Morgunblaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 5
f Þriðjudagur 22. sepí. 1964
MORCU NBLAÐIÐ
Fjallið Þyrill á Hvalfjarðar-
strönd er svipmikið og tígu-
legt og með einkennilegiri
fjöllum hér á landi, enda er
hann í rauninni tvö fjöll, þar
sem efri hlutinn hefiir hlaðizt
ofan á annað fjall, og á í því
efni semmerkt við Dimon í
Þjórsárdai. Fjallið gengur
stafnbratt fram að firðinum og
mun draga nafn sitt af Því, að
þar eru þyrilvindar tíðir. Og
þar undir fjallstafninum stend
ur bærinn Þyrill, sem kunnur
er úr Harðarsögu og Holm-
verja. Þama bjó þá bóndi sá
er Þorsteinn gull'knappur hét,
var mikill blótmaðoir og hefði
reist blóthof í túni sínu. Hann
samdi við Holmverja að þeir
léti sig í friði, en í staðinn hét
hann að halda uppi njósnum
fyrir þá og vara þá við ef ófrið
ur væri í nánd. Þetta efndi
hann svo, að hann sveik Holm
verja og varð banamaður
Harðar. Sjálfur var hann svo
veginn í blótihofi sínu í hefnd
eftir Hörð. Utanvert við bæ-
inn Þyril gengur klapparhöfði
fram í sjó og heitir Helguhódl.
Mun hann draga nafn sitt af
því, að þar náði Helga Jarls-
dóttir landi með syni sína, er
hún synti úr Geirshólma að
forða sér. Þar upp af er mjó
og þröng skora í fjallið, sem
heitir Helguskora. Þar á hún
að hafa klifrazt upp með
drengina um nóttina. — Utan
við fjallið gengur inn með þvi
dalur, sem heitir Litlasands-
dálur og eftir honum rennur
Biáskeggsá, Mka kunn úr Harð
arsögu, því að við ós hennar
var veginn Þorvaldur blá-
skeggur bóndi á Sandi. Utan
Bláskeggsár kemur svo Þyrils
kUf og gekk fram í sjó. Mátti
með fjöru fara undir kMfinu,
en hættulegur vegur og
drukknuðu ferðamenn þar
stundum. Nú er þarna kominn
akbraut, og klifið sjálft hefir
verið brotið niður af stórvirk-
um vélum. Er þarna einkenni-
leg grænleit bergtegund, sem
notuð er í sementsverksmiðj-
unni á Akranesi. Utan við kiif
ið er svo Hvalveiðistöðin,
eina hvalveiðistöð, sem nú er
til á íslandi.
ÞEKklRÐL
L/VISIDIÐ
ÞITT?
UlllIlllllllillllllllllllllllllillllil!lillllllllillilil!lllllllllllllillllllllll!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllil<'""""*l,UllimilttllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllL
LÆKHAR
FJARVERANDI
Alfreð Gíslason fjarverandi til 4.
október. StaögengiII: Ðjarni Bjarna-
•on.
Eyþór Gunnarsson fjarverandi
óákveðið. Staðgenglar: Björn Þ
þórðarson, Guðm. Eyjólfsson, Erling-
ur Þorsteinsson, Stefán Ölafsson og
Viktor Gestsson.
Friðrik Björnsson fjarverandi frá
25. 5. óákveðið Staðgengill: Viktor
Gestsson, sem hála- nef og eyrna-
læknir
Gunnar Biering læknir fjarverandi
£rá 3. september til 3. október.
Hannes Finnbogason er fjarverandi
til 1/10. Staðgengill er Henrik Linnet.
Jakop Jónsson læknir fjarverandi
£rá 1. september.
Jón G. Hallgrímsson frá 7/9 til 4/10.
Staðgengill Axel Blöndal. Jóhannes
Björnsson frá 5/9 til 31/10. StaðgengiU:
Stefán Bogason.
Jóhannes Björnsson frá 5/9 — 31/10
StaðgengiU: Stefán Bogason.
Karl S. Jónasson fjarverandi frá
*4/S—1/11 StaðgengiU: Ólafur Helga-
•on.
Kristján Þorvarðarson, fjarverandi
til 1/10. Staðgengill Björn Önundar*
con.
Magnús Ölafsson frá 1Ö./9. — 5/10.
Staðgengill: Bagnar Arinbjarnar
Ófeigur J. Ófeigsson, fjarverandi út
september. StaðgengiU Hinrik Linnet,
sími 11626, vitjanabeiðnir s. 19504.
Ólafur Jóhannsson, fjarverandi 14.
sept. — 8. okt. StaðgengiU Jón G.
Nikulósson.
Ólafur Ólafsson fjarverandi óákveð
ið Staðgengill: Björn Önundarson
sama stað
ÍJlfar Þórðarson fjarverandi út
septembermánuð. Staðgenglar: Heim-
ilislæknir: Þórður Þórðarson. Augn-
læknir: Pétur Traustason.
Victor Gestsson fjarverandi frá 17.
þm. óákveðið. Staðgengill: Stefán Ólafs
Valtýr Albertsson fjarverandi til
septemberloka. Staðgengill: Björn
Önundarson. Sími 11220.
»3 tala um mig.
mm og EOTT
Ef maður vill láta stúlku fá
ást á sér þá er ekki annað en að
vekja sér blóð og gefa henni inn,
svo hún viti ekki, verður hún
alveg ólm eftir manni.
VÍSUKORIM
Enn er myrkrið skálkaskjól,
skin nú aldrei fögur sól,
landið þekur þokan grá,
þræilinn læðist störfum frá.
Minningarspjöld
Minningarspjöld Háteigskirkju eru
afgreidd frá Ágústu Jóhannsdóttur,
Flókagötu 35, Ásrlaugu Sveinsdóttur,
Barmalilíð 28, Gróu Guðjónsdóttur,
Stangarholti 8, Guðrúnu Karlsdóttur,
Stigahlið 4, Sigríði Benonýsdóttur,
Barmahlíð 7. Ennfremur í bókabúð-
inni Hlíðar, Miklubraut 68.
Minningarsjóður um Luciu Krist-
jánsdóttur og Geirlaugu Kristgeirs-
dóttur. Tekið á móti framlögum hjá
Ástríði Bjarnadóttur, stofu 105 i
Landakotsspítala. Einnig verður tek
ið á móti gjöfum í sjóðinn á af-
greiðslu Morgunblaðsins næstu 2—3
vikurnar
Pennavinir
Morgunþlaðinu hefur borizt
bréf frá manni nokkrum í Kan-
ada, sem er að safna efni í landa
fræðibók, sem á að vera skrifuð
af, fyrir og um tániniga heimsins.
Hann biður táninga í öllum heim
inum að senda sér annað hvoa-t
bréf eða greinar um þá borg,
sem þeir búa í og segja frá degi
í lífi þeirra eða einhverju minnis
stæðu atviki. Þeir, sem áhuga
hafa á að svara þessari beiðni
skrifi til:
Charles Colyer
1141 McMillan Avenue
WINNIPEG 9, Manitoba
Canada.
Málshœttir
Það er sama hvar frómur flæk-
ist
Merkið stendur þótt maðurinn
falli.
Frændur eru frændum verstir.
>f Gengið >f
GengiS 11. septeinber 1964
Kaup Sala
1 Enskt pund ... 119,64 119,94
l Banoarikiaciollar ... 42 95 43.01;
1 Kanadadollar ......... 39,91 40,02
100 Austurr.. sch. 166.4« 166,83
100 Danskar krónur ... 620,20 621,80
100 Norskar krönur 600,30 601,84
100 Sænskar krónur ... 836,25 838,40
100 Finnsk mórk.„ 1.335.72 1.339.14
100 Fr. frankl .... 874,08 876,32
100 Svissn. frankar ... 992.95 995.50
1000 ltalsk. lí-’ir .. 68,80 68,98
100 Gyllini ..... 1.189,74 1.192.80
100 V-þýzk mörk 1.080,86 ' .083 62
100 B*lg. frankar ...... 86,34 86,56
Þriðjudagsskrítla
A: „Það er meira ólánið, sem
hendir alla þá, sem trúlofast
Ellu Jóns“
B: „Nú, hvernig þá?“
A: „Sá fyrsti drukknaði, annar
slasaðist, svo að han.n beið bana
af, og sá þriðji varð vitskertur."
B: „En sá fjórði?“
A: „Hann fór verst út úr því
lagsmaður, hann nefnileiga gift-
ist henni.“
FRÉTTASÍMAR MBL.:
— eft>r lokuo —
Erleudar fréttir; 2-24-85
Hafnarfjörður
Tapazt hefur Pierpont
kvenúr. Uppl. í síma 51621.
Píanó og orgelkennsla
Innritun þriðjud. til föstud.
kl. 5 til 7 að Bergtþórugötu
25 eða í síma 10328.
Daníel Jónasson.
Ráðskonustarf óskast
Reglusöm, þrifin stúlka,
vön matreiðslu og sauma-
skap, vill sjá um lítið heim
ili. Sæmilegt húsnæði aðal-
atriði. Tilboð sendist Mbl.,
fyrir 27. þ. m., merkt:
„HeimiM — 4057“.
Óskiun eftir
3ja herb. íbúð. Tilboð send-
ist Mbl., merkt: „9005“ fyr-
ir laugardag.
Tvær stúlkur óskast
önnur til afgreiðslu í tó-
baks- og sælgætisbúð og
hin til eldhússtarfa. Uppl.
í Hótel Tryggvaskála, Sel-
fossi.
íbúð óskast
1 nokkra mánuði, þrennt
fullorðið. — Standsetning
kemur til greina. UppL í
sima 23774.
Brúnt rúskinnsbelti
.tapaðist á föstudagskvöld,
á leiðinni Bergstaðastræti,
Freyjugata og Eiríksgata.
Finnandi vinsaml. Hringi
í síma 14583.
Innflytjendur
Tökum að oss að skrifa
verzlunarbréf, afla við-
skiptasambanda og gera
samninga. — Fyrirspurnir
sendist. — Pósthólf 146,
Reykjavík.
Ungur, rólegur
danskur maður óskar eftir
herbergi. — Sími 16909.
Keflavík — Njarðvík
1—3 herb. íbúð óskast til
leigu fyrir 1. okt. Uppl. í
síma 2271 milli kl. 1 og 5.
Herbergi
Miðaldra maður óskar eftir
herbergi til leigu. Helzt í
Kleppsholti eða Voga-
hverfi. Uppl. í síma 22104.
Til sölu
sm ný Pfaff hraðsaumavél
með borði og rnótor. Enn-
fremur Pfaff sniðahnífur.
Uppl. í síma 10409.
Takið eftir!
Símanúmer okkar er
1-75-70.
Skilta- og plasthúðun sf.
Vatnsstíg 4, Reykjavík.
Stúlka — London
Stúlka óskast strax á gott
heimili í London. Góður
frítíml Uppl. í síma 24322.
\
Einhleypur eldri maður
reglusamur og ábyggilegur
óskar eftir einstaklingsíbúð
eða 1 herbergi og helzt eld-
unarplássi fyrir 1. okt. —
UppL í síma 36455 frá kl.
8—5 og 13304 frá 6—8.
Keflavík — Suðurnes
Ökukennsla. Kenni á bíl,
Volkswagen. Júlíus Krist-
insson, Kirkjuteig 7, Kefla
vík. — Sími 1876.
Mercedes-Benz eigendur
Ýmsir varahlutir í 321 vél-
ina svo sem hedd, olíuverk
o. fl. Uppl. í síma 92-1876,
Keflavík.
Keflavík
Blágræn drengjanælonúlpa
tapaðist í skrúðgarðinum
sl. föstudag. Skilist á Heiða
veg 19 A. — Sími 1474.
Mótatimbur til sölu
Ennfremur miðstöðvarket-
ill, 12 ferm., ásamt brenn-
ara. Uppl. í síma 33147 og
eftir kl. 7 í síma 22621.
ATHCGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
Stúlka óskast
allan daginn til afgreiðslu í brauðsölubúð.
Jón Símonarson hf.
3ræðraborgarstíg 16.
Vanfar 50-100 fermefra
iðnaðarhúsnæði
í Reykjavík eða Kópavogi. Hringið í síma
18454 á miðvikudag.
Verzlanarhúsnæði
til sölu við Laugaveginn. Hentugt fyrir heild-
verzlun eða smásöluverzlanir. — Upplýsingar gefur
FYRIRGREIÐSLUSKRIFSTOFAN
Fasteigna og verðbréfasala
Austurstræti 14 — Sími 16223.