Morgunblaðið - 03.09.1964, Blaðsíða 8
8
MORCUN BLADID
Fimmtudagur 3. sept. 1964
Margrét Erlendsdóttir
Akranesi — Minning
Sumarið er að líða, grasið fer
að sölna. Blöð trjánna falla eitt
og eitt og berast með blænum.
En hvert.
Við getum ekki fylgt þeim. Að
eins er þögnin eftir, hin kyrra
djúpa þögn, sem aldrei er meiri
en á haustin. En felur þó í sér
fyrirheit um eilíft líf, sem mun
rísa upp með nýju vori.
En stundum haustar svo
snemma.Frostið kemur um mitt
sumar, og fellir jurtina í fullum
blóma. Þannig virðist mannlífið
e.'nnig vera.
Á þetta höfum við nú verið
minnt einu sinni enn, er við
kveðjum hana Möggu, ásamt
Gústaf bróður hennar, hinnstu
kveðju hér á jörð.
Ástvinum þínum, Magga mín
hefur oft daprast sólarsýn í sum
ar, er þeir hafa fylgzt með bar-
áttu þinni, sem hlaut að enda
á þennan veg. En að hann Gústi
bróðir þinn myndi fylgja þér í
þessa ferð, hefði engan órað fyr-
ir. Má með sanni segja að,
„Grátþö;gull harmfugl hnípir á
húsgafli hverjum".
Oft hafði hann fylgt okkur úr
hlaði og stytt okkur leið er við
sem ungar skátastúlkur öxluð-
um poka okkar og lögðum af
stað út í bláinn. Ef til vill er það
engin tilviljun, að þið nú fylgist
nú að í þessari ferð. Það er ekki
okkar mannanna að skilja.
Margrét Erlendsdóttir var
fædd 22. desember 1923, dóttir
hjónanna Magnhildar Ólafsdótt-
iu og Erlendar Magnússonar, múr
arameistara. Hjá þeim óls hún
upp í stórum systkinahópi, sem
nú er stórt skarð höggvið í, þar
sem tvö þeirra hverfa nú á
braut í einu. Gústaf bróðir Mar-
grétar lézt snögglega í sömu
viku og hún.
Ung giftist Magga eftirlifandi
tnanni sínum Halldóri Árnasyni,
hinum mesta sómamanni, sem
nú undanfarna mánuði hefur
ekki hvað sízt sýnt hve góðan
dreng hann hefur að geyma. Þau
hiónin eignuðust fjórar dætur,
sem allar eru enn ungar og í for
eldrahúsum. Þær eru Magnhild-
ur Erla, Margrét, Ágústína og
Hafdís.
Lengst af hafa þau átt heim-
ili sitt í sama húsi og foreldrar
hennar á Skagabraut 38 Akra-
nesi og má með sanni segja að
hún hafi aldrei úr foreldrahús-
um farið, svo náin voru böndin
við foreldra og systkini, að ég
tel að einstakt muni vera.
Engum gat dulizt, sem kom
inn á heimili þeirra hjóna, að
innan vébanda þess, hafi hugur
og hönd unnið saman að velferð
og hamingju hvers annars. Þar
þurfti ekki að fara út af heimil-
inu í leit að blekktri kæti, því
kærleikurinn, aem veitir hina
etnu sönnu gleði, réði þar rikj-
um. Hvort sem hann birtist í fall
egri peysu, sem mamma hafði
prjónað, eða litlum hlut pem
pabbi hafði gert úr skeljum og
fjörusteinum, sem börnin höfðu
fundið og borið heim. Um allt
var farið varfærnum og bless-
andi höndum.
í önn dagsins er framtíðin
geymd, og það er trú mín að svo
vel hafi Magga unnið hvern dag
á meðan kraftar entust, að svip-
mót hinnar gjöfulu móður, muni
áfram skína á vegum ástvina
hennar, og létta þeim hinn þunga
harm.
Ég bið góðan guð að styrkja
og styðja ykkur ástvini systkin-
anna beggja, ykkur öldruðu for
eldrar, sem nú verðið að sjá á
bak tveggja barnanna ykkar, að
þið getið haldið áfram að lifa
undir merki kærleikans, sem
þau voru svo rík af til ykkar
allra.
Magga mín. Þú ert sú fyrsta,
sem kveður hóp stallsystra
þinna og félaga. Marga gleði-
siund höfum við átt saman,
fcæði á heimili ykkar hjóna og
okkar hinna í skátafélaginu og
Slysavarnafélaginu. Allsstaðar
\-arstu sami góði og glaði félag-
inn. Er við nú í sárum söknuði
kveðjum þig, þökkum við þér af
öllu hjarta samfylgdina.
Við hlið hins nýja vegar, sem
þ;ð systkinin nú farið er þögn,
sem felur þó í sér fyrirheit um
e.Uíft líf, sem mun rísa upp með
nýju vori.
Guð blessi ykkur bæði.
Bjarnfríður Leósdóttir.
í dag leggur þú Magga mín
upp í þá ferð, sem allir vita,
að einhverntíman verður að fara
en enginn okkar veit fyrirfram,
hvenær • lagt verður úr höfn.
Sum okkar fá kærkominn frest
á þessari för. en aðrir eru kall-
aðir fyrirvaralaust og þú varzt
ein af þeim.
Það er að sumu leyti táknrænt,
að þú skulir nú fyrst af okkur
10 skólasystrum, sem höfum
lengst af haldið hópinn, kölluð
burtu. Þú sem varst alltaf fyrst
af okkur að framkvæma það,
sem við þurftum að gera fyrir
ýms tækifæri. Þegar við hinar
vorum að tala um, hvað við ætluð
um að gera á þessum og hinum
tímamótum þá varst þú búin að
koma því í verk.
Ég man vel ljóman á andliti
þínu þegar þú sýndir okkur
jólafötin á litlu stúlkurnar þín-
ar. Ekkert var hálfklárað allt
tiibúið. Lítil stúlka sagði einu
sinni við mig. „Hvernig getur
hún mamma hennar Grétu gert
svona falleg föt á þær syst-
urnar“. Mér varð þá að orði.
„Hún Magga getur allt“.
Magga gat sameinað að vera
í senn frábær dóttir foreldra
og þeirra styrkury og vera manni
sínum og dætrum ógleymanleg
eiginkona og móðir.Hún Magga
átti svo sannarlega heima á báð
um hæðum á Skagabraut 38
Ég vissi vel, að þú Magga mín,
át.tir góðan mann, sem Halli var,
en að hann væri jafn fráfoær
eiginmaður og faðir, sem fram
kom þessa síðustu mánuði, grun-
aði mig ekki.
Mér finnst, það koma bezt
fram hvern mann þú hafðir að
geyma í vali þínu á þeim tveim
félögum, sem þú starfaðir L
Skátafélaginu og Slysavarnafé-
iaginu. Þú varzt sannur skáti.
Vertu sæl Magga mín, þakka
þér allar liðnar samverustundir,
(Magga) Margrét Erlends-
dóttir hét hún fullu nafni, var
fædd á Akranesi 22. des. 1923,
dáin 27. ágúst 1964. Foreldrar
hennar eru hjónin Magnhildur
C lafsdóttir og Erlendur Magnúa
son, málarameistari, sem nú
verða fyrir þeirri sáru sorg, að
rrissa tvö elskuleg börn sín
sömu vikuna, en bróðir Margrét
ar, Gústaf, dó skyndilega tveim-
ur dögum á eftir systur sinnL
Að lokum, votta ég og fjöl-
skylda mín, eftirlifandi eigin-
nanni Halldóri SigurðssynL
systrunum fjórum, sem nú verða
að vera svo duglegar stúlkur,
foreldrum tengdamóður og
systkinum, okkar dýpstu samúð,
Blessuð sé minning þessara
tveggja systkina, sem nú verða
samferða til fyrirheitna lands-
ins.
S. Sigmundsdóttir
Bezta tryggingin er reynzla annarra
Eftirfaranrti fyrirtæki nota CLARK-lyftivagna:
s Áburðarverksmiðjan h.f.
S Áfengis- og tóbaksverzlun
ríkisins.
S Bæjarútgerð Reykjavíkur.
= Eimskipafélag íslands h.f.
= Fiskur h.f.
= Har. Böðvarsson & Co.
= Hraðfrystistöðin h.f.
M 1- Þorláksson & Norðmann h.f.
= Jöklar h.f.
= Kassagerð Reykjavíkur h.f.
1 Kol & Salt h.f.
= Kaupfélag Borgfirðinga.
% Kaupfélag Eyfirðinga.
S Lýsi h.f.
S Mjólkurfélag Reykjavíkur.
M Óskarsstöð í Hafnarfirði.
H Samband ísl. Samvinnufélaga.
1§ Sementsverksmiðja ríkisins.
§j Skipaútgerð ríkisins.
j§ Slippfélagið h.f.
§ Timburverzlunin Völundur h.f.
j| Síldar- & fiskimjölsverksm.
KlettL
Síldar- & fiskimjölsverksm. ||
á Akranesi.
Síldarverksm. ríkisins, 1
auk margra, sem eiga lyfti- =
vagna á leiðinni til landsins. s
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuibiiiiiiiiifrdiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
EQUIPMEIMT IIMTERIMATIONAL
eru stærstu og þekktusu fromSeiðendur
lyftivagna í heiminum
Ceta boðið yður með stuttum
afgreiðslufresti allar stœrðir
frá 1000 Ibs. upp í 35000lbs.
Rafmagns benzín- eða diesel
vélar. Þrátt fyrir yfirburði
er verðið sérlega samkeppnis-
fœrt. Athugið að lyftivagnar
geta sparað yður kaupverðið
á nokkrum mánuðum ef nœg
verkefni eru fyrir hendi
Elding Trading Company hf.
Hafnarhvoli — Reykjavik