Morgunblaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 17
^ Þriðjudagur 22. sept. 1964 MQRGUNBLAÐIÐ 17 ,Friðnr a jörðu og dunskt hlutleysi' - er hoðskapur nýs flokks i Danmörku - Ekki minnzt á handritamáliÖ i kosningaharáttunni - I dag ganga Danir að kjÖrboröinu (Fréttaritari Mbl. í Kaup- mannahöfn, Gunnar Ryt- gaard, hefur ritað eftirfar- andi grein fyrir blaðið um þingkosning'ar þær, sem í dag fara fram í Danmörku). ÍSLENZKU liandritin hafa ekki verið nefnd á nafn í kosn ingabaráttunni hér, en þing- kosningar fara fram þriðju- daginn 22. september. I»annig hafa leiðtogar íhaldsflokksins staðið við það loforð, sem leiðandi maður flokksins, Poul Möller, gaf í samtali við Morgunblaðið fyrr á árinu. — Kosningabaráttan hefur ein- vörðungu snúizt um innan- ríkismál, svo sem húsnæðis- máiin, efnahagsmál (gjald- eyrisforði þjóðarinnar fer mjög minnkandi eins og er), skattamál og síðast en ekki sízt hvers konar ríkisstjórn flokkarnir eru reiðubúnir að taka þátt í að kosningum loknum. Stjórnarflokkarnir tveir, sósíal demókratar og vinstri radíkalir, eru mjög bjartsýnir um úrslit kosninganna. Til þess að núver- andi stjórnarsamvinna megi halda áfram segjast radíkalir verða að vinna á og að flokkarnir tveir verði að fá meirihluta í þinginu. Eins og málum er nú háttað hafa flokkarnir raunverulega ekki meirihluta, nema með því að telja Grænlandsmálaráðherrann Mika- el Gam með. Hann tilheyrir hvor ugum stjórnarflokkanna, og er kosinn í Grænlandi. En flokk- arnir tveir reikna að sjálfsögðu með að fá meirihluta. Þeir telja að ríkisstjórn, sem hefur „aukið velmegun í landinu", muni fá mikinn stuðning frá kjósendum. Leiðtogi sósíaldemókrata, Jens Otto Krag, forsætisráðherra, ósk- ar þess heitt og innilega að flokk- arnir fái umræddan þingmeiri- hluta. í öllu faili kærir hann sig lítt um að standa uppi einn með vinstri flokknum og Sosialistisk Folkeparti hins fyrrum kommún- lska Aksels Larsens. Krag hefur stöðugt hamrað á því í kosninga- baráttunni að hann vilji ekki stjórna með aðstoð atkvæða flokks Aksels Larsens. Raunar hefur Aksel Larsen margoft sjálfur sagt, að hann vilji gera allt til þess að stuðla að því, •ð grundvallarstefnuskrá sósíal- demókrata nái fram að ganga. Þessi stefnuskrá eða „prógram" er ný af nálinni, frá 1961, og þegar hún gekk f gildi, sagði þáv. for- sætisráðherra, Viggo Kampmann, *ð hún væri í eðli sínu sósíalísk- arl en fyrri stefnuskrá sósíaldemó krata frá 1913. Nú spyrja stjórn- málamenn annarra flokka, eink- «m íhaldsmenn, hvort Krag geti neitað að vinna samkvæmt eigin ttefnuskrá. Og nú rignir yfir hinn *tóra stjórnarflokk ásökunum um •ð hann sé sundurlaus flokkur, «em geti ekki einu sinni gengizt við eigin stefnuskrá. Frjálslyndi flokkurinn I Dan- mörku (Venstre) og íhaldsflokk- nrinn hafa enn einii sinni með •ér „bróðurlega" samvinnu í þess •ri kosningabaráttu. Stjómmála- rkiiii þessara flokka ráðast ekki hver á annan á kosningafundum, og leiðandi stjórnmálamenn þeirra teija það eðlilegt að þeir stefni að borgaralegri stjórn, eða jafnvel frjálslyndri stjórn, en það er einmitt það , sem leiðtogi Venstre, Erik Eriksen, fyírum forsætisráðherra, óskar helzt eft- ir. Eriksen er raunar eina for- sætisráðherraefnið, sem menn geta hugsað sér að Krag undan- skildum, og borgaraleg'u flokk- arnir tveir líta einnig svo á að framhald stjórnarsamvinnunnar frá 1950—1953 sé eini möguleik- inn að kosningum loknum. Sér- staklega eru íhaldsmenn bjart- sýnir. Þeir haga kosningabaráttu sinni eins og hún væri frhmhald af kosningabaráttunni fyrir þjóð- aratkvæðið um jarðeignaréttar- lögin. Þeir vara við boðskap sósí- aldemókrata um sósíalíseringu, og hafa að slagorði að stefna beri að því að sem flestir eigi sem mest. Varðandi húsnæðismálin segja íhaldsmenn — og einnig Venstre — að menn eigi að geta keypt sér íbúð, og fengið afsal fyrir henni líkt og um einbýlis- hús væri að ræða. Þetta er ekki hægt samkvæmt núgildandi lög- um í Danmörku. Meðal Venstre-manna er bjart- sýnin e.t.v. ekki eins mikil. Menn óttast m.a. þar sem flokkurinn stendur á gomlum meið sem bændaflökkur, að hinn mikli fólksflótti úr landbúnaðinum muni segja til sín í atkvæðum. Brezk frá 1962, 134 mínútur. Handrit: David Storey, fefenzk- ur titill: Ástaisorgir og íþróttir. Framleiðandi: Karel Reisz. Leik stjóri: Lindsay Anderson. Fyrir um það bil tveimur ár- uim kynnti Filmía nokkrar brezkar heimildarmyndir sem tilheyrðu Free Cinema stefn- unni svokölluðu. Flestar voru þjóðfélagslegar ádeilumyndir, margar mjög vel gerðar og verð- launaðar austan hafs og vestan. Þessi hreyfing sem hófst um 1956 og mikils var vænzt af, átti sér þó skamman aldur og höf- undar hennar sneru sér að öðr- um verkefnum, flestir hurfu til leikhúsanna og voru smávirkir í Hvikmyndasköpun í langan tíma. Samt er svo komið að forvígis- menn Free Cinema eru í dag merkustu og áhrifamestu kvik- myndastjórar á Englandi; þeir Tony Riohardson, Karel Reisz og Lindsay Anderson. Háskólabíó mun hafa unnið mest að kynn- ingu á verkum þessara manna, með sýningum á A Taste of Hon ey og The Loneliness of the Long Distance Kunner eftir Richardson (The Entertainer var sýnd stutta stund í Tjarnar- bíói), Saturday Night and Sun- day Morning eftir Reisz og nú Thi» Sporting Life eftir Ander- aon. Möguleikarnir til þess að íhalds- menn fái fleiri þingmenn en Venstre eru fyrir hendi. Auk alls þessa setur flokka- fjöldinn svip sinn á þessar kosn- ingar. Fyrir utan þá sex flokka, sem til þessa hafa átt fulltrúa á þingi, þ.e. sósíaldemókratar, vinstri radíkalar, Venstre, íhalds- menn, Sósíalíski þjóðarflokkur- inn og óháðir (stendur lengst til hægri undir kjörorðinu „ákveðn- Erik Eriksen. ari, borgaralegri stjórnmála- stefna"), bjóða nú fjórir aðrir flokkar fram. Þeir eru Réttar- sambandið (byggir á jarðrentu- kenningum Henry George’s, þjóð félagið skuli eiga allt landið, og menn greiði jarðrentu fyrir að fá að nota lóð eða jörð), en þessi Lindsay Anderson gerði Free Cinema myndirnar O, Dream- land og Every Day Execpt Christmas (báðar sýndar í Film íu) og kemur hér fram með sína fyrstu leikmynd, mjög áhrifa- sterka og' eftirtektarverða, en er mjög breyttur frá Free Cineira árunum. Gagnstætt umhverfis- bundnum og þjóðfél-agsskoðandi myndum hans frá fyrri tíð, er This Sporting Life einstaklings- bundin og innhverf. í stað þess að líta á persónurnar utan frá og hvernig þær koma fyrir í umlhverfi sínu, er hér öliu lýst frá sjónarmiði einnar persónu. Hér er leitað inn í sálarlíf í- þróttahetjunnar Frank Machins (Riohard Harris) og öllu lýst í samræmi við hans sálarástand eins og það þróast frá upphafi til enda myndarinnar. Það er rétt hjá kvikmynda- húsráðanda að Halda leyndu í auglýsingum því bjánalega nafni sem prógrammshöfundur hefur slengt á myndina; það lýsir þó vel þeirri hugmyndafátækt sem ríkir hér í nafngiftum á l|/ik- myndum. This Sporting Life er ekki saga um íþróttir, heldur saga um mann sem notar sér íþróttir til að skapa sér nafn, verða eitthvað í augum sjálfs síns og annarra og ekki sízt til að græða peninga. Maohin er tyrs- flokkur fékk engan mann kjör- inn í síðustu kosningum, Dansk Samling, sem átti fulltrúa á þingi á styrjaldarárunum, en berst nú fyrir aukinni „menningu í stjórn- máium“ og gegn aðild Danmerk- ur að Efnahagsbandalaginu, þá Kommúnistaflokkurinn og loks einn nýr flokkur, „Fredspolitisk Folkeparti“, sem raunar hefur ekkert á stefnuskrá sinni annað en frið á jörðu og danskt hlut- leysi! Síðastnefndi flokkurinn er orðinn mikill keppinautur Sósíal- íska þjóðarflokksins, sem í síð- ustu kosningum náði mörgum at- kvæðum frá radíkölum, eftir að vinstri radíkalir höfðu hætt að leggja svo mikið upp úr hefðbund inni friðarstefnu sinni og greitt Jens Otto Krag. atkvæði með frumvarpi um land- varnarmál í þingi. Þessi samkeppni kom bezt fram í sjónvarpsþætti, sem útbú- inn var af Sósíalíska þjóðar- flokknum. Hver flokkur sér um slíkan þátt, og hefjast þeir á því að flokkarnir kynna stefnuskrá sína og síðan eru fulltrúar við- komandi flokks spurðir spjörun- um úr af fulltrúum hinna flokk- anna. í umræddum þætti spurði fulltrúi „Fredspolitisk Folke- parti“ svo margra spurninga að bæði Aksel Larsen og prófessor Morten Lange, sem mest ber á í flokknum auk Larsens, urðu fok- vondir og urðu loks að viður- kenna að þeir væru ekki „algjör- ir friðarsinnar“. Ef til þess kæmi, að Danmörk yrði hernum- verandi námamaður oig leigir ‘hjá ekkjunni Hammond (Rachel Roberte), sem á tvö börn. Fram að miðju myndarinnar er saga hans sögð nær eingöngu í nær- myndum og „flash-backs“ — þ. e. upprifjun hans sjálfs og ger- ist því raunar í hugskoti hans. Áhorfandinn liifir því þan-nig með Maohin og í honum og set- ur sig í spor hans. í upprifjun Machins sjáum við hvernig þessi ofsafengni og kappsmikli maður er rekin-n áfram af öf- und og framagirni og kemst vegna þessara eiginleika og einnig hæfni sinna í Rugby-lið borgarinnar og þar með til frægðar og fjár. Tilfinningasamband hans og ekkjunnar er mjög flókið. Hann þarfnast hennar og hún raunar hans, þótt hún vilji ekki við- urkenna það fyrir sér eða hon- um. En hin eigingjarna og heimtufreka ást hans á henni, á- samt getuleysi hans til að sýna tilfinningar sínar í öðru en ofsa og vöðvatjáningu, lokar aðeins enn frekar þeirri. skel tilfinn- inga- og afskiptaleysis sem hún hefur hulið sig í eftir dauða manns síns. Hún þráir faðmlög hans og lætur undan fýsnum sínum, en spyrnir af öllum mætti gegn ást hans og yfirráð- um og þegar nágrannarnir sjá hana í nýjum bíl hans og rík- mannlagum pelsi frá honum, vekur það sektarkennd hennar, sem blossar upp við brúðkaup Vinar Madhins. í baráttu sin-ni snýr Machin baki við þeim sem hann hefur þurft á að halda til að ná tind- inum, gamla íþróttaefnasnuðrar- anum og hommamim Johnson, sem kom hon-um áfram fyrstu sporin, Weaver, 9em er fjár- málaat'Itð í kappleikj unum og in á ný, myndu þeir grípa til vopna. Þessar sjónvarpssendingar, sem eru nákvæm eftirlíking á sjón- varpsþáttum þeim, sem sænsku stjórnmálaflokkarnir gangast fyr ir á undan kosningum þar í landi, hafa ekki alltaf borið já- kvæðan og góðan árangur. Þeir stjórnmálamenn, sem átt hafa að spyrja, hafa yfirleitt haft alltof mikinn áhuga á því að spyrja þannig að stefnuskrá þeirra eigin flokka kæmi fram í dagsljósið. Spurt hefur verið þannig, að þeir, sem spurðir hafa verið, hafi-í raun og veru ekki fengið tæki- færi til að veita kjósendum upp- lýsingar um raunveruleg stefnu- mál sín. Eftir þessa kosningabar- áttu verður það að segjast, að meftn bíða þess enn, að sá stakk- ur verði sniðinn þessum sjón- varpsþáttum að hæfi þeim, ef menn á annað borð kæra sig um að veita kjósendum málefnalegar upplýsingar. Annars er svo sem ausið upp- lýsingum á báða bóga, bæði mál- efnalegum og ekki málefnaleg- um. Kostnaðurinn við kosninga- baráttuna er áætlaður samtals 10 milljónir danskra króna. Og hvað mun þetta fé færa flokkunum? Flestir gera ekki ráð fyrir mikl- um breytingum frá núverandi ástandi. Það hefur nefnilega sýnt sig við undanfarandi kosningar að styrkleikahlutföllin milli flokkanna í þinginu breytast ekki sérlega mikið. En það kann að hafa einhverja þýðingu nú að kosningaaldur hefur verið Iækk- aður úr 23 árum í 21 ár frá síð- ustu kosningum, og það þýðir að um 400,000 ungt fólk mun bætast í hóp atkvæðisbærra manna um- fram það sem eðlilegt taldist áð- ur. Hvaða flokka mun þetta fóllc kjósa? Því getur enginn svarað. En spyrji maður þá, sem teljast bera skynbragð á stjórnmál, er svarið yfirleitt: Sósíaldemókrat- ar og radíkalir fá ekki þann meiri hluta, og radíkalir ekki þá aukn- ingu sem þeir hafa krafizt sem skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamvinnu. Niðurstaðan verði því minnihlutastjórn sósíal- demókrata. En að sjálfsögðu get- ur allt gerzt, jafnvel það, sem menn búast sízt við. Gunnar Rytgaard. lítur á leikmennin-a sem sín leik- föng, og frú Weaver sem finnst maður hennar halda leikföngiu-n- um of mikið fyrir sig. Þau haifa áhu-ga á Machin og vilja öll eiga hann á sinn hátt. En Machin slítur þau af sér, en honum tekst aldrei sjálfum að ná tökum á frú Hammond. Um miðbik mynd arinnar hefur Machin náð þeirri reisn og súpermennsku sem þarf til að ska-pa harmsögu hetjunn- ar og myndin segir skilið við flash-back tæknina og stefnir beint og óviðráðanlega til þeirra endaloka sem Machin eru sköpuð, brottreksturs hans frá frú Ha.mm ond og síðar dauða hennar og að lokum skiljum við við Machin þar sem hann stendur enn á leikvanginum, hetjan sem er að falla í áliti og heyrir nú and- úðaróp þeirra áhorfenda sem áð- ur hylltu han/(. Lindsay Anderson hefur hér skapað verk setn er sjaldgæft í brezkri kvikmyndagerð og ólíkt því sem vanalega hefur verið búizt við af Bretum. Ásamt höf- undi sögunnar, sem einnig ar höfundur klvikmyndahandrits, og afbragðs leikendum, hefur Anderson gert sérstæða mynd sem ólgar af tilfinningu og sál- arstríði. Kvikmyndun er eftir- tektarverð, nýstárleg á ýmsan hátt en byggir þó á því sorn hefur mátt læra af meisturum kvikmyndanna allt frá Eisenstein til vorra daga, en er þó án falskra tæknibragða, sem hvarfl að geta huganum frá sögunni; til dæmis er sjálfstætt atriði ! seinni hluta myndarinnar, þar sem menn berjast um í aurmum á leikvanginum, raúnar mynd af sálarástandi söguhetjunnar. Riohard Harris er eins og steypt ur 1 hlutverk Maohins, þessa Framh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.