Morgunblaðið - 10.09.1964, Page 2

Morgunblaðið - 10.09.1964, Page 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagut- 10. sept. 1964 ELDUR kom upp í heyhlöð- xmni á Kálfárvöllum í Staðar- W&ÉÉJtyÉ: yf • p"-WÍMéJr'# sveit á mánudag cig brann helmingurinn af heyinu sem í hlöðunni var. Nágrannar úr Staðarsveit, menn frá Breiðu- vík og slökkvilið Ólafsvíkur barðist við eldinn 0|g voru þessar myndir teknar af því. btL.% Wmm,- M j; ' ÍmÉíhw? •.-. -v — Sú stærri sýnir aðkomuna að -ÉML/r'' :.-V; Kálfárvöllum, reykinn leggur upp af brunastaðnum. Á minni myndinni er unnið að því að stífla læk, til að fá ■>■■■■■ ájtt Æ^S nægilegt vatnsmagn fyrir brunadælurnar. Slíta sam- bandi við Tuomioja látinn Var rnn skeið íorsætisráðherra Finna og sáttasemjari SÞ á Kýpur Helsinigfors, 9. sept. (AP-NTB) SAKARI Tuomioja, fyrrum for- sætisráðherra Finnlands og: sáttasemjari Sþ á Kýpur, andað- ist í Helsingfors í kvöld, 52 ára gamall. Kona hans, sonur og dóttir voru við dánarbeðið þegar dauðann bar að kl. 18,30. Tuomioja fékk slag hinn 16. ágúst s.l. Hann var þá staddur í Genf en ætlaði að leggja af stað til Aþenu sama dag til að reyna að finna lausn á deilu Grikkja Qg Tyrkja um Kýpur. Var Tuomioja þá lagður í sjúkra- hús í Genf, og þar lá hann rúm- fastur þar til s.l. fimmtudag að hann var fluttur flugleiðis til Helsingfors. >ar hefur hann leg- ið síðan, lamaður oig án þess að geta talað eða snætt. Heilsu hans fór hnignandi, og í mongun sögðu læknar hans að honum hefði enn elnað sóttin í nótt, væri meðvitundarlaus og að stór Belgir óttast frekari útfærslu v/ð Island MORGUNBLAÐI® birti í gær þýzka furðufregn um að íslend- ingar hyggðust á næstunni að færa enn út fiskveiðilögsögu stna, og að þessu sinni í 60—70 sjónúlur. Með fregn þessari voru birt ummæli Agnars Klemenz Jónssonar, ráðuneytisstjóra, sem sagði fregnina gjörsamlega úr lau.su lofti gripna. Og enn „flýgur fiskisagan". Belgískir útgerðarmenn fengu fregnir um þessa „útfærslu“ og hafa tveir þeirra rætt við frétta- menn í því sambandi. í frétta- skeyti frá Associated Press dags. x Ostende í gær segir svo: —„Bf fiskveiðilögsagan við ís- tai>d verður færð úr 12 í 60—70 mílur þýðir það að öll minni og millistærðar fiskiskip frá Ost- ende verða að hætta veiðum á þeim slóðum,“ sagði Jean Pierre Duquesne, forstjóri aðal útgerð- arfélagsins í Ostende, Peeheries a Vapeur. „Ég hef engar upplýs- ingar fengið um þetta mál. En frá Belgíu stunda fimm stærri skip og 23 minni veiðar við ís- land. Ef landhelgin verður færð út geta aðeins stærri skipxn hald- ið áfram veiðum þar. Rétt er að taka það fram að u.m 20% þess afla, sem berst til Ostende kemur frá íslandi," sagði Duquesne. Hann bætti því við að útgerðar- menn í Ostende hefðu með sér félag, og mundi félag þetta leita aðstoðar yfirvaldanna ef fréttirn- ar frá Þýzkalandi reyndust rétt- ar. Jacques Segers, forstjóri ann- ars útgerðarfélags í Ostende, sagði: „Orðrómur hefur verið uppi um frekari útfærslu fisk- veiðilögsögunnar við Island. Ef úr henni verður munu öil minni og millistærðarskip neyðast til að hætta veiðum.“ Hafþór fann trillubát AKRANESI, 9. sept. — Trillu- báturinn Hafþór er vanastur því að fiska nærri botni, ef hann fær þá ekki fiskinn uppi í sjó. En út af þessu brá í fyrrinótt. Þá fékk hann hann ofansjávar. Hann fann heilan trillubát á siglingaleið hingað. Trillan var mannlaus og siglan hékk utan- borðs að mestu í stögunum. Skipstjórinn, Guðmundur Ey- leifsson, skimaði vítt um og sigldi i hring kringum staðinn og leitaði þannig í hálf tíma, ef hann sæi einhverja hreyfingu. En sá ekk- ert. Hann hafði þá engar vöflur á og tók hið fundna skip í tog og dró það til lands. Síðan frétt- ist að báturinn hefði slitnað aft- an úr sementsskipi sem var á leið hingað. Trilluna átti Ungverjinn Bela — Það hefur verið mikil ó- Kun, giftur og búsettur hér. Þá er Hafþór kom með hið týnda skip að landi um kl. 3 um nótt- ina, stóð Ungverjinn Bela Kun á bryggjunni. Ég náði tali af Ungverjanum, sem heitir nú Bjarni Gústafsson. Hann sagði mér að vélin í trillu- bátnum hefði bilað um kl. 1 í fyrrinótt litlu síðar voru þeir svo heppnir að hollenzka leigu- skip sementsverksmiðjunnar kom á sömu slóðir, gáfu því ljósmerki og fengu slef. Þegar trillan slitn- aði aftan úr, þorði skipstjórinn hollenzki ekki að leita vegna ó- kunnugleika. Ungverjinn var ein- mitt kominn ofan á bryggju til þess að fá lánaðan bát til að sækja trillu sína, þegar hann sá Hafþór koma með hana í eftir- dragi upp með Suðurfiösinni inn á höfnina. — Oddur. Montevideo, Uruguay, 9. sept. — AP — STJÓRN Uruguay ákvað á funcH sínum í gærkvöldi að slíta stjórnmálasambandi við Kúbu. Er þá Mexíkó eina Ameríkuríkið, sem enn hefur stjórnmálasamband við Castro. Voru sambandsslitin samþykkt með sex atkvæðum gegn þrem ur. í tilkynningu stjórnarinnar segir að ákvörðun um sam- bandsslitin hafi verið tekin í samræmi við meirihlutasam- þykkt á ráðstefnu samtaka Amerikuríkja hinn 26. júlí sl. Samþykkt stjórnarinnar kom nokkuð óvænt, því áður hafði hún aðeins lýst því yfir að hún vildi íhuga málið. Aukin eftirlaun Detroit, 9. sept. — NTB — Samningar hafa verið undir- ritaðir milli Chrysler-bíla- smiðjanna og samtaka verka- manna í bandaríska bílaiðnað- inum, UAW. Gilda samning- arnir til þriggja ára, og eru helztu breytingarnar á eftir- launakjörum. Er nú sextugum verkamönnum, sem verið hafa í starfi 30 ár eða meir, tryggð 400 dollara eftirlaun á hiánuði — íslenzkir kommar Framh. af bls. 1. leg og viðskiptaleg tengsl við Sovétríkin, en þessu hefur heldur ekki verið flikað um skeið. Með fréttatilkynningunni í Þjóðviljanum í gær, hafa kommúnistar hérlendis viður- kennt ótvírætt, að þeir eru undir erlendri yfirstjórn. Þá kemur það fram, að kommún- istaflokkurinn hér á landi er peð Rússa í valdatafli heims- kommúnismans. Það er hins- vegar athyglisvert, að á sama tíma og sáttafundur þessi var haldinn í Moskvu, þá fór rit- stjóri Þjóðviljans, Magnús Kjartansson, til Peking til skrafs og ráðagerða við kin- verska kommúnista. Ekki er vitað, hvort Bresnev hyggst kalla hann á sinn fund á heim- leiðinni. Um þetta mál er nánar rætt í forustugrein blaðsins í dag. hluti heilans hefði lamazt. Komzt Tuomioja ekki aftur til með-i vitundar og lézt, eins og fyrr se* ir kl. 18,30 í kvöld. Sakari Tuomioja var lögfræð- ingur að mennt, og hafði gegnt fjöldamörgum trúnaðarstörfum fyrir land sitt. Hann varð fjár- málaráðherra Finnlands ári3 1944, þá aðeins 32 ára, og for- sætisráðherra var hann í sex mánuði árin 1953-54 eftir a<5 hafa gegnt embætti utanríkis- ráðherra í eitt ár. Einnig hefur hann starfað mikið á veguma Sameinuðu þjóðanna, og var t.cL sérstakur fulltrúi samtakanna í Laos 1959-61. Hann var sendi- herra Finnlands í Bretlandi 1955-57 Oig í Svíþjóð frá 1961 þar til U Thant, framkvæmdastjóri Sþ, fól honum að reyna að miðla málum milli deiluaðila á Kýpur hinn 25. marz s.L Tuomioja lagði sig allan fram. til að reyna að ná sáttum milli Grikkja og Tyrkja, og var á stöðugu ferðalagi milli þessara landa, Kýpur og Sviss þar til hann veiktist í síðasta mánuðú Öryggisráð Sþ sat á fundi þegar fregnin um lát Tuomioja barst til New York, og risu fundar- menn úr sætum til að votta hin- um látna virðingu sína. Vilhjálmur Þór I fulltrúa- ráð Alþjáðahankans Tókíó, 9. sept. (AP). Á MORGUN fer fram kjör full- trúaráða Alþjóðabankans og Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins. 15 full- trúar eru kjörnir í hvort ráðið, en aðild að þessum stofnunum eiga nú 102 ríki. Auk kjörinna stjórnarmanna skipa fimm ríki, sem mest hafa lagt af mörkum til ráðanna, hvert sinn fulltrúa í ráðinu, en þau eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Indland og V estur-Þýzkaland. Sú regla hefur verið, að Norð- urlöndin fimm skiptast á að eiga fulltrúa í ráðum stofnananna, og hafa þau nú tilnefnt Vilhjálm. Þór, bankastjóra, til að taka við sæti Norðurlandanna í fulltrúa- ráði Alþjóðabankans í stað Alica Burn frá Danmörku. í fulltrúa- ráð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins kemur Sviinn Kurt Eklot í stað Norðmannsins Karl Skhævelanid- í NA /5 hnútor SV SOhnútot' X Snjitomo 9 ÚÍl 7 S.kúrir £ Þruntur y/A Htgn- KiMmtkil ^ HiUtkH H Hm$ 4.....4.stL = xvoiuo íra iiautgi 1 gær syn siouvum og niUnn 5—11 sug = H ir háþrýstisvæði yfir Græn- um nónbilið. 1 landi, Grænlandshafi og ís- Djúpa lægðin undan strönd j| s landi. Á þessum slóðum er því Norður-Noregs grynnist held = = hægviðri og víðast léttskýjað. ur, og jafnframt lægir smám s = Hérlendis var heiðskýrt eða saman á miðunum fyrir norð §! S því sem næst á flestum veður austan land. jr.iii/iiiiiitiiiiíiiiiiiiíiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiíimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiió — Fjöldi Framh. af bls. 1. Fylgið við Goldwater fer bæðt eftir aldri kjósenda og eftir því hvar þeir búa. Óánægðastir virð- ast þeir vera, sem búa á austur- ströndinni, því þar eru nærri jafn margir repúblíkanar, sem ætla að.kjósa Johnson (41%) og hinir, sem fylgja Goldwater j (44%). í Suðurrikjunum er það hinsvegar aðeins einn af hverjum átta, sem ætla að snúa baki við flokknum. Aldur virðist einnig hafa mikið að segja, og því yngri sem kjós- andinn er, þeim mun líklegra er að hann yfirgefi flokkinn. Þannig sýnir skoðanakönnunin að ef kosningar færu fram í dag mundu 36% kjósenda innan þrítugs yfir- gefa Repúblíkanaflokkinn og kjósa Johnson, en hlutfallstala þessi fer mjög lækkandi með hækkandi aldri. En jafnvel þótt Goldwater tak- ist að sameina alla repúblíkana um framboð sitt nægir það engan veginn til sigurs, því hann verður að höggva stórt skax-ð í fylkingu demókrata ef hann ætlar sér að flytja í Hvíta húsið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.