Morgunblaðið - 03.09.1964, Blaðsíða 12
12
MORGUN BLAÐIÐ
i
Fimmtudagur 3. sept. 1964
|||**0tiisfy(*frifr
Útgefandi:
Framkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslustjóri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
. í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
KOMMUNISTAR .
HLEYPTU NAZISTUM
Á PÓLVERJA
Árið, sem Peron snýr aftur?
NÚ ERU liðin nær átta
ár frá því að Juan Dom-
ingo Peron flýði Argen-
tínu í fallbys.su bati frá Para-
guay. Hann kau$ fremur að
flýja en berjast gegn upp-
reisnarmönnum hersins. En
þótt átta ár séu íiðin og Per-
on búi nú í alsnægtum í Mad
rid, hefur hann meiri áhrif í
Argentinu en nokkur annar
stjórnmálamaður. Augusto
Vandor, verkalýðsleiðtogi í
Argentínu, er talinn einn lík-
legasti arftaki Perons. Hann
hélt til Madridar fyrir
skömmu til þess að ræða við
Peron um starfseir.i Peron-
ista og framtíð Perons sjálfs.
Vandor var formaður sendi-
nefndar stuðningsmanna Per
ons, en þeir ráða lögum og
lofum innan verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Þetta ár hefur verið nefnt:
„Árið, sem Peron snýr aft-
ur“ og stuðningsmenn ein-
ræðisherans fyrrverandi hafa
boðað heimkomu hans á
fjöld-afundum að undanförnu.
Einnig hafa þeir á ýmsan
annan hátt reynt að undir-
.búa jaríl/eginn svo einræðis-
herrann geti snúið aftur. En
meðan unnið er ötullega að
þessu hefur tekið að bera á,
að menn seu í vafa um að
einræðisiherrann óski sjálfur
að snúa aftur. Hann hefur
nú fengið á sig helgisagna-
blæ og í umboði hans hafa
fjórir stuðningsmenn hans
tekið að sér leiðtogastörf Per
onista í Argentinu. Peron
hefur aldrei viljað fela ein-
um manni forustuna og þetta
hefur alið á sundrung innan
flokksins. Einn þessara leið-
toga, er fyrrnefndur Vandor,
en hann er talinn níjóta
Peron
mests trausts Perons um þess
ar mundir. Helzti keppinaut-
ur hans um hylli „leiðtogans“
er Andrés Framini, sem einn-
ig er verkalýðsleiðtogi.
A,llt bendir til þess að Per-
on reyni nú að sannfæra
stuðningsmenn sína um að
hann geti haldið áfram að
stjórna hreyfingu þeirra, þótt
hann sé í Madrid og ljóst þyk
ir, að hann muni gera þa8
með því að beina hylli sinni
að hinUm ýmsu leiðtogum til
skiptis.
Meirihluti Argentínubúa
teiur óiíklegt að Peron
snúi aftur. Margir segja:
„Hann hefði ekki þurft að
flýja. Fólkið studdi hann en'
hann' yfirgaf það. Af hverju
ætti hann að snúa aftur
núna, þegir meiri óvissa ríkir
um hve mikils stuðnings
hann nýtur?”
En sífelld ferðalög helztu
leiðtoga Peronista til Mad-
ridar, segulbandsupptökur,
sem leiknar eru á fjöldafund
um með rödd Perons þar sem
hann segir: „Ég kem aftur“,
og aðrar aðgerðir stuðnings-
manna hans hafa valdið því,
að herinn hefur að undan-
förnu lýst því yfir oftar en
einu sinni, að komið verði í
veg fyrir heimkomu einræð-
isherrans. Herinm kefur einn-
ig lýst því yfir, • að tékið
verði í taumana áður en kosn
imgar fara fram í marz n.k.
til þess að koma í veg fyrir
sigur Peronista, þannig, að
atburðirnir frá 1962 endur-
taki sig ekki. Iȇ unnu Per-
onistar stórsigur í kosning-
unum. Herinn greip til sinna
ráða, þegar úrslitin höfðu
verið kunngjörð, Arturo
Frondizi, forseta, var steypt
af stóli og kosningarnar
ógiltar. (Observer — öll rétt-
iridi áskilin).
Hnustforgjöld FÍ gangu í gildi
í Tm þessar mundir eru 25 ár
^ liðin síðan herskarar Ad-
olfs Hitlers ruddust inn í Pól-
land og hófu þar með aðra
heimsstyrjöldina. Af því til-
efni er ástæða til þess að rifja
upp, hvernig þessa örlagaríku
atburði bar að.
Skömmu áður en Þjóðverj-
ar réðust á Pólland höfðu þeir
Adolf Hitler og von Ribben-
trop, utanríkisráðherra hans,
gert vináttu- og griðasamn-
ing við Jósef Stalín. Með þeim
samningi gaf rússneska komm
únistastjórnin nazistastjóm-
inni þýzku í raun og veru
frjálsar hendur til að hefja
síðari heimsstyrjöldina. —
Þýzku nazistamir höfðu und-
anfarið verið að brjóta undir
sig nágranna sína. Þeir höfðu
innlimað Austurríki í Stór-
Þýzkaland og limlest Tékkó-
slóvakíu. Næsta fórnardýr
Hitlers átti að verða Pólland.
En hann hikaði um skeið við
að hefja árás á Pólverja vegna
þess að Bretar og Frakkar
höfðu heitið þeim liðveizlu,
ef Þjóðverjar réðust á þá.
Meðan á þessu hiki nazista
stóð, gerðu Bretar og Frakkar
ítrekaðar tilraunir til þess að
ná samkomulagi við Sovétrík-
in um sameiginlega afstöðu
gegn hinni vitfirrtu árásar-
hyggju Hitlers. Franskar og
brezkar sendinefndir fóru til
Moskvu og mikið kapp var á
það lagt af hálfu Vesturveld-
anna að ná samkomulagi við
Rússa. Flestir hugsandi menn
gerðu sér það þó ljóst, að Hitl-
er hugði á landvinningastyrj-
öld og að Pólland mundi verða
næsta fórnardýr hans.
En kommúnistastjórnin í
Kreml kaus heldur að gera
vináttu- og griðasamning við
Adolf Hitler en að semja við
Bretland og Frakkland, og
gera þannig heiðarlega til-
raun til þess að bjarga Pól-
landi og stöðva útþenslu-
stefnu nazista. Þegar þannig
var komið var nazistunum
ekkert að vanbúnaði. Von
Ribbentrop skálaði í kampa-
víni við þá Molotov og Jósef
Stalín í Kreml og kommún-
istar um heim allan fögnuðu
yfir þessum dæmalausa svika
samningi. Herskarar Hitlers
ruddust inn í Pólland og önn-
ur heimsstyrjöldin var hafin.
Það voru þannig fyrst og
fremst rússnesku kommún-
istarnir, sem hleyptu nazist-
um á Pólverja haustið 1939.
En Sovétríkin létu ekki við
það eitt sitja að hleypa naz-
istum inn í Pólland. Skömmu
síðar réðist Rauði herinn inn
í Pólland að austan. Þar
með höfðu nazistar og komm-
únistar fullkomnað níðings-
verk sitt gagnvart Pólverj-
um.
KALDHÆÐNI
ÖRLAGANNA
egar þessar sögulegu stað-
reyndir hafa verið rifjað-
ar upp sætir það eigi lítilli
furðu, þegar kommúnistar
hér á landi og annars staðar
þykjast hafa verið miklir vin-
ir og verndarar pólsku þjóð-
arinnarH
Allir íslendingar muna líka,
að allt þar til að nazistar réð-
ust á Sovétríkin sumarið 1941
fór lítið fyrir samúð komm-
únistamálgagnsins hér á landi
með málstað hinna vestrænu
lýðræðisþjóða, sem fóru í
styrjöld við Þýzkaland vegna
árásar þess á Pólland. Komm-
únistar hér og annars staðar
létu sér hina svívirðilegu árás
nazista á Pólverja þvert á
móti í léttu rúmi liggja, og
beinlínis-fögnuðu árás Rauða
hersins á Pólverja og sundur-
limun landsins milli nazista
og kommúnista.
Kommúnistar halda að fólk
ið sé fljótt að gleyma. En
íslendingar og frelsisunnandi
fólk um víða veröld man vel
hið hraklega atferli nazista
og kommúnista haustið 1939,
gagnvart hinni langkúguðu
pólsku þjóð. Það var svo
kaldhæðni örlaganna að sum-
■arið 1941 beindi Adolf Hitler
herskörum sínum gegn Sovét-
ríkjunum, sem hann hafði
gert griða- og vináttusamning
við haustið 1939. Þannig
brann nú sá eldur einnig á
Rússum, sem þeir höfðu
hjálpað nazistum til að
kveikja í Póllandi.
FYRSTA
SKÓLAGANGAN
¥Tm 1700 skólabörn eru um
^ þessar mundir að hefja
sína fyrstu skólagöngu hér í
höfuðborginni. Þessir litlu sjö
ára borgarar taka nú skóla-
töskuna sína og setjast á skóla
bekk. Það eru merkileg tíma-
mót í lífi þeirra. Á miklu velt-
ur að skólinn reynist þeim
vel. Uppeldið í nútíma þjóð-
félagi er stöðugt að færast
meira í hendur skólanna. —
Áhrif þeirra eru rík og fjöl-
þætt á hina ungu sálir.
Á FARGJALDARÁÐSTEFNU
I. A. T. A. flugíélaganna, sem
haldin var fyrir' tveim árum,
beitti Flugfélag íslands sér fyrir
iþví að tekin yrðu upp ódýr
Reykjavíkurborg hefur lagt
mikla áherzlu á að búa vel
að yngstu borgurum sínum.
Nýir og glæsilegir skólar rísa,
þar sem allur aðbúnaður er
til fyrirmyndar. Nýjasti skól-
inn er Álftamýrarskólinn, þar
sem rúmlega 600 börn í öllum
aldursflokkum barnaskóla-
stigsins verða við nám í vet-
ur. Þetta er glæsileg og fall-
eg bygging, þar sem getur að
líta margar nýjungar og um-
bætur. Æskan er fjöregg ís-
lenzku þjóðarinnar. Á þroska
hennar, heilbrigði og mann-
dómi, velur framtíð þessarar
litlu þjóðar. Þess vegna vill
hún allt gera fyrir hana, sem
í hennar valdi stendur.
Hlutverk kennaranna er
mikið og vandasamt. Sem bet-
ur fer eigum við nú mörgum
agætum mönnum á að skipa í
kennarastétt. Kennaraskólinn
hefur verið efldur, honutn
fengið nýtt og fullkomið skóla
hús og aðstaða hans bætt á
marga lund. Þess vegna
standa nú vonir til þess að
nokkuð rætist úr þeim til-
finnanlega skorti, sem verið
hefur undanfarin ár á kenn-
urum víðsvegar um land.
vor- og haustfargjöld frá íslandi
til margra staða í Evrópu.
Þessi ódýru sérfargjöld, hafa
orðið mjög vinsæl og hefir mikill
fjöldi fólks notfært sér þau til
þess að fá sér ,/sumarauka“ í út-
landinu.
Hinn 1. september næstkom-
asdi, ganga haustfargjöldin enm í
gildi og lækka þá fargjöldin um
25 af hundraði, ekki einungis á
flugleiðum Flugfélags íslands,
heldur og einnig á ýmsum fram-
haldsleiðum eins og t. d. til
Parísar og til margra borga í
norðanverðri Evrópu.
Haustfargjöldin gilda í tvo
mánuði, frá 1. september til 31.
október.
- Efla harf
Framh. af bls. 6
má nefna dæmi þess, að landbún
aður okkar hefur beðið tjón af
því, að staðhæfðar hafa verið
hér erlendar aðferðir í búnaðar-
háttum.
Árið 1947 var brotið blað í
sðgu búvísinda okkar, þegar
stofnað var til æðra náms í bú-
fræðum við Bændaskólann á
Hvanneyri. Til þess náms var
stofnað við ófullkomnar aðstæð-
ur á margan hátt, en af stór-
hug og bjartsýni.
Var yfirlýst stefna þeirra, sem
að stofnun skólans stóðu, að efla
hann svo, að hann þyldi saman-
burð við erlenda búnaðarhá-
skóla. Þessu til áherzlu ákvað þá
verandi landbúnaðarráðherra, að
þeir sem stæðust próf við Fram-
haldsdeildina á Hvanneyri,
skyldu hljóta lærdómsgráðuna
'búfræðikandídat (B. Sc.) og þar
með sama rétt til starfa og þeir
sem hlotið höfðu sömu mennta-
gráðu frá erlendum búnaðarhá-
skólum."
Gildistími farmiða er einn mán
uður frá því ferð er hafin, þann-
ig, að farþegi sem t. d. fer frá
íslandi 31. október getur komið
til baka 30. nóvember. Skilyrði
er að keyptur sé tvímiði og not-
aðar báðar leiðir.
Sýnilegt er, að margir munu
notfæra sér haustfargjöldin í ár.
Miklar farpantanir liggja fyrir
og t. d. eru aðeins mjög fá sæti
laus í flugvélum Flugfélags ís-
lands til útlanda fyrstu viku
september.
Reynt að steypa
Kúbustjórn af
stóli
Miami, Flórida, 29. ágúst. AP:
HEYRZT hefur til spænskumæl
andi útvarpsstöðvar hér, sem
greinir frá því að sjö manns hafi
verið handteknir vegna þátt-
töku í samsæri um að steypa af
stóli stjórn Castros. Upp komst
um samsærið, sagði útvarpið,
vegna aðildar nokkurra flugu-
manna Castros að því. Sumir
samsærismanna flýðu til fjalla.
Gert er ráð fyrir fleiri handtök-
um á næstunni, að sögn útvarpj
þessa, sem kvaðst hafa fregnirn-
ar frá neðanjarðarhreyfingu á
eynni.
30 FLÓTTAMENN
Bonn, 31. ágúst (NTB)
NÚ um helgina tókst 30 A-
Þjóðverjum að flýja yfir
landamærin til Vestur-Þýzka-
lands. Meðal flóttamannanna
voru tveir hermenn og eina
tollvörður. Er langt síðaa
jafn mörgum hefur tekizt a#
flýja yfir landamærin á einni
helgL