Blake og
drap í vindlingnum. — Úr því
að þér eru ekki vön að sitja á
hesti, verður þetta meira en nóg
handa yður í dag.
Hann reið spölkorn á undan
henni og Corinna gat ekki annað
en dáðst að honum. Hann sómdi
sér prýðilega á hestbaki, og hún
fann að hann bauð af sér þokka,
sem oft skortir hjá þeim, sem
eru of fríðir sýnum. Honum virt-
ist vera alveg sama um hvað aðr
ir álitu um hann, og enginn vafi
var á því, að talsverður hroki var
í honum, undir niðri. Og nú
mundi hún allt í einu hvernig
henni hafði litizt á manninn
fyrst. Hve fokreiður hann hafði
verið við hana, og hve gröm hún
hafði verið honum! Nú þekkti
hún hann betur og fannst ótrú-
legt að þetta skyldi geta verið
sami maðurinn. Hún vissi að bak
við þokka hans og alúð var annar
miskunnarlaus Blake og beið.
Mundi hún nokkurntíma sjá
þann Blake oftar?
Ég vona ekki, hugsaði hún með
sér. Það væri leitt ef þetta færi
í hundana.
— Þér eruð þögul, sagði hann.
— Og þið kvenfólkið hafið ekki
einkarétt á að vera forvitnar. Svo
að ég ætla að forvitnast um, hvað
þér eruð að hugsa núna.
Henni gramdist er hún fann að
hún kafroðnaði. Hún hliðraði
sér hjá spurningunni með því að
hlæja og segja: — Kannske ég
hafi verið að hugsa um hvern-
ig það væri að láta Black Vel-
vet kasta sér af baki — beint á
hausinn . . .
— Það kemur ekki fyrir. Þér
eruð svo gróin í hhakkinn, að
mér finnst að við ættum að leyfa
okkur að taka dálítinn sprett.
Þau gerðu það og eftir nokkra
stund voru þau komin heim und
ir hesthúsið, og þá herti Black
Velvet enn á sér.
— Ég vann! kallaði Corinna til
Blakes, og í sömu svifum fauk
hatturinn af henni. Þegar Blake
kom að hliðinu, sá hún að hann
var með hattinn í hendinni.
— Æ, þetta var leiðinlegt. •—
Urðuð þér að fara af baki til þess
að ná í hann.
Hann hristi höfuðið og rétti
henni hattinn. — Nú fer að verða
of heitt til þess að ríða hratt, finn
ég. Ef við viljum endurtaka þetta
verðum við að leggja upp
kukkutíma fyrr.
■— Ekki segi ég neitt við því,
sagði hún hlæjandi.
— Og ég endurtek að þér eruð
að blekkja mig. Þér þurfið enga
tilsögn í að sitja á hesti.
— Er það svo að skilja að . . .
byrjaði hún.
Hún komst ekki lengra, því að
um leið og þau komu inn í hest-
húsið varð þeim litið á Söndru
og Robin Wrayman.
Hvað var Sandra að vilja hing
að? hugsaði Corinna með sér.
Hún var aldrei vön að vera kom-
in á fætur um þetta leyti.
Hafiz kom og hirti hestana,
og Sandra og Wrayman komu
til þeirra. Sandra kinkaði kolli
til Corinnu, en sneri sér svo að
Blake, sem hafði verið að taka
Corinnu af baki.
— Góðan daginn, Ferguson
pasja. Robin vildi endilega
fylgja mér hingað, — hann uppá
stendur að þið séuð gamlir kunn
ingjar.
— Góðan daginn frú Lediard,
svaraði Blake. Og svo rak hann
upp stór augu og hélt áfram: —
Og þarna er þá Wrayman! Hef-
urðu lent hérna?
Þeir heilsuðust með handa-
bandi, og Wrayman sagði: — Já,
það á svo að heita að ég eigi
að hjálpa Lediard prófessor, en
ég meiddi mig í gær — hann
rétti fram hönd í umbúðum —
þessvegna skrópa ég í dag.
— Philip ætlar að skrópa líka,
sagði Sandra. — Hann kemur
heim í hádegisverð, aldrei þessu
vant, og sagði að ég yrði að bjóða
yður og Josephine frænku að
borða með okkur.
— Það var vel boðið. Hvað
segir Josephine frænka um
þetta?
— Ekkert. Mér er sagt að hún
sé farin til Luxor.
Muhammed, sem nú kom
þarna að, sagði að frú Glenister
hefði fengið boð frá vini sín-
um, um að hitta sig í Luxor. Hún
hafði beðið fyrir skilaboð og
kveðju til Ferguson pasja, um að
hún væri farin og mundi ekki
koma aftur fyrr en seint í kvöld,
— En þér komið vonandi?
sagði Sandra og brosti eins fal-
lega og hún gat til Blake.
— Mér er það mikil ánægja,
svaraði hann hæversklega.
— Ætli ég verði ekki að fara
að reyna að komast heim, sagði
Corinna. — Ég á mikla vinnu,
sem bíður mín, og ef prófessor-
inn kemur snemma heim ...
•— Hann ætlar að verða heima
kortér fyrir eitt, sagði Sandra.
— Þér hafið feikinógan tíma.
Corinna rétti Blake höndina.
— Þakka yður fyrir þennan
skemmtilega útreiðatúr, sagði
hún.
— Ég þakka sömuleiðis, sagði
hann og tók fast í höndina á
henni. — Við tölum betur um
morgundaginn þegar við sjáumst
síðar í dag.
Svo fór hún frá þeim, en fann
til handabandsins enn. Hann ætl
aði þá að halda áfram að ríða út
með henni, og það var ágætt.
En það var alls ekki víst að hún
sæi hann í hádegisverðinum.
Hún vissi ekki hvort hún átti
að verða þar, eða hvort hún ætti
að vera nærgætin við Söndru og
borða uppi hjá sér.
Á skrifborðinu hennar var
kveðja frá prófessornum:
„Kæra Corinna: — Ég býst
við að koma heim í hádegisverð-
inn og geri ráð fyrir að þér kom-
ið niður. Þér hafið nógan tíma til
að vinna að minnisgreinunum á
eftir. Yðar P. L.“
Þá mundi hún fá að sjá Bake
aftur í dag! Corinna fór í bað og
hafði fataskipti, og var miklu
hughægra en áður.
Hún vann af kappi nokkra
tíma og fór niður kringum tíu
mínútum fyrir eitt. Hún hélt
fyrst að enginn væri í stofunni
en þá stóð upp maður, sem set-
ið hafði í djúpum hægindastól
með bakið að dyrunum, og heils-
aði henni.
Það var Simon Zenoupous.
— Ég er hræddur um að ég
hafi komið of snemma, sagði
hann. Ég hitti frú Lediard með
hr. Wrayman og Ferguson pasja,
og hún bauð mér í hádegisverð.
Nú heyrðist skraf og hlátrar að
utan, og eftir augnablik kom
Sandra inn með Blake og Wray-
man.
Hvort sem Blake var hrifinn af
frú Lediard eða ekki, þá var svo
að sjá, að hann yndi sér vel með
henni. En það er mál, sem þér
kemur ekki við, hugsaði Corinna
með sér og beit á jaxlinn. Þú
átt engan einkarétt á honum!
Nú sá Blake hana og kom til
hennar.
— Ég vona að þér séuð ekki
lerkuð eftir útreiðina?
— Nei ,mér liður ágætlega.
Sandra sneri sér að Corinnu
og sagði: — Bíðið þér bara þang-
að til á morgun. Þá verðið þér
eins og lurkum lamin, og getið
ekki hreyft yður.
Blake leit á Corinnu og sagði
rólega: — Hún kemst nú ekki
hjá því. Við ætlum að ríða út
saman í fyrramálið.
Corinna komst ekki að því að
svara, því að nú kom Philip inn
í stofuna. En henni fannst orð
Blakes vera eins og skipun, og
undir niðri varð hún að játa, að
henni líkaði vel að hann gat
stundum verið dálítið digur-
barkalegur. Hún tók eftir að
Blake virtist ekki vera meira en
svo ánægður, þegar hann sá
Zenoupous þarna — engu á-
nægðari en þegar þeir sáust i
Kairo.
Það var auðséð að Zenoupous
gerði sitt ítrasta til þess að koma
sér í mjúkinn hjá Blake, og hitt
var jafn augljóst, að Blake sýndi
honum kurteisi aðeins vegna
þess, að þeir voru gestir hjá
fólki, sem báðir þekktu. Corinna
fann glökkt, að þarna var aðeins
um vopnafrið að ræða. Og hana
grunaði að sá friður var ótraust-
ur. Henni fannst líka, að frú Ledi
ard hefði vel getað komizt af án
hennar við þetta borðhald.
Þegar þau komu inn í borð-
stofuna kóm það á daginn að
lagt hafði verið á borð fyrir ein
um of fátt, og nú sagði Sandra i
þeim kuldalega tón, sem Corinna
vissi að boðaði óánægju: —■
Hvaða klaufaskapur er þetta hjá
Ali. En hann hefur vafalaust
haldið að ungfrú Langly mundi
borða uppi hjá sér.
— Ég hafði beðið ungfrú Lang
ly um að borða með okkur hérna
niðri, sagði prófessorinn. Hann
tók Corinnu undir arminn og lét
hana sitja hjá sér. Sandra tók
eftir að Blake gotti og beit á
vörina. Hún settist og tókst ekki
að leyna því, að hún var ekki
ánægð.
Borðið var kringlótt. Zenou-
pous við hægri hlið húsmóður-
innar, beint á móti Blake, en pró
fessorinn milli Wraymans og Cor
innu. Sandra gaf sig mest að
sessunaut sínum, en við og við
dró hún manninn sinn inn í sam
talið. Hún lét sem hún sæi ekki
Corinnu og Wrayman, og hano
gerðist æ þögulli.
AKUREYRI i
Afgreiðsla Morgunblaðs-
ins er að Hafnarstræti 92,
sími 1905.
Auk þess að annast þjón- 1
ustu blaðsins við kaupend- £
ur þess í bænum, er Akur- d
eyrar-afgreiðslan mikilvæg- 7
ur hlekkur í dreifingarkerfi V
Morgunblaðsins fyrir Norð- ■
urland allt. Þaðan er blaðið |
sent með fyrstu beinu ferð- J
um til nokkurra helztu kaup J
i staða og kauptúna á Norður- 1
landi, svo og til fjölda ein-
staklinga um allaii Eyjafjörð
og víðar.
Cmboðsmaður Morgun-
blaðsins á Akureyri er Stef-
án Eiríksson.