Morgunblaðið - 03.09.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.09.1964, Blaðsíða 13
F!immtudagur 3. sept. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 13 Lútherska heimssambandið: Fulltrúar heimsóttu Bessa- staði og Kópavogskirkju í gær Sigurbjörn Einarsson biskup kjörinn i ráð; sem fjallar um guðsbjónustur og helgisiði STJÓRNARFUNDUR Uútherska heimssambandsins hélt áfram í gær. Hófst dagurinn að vanda með morgunbæn í Neskirkju, sem flutt vár af Wantula, biskup í Varsjá. Morgunfundir Fjölsótt héraðs- mót d Siglufirði SÍBASTLIÐINN laugardag efndu Sj álfstæðism erm á Siglu- firði til hins árlega héraðsmóts síns. Var mótið fjölsótt og fór ágætlega fram. Samkomuna setti Eyþór Halls ®on, skipstjóri, og stjórnaði síð- an. Dagskráin hóíst með einsöng Guðmundar Guðjónssonar, óperusöngvara, en undirleik ann aðist Skúli Halldórsson, tón- skáld. I>á flutti Einar Ingimund- arson, alþingismaður, ræðu Síðan söng Sigurveig Hjalte- sted, óperusöngkona, einsöng. I>es9u næst flutti Gunnar Thor- oddsen, fjármálaráðlherra, ræðu. Að lokinni ræðu ráðherrans skemmti Brynjólfur Johannes- son leikari. Að siíðusfeu sungu þau Guðmundur Guðjónsson og Sigurveig Hjaltested tvísöngva. Að dagskránni lokinni var stig- inn dians fram eftir nóttu. hófust kl. 9,30, og fyrir hádegi var einkum rætt um heimsþing- ið í Helsinki á s.l. ári og hjálp- arstarfsemi lúthersku kirkjunn- ar víða um heim. Var íslenzku kirkjunni m.a. þakkað framlag hennar til flóttafólks við Mið- jarðarhafið, en mikið magn af lýsi og fiski var sent þangað á sinum tíma. Samkomo í Þjóðleikhúsinu í kvöld í KVÖLD verður sérstok sam- koma í Þjóðleikhúsinu í tilefni af stjórnarfundi Lútherska heimssambandsins. Samkoman er öllum opin og aðgangur ókeyp is. Sóknarnefndum og starfsmönn um safnaðanna í Reykjavík og nágrenni t.d. söngfólki hefur sér staklega verið boðið og sæti tek- in frá fyrir það í sal. Ávörp, ræður og fræðsluerindi verða flutt og Polyfónkþrinn syngur og einnig mun Sigurður Björnsson, óperusöngvari syngja andleg ljóð. >á gerðist það á morgunfund- inum að biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, var kjör- inn í það ráð heimssambandsins, sem fjallar um helgisiði og guðs þjónustuhald. Er hann fyrsti ís- lenzki kirkjuleiðtoginn, sem velst til slíkrar þjónustu við heimskirkju lútherskra manna. Kl. 2 síðdegis heimsóttu full- trúar forseta íslands að Bessa- stöðum. Var þar fyrst gengið til kirkju og sagði forseti sögu kirkjunnar, og lýsti helgigripum og táknmyndum. Þá sungu full- trúar sálma í kirkjunni, hver á sínu móðurmáli. Var síðan geng ið til bústaðar forseta, og dvalizt þar nokkra stund í góðu yfir- læti. Á leiðinni til Reykjavíkur var Kópavogskirkja skoðuð. Þar lék dr. Hans Lilje, biskup í Hann- over, á orgel kitkjunnar. Varð þá Simojoki, erkibiskup- Finna að orði: „Er nokkuð það til, sem dr. Liljé getur ekki betur gert en aðrir.“ , Síðdegis í gær voru nefndar- fundir, en einnig var boð inná á heimili sendiherra V-Þýzkiv- lands á íslandi. Kvöldfundir hófust kL 20 og skiluðu þá ýmis ráð sambands- ins áliti. Var m.a. fjallað um ályktanir menntamálanefndar, og þeirrar nefndar, sem fjallar um útbreiðslu og uppbyggingu safnaða. Fundir halda áfram að Hótel Sögu í dag, og í kvöld verður efnt til sérstakrar samkomu fyrir almenning í Þjóðleikhúsinu, svö sem Mbl. skýrði frá í gær. Stjórnarfundi Lútherska heima sambandsins verður slitið á laug ardag í SkálholtL Þessi mynd var tekin í gærdag, er fulltrúar á stjórnarfundi Lútherska heimssambandsins sóttu heim Forseta íslands að Bessastöðum. Á myndinni eru allir biskuparnir, sem stjórnarfundinn sitja ásamt forsetanum. Frá vinstri (fremri röð): Moshi biskup í Tanganyika, Manikam, biskup í Indlandi, Lilje, biskup í Hannover, Sehiötz, biskup í Minneapolis í Bandaríkjunum, forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, Simojoki, erkibiskup Finna, Auala, biskup í Suðvestur Afríku og biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson. Aftari röð: Schanze, biskup í A-Þýzkalandi, Húber, biskup í Hamborg, Heyer, biskup í Lúbeck.Franklin Fry, biskup í New York, Birkeli, biskup í Stavanger, Leer-Andersen, biskup í Danmörku, Bo Giertz, biskup í Gautaborg, Wan- tula, biskup í Varsjá, Krummacher, biskup í Greifswald, A-Þýzkalandi, Smidt-Clausen, fram- kvæmdastjóri heimssambandsins, Dietzfelbinger, biskup í Múnchen og Sigurður Stefánsson, vígslubiskup. — Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) 5 HEILBRIGÐISSKÝRSLUR fyr ir 1960 eru nú nýkomnar út og hafa að vanda margvíslegan fróð leik að geyma. Þær gefa árle^ þverskurð af heillbrigðisástandinu elns og það er á hverjum tíma, evo og afstöðu og áliti héraðs- læknanha til ýmissa atriða, sem snerta lifnaðarhætti þjóðarinnar Tölur þeirra er þó næsta einhliða íróðleikiur, nema tekinn sé einnig langskurður af heilbrigðisástand- inu yfir visst árabil, því að þá fyrst er hægt að sjá, hvort við etöndum í stað eða okkur mið- ar nokkuð á leið. Það sést bezt, hve geysilegar framfarir hafa orðið á þessu sviði, ef' farið er 60—60 ár aftur í feímann. Fólks- fjöldinn hefur gert talsvert bet- ur en að tvöfaldast, enda fjölgar tfólkinu nú um 4000 á ári og er það yfir 2%, en til samanburðar imá geta þess, að um aldamótin fjölgaði fólki innan við 1%. iFjölgunarhlutfallstalan fór svo Ihækkandi fram til 1930, en lækk endi affeur á kreppuárunum 1930 .—40, einkum sökum þess að fæð ingum fækkaði þá og komust þær niður fyrir 20 á 1000 íbúa árið 1939, en eru síðustu árin um 28 á þúsund. Fjölgumin stafar þó einkum af því, að dánartalan lækkar. Hún var um aldamótin 17 af þúsumdi, en er nú um og innan við sjö. Enn þá meiru mun fcr á ungbarnadauða, sem er einn bezti mælikvarðinn á þrifnað og menningu alls almenningis. Fyrir uim 80 árura dó hér um fjórða hivert barn, áður en það varð ársgamalt, um aldamótin 7—8 Ihvert barn, en nú síðustu árin ekki nema eitt af hvérjum 70 eða um það biL Það dóu með öðrum orðum tífalt fleiri börn á fyrsta ári um aldamótin en nú. □ Líf og dauði vega salt, þótt lífinu veiti oftast nær betur. Það er oft talað um að klæða þurfi landið okkar skógi og víst er ánægjulegt að sjá gróðurlítil holt breytast í laufprúðan skóg og brunasanda í gróin tún. Ekki kann ég þó við að klína trjám niður í hverja hlíð og hraunbolla og breyta með því allri ásýnd landsins. Hinni ógurlegu gróðrar- orku lffsims verður stundum að halda í skef.jum. Jafnframt því sem framfarirnar í læknisfræði hafa dregið mjög úr farsóttum og ungbarnadauða, eru þær að dæma hundruð miljóna barna til hungurs í þétfebýlustu löndunum, þar sem matvælaframleiðslan helzt ekki í hendur við fólks- fjölgunina, af því að fólkið æxl- ast eins og mýs og rotfeur. Áður var há fæðingartala nauðsynleg til að hamla á móti manndauðan um af völdum farsótta. íslending ar geta leyft sér þann miunað að fæðast inn í þennan heim, af því að landið ókkar er tilfeölulega stórt og framleiðir fyrst og fremst mat. Það þarf fleiri hend- ur til að hagnýta auðlindir lands ins, en þó fyrst og fremst meiri þekkingu og meira vit. Nú á tím um er það þó allt að því ógeðs- legt að hrúga niður börnum. Það ber vott um ábyrgðarleysi, jafn- vel þótt menn treysti þjóðfélag- inu til þess að geta tekið að sér framfærslu þeirra með auknum fjölskyldubótum, ókeypiis skóla- vist og fávitahælum. Jafnvel gömlu mennirnir I Róm, kardí- nálasamkundan, sem hugsa ekki í árum en öldum, af því að þeir eru fulltrúar elztu stofnunar heimsins, og því ekki uppnæmir fyrir nýjungum, eru farnir að viðurkenna, að hófleg takmörk- un æxlunarorkunnar er að verða alþjóðlegt nauðsynjamiál. Það nær þó varla til Okkar íslend- inga fyrr en við höfum numið að nýju Breiðafjarðareyjar og Horn strandir. Q í ár er liðin rétt öld síðan Louis Pasteur færði sönnur á það að líf kviknar ekki af sjálfu 9ér heldur er alltaf getið af ein- hverju foreldri. Með því var lagð ur grunnurinn að öllum sóttvörn um og þar með útrýmingu þeirra farsótta, sem hafa herjað mann- kynið frá upphafi. Nú rennur ný öld með nýjum verkefnum, þegar vísindin hafa áttað sig til fulls á því, að maðurinn er meira en nokkrar triljónir af kjarnasýru- samböndum, að hann hlítir ekki aðeins sömu lögmálum og ána- maðkurinn í moldinni eða hákarl inn í hafinu, heldur líka lögmál- um síns andlega eðlis. Geðræna sjúkdóma Hkamans, eða psyeho- 9omatiska, og geðræna þjóðfélags sjúkdóma, eða psycho-sociala, þarf að rannsaka, beita sóttvörn- um við og leita lækningar við. Til þess þarf ekki aðeins þá ítroðslu fróðleiksatriða, sem skólarnir geta látið í té, heldur þá framiþróun hins andlega eðl- is mannsins . sem trúarbrögðin 'hafa frá upphafi leitast við að efla, með misjafnlega góðum á- rangri. Um það hafa margir merk ir vísindamenn skrifað mikils- verðar bækur í.seinni tíð svo sem læknirinn og Nóbelsverðlauna- maðurinn Alexis Carrel, stærð- fræðingurinn Lecomte du Noúy og líffræðingurian Theilhard de Chardin, en undir það hafa tekið ekki ómerkari menn en Robert A. Millikan, Nóbelsverðlauna- maður í eðlisfræðL og Sir Julian Huxley, hinn frægi liffræðingur. Við hlið þessara manna, 9em hafa útsýn yfir tilveruna, er grát broslegt að sjá og heyra miðlungs menn, sem tjóðraðir eru á bás einhverrar afgirtrar 9érfræði, halda fram nú á sjöundatugi 20. aldar, þeim þröngsýnu kreddum einhæfrar efnishyiggju, sem ríkj- andi var í lok síðustu aldar. □ Læknisfræðin hefur á þessari öld blésið nýju lífi í sálfræðina, skrælnaða og ekki orðna nema nafnið eitt í þyrkingi þessarar efnisihyggju, sem taldi trúarbrögð listir og vísindi ekki annað en nokkurskonar heilahland, svo að notuð sé samMking frá þeim ■ tíma. Sá Darwinismus, sem taldi þann hæfastan til að halda velli, er hefði beittastan kjaft og klær, er að víkja fyrir þeim skilningi, að andinn á síðasta leik í tafli framþróunarinnar. Sá sóðaskap- ur, sem var gróðrarsfeía farsótta, byrjaði fyrir einni öld að víkja fyrir nýjum skilningi á eðli lífsins, og eins fer vonandi með 9Óðaskapinn í samskiptum mannanna á sviði skemmtana- lifs og stjórnmálalífs, 9vo að öfgamenn og psyohopatar, sem sbofna til æsinga og fjandskapar vegna ólíks litarháttar eða lífs- viðhorfa, verði skoðaðir andlegir smibberar, sem eigi að einangra eins og holdsveikissjúklinga. Til þessa nýja skilnings bendir aukin samvinna á sviði stjórnmála, menningarmála og trúmála. Hér á íslandi sjáum við þessa dagana vott þe9sa nýja viðhorfs er kirkjuleiðtogar hinnár áður margklofnu mótmælendakirkju mætast til samvinnu í höfuðstað okkar. Þar eru samankomnir rtiienn af ólíkum litarhætti og með allfjarskyldar menningar- erfðir, Bandaríkjamenn og aust- antjald9menn, Brasilíumaður, Indverji og Indónesi, að ógleymd um tveimur ágætum fulltrúum hins mikla svarta meginlands, Aifríku, sem ef til vill á eftir að taka áð sér forustuna í menning- arframþróun framtíðarinnar. Andi hinnar alþjóðlegu sam- vinnu á hvaða sviði sem er, er runninn frá bræðralagskenningu og manngildishugsjón kristinnar kirkju, og hinar einsböku deildir hennar munu á næstu áratugum sameinast í baráttu fyri'r því að bera þær hugsjónir fram til sig- urs, En þeir vitru menn, sem nefndir voru fyrr í þessu grein- arkorni, horfa lengra fram, þvi að þeir benda á samvinnu krist- innar trúar og nótfeúruvísinda í sameiginlegri sannleiksleit og rannsókn á öllúm þáttum mann- legs eðlis, í því skyni að beina framþróun mannsins inn á nýjar og æðri brautir, þar sem vitrænir og andlegir eiginleikar hans fá notið sín mikl'U betur en enn hefur orðið. P. G. V. Kolka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.