Morgunblaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 25
f Þriðjudagur 22. sept. 1964 M 0 RG U N B LAÐiÐ 25 WAX SHOE POLISH ALLIR NOTA \ MELTONIAN i\\SKOABURÐ/ GLÓBUS g SÍMI 11555 Fímmtugur í dag: Björgvm Frederiksen r Björgvin er fæddur í Reykja- vík 22. sept. 1914. Foreldrar: Margrét Halldórsdóttir og Aage Martin Christian Frederiksen, vél.smiður. Björgvin ólst upp hjá fioreldrum sínum ásamt mörgum eystkinum, en eins og þá var algengt um atvinnuskilyrSi, mun stundum hafa verið þröng- ur efnahagur heimilisföðurs, enda byrjaði Björgtvin ungur að oldri að vinna, sem aendill og við önnur störf, er honum þótti við sitt hæfi. Tvítugur að aldri lýkur hann prófi frá Iðnskólan- um með mjög hárri einkunn og 23 ára stofnar hann sitt eigið fyrirtæki: Vélsmiðja Bj. Fr. Ár- ið 1937 fer hann til Danmerk- ur til að kynna sér hraðfrysti- tæki hjá hinu heimskunna fyrir- tæki Ths. Sabroe. Eftir nokkra dvöl í verksmiðjum þess fyrir- tækis, kemur hann heim með þá viðurkenningu uppá vasann, að hann sé frá þeim tíma full- gildur þjónustumaður þess fyr- irtækis um uppsetningu Sabroe- vélanna og viðgerðarmaður þeirra. En áður hafði þurft að sækja þessa þjónustu alla til Danmerkur. Upp úr þessu verð- ur skammt milli stórra athafna, því á næstu árum, raðar Björgv- in niður Sabroe-frysti og kæli- vélum í yfir 20 frystiíhús víðs- Pvegar kringum landið. Og var þá á stöðugu ferðalagi vegna þessara athafna, en eignaðist hvarvetna góða vini, sem róm- uðu þjónustu hans og viðfeldna framkomu, sem fylgt var eftir með góðri þekkingu á viðfangs- efninu hverju sinni. Til marks um, hve annt hann lét sér um viðskiftavini sína, skal hér þess getið, að eitt sinn brast véla- hluti í frystihúsi á Vopnafirði, »em þá geymdi nokkurt magn af kjöti. Til 3jörgvins var hringt eíðari hluta dags og honum skýrð vandræðin og tjónið, sem af kynnu að hljótast. Björyvin brást þannig við, að etftir 36 klukkustundir var hann kom- inn á staðinn, eftir að hafa ferð ast, sjóleiðis með bílum og hest- um alla leiðina í einum áfanga. Ánð 1940 fer Björgvin enn til Danmerkur til að auka þekk- ingu sína á dieselvélum og fleiru í iðn sinni En þar lokast hann inni vegna síðari heims- Btyrjaldarinnar, og lendir í því ásamt öðrum víkingum, að brjót ast út og sigla heim með æv- intýraskipinu „Frekjan“ og þá ®ð sjálfsögðu sem vélstjóri. Til Bandaríkj anna fer Björgv- in árið 1943 til að kynnast ný- ungum í iðn sinni en þá mun fyrirtæki hans hafa haft á að skipa um 20 manns, auk fuli- kominnar verkfræðiþjónustu og teiknistofu og er með þekktustu fyrirtækjum sinnar tegundar á landinu, enda hlaðast nú á hann sllsdoonar trúnaðarstörf. Hann er kjörinn formaður Meistarafélags járniðnaðarmanna 18. jan. 1950, endurkjörinn 1951 og 1952, en baðst undan endurkjöri 1953, enda þá orðinn forseti Lands- eambands iðnaðarmanna. Var áður varaformaður í prófnetfnd fiyrir járniðnað, auk ýmissa nefndastarfa fyrir félag sitt, með el annars kjörinn iðnþingtforseti 1950. Kjörinn forseti Landssam- — NATO-æfingar Framh. af bls. 8 borð. Svo verður haldið áfram austur og norður á bóginn, og „hernaðurinn“ hefst á morgua mánudaig. „Óvinurinn“ biður, en ekki er vitað hver hann er. Að minnsta kosti hefur hann fjölda kafbáta og flugvéla, og ó að reyna að „sökkva“ sem flestum skipum úr árásarflot- »num. Sjö lönd taka þátt í þessum æfingum, Belgia, Dan- mörk, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Holland. Lýkur íyrsta hluta æfinganna á þriðjudag, og halda þá fiétta- menn til Noregs og þaðan til Englands. b.t. Dansskóli Hermanns Ragnars, Reykjavík Þetta er BEZTA og ÓDÝRASTA tekexið! Bakað a£ ÞEKKTUSTU kex-framleiðendum Bretlands: MEREDITH & DREW. Einkaumboð. V. Sig & Snæbj. h.f. — Sími 13425. Háseta vantar á gott síldveiðiskip. — Upplýsingar í síma 51351. Skólinn tekur til starfa 1. október. Kenndir verða barnadansar, nýir og gamlir samkvæmi*- dansar. Nýjustu barnadansarnir eins og Jitter, Bluse, Twist og Cha-cha, Tja-tja auk Anne Maríe valsins, sem til— einkaður er hinni ungu dönsku drottningu Grikkja. Af nýju dönsunum má nefna Shake, Twist, Cuban Rumbu, Jive, Rumbu, Samba og Cha-cha-cha. Þar að auki margar nýjar variationir í standard dönsunum. Kennum hina 10 dansa í heimskerfinu. Heimskerfið er hagnýt kunnátta fyrir alla. Sérstakur flokkur verður fyrir ungt fólk og fullorðna í gömlum dönsum þar sem m. a. verða kenndir dansar eins og Lambeth Walk, Boomps-A-Daisy, Palais Gilde og Les Lanciei's. Ath.: Sama gjaldskrá og var síðastliðlnn vetur. Upplýsingarit Iiggur frammi í bókabúðum. Innritun hefst mánudaginn 21. september í síma 33222 og 38324 og verður innritað daglega frá kl. 9 — 12 f.h. og 1—6 e. h. til mánaðamóta. — Framhaldsnemendur vinsamlegast tali við okkur sem fyrst. bands iðnaðarmanna á 14. Iðn- þing íslendinga í Rvík. 24. okt. 1952 til tveggja ára. Endurkjör- inn til þriggja ára á 16. Iðnþingi á Akureyri 1954 og enn endur- kjörinn til þriggja ára á 19. Iðn- þingi í Hafnarfirði 1957. Kjörinn í stjórn Norræna iðnsambands- ins 1952 til 1960. Skipaður í stjórn Iðnaðarmálastofnunar ís- lands 15. júní 1955 og varafor- seti frá 1962. í stjóm Vinndveit- endasambands íslands 1954 til 1963. Kjörinn í skólanefnd Iðn- skólans 6. apríl 1954 af Iðnaðar- mannafélaginu og 1955 af borg- arstjóra Reykjavikur. Skipaður af ráðherra 8. des. 1958 í nefnd til þess að gera tillögur um frarmhaldsnám og meistarapróf í iðnaði og í nefnd, er gera skal samþykktir um útboð og tilboð. Þá er Björgvin kjörinn heiðurs- félagi Landssamband.s iðnaðar- manna í 22. Iðnþing íslendinga 1960. Björgvin Frederiksen var kosinn í borgarstjórn Reykjavík ur 1954 og 1958 og einnig í stjórn Lifeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, í byggingar- nefnd sýninga- og íþróttahúss, í borgarráði 1960-1962, í stjórn Samvinnusparisjóðsins, Skila- netfnd Faxa s.f., formaður í stjóm Áhaldahússins en hvarf frá þess um störfum fyrir Reykjavíkur- borg 1962. Björgvin Frederiksen er kvæntur Hallfríði Björnsdóttur, Friðrikssonar tollvarðar og eiga þau fjögur myndarleg börn: Hilmar, sem les lögfræði, Birnu gifta Bjarna Stefánssyni for- stjóra, Friðrik og Sigurbjörgu. Hin gáfaða og mikilhæfa kona Björgvins, sem hetfir búið hon- um afar glæsilegt heimili, mun ekki eiga Utinn þátt í því, hve öll störf manns hennar hafa lán- ast vel, enda eru þau mjög sam- hent um allt ekki sízt rausn. Ekki veit ég hvað varð þess valdandi að Björgvin hætti starfsemi hins glæsilega véla- verkstæðis og lét nokkrum starfs mönnum sínum eftir nokkuð atf vélakosti fyrirtækisins, en get mér þess til, að eftirsóknin eft- ir honum til afskipta opinberra mál og annarra félagsstarfa hafi riðið þar baggamun og honum kunni að hafa virzt, sem fyrir- tækið þyrfti allrar orku hans við óskiftrar, svo vel ^æri. Björgvin Frederiksen er glæsimenni, vit- urt ljúfmenni og skemmtinn gleðimaður þegar svo á við, ráð- snjall, hugkvæmur og hug myndaríkur. Óskandi væri að þjóðin öll ætti marga slíka og kynni að meta þá. Hann er drengskaparmaður mikill. Til hamingju. Eiríkur Bjarnason, Fasleignin Strandgata 45 í Hafnarfirði til sölu Eignin er á bezta stað í Miðbænum við aðalgötu bæjarins, hinn ákjósanlegasti staður fyrir skrif- stofur, verzlun og ýmsan rekstur. Á lóðinni, sem er hornlóð er gott járnvarið timburhús, tvær hæðir og kjallari með tveim 3ja herb. íbúðum. Kauptilboð óskast í eignina og sendist skrifstofu undirritaðs fyrir 1. okt. nk. ÁRNI GUNNLAUGSSON, HRL. Austurgötu 10, Hafnarfirði Sími 50764 kl. 10—12 og 4—6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.