Morgunblaðið - 03.09.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.1964, Blaðsíða 6
MORGUN BLAÐIÐ r Fimmtudagur 3. sept. 1954 JÞessir þrír bílar skelltust saman í Öskjuhlíð í fyrri viku (Ljósm. Mbl. Sv. >.). Efla þarf innlent nám í búvísindum Framhaldsdeildiii á Hvanneyri verði levtgd lambratún DACINN fyrir 75 ára afmælis- hátíð Hvanneyrarskóla, þ.e. 8. f m, var haldinn í skólanum fundur í Nemendasambandi framhaldsdeildarinnar á Hvann- eyri. Nemendasambandið var stofn að 7. des 1963. Það hefur m.a. á stefnuskrá sinni að vinna að efl ingu framhaldsdeildarinnar. Stjórn nemendasambandsins skipa: Magnús Óskarsson, til- raunastjóri, Egill Bjarnason, ráðunautur og Ólafur Ásgeirs- son. Þessi fundur var aðallega helg aður umræðum um framhalds- deild og framtíð hennar og fram tíðarskipulagi æðri búfræði- menntunar hér á landi. Af því tilefni var öllum kennurum fram haldsdeildarinnar boðið að sitja á fundinum og taka þátt í um- ræðum. Frummælendur voru þrír: Ótt- ar Geirsson, kennari, Jóhann Frankjson, framkvæmdastjóri og Kristinn Jónsson, ráðunautur. Röktu þeir all ýtarlega námstil- högun í iandbúnaðarháskólum nágrannalanda okkar og kröfur sem þar eru gerðar um mennt- un landbúnaðarsérfræðinga. Yoru þeir sammálá um að Fram haldsdeildin á Hvanneyri væri á margan hátt góður skóli og stæði á sumum sviðum jafnfæt- i* landbúnaðarháskólum ná- grannalandanna, en töldu þó, að lengja þyrfti námið og bæta að- stöðuna til að vel væri séð fyrir þessum málum hér á landi. Þá lögðu frummælendur áherzlu á innlent sérnám í búfræði væri ómissandi þáttur í námi þeirra, sem tækju að sér leiðbeiningar og fræðslustörf í land'búnaði hér á landi. Á eftir framsögu erindunum urðu fjörugar umræður. Engin ályktun var gerð að þessu sinni, en kosin var 5 manna nefnd, til að gera ýtarlegar tillögur um skipan æðri búfræðimenntunar á Islandi á grundvelli þeirra um ræðuna, sem fram fór og ályktun ar um þetta efni, sem samþykkt var á stofnfundf nemendasam- bandsins. Ályktun sú, sem þar var sam- þykkt og hér fer á eftir, fellur í höfuðatriðum saman við þau sjónarmið, sem mest bar á á fundinum. Hún er svohljóðandi: „Fundur í Nemendasambandi Framhaldsdeildarinnar á Hvann- eyri, haldinn 7. des. 1963, telur brýna nauðsyn bera til að efla innlent nám í búvísindum hið Hálfar niður í brúsana Nú er brúsamjólkin úr sög- unni í Reykjavík. Þeír, sem að staðaldri hafa keypt mjólk í lausu máli vegna 'verðmunar- ins, eru að sjálfsögðu óánægð- ir með þessa ráðstöfun — en frá sjónarmiði heilbrigðis og heilsugæzlu hlýtur þetta að vera spor í rétta átt. Það gegnir öðru máli með stórar stofnanir, sem fá mjólk á stórum brúsum beint frá Sam sölunni. Þá eru brúsarnir að- eins opnaðir á einum stað — þar, sem mjókin er notuð. En mér hefur aldrei fundizt það samræmast þeim kröfum, sem nú eru gerðar um með- ferð mjólkur — að ausa úr brúsunum í mjólkurbúðunum: Láta þá standa þar opna. Og þegar fer að minnka í þeim verða afgreiðslustúlkurnar að fara hálfar niður í brúsana til þess að fylla ílát viðskiptavin- anna. fyrsta. Fundurinn telur- að ódýr- asta og fljótfarnasta leiðin til þess sé að lengja námið við Framhaldsdeildina á Hvanneyri til samræmis við hliðstætt nám erlendis. Hann skorar því á alla þá sem auka vilja veg íslenzks iandbúnaðar, að taka höndum saman og hrinda máli þessu í framkvæmd hið fyrsta. Sjálfstæð íslenzk búvísindi hafa verið á frumstigi. Leiðbein endur landbúnaðarins hafa til skamms tíma orðið að sækja menntun sína til annarra þjóða. I skólum þeim, sem íslenzkir bú- visindamenn hafa sótt er kennsla að sjálfsögðu miðuð við erlendar aðstæður. Landbúnaðurinn er háðari náttúru- og þjóðfélagsað- stæðum en allir aðrir atvinnu- vegir. Nám við erlenda búnaðar skóla hentar því ekki að öllu leyti íslenzkum aðstæðum, enda Framh. á bls. 12 Og ýmis önnur matvara ætti líka að seljast í loftþéttum um- búðum á sama hátt og mjólk í hyrnum og flöskum. Þannig ætti að vera með brauðin. Hvenær ætli Reykvíkingar fái nú loks niðurskorin brauð í loftþéttum umbúðum, eins og tíðkast víða erlendis? Nógu góður í hvern sem er Og svo er það fiskurinn. L‘g efast ekki um að starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins stinga nefinu inn í fiskbúðir bæjar- ins við og við. Enda þótt alls staðar sé vafalaust fylgt sett- um reglum, þá er ég viss um að margir fisksalar gætu aukið enn á hreinlætið og jafnframt gert fiskinn svolítið „matar- legri“ en hann er víða. Annars er það oft þannig með fólk, sem lengi hefur unn ið í fiski, að það er hætt að DAGBLÖÐIN hafa nýlega birt mynd af minnismerki um Einar skáld Benediktsson, sem fyrir- hugað er að reisa á Klambra- túni. En er hægt að setja upp minn- ismerki um listaskáldið á Klambratúni? Ég held ekki, ekki vegna staðarins, hann er ágætur, en nafnið’ er fráleitt. Þetta tún, sem í daglegu tali er nefnt Klámbratún, er að ég hygg hluti úr þremur túnum. Eftir því sem ég bezt veit, voru þrír landnámsmennirnir á Rauð- arárholtinu. Ég held að Guðmundur Jafets- son hafi verið þeirra fyrstur 1908—9. Valdi hann sér stað hæst suðvestan í holtinu, byggði þar snoturt býli og nefndi Háteig. Áður átti hann húsið „Veghús“ við Veghúsastíg, en seldi það Jóni frá Bráðræði og konu hans, Höllu. Þau bjuggu þar s'íðan sem eftir var ævi með dóttur sinni Helgu, en hún andaðist síðastliðið ár. Ekki veit ég hve lengi Guð- mundur og Rúna bjuggu í Há- teigi eða hvort þau fluttust það- an lifandi, því ég fluttist burt úr bænum 1918. Síðar eignaðist Halldór skip- stjóri Þorsteinsson frá Bakka- búð og kona hans, Ragnhildur Pétursdóttir frá Engey, þetta býli, byggðu stórt og fallegt hús og stækkuðu grasnytina. Þá byggði Pétur Hjaltested gullsmiður sitt fagra býli Sunnu- hvol, var það neðar í holtinu, en í beinni línu við Háteig, sem sjá má af því, að Háteigsvegur var lagður meðfram þéim. Nokkru sunnar og neðar kem- ur svo síðasta býlið, Klambrar, sem Maggi Júl. Magnús byggði. Nefndi hann það eftir ættaróðali sínu. Hann var sonur hinna mætu hjóna, Júlíusar læknis Halldórs- sonar og konu hans, Ingibjargar Magnúsdóttur. líta á fiskinn sem hverja aðra matvöru. Fiskur er bara fiskur — og ekki meira um það. Á skólaárum var ég á togara nokkur sumur og stundum þótti mér skipsfélagar mínir fara illa með matvöruna, sem við vorum að afla. Ég hafði þá orð á þessu og þegar við veidd um þorsk, sögðu þeir: „Þetta er nógu gott í helv. . . Bret- ann‘. Þegar það var karfi: „Ætli Rússinn gleypi þetta ekki fyrir því“. Sem betur fer er aUtaf verið að uppræta þessi sjónarmið, en ég hef grun um að fiskurinn þyki samt nógu góður ofan í hvern sem er — hvernig svo sem hann er. Nýr andstæðingur Andstæðingar Haligríms- kirkju hafa nú fengið virðulegan mótstöðumann til að lumbra á. Það er nefnilega upplýst að sænska kirkjan hafi fært Hallgríms- Þetta býli stendur enn, og nafn þess hefur orðið langlífast. Nafn- ið er ekki fallegt — að mínum dómi, og aðflutt. Ég held að það ætti aldrei að flytja nöfn, þau fara vel þar sem þau fæðast, en geta orðið fráleit annars staðar. Ég fæ t.d. alltaf ónotakennd, er ég fer fram hjá húsi hér í borg með nafninu Oddi og öðru í Hafn- arfirði með nafninu Þórsmörk. Þessir staðir eru engum líkir, og það er ekki hægt að flytja þá með sér. Er ekki líka skrítið, að Unu- hús skuli vera komið á Veghúsa- stíg? Ég er nú orðin full langorð um efni það, sem hér um ræðír, en það sem vakir fyrir mér, er hvort ekki sé nú tími til kominn að velja þessum fagra reit, því ég veit að þessi fyrirhugaði gróð- urlundur okkar verður fagur — fallegt nafn við sitt hæfi. Ég tel að hann eigi hvorki að kenna við teig eða tún, þau eru á sínum stað, og gott að svo er, en þá verður að halda vel um þá hefð. Mætti t.d. ekki kenna þennan stað við hlíðarnar og nefna hann Hlíðalund eða eitthvað því líkt? Annars ætla ég nú ekki að setja mig í það dómárasæti, en treysti því, að Borgarráð og málfræð- ingar komi nú með nýtt nafn, og það áður en minnismerkið kemur. Anna Bjarnadóttir. JÁBNBHAUTARSLYS Arnhem, 31. ágúst (NTB) TVÆR járnbrautarlestir, önn ur vestur-þýzk, hin hollenzk, rákust saman S Axnhem i Hollandi í dag. Vitað er að fjórir menn biðu bana i árekstrinum og fjöldi mann* hlaut meiðsli. Eldur kom upp í lestunum við árekstur- inn, en varð fljótlega slökkt- kirkju eina milljón króna — og ljóst er, að rausn Svía mun flýta eitthvað fyrir því að turn Hallgrímskirkju gnæfi yfir borgina. Nú spyrja sumir hvort hinir pennalipru andstæðingar þeirrar Hallgrímskirkju, sem rísa á, muni nú ekki fara að skrifa á sænsku. Surtseyjar-frímerki Ég er alltaf að bíða eftir því að heyra eitthvað frá póst- stjórninni um Surtseyjar-frí- merki. Nú hef ég frétt, að eng- ar ráðagerðir séu uppi um að gefa út fímerki með Surtsey og þykir mér það miður. Ekki vegna þess að ég safni frímerkj um. Heldur vegna þess að mér finnst ástæða til að sýna Surts ey þennan sóma og jafnframt að útbreiða á þann hátt þekk- ingu um landið. Falleg Surts- eyjar-sería yrði vafalaust merkur viðburður 1 íslenzkri frímerkjaútgáfu. — Annars get ur verið, að póststjórnin hafi enn ekki frétt um þessa marg- umræddu Surtsey, því hún (póststjórnin) fær dagblöðin sennilega í pósti. * •• WH-KAUPFELOG Nú er rétti tíminn til að panta Rafhlöður fyrir veturbui. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgöiu 3. — Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.