Morgunblaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 22. sept. 1964 Mikil óvissa ríkir um úrslit dönsku kosninganna ff' Kaupmannahöfn 21. sept. T NTB og AP. Á MORGUN verður gengið til kosninga í Danmörku og kosnir 179 þingmenn til þjóðþingsins. Þar eru nú á kjörskrá þrjár milljónir kjósenda, en þingflokk- ar þeir sem fram bjóða í kosn- ingunum eru ellefu talsins. Til stóð að þeir yrðu ennþá fleiri, en 7 náðu ekki tilskilinni tölu fylg— emda, 10.000, til að geta boðið íram. Á þingi eiga nú sæti full- trúar 7 flokka. Jens Otto Krag, forsætisráð- herra, sem varð fimmtugur nú fyrir nokkum dögum, hefur unn- ið dyggilega að því að afla flokki sinum, sósíaldemókrötum, fylgis, en flokkurinn hefur verið við völd, undan og ofan af, siðan 1929. Honum er fengið erfitt verk, því flokkurinn hefur naum an meirihluta á þingi, og eru úr- slit kosninganna svo Óviss talin, að enginn ábyrgur stjórnmála- maður hefur fengizt til þess að spá nokkru þar um. Drengssaknaðá Mosfellsheiði í GÆR söknuðu fjárleitarmenn úr Mosfellssveit ungs gangna- manns, 13 ára pilts frá Þormóðs- dal, sem hafði orðið viðskila við leitarmenn einhvers staðar á miðri Mosfellsheiði og kom ekki fram þegar hópurinn kom niður í sveit. Var ákveðið að fara og leita hans og hjálparsveit skáta í Reykjavík kölluð til aðstoðar síðdegis í gær. Fór hjálparsveit- in upp að Miðdal, en þá fréttist að drengurinn, sem var ríðandi, hefði um sex-leytið komið að Heiðai’bæ í Þingvallasveit, verið sagt til vegar og haldið af stað aftur yfir heiðina. Fylgdi hann gamla Þingvallaveginum og hittu bændur, sem fóru á móti honum, hann svo kl. um 9 hjá Borgar- hólum ofan við Miðdal. Á sunnudag fóru menn úr Hafnarfirði einnig að svipast um eftir einum af sínum leitarmönn- um, sem ekki var kominn fram nokkuð löngu á eftir hinum. Lögðu 8 menn af stað, fóru á mis við þann týnda, sem kom til byggða, og leituðu mennirnir því lengi án þess að vita af því. Jean Paul Weiss við Mooney Super 21 flugvcl sína í Reykjavíká sunnudag. „Vlð vitum ekki hvað kom fyrir“ -segir Weiss flugmaður, sá eini af þremur, sem komst heilu og höldnu til Reykjavikur FRÉTTAMAÐUR Mbl. átti á sunnudaginn stutt samtal við Jean Paul Wciss, en hann var sá flugmannanna þriggja, sem tókst a ð komast heilu og höldnu til Reykjavikur. Weiss er ungur Frakki, á heima í Toulouse, og hefur umboð fyr- ir Mooney-flugvélar í Frakk- landi. Hann ferjar þaer vélar, sem hann selur, sjáifur frá Bandarikjunum til Evrópu og sagði að þetta væri sú niunda. Weiss kvaðst ekki þekkja hina flugmennina tvo svo neinu næmi. Þeir hefðu hitzt fyrir nokkrum dögum, og á- kveðið að hafa samflot yfir hafið. „Við lögðum af stað frá Boston snemma á laugardags- morgun og flugum til St. Pierre“, sagði Weiss. „Allt gekk vel í fyrstu, en þegar við höfðum flogið yfir Gander og í ca. tvær klukkustundir í átt til Grænlands, týndum við einni vélinni. Henni var flogið af Bandaríkjamanni, Mr. Wall. Þetta gerðist þannig að við urðum að fara niður í gegn- um skýjaþykkni, en þegar við komum niður úr því í 3.000 fetum sáum við hvergi flug- vél Walls. Við heyrðum aldrei neitt til hans og vitum ekki hvað kom fyrir. Við reyndum að kalla á hann í radíóin, en hann svaraði aldrei.“ „Nú eftir árangurslausar til- raunir í þá átt að finna Wall, flugum við tveir áfram, Moody og ég. Nokkru áður en við komum að Grænlandi lent um við í skýjaflókum og ókyrrð, og misstum þá sjónar hvor á öðrum. Við höfðum þó radíósamband lengi vel, en síðan rofnaði það 100 mílur frá Grænlandi." „Moody flaug í nær 23 klukkustundir, en ég held að radíókompásinn hafi bilað hjá honum, og hann fann víst aldrei Grænland né veðurskip ið Alfa. Hann hefur flogið áfram án þess að geta miðað nokkurn radíógeisla." Weiss sagði að hinar vélarn- ar tvær hefðu átt að fara til Þýzkalands og Hollands. Sjálf ur virtist hann ekkert banginn við að fljúga áfram héðan til Frakklands þrátt fyrir það, sem á undan var gengið. fi j i I í I i ! I Ljósin n Skngniiiði óupplýst EKKERT nýtt hefur komið fram til að upplýsa ljósin, sem sáust frá bæjuin beggja vegna Skaga- fjarðar fyrir helgina. Leituðu þrír leitarflokkar alla aðfaranótt laugardags ströndina frá Þórðar- uuimiiiHiimimiiiMiMiiiiimimiiiiiiMuiiiMiiiiiiiiiiim höfða að Haganesvík. Siglfirðing ar brutust yfir Siglufjarðarskarð og þeir og tveir flokkar úr Fljót unum skiptu með sér að leita svæðið. Voru þeir enn að leita er flugvél Slysavarnafélagsma kom og flaug yfir allan fjörðinru Ekkert hefur þó fundizt sem bendi til að þarna hafi verið bátur á ferð og ekki vitað að béts sé saknað. NA tS hnútar Sit 5öhfi*ter X SnjHtama 9 />*/ 7 Sliirir E Þruaur œs KuUurkH H 1 Zs MibM L | Drengur vilttist í göngum 1 Gekk 20 - 25 km. leið yfir Snæfellsnes í GM villtist 13 ára drengur í göngum í Eyjahreppi og var búið að leita mikið að honum og gera aðvart Slysavarna- félaginu, sem ætlaði að fara að senda flugvél, þegar hann kom fram um 20—2S km. vegalengd í burtu á Dunk í Hörðudal — Hafði hann farið í öfuga átt, þvert ýfir Snæ- fellsnesið. Drengurinn heitir Hjalti Oddsson frá Kolviðar- nesi í Eyjahreppi. M'bl. átti í gær símtal við Guðmund bónda á Höfða í Eyjahreppi og sagði hann að drengurinn hefði sýnt mik- inn dugnað að komast svona langt á svo skömmum tíma, en hann kom fram um kl. 3 síðdegis. í gær voru fyrstu réttir til Þverárréttar, en réttað er sama dag. Leggja gangna- menn af stað kl. 4 um nóttina á hestum, en senda svo frá sér hestana og fara að ganga um 6 leytið um morguninn. Var Hjalti með gangnamönn- um er gengið var af stað, en hefur villzt í myrkrinu frá þeim. Rekið er saman á Höfða og þegar niður var komið um hádegið, kom drengurinn ekki fram. Var strax farið að að leita og leitað víða, en Slysavarnafélaginu svo gert aðvart. Var það búið að hafa samband við bjöngunarsveit- ina í Borgarnesi og búa flug- vél undir leit, þegar tilkynnt var að drengurinn hefðí kom- ið fram á bænum Dunki í = Hörðudal, sem er hinum = megin á Snæfellsnesi og inn- M arlega við Hvammsfjörðinn. s Guðmundur á Höfða sagði = að veður hefði ekki verið j= slæmt, en þó norðan svelj- = andi. Hafði pilturinn sennilaga = snúizt eitthvað um á heiðinni = eftir að hann tapaði af félögum S I sínum, en dimmt var enn er B j þeir lögðu af stað í gönguna. = Hefur hann síðan tekið þver- = öfuga stefnu við það sem = hann átti að gera, en hafði S sig til bæja í Hörðudal á = mjög skömmum tíma miðað = við hina miklu vegalengd, = sem hann hefur gengið. Hafði |j honum ekki orðið meint af j| volkinu. s Guðmundur sagði að göng- || urnar hefðu að öðru leyti 5 gengið vel hjá þeim Þverár- |j réttarmönnum. uiiMiiMiituuiMiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiMiiiiMiimmmiiimiMimiiiiiiiiiiMiiiiiiiiimiiMiuifiiiiiiiMiiiMiiiiiMiiiiiMiiiiiiiiiiiiMiiMiiMiiiiimiiMMiiiiiiiiiiimiimiiiimiimimimuiuiu iioioanauin, sem her var síðustu viku frá því á þriðju dag, með næturfrosti sunnan lands og kalsarigningu, en síð ar éljum fyrir norðan, er nú horfin, en austan strekking ur tekinn við. Orsökin er lægð in fyrir suðvestan land, sem er á hreyfingu NA eftir. í gær rigndi á sunnanverðu landinu, en smáþykknaði upp fyrir norðan. SV-land og miðin: Gengur í SA-átt og S-átt og lægir, kúr ir í dag. £ ciXaxi.»jl lii iiUuiaiiaiiuj Og, miðin: A-átt, víða hvassviðri, dálítil rigning. Norðausturland og Austfirð ir og miðin: A- eða SA-átt, víða hvasst, rigning. Suðausturland og miðin: Hvass A og hægari SA, rign- ing. Horfur á miðvikudag: A- eða NA-átt, rigning austan- lands, en slydda eða úrkoma norðan til á Vestfjörðum og á annesjum fyrir norðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.