Morgunblaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 6
-j' 6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. sept. 1964 Símastrengur yfir Eyjafjörð Akureyri 18. september. VITASKIPIÐ ÁRVAKUR lagði í morgun tvo sæsíma- strengi yfir þveran Eyjafjörð frá Glerárósum að vestan og að landi austan fjarðarins hjá Litla-Hvammi á Svalbarðs- strönd. Hér er um að raeða tvo 28 línu strengi, aðeins annar þeirra verður í notkun að staðaldri, en hinn er til ör- yggis, ef bilun kynni að verða. I framhaldi af þeim hafa þegar verið lagðir tveir tólf lína jarðstrengir og einn 30 lína jarðstrengur upp að fjar skiptastöð landsimans á Vaðla heiði, en þaðan er aftur þráð- laust samband við Egilsstaði og Siglufjörð. Um síðustu helgi fór fram viðgerð á saesimastrengnum, sem slitnaði um daginn, og liggur yfir Oddeyrarál. Var baett í hann 6 m. löngum kafla. Þá var einnig lagður sæsímastrengur með 10 línum frá Sandgerðisbót í Glerár- þorpi og til Svalbarðseyrar. Þar var árvakur einnig að verki. Siðdegis í dag var ætlunin að leggja sæstreng frá Dai- vík til Hríseyjar, en það tókst ekki vegna þess, að enginn dráttarbíll var tiltækuF í Hrís- ey. Reynt mun verða aftur á morgun. — Sv. P. .0 Fargjöld Loftleiða eina mál fundarins Flugmálayfirvöld Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Islands hófu fund í Ný prentsmiðja AKRANESI, 19. sept. — Akra- prent, ný prentsmiðja, hóf starf- semi sína hérna í bænum fyrir ekki alllöngu. Prentsmiðjan er eign samnefnds hlutafélags, vel búin að vélum og tækjum, og leysir af hendi ails konar smá- prentun. Prentsmiðjustjóri Akra- prents er Einar Einarsson. Auk hans mun Helgi Daníelsson, prent ari, starfa í prentsmiðjunni. Hákon Bjarnason: Enn um Loft- leiðir og SAS ÞAÐ var vel og drengilega | mælt hjá forsætisráðherranum | um daginn, að ríkisstjórnin I styddi Loftleiðir af alhug og mundi veita þeim þann stuðn- ing, sem hún mætti gagnvart árásum utanaðkomandi aðila. En hagsmunir Loftleiða eru Jvo nátengdir hagsmunum þjóð- arinnar, að þjóðin öll hlýtur að gera mélsstað þeirra að sinum. Nú sitja flugm@lastjórar allra Norðurlanda á ráðstefnu hér í Reykjavik, og það liggur ekki í láginni, að þeir eru að þreifa fyrir sér, hvernig unnt sé að styrkja aðstöðu SAS. Þetta kann að vera aðalmál fundarins, og því er rétt að þeir viti hver viðbrögð Is endinga geti orðið, ef áfram er haldið að þrengja kostum Loftleiða. SAS hefur æ ofan í æ reynt að troða skóinn niður af Loft- leiðum, bæði með því að tak- marka lendingarleyfi í Svíþjóð og margt annað, sem of langt væri upp að telja en þyrfti reyndar nauðsynlega að setja á skrá. Þegar SAS hóf síðustu á- rás sína fyrir um tveim árum sendi ég stutt bréfkom til Morg unblaðsins, þar sem ég benti á að ríkisstjómir Svíþjóðar, Dan- merkur og Noregs gætu ef þær vildu, kippt í taumana, svo að Loftleiðir gætu verið í friði fyr- ir yfirgangi SAS. Því að það dregur enginn í efa, að fyrir- tæki, sem er stórskuldugt rík- isstjómum verður auðvitað að fara eftir óskum þeirra að miklu leyti, jafnvel þó að fyrirtækið hafi lcxfað að leita ekki eftir frekari styrkjum. Ekki virðist bréfkom mitt hafa borið mikinn árangur, þó ég efist ekki um að sendiherr- ar hinna þriggja Norðurlanda hafi sent það á réttan stað. Fyrir því er bezt að tala svo skýru máli, að ekki verður um vi'llzt, þannig að flugmálastjór- arnir viti hvemig hugur íslend- inga er í þessu efni. Og þeir geta þá flutt fregnina milliliða- laust heim til sín. Loftleiðir eru lífæð okkar að því er snertir samgöngur I lofti. Þær eru tengiiiður okkar við Vestuhheim og að miklu leyti við Evrópu, þar á meðal Norðurlöndin. Þessa lífæð má ekki skera á eða skerða, jafnvel þótt hagsmunir éinihl'/ers flug- félags séu taldir í voða. Ef SAS heldur áfram að þröngva kosti Loftleiða fer allt sem heitir norræn samvinna út um þúfur af hálfu íslendinga. Þá verður tómt mál að tala um norrænt hús í Reykjavík svo og menningartenigsl, sem svo margir lofa hástöfum. Þá verða hér innan st.undar engin félög til, sem stuðla að norrænni sam vinnu. Norræna félagið, Dansk- íslenzka félagið, Sænsk-íslenzka félagið og Félagið Ísland-Noreg- ur hljóta öll að deyja drottni sínum, og margt annað og þýð- ingarmeira mun hverfa. í fám orðum sagt; ef SAS fær enn að traðka á rétti Loftleiða verða afieiðingar fyrir vinsam- laga samvinnu íslands við Dan- mörku, Noreg og Sviþjóð ai /eg ófyrirsjáanlegar, hvort heldur það verður gert með takmörk- um lendingarleyfa, blíðmálum eða hótunum. Þetta verða ríkis- stjómir viðkomandi landa að fá að vita, en svo ráða þær sjálfar hvað þær gera. En það er tilgangslaust að segja íslend- ingum að SAS verði ekki að haga sér eftir fyrirmælum þeirra. H.Bj. FUNDUR flugmálayfirvalda Sví- þjóðar, Noregs, Danmerkur og ís- lands hófst í Reykjavík í gær- morgun og var umræðuefnið hin lágu fargjöld Loftleiða á leiðinni frá Bandaríkjunum til Norður- landa. Fundurinn stóð í allan gærdag og átti að hefjast að nýju klukkan 10 árdegis í dag. Fundinn sitja Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri, Winberg, flugmálastjóri Svíþjóðar, og Smidman, fulltrúi hans, Heum, varaflugmálastjóri Noregs, og Stenver, fulltrúi i dönsku flug- málastjórninni. Sem kunnugt er hefur SAS krafizt þess, að Loftleiðir hækk- uðu verulega fargjöld sín frá Bandaríkjunum til Norðurlanda og hafa þessi flugfélög áður átt viðræðufundi um þessi mál, en þeir ekki borið árangur. Þess vegna hefur deilunni verið vísað til flugmálastjórna og ríkis- stjórna landanna. >f- Að því er Agnar Kofoed Han- sen tjáði Morgunblaðinu í gær, er þetta eina málið á dagskrá fundarins, en ekki er enn ljóst hversu marga da*ga harni mun standa. * VEIT UM LAXINN NÚ segja þeir, að ísland sé að komast í tízku í Bretlandi sem laxveiðiland, enda mun víst nóg af stórlöxunum hér. í frétt hér í blaðinu á sunnu- daginn var það haft eftir er- lendu blaði, að laxveiði her- togans af Edinborg hefði haft sitt að segja í þessu sambandi. Mjög tignir gestir eru ekki tíðir á íslandi, en af þessu sjáum við, að auglýsingamáttur þeirra er mikill úti í hinum stóra heimi. Þótt það sé út af fyrir sig ágætt, að ísland og árnar fái auglýsingu á þennan hátt er ég ekki viss um að við kærum okkur um allt Bretaveldi í árn- ar okkar. Gott er samt að vita, að Bretinn veit hvar laxinn er. ★ MANNÚÐIN í viðtali, sem birtist á sunnudaginn hér í blaðinu, voru menn hvattir til þess að sýna sláturfénu mannúð. Ósjálfrátt fór ég að velta því fyrir mér, hvort smásteik væri mannúðlegri en „kótelettur“. ★ MIKIÐ SKAL TIL MIKILS VINNA Á' sunnudaginn minntist ég á ölvun og hópdrykkju. Það voru víst orð í tíma töluð, því aðfaranótt laugardags þurfti lögreglan að setja 58 menn undir lás og slá vegna ölvunar og þykir það æði mikið í bæ sem okkar. Og sjálfsagt hefðu fleiri haft þörft fyrir lásinn, ef hægt hefði verið að koma þeim fyrir. Annars geta öl- kærir farið að anda léttara, því mér sýnist ágætlega miða áfram með byggingu lögreglu- stöðvarinnar — og það verður stórt hús með mörgum vistar- verum. Lögreglan lét þess getið, að meðal hinna hýstu hefðu áberandi margir verið ný- komnir af síldinni með fullar hendur fjár. Þetta er gamla sagan. Menn leggja á sig mikið erfiði, vinnu og vöku, til þess að afla sem mest. Og ávöxt vinnunnar nota þeir svo til þess að greiða aðganginn að tugthúsi lögreglunnar. f raun- inni er aðgangseyririnn ekki það hár, að vert sé að leggja það á sig að púla heilt sumar til þess arna. * VESALDÓMUR En þetta er auðvitað spurn- ing, sem hver verður að svara fyrir sig. Menn eru sjálfráðir hvað þeir gera við ávexti vinnu sinnar — hvort þeir verja þeim sjálfum sér og öðrum til uppbyggingar — eða til þess að gera sjálfa sig að enn meiri vesalingum en þeir annars eru. Og jafnan kemur það þá ekki aðeins niður á þeim einum, heldur líka vandamönnum. Þegar á heildina er litið er þetta hins vegar ekkert einka- vandamál viðkomandi manna. Það er vandamál þjóðfélagsins í heild, að ráðleysingjum skuli veitast tækifæri til að auðgast og sóa síðan fénu á aumingja- legasta hátt frammi fyrir al- þjóð. Þessi sóun, sem birtist á mjög mörgum sviðum, er eitt af því, sem rifið hefur niður virðingu fólks fyrir því verð- mæti, sem peningarnir tákna. Það fólk, sem ekki kann að gæta fengins fjár — fólk, sem aldrei helzt á peningum stund- inni lengur, betta er fólkið, sem stöðugt gerir kröfur til allra annarra en sjálfs síns — og veldur heildinni eilífum erfið- leikum. ★ BJÖRG OG BÖL Til að koma í veg fyrir allan misskilning tek ég það fram, að ég á alls ekki við að sjómenn séu þeir einu seku. Hinir seku eru í öllum stéttum þjóð- félagsins — oft á tíðum fólk. sem miðar stöðugt að skjót- fengnum gróða. Og sem betur fer eru hinir ráðdeildarsömu meðal sjómanna í miklum meirihluta. En svörtu sauðirn- ir setja oft svip sinn á hjörð- ina hér sem annars staðar. Þess vegna er þessi góða síldarvertíð mikil björg fyrir þorra heimila. En mörgum verður samt stóri vinningurinn böl. RAUÐU fyrir transistor viðtæki. Bræðurnir Ormsson Vesturgötu 3, sími 11467 t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.