Morgunblaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagúr 22. jsept. 1964
Kef Ivíkingar Islandsmeistarar 1964
Tryggðu sigurinn með
jafntefli við K.R. 1 — 1
JAFNTEFLI gegn KR færði Keflvikingum sigurinn í I. deild og
Íslandsbikarinn hlýtur nú geymslu í Keflavík í fyrsta skipti.
Gífurlegur mannfjöldi horfði á leikinn á Njarðvíkurvelli í sól
og hægum norðaustan andvara, þegar Suðurnesin skörtuðu sínu
fegursta.
Sigur Keflvjkinga í fslandsmótinu er sánngjarn, liðið hefir
verið í stöðugri framför í sumar og átt jafnbeztu leikina af liðum
I. deildar.
Keflvíkingar léku gegn sól 5
fyrrihálfleik og hófu strax sókn
gegn KR-ingum. Þegar á 1. mín.
leiksins komst Rúnar miðherji
í hættulegt tækifæri, en knött-
urinn hrökk af stuttu færi í fang
hins örugga landsliðsmarkvarðar
Heimis Guðjónssonar.
Keflvíkingar héldu pressunni
áfram. Sum upphlaup þeirra og
sóknarlotur voru skemmtilega
útfærð. Sóknin hófst oft á stutt-
um sendingum bakvarða ÍBK
og síðan gekk knötturinn frá
manni til manns í átt að KR
markinu. Þessi útfærsla minnti
mann á sjálft KR-liðið á þess
velmektardögum þegar það hafði
meira vald á stuttum samleik,
en nokkurt annað isienzkt lið.
Er auðsætt að jþér sézt hand-
bragð þjálfarans Ola B. Jóns-
sonar, sem einmitt var þjálfari
KR á þess uppgangsdögum.
Þrátt fyrir vel útfærð upp-
hlaup tókst Keflvíkinigum ekki
að skapa sér verulega hættuleg
tækifæri. Mörg falleg sóknar-
lotan endaði á rangstöðu og til-
heyrandi aukaspyrnu fyrir KR.
KR-vörnin er ekkert lamb að
leika sér við og KR á áreiðanlega
sterkustu félagsvörnina í dag.
Gamlir og reyndir leikmenn eins
og þeir bræður Bjarni og Hörður
Felixsynir ásamt Hreiðari kunna
að notfæra sér rangstöðu tak-
tikina, en á því virtust hinir
sóknglöðu Keflvíkingar, ekki
vara sig.
Sóknarleikur KR var allur í
molum. Þeirra fyrsta skot á mark
kom ekki fyrr en á 17. mín. og.
þá laust skot Sveins Jónssonar,
sem Kjartan varði auðveldlega.
Fyrri hálfleikurinn verður að
teljast hálfleikur Keflvíkinga,
þeirra var samleikurinn, þeirra
-. •• ' ' s ' •' •■•"///> ''" ' y/■"■ 's-.'"Y'V' ' ' v
í hana vantaði alla yfirvegun og
skipulagðar aðgerðir.
Keflvíkingar áttu gott tæki-
færi á 37. mín. er Rúnar skaut
Framhald á bls. 31.
íslandsmeistarar Keflavíkur ásamt þjálfara Óla B. Jónssyni
var sóknarviljinn og þeirra var
hraðinn á knöttinn. Gífurleg
pressa á mark KR á síðustu mín.
hálfleiksins hafði nær fært ÍBK
mark, en Jón Ólafur skaut fram-
hjá úr dauðafæri eftir að Heim-
ir hafði misst af knettinum.
Siðari hálfleikur hófst með
sókn KR og var auðséð að KR-
ingar ætluðu ekki að una við
jafntefli, enda var jafntefli sama
og tap fyrir þá.
Stjórn ÍSÍ endurkjörin
íþrottahreyfingin fagnar
stórstigum framfaramálum
ÍÞRÓTTAÞING ÍSÍ, sem haldiff
er annaff hvert ár, var haldiff
um helgina. Setti Gísli Halldórs-
son forseti ÍSÍ þingið kl. 2 á
laug^rdag og stóðu siðan þing-
fundir til kvölds. Á sunnudag
lauk þingiff störfum og var
stjórn ÍSÍ endurkjörin aff öllu
leyti nema Axel Jónsson, Kópa-
vogi baffst undan endurkjöri og
var Þorvarffur Ámason, Kói>a-
vogi, kjörinn í aðalstjóm, en
hann sat siffasta kjörtímabil sem
1. varamaffur stjómar ÍSÍ.
í langri og ítarlegri setningar-
ræðu vék Gísli Halldórsson að
þeim störfum sem mest hefur
verið sinnt og sagði að starf ÍSÍ
hefði vaxið mjög og aukizt.
íþróttaiðkanir landsmanna hefðu
og aukizt og starf ýmissa félaga
innan ÍSÍ vaxið og batnað ekki
sízt hvað skýrslugerðum við-
vék. Þá ræddi hann um hin nýju
húsakynni sem ÍSÍ hefur eignast
ásamt ÍBR í Laugardal og þeim
miklu framtíðarvonum sem
íþróttahreyfingin bindi við
þessa miðstöð íþróttanna.
Gísli vék að framtíðarverkefn-
um sambandsins og sagði að
íþróttahreyfingin yrði að leggja
megináherzlu á aukna íþrótta-
iðkun landsmanna og búa sig
undir að mæta stórauknum
fjölda unglinga er- vildi njóta
íþróttanna. Hann þakkaði ríkis-
stjórn og fjáéveitingavaldi vel-
Stjóm ÍSÍ. Fremri röff: Guðjón Einarssson, Gisli Halldórsson,
Guuul. Briem. Aftari: Sveinn Bj ömsson, Þorv. Árnason.
vilja og stuðning og skoraði á
alla að duga í störfum framtíðar-
innar að málefnum ÍSI. Þar
væru félögin undirstaða starfs-
ins og starf einstaklinga í fé-
lögunum mikilsverðast. Nauð-
syn væri stór aukinna bygginga-
framkvæmda á vegum íþrótta-
hreyfingarinnar og kvað Gísli
stjórn ÍSÍ binda miklar vonir
við niðurstöður nefndar þeirrar
er skipuð var til að kanna þörf
á íþróttabyggingum o.fl.
Yfir 60 fulltrúar sátu þetta
þing ÍSÍ. Samþykkti þingið um
20 tillögur um ýmis mál eftir að
nefndir höfðu um þær fjallað
og verður þeirra getið síðar.
Þingfulltrúar sátu kvöldverðar-
boð ÍBR á laugardagskvöld,
hádegisverðarboð . iþróttaráðs
Reykjavíkur á sunnudag og þing-
slit fóru fram í kvöldverðarboði
ÍSÍ. Á sunnudag fóru gestir í
skoðunarferð í Laugardal og
skoðuðú hina nýju skrifstofu-
miðstöð íþróttasamtakanna.
Þingstörf gengu mjög vel báða
dagana, enda var undirbúningur
þingsins ínjög til fyrirmyndar
af hálfu framkvæmdastjóra ÍSÍ
og stjórnarmanna
Forsetar þingsins voru Baldur
Möller og Guðjón Ingimundar-
son Sauðárkróki. Ýmsir gestir
sátu þingið m.a. form. UMSÍ,
Eiríkur Eiríksson og form.
Æskulýðssambands íslands.
I þingslitaræðu lýsti Gísli
Halldórsson ánægju sinni með
störf þingsins. Kvað hann sér
það Ijóst vera að framkvæmda-
stjórnin gæti á næstu tveim ár-
um ekki komið í framkvæmd
öllum þeim tillögum er nú hefðu
verið samþykktar, en hann
kvaðst vona að í rétta átt mundi
miða og málunum þoka í fram-
faraátt. _
Á 6. mín. komst Sveinn Jóns-
son í hættulegt tækifæri, en
Kjartan varði með úthlaupi á
réttu augnabliki.
Gunnar Felixson varð fyrir
meiðslum á 10. mín. og haltraði
eftir það á kantinum. Ef til viil
réðu þessi meiðsli úrslitum í
leiknum.
Á 12. mín áttust þeir við á
vallarmiðju, Ellert Schram og
Sigurður Albertsson. Lauk þeim
viðskiptum þannig, að Sigurður
hlaut knöttinn, en Ellert stóð
kyrr og horfði á dómarann. Sig
Urður lék upp með knöttinn, gaf
út á vinstri kant til Karls
Hermannssonar. Karl lék á
varnarmann KR og gaf síðan
inn á vítateiginn, en þar kom
Rúnar Júlíusson brunandi eins
og skeiðhestur með makkann
flagsandi og afgreiddi knöttinn
í netið.
Sigurinn blasti við Keflavík,
en KR-ingar höfðu ekki sungið
sitt síðasta vers. Það var eins
og liðið tviefldist við markið,
hinn gamli KR-andi sveif yfir
Njarðvíkunum. Hreiðar, Hörður
og Bjarni gengu berserksgang
og sendu hverja spyrnuna á fæt-
ur annari inn á vítateig Kefl-
víkinga. Hörður Markan skaut
aftur fyrir sig og knötturinn
skreið yfir þverslána, Ellert
skaut hörkuskoti í hliðarnetið
Og enn á Ellert fastan skalla,
en knötturinn straukst utanvið
stöngina.
Sókn KR var stór í sniðum, en
Þróttur féll
í 2. deild
EFTIR hetjulega baráttu 1 tveim
síðustu reglulegu leikjum sínum
í mótinu, urðu Þróttarar að
kveðja 1. deild eftir stórfellt tap
gegn Fram 4:1 á laugardaginn.
Þróttur hafði tekið 1 stig af
af KR og sigrað Fram og með
þeim afrekum náð Fram að stig
um svo aukaleikur varð að fara
fram.
En þá .var úthald Þróttar-
manna búið. Þeir náðu aldrei að
ógna Fram — og Fram náði al-
gerum yfirburðum. Fram vann
því verðskuldað þennan leik og
sætið í 1. deild að ári.
Mörk Fram komu 3 í fyrri hálf
leik og stóð 3:0 í hléi. í síðari
hálfleik skoruðu liðin sitt markið
hvort. Mörk Fram skoruðu Helgi
Númason tvö, Ásgeir Sigurðsson
og Guðjón Jónsson. Mark Þrótt
ar koraði Jens Karlsson.
Boldur Möller
sæmdur heiðurs-
merki í S í
VE) þingslit ÍSÍ á- sunnudags-
kvöld sæmdi Gísli Halldórsson
forseti ÍSÍ, Baldur Möller for-
mann ÍBR heiðursmerki ISÍ.
Sagði Gísli að framkvæmda-
stjórn ÍSÍ sæmdi Baldur þessu
heiðursmerki, hinu fyrsta af
nýrri gerð heiðursmerkis ÍSÍ,
fyrir áratuga störf í þágu íþrótt-
arnia, fyrr á leikvanigi og síðair
sem forystumaðuT félags og
bandalags um langt áraibi'l. Var
þessari heiðursmerkisveitin.gu
vel fagnað af þingfulltrúum á
íþróttaþingi ÍSÍ.
Konan hljóp með 5
þús. kr inn á völl
UM LEBÐ og leik Keflvíkinga
og KR lauk á siumudaginn
hlupu margir inn á leikvang-
inn aff fagna fslandsmeistur-
um Keflavíkur. Meffal þeirra
var kona ein, sem leitaffi uppi
Hafstein Guðmundsson for-
mann íþróttabandalags Kefla-
vikur. Afhenti konan honum
bréf og er Hafsteinn gáffi aff
innihaldinu var þar ávís-
un, sem hljóffaffi upp á 5 þús.
kr. og meff fylgdi bréf frá
Gunnlaugi Karlssyni skipstj.
á Von, sem enn er viff síld-
veiðar fyrir austan og konu
hans Guffmundu Sumarliffa-
dóttur, sem afhenti bréfið.
1 bréfinu stóff að þetta væri
Iítill þakklætisvottur til Kefla
víkurliffsins, sem meff afrek-
um sínum í sumar hefði orðið
byggffarlagi sínu til svo mik
ils sóma.
Hafsteinn sagði í vifftali viff
Mbl. í gær að þessi gjöf væri
gefin af hreinu áhugafólki um
knattspyrnu, ekki ættu hjónin
drengi í liffinu effa skyld-
menni en hefðu fyllzt áhuga
og þakklæti fyrir dugnaff pilt