Morgunblaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 32
r TVÖFALT k- EINANGRUNARGLER 'Qára reynala hérlendis EGGERT KRISTJANSSON *C »Kia bilaleigai magnúsar skipholt 21 *imar: 2iiao-2iies 221. tbl. — Þriðjudagur 22. september 1964 C 0 C3 II C 0 C ll ZZi II tf! V tf! í?F| ecnl ccc I X 2 7 2 2 : I z z z I > > p |l Þrjár smáflugvélar í hrakningum yfir Atlantshafi Ein lenti í Reykjavík klst. á eftir • • áætlun — Onnur nauðlenti á sjónum — þriðja vélin týnd PRIGGJA smáflugvéla, sem voru á leið austur Atlantshaf, var saknað á sunnudagsmorgun, er þær komu ekki á fyrirframtil- kynntum tíma til Reykjavíkur- flugvallar frá Nýfundnalandi. Var þegar hafizt handa um að skipuleggja leit að flugvélunum, en kl. 6.15, á sunnudagsmorgun tuttugu mínútum eftir áætlaðan lendingartima í Reykjavík, náð- Ist samband við eina vélina, sem Frakkinn Jean Paul Weiss stýrði, og lenti hann hér á flugvellinum skommu fyrir kl. sjö. Var honum J>á ókunnugt um afdrif hinna vél anna tveggja, sem voru með einn flugmann innanborðs hvor, , Moody frá New Jersey og Wall frá New York. Höfðu þeir flogið vélum sínum í oddaflugi frá frönsku eyjunni St. Pierre, sunn- an Nýfundnalands, yfir Gander og um tveggja stunda flugleið norður frá Nýfundnalandi. Þar MiMiMtmtiiiimimimiMMiimiit | Arnarungor ú \ 3 stöðum við Djúp Þúfum, N-ís. 16. sept.: I ÝMSIR óttast að erninum sé ■ hætta búin og að hann deyi : út. Ekki tel ég ástæðu til að j halda sliku fram. Hér í Djúpinu hafa svo vit j að sé komizt upp í sumar arn j arungar á þremur stöðum, í = Kaldalóni, Skötufirði og Mjóa j firði og getur verið víðar, þó j slíkt sé ekki vitað. — PP. j lentu vélarnar í skýjum og is- ingu, svo að ráðlegra þótti að lækka flugið. Síðan hefur ekkert spurzt til vélar Walls. Þeir Weiss og Moody héldu áfram ferð sinni, urðu viðskila og Moody varð áttavilltur, en komst svo á sunnu dagsmorgun í samband við far- þegaflugvél frá brezka flugfélag- inu B.O.A.C., sem tókst að koma honum á rétta leið. Flaug Moody þá í átt til Reykjavíkur, en varð að nauðlenda á sjónum um 34 mílur suður af Keflavíkurflug- velli. Þyrla frá varnarliðinu bjargaði honum. Víðtæk leit að þriðju flugvélinni var haldið áfram í allan gærdag án þess að hún bæri nokkurn árangur. Blaðið hafði í gær tal af Moody flugmanni og bað hann segja ferðasögu þeirra félaga. Hann sagði vélarnar, sem þeir voru að flytja til kaupenda í Finnlandi, Frakklandi og Þýzka- landi, vera af gerðinni Mooney Þyrlan af Keflavíkurflugvelli nálgast gúmmíbátinn með Moody innanborðs. Skammt frá var flug vélin á floti. Mark 2(1 eins hreyfils með sæti fyrir fjóra. Þær eru framleidd- ar af verksmiðju í Texas og hafa náð miklum vinsældum utan Bandaríkjanna sem innan. Kaup- verð þeirra er um 20 þús. dalir. — Við hittumst ekki fyrr en *í Boston fyrir nokkrum dögum, áagði Moody, og lögðum af stað þaðan um þrjú-leytið aðfaranótt laugardags og flugum til St. Pierre. Þaðan fórum við svo kl, 17.45 á laugardag og flugum yfir Gander, þar sem við fengum fyr- irmæli um að fljúga undir 5000 fetum. Böfðum við síðan samflot þar til við flugum inn i skýja- þykkni og ísingu í 3 þús. fet- um eftir um það bil tveggja stunda flug frá Gander. Við höfðum talazt við u-m tal- stöðvarnar og þegar við flugum inn í skýið kallaði Weiss, sem var fararstjóri, okkur upp og ráðlagði okkur að lækka flug- ið. Ég svaraði honum, en ekkert svar kom frá Wall. Reyndum við Framhald á bls. 12 Lawrenee Moody, flugmaðurin n, sem nauðlenti á sjónum suð- ur af Keflavíkurflugvelli. Hann fór um borð í Ögra hér í Revkja vikurhöfn í gærdag til að huga að farangri og skilríkjum, sem hann hafði skilið eftir í vélinni. Hafði ferðataska hans blotnað lítillega, en skipverjar á Ögra h öfðu þegar þurrkað fatnaðinn. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) Óðinn kom inn með 2 brezka landhelg isbrjóta Annar skipstjórlnn þrídæmdur * á Islandi ÍSAFIRÐI, 21. sept. — Varðskip ið Óðinn tók tvo brezka togara, Wyre Vanguard FD 36 og Jam es Barrie H. 15, að meintum ólöglegum veiðum út af Barða sl. nótt og fór með >á til ísa- fjarðar. Hófust réttarhöld í mál Afurðaverö til bœnda hœkkar um 11,7 °Jo Ríkhsfjórnin leysir ýmis hagsmunamál bænda l\Sióurgreiðslur úr ríkissjóði ekki endanlega ákveðnar Eftirfarandi fréttatilkynning barst Mbl. í gær frá Sexmanna- nefndinni um verð agsgrundvöll landbúnaðarafurða: Sex-manna-nefnd hefur náð saim.komulagi um verðlagsgrund- völl landbúnaðarvara fyrir verð laigsárið 1. sept. 1964 til 31. ág- úsrt 1965. Felur hann í sér hækkun á aifurðiaverði til bænda er nemur 11.7% frá því verði sem ákveð- ið var 1. marz s.l., en um 21 % hækkun frá þeim verðlags- grundvelli, sem úrskurðaður var í septembermánuði 1963. Niðurstöðutölur verðlagsgrund vallar, tekna og gjaldamegin, eru kx. 305.438,00 og hefur verð- laig á einstökuim framileiðsluvör wn verið ákveðið í samræmi við það. En ull ag gærur er u verð- ‘lagðar til bændia á því verði, sem áætlað er að fáist fyrir þær á erlendum markaði og er minni hækkun á þeim en grundvellin- um í heild og því meiri hækk- un á kindakjöti. Hið áætlaða verð er: 36.28 pr. kg. gæra og 32.23 pr. kig. uliar. Lítilsháttar tilfærsla hefur verið gerð á milli kindakjöts og nautakjöts annarsvegar og mjólkur hinjveg ar. Af þessum tveím ástæðum hækkar því kjötverS til bænda hlutfallslega meira en mjólkur- verð. Verð til bænda á 1. og 2. gaeðaflokki kindakjöts er ákveð ið 46,15 pr. kg. og verð mjólk- ur til bænda kr. 7.42 4 pr. ltr. f sambandi við þeesa samin- inga hefur ríkisstjórnin gert samkomulag við fulltrúa bændia í sex-manna-neÍTid, setm felst í eftirfarandi yifirlýsingu land- búnaðarráðheira: „I. Afurðalán landbúnaðarins úr SeðlabankanUm miðast við sama hundraðshiluta og afurða- lán sjávarútvegsins. Lán frá við- skiptabönkunum verði að hundr aðshluta sambærileg út á land- búnaðarafurðir ag sjávarafurðir. II. Ríkisstjórnin leggur fyrir Framhald á bls. 21 um beggja skipstjóranna kl. 16 í dag hjá bæjarfógetanum Jóhanni Gunnari Ólafssyni, og komu fyr- ir rétt í dag varðskipsmenn og yfirmenn á Wyre Vanguard, en skipverjar á James Barrie koma fyrir rétt á morgun. Skipstjórinn á síðarnefnda skipinu hefur fyrr mætt í íslenzkum rétti. Hann heitir Richard Taylor, 33ja ára gamall og hefur a.m.k. þrisvar komið í íslenzkan réttarsal, fyrir fjór- um árum fyrir landhelgisbrot á togaranum Othello, í fyrrahaust reyndi hann að komast undan varðskipi eftir veiðar í land- helgi á James Barrie og 1961 var hann dæmdur til fangavistar á Litla Hrauni fyrir líkamsárás á lögregluþjón á ísafirði, en var náðaður og fékk að fara heim fyrir jólin. Báðir með vélarbilun fyrir inn- an, að eigin sögn. Taka togaranna varð með þeim hætti að varðskipið Óðinn var á leið út úr Önundarfirði laust fyrir miðnætti og sá þá tvo togara, sem virtust vera grunsamlega nálægt landi. Þeg- ar fyrsta staðarákvörðun var gerð reyndist Wyre Vanguard vera 1,8 sjómílur innan fisk- veiðimarkanna, en var kominn 1,3 sjómílur þegar varðskipiS kom að honum. Hafði varðskip- ið þá gefið stöðvunarmerki og skotið 3 lausum skotum. Togar- inn var að draga inn vörpuna, þegar varðskipið kom að honum. Var bátur sendur út og með honum Þorvaldur Axelsson, 2. stýrimaður og 1 háseti og urðu þeir að leggja að togaranum sem enn var á ferð. Var nú tcng- aranum skipað að bíða á staðn- um, þar sem Óðinn þurfti að sinna James Barrie. Hann var um 1,8 sjómílur fyrir innan mörkin, þegar fyrsta staðarákvörðun var gerð, en var kominn 1,7 mílur út fyrir þau, þegar varðskipið kom að honum. Var hann þá að toga með stjórnborðsvörpunni. Hafði Óðinn skotið 2 lausum skotum ao honum. 3. stýrimaður, Krist- inn J. Arnason, og 1 háseti fóru um borð í James Barrie. Var nú farið með togarana inn á Önundarfjörð og þar komu Framhald á bls. 21 Ungur Bandaríkjamaður fórst við að bjarga skátadreng UNGUR Bandaríkjamaður fórst á laugardaginn suður í Höfnum, er hamn var að reyna að bjarga bandarískum skáta- dreng af fleka, sem nak með hann út á sjó. Komst Banda- ríkjamaðurinn, sem !hét Rodney E. Taylor frá Laiayette í Gtaur- gíu, út að flekanuim til drengs- ins, en var sivo að fram kominn að hann lézt áður en heiikopt- enflugvélin, sem náði þeim báð- um, kom með hann á sjúkrabús- ið á Kefi avíkurfiu.gveli i. Hafði hann verið lítíð kiæddur í köld- um sjóraum í 36 mínútuk Á laugiardagino höíðu skáta- drengir af Keflavíkurf]ug\’e71i tjaldað við Kirkjuvog og var hópur þeirra þar að leika sér með fleka úr borðuim. Misstu þeir flekann með einum drengj- anna á og rak hann fsrá laradL Rodraey E. Taykxr, 21. árs gara ab undirforimgi í landgóraiguliði Eramhaild á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.