Morgunblaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 22. sept. 1964 Fréttamaöur Mbl á æfingum með NATO-flota „Vigilante“-flugvélar, sem fljúga hraðar en hljóðið, á flugi yfir Atlantshafi. Efst til hægri: H.M.S. Rhyl að störfum sínum, sem kaf- bátaspillir. Miðja til vinstri: TJH2A „Sea Sprite“ hefur sig á loft af þil- fari USS Independence. Miðja: Vice Admiral Kleber „óvinakafbátum". Eru vélarn- ar búnar öflugum radartaekj- um til að finna kafbáta á yfir- borðinu, en þyrlurnar hafa sérstök hlustunardufl, sem lögð eru í sjóinn til að hlusta eftir kafbátum neðansjávar. Ekki virtist hvíla mikil leynd yfir aðgerðum um borð, því fréttamenn voru frjálsir ferða sinna um skipið og fengu leið- sögn hvert sem þeir vildu. Og þarna var margt að sjá, en margt af þvi ekki fyrir leik- menn um að dæma. Við Islendingarnir héldum að mestu hópinn þennan fyrsta dag og skoðuðum skip- ið hátt og lágt. Og hátt er það eða alls 14 þiljur. Uppi á efstu hæð er stjórnpallur og fyrir neðan er aðmirállin til húsa með sína aðstoðarmenn. Enn neðar kemur svo radarklefinn og stór salur þar sem fylgzt er með öllum skipaferðurn í nánd. við flotadeildina, bæði ofan og neðansjávar. í radark'lefanum fylgdumst við með því á sjónvarpstækj- um þegar flugvélarnar voru að koma inn til lendingar. Sýna vélarnar hvort flugvélar nar koma inn í réttri stefnu og hæð, og flugmönnum jafn- óðum tilkynnt niðurstaðan. Einnig er fylgzt með vélunum í ratsjám. í salnum þar sem fylgzt er með skipaferðum eru margs- konar tæki, sem notuð eru til að safna upplýsingum, bæði hlustunartæki og radar. Þar eru stöðugt merktar inn á kort ferðir skipa í nágrenninu og eins um hvers konar skip er að ræða. Allar upplýsingar eru strax sendar til stöðva admirálsins, sem stjórnar öll- um ferðum skipanna í flota- deildinni. Við fylgdumst einnig með flugtökum og lendingum ofan Um borð í USS Independ- ence, sunnudag, 20. sept. FLOTAÆFINGAR Atlants hafsbandalagsins, nefndar Operation Team Work, hóf ust fyrir suð-austan ísland í morgun. Raunar hófst hluti æfinganna fyrr, eða þegar bandarískar flota- deildir lögðu af stað að vestan fyrir nokkrum dög- um. En í morgun hittust þær þrjár flotadeildir, sem taka þátt í æfingunum, hérna suður af íslandi. Æfingar þessar verða fyrst á hafinu miM íslands og Nor- egs, en seinna á Biskayaflóa. Einnig taka þátt í æfingunum allmörg fiutnirngaskip, sem sigla í skipalest frá höfnum við Ermasund til að kanna varnir herskipanna gegn kaf- bátum. Er þetta í fyrsta skipti frá lokum síðari heimsstyrjald arinnar að flutningarnir yfir Atlantshafið eru liður í æfing mn NATO-flotans. Má það í rauninni furðu sæta því reynsl a-n frá fyrri styrjöldum hefur sýnt hve siglingar þessar eru nauðsynlegar. í heild má segja að þetta séu einhverjar mestu flota- æfingar á sínu sviði. Að þessu sinni hefur f jórum íslenzkum blaðamönnum verið boðið að fylgjast með æfingun um, ásamt um 40 erlendum fréttamönnum. Lagði allur fréttamannahópurinn af stað frá Keflavíkurflugvelli með þyrlum á laugardagsmorgun. Skammt suð-vestur af Reykja nesi var ein flotadeildanna, flugvélamóðurskipið Wasp, og nokkrir tundurspillar og frei- gát-ur. Lent var um borð í Wasp, og þar voru allir frétta mennirnir fyrsta sólarhring- inn. Allan laugardaginn var siglt í suður og austur eftir króka- leiðum, og stöðugt voru flug- vélar og þyrlur á sveimi um- hverfis skipin og yfir hafinu í næsta nágrenni. Elugvélamóðurskipið Wasp er um 40 þúsund tonn með um 2.500 manna áhöfn. Þeir, sem ekki hafa áður komið um borð í þessi risa-skip eiga erf- itt með að átta sig á öllum þeim göngum og stigum er um skipið liggja og allir virðast eins. Það var því ekki vanþörf á því að útvega öllum leiðsögu menn, að minnsta kosti í fyrstu. Árásarfloti NATO á Atlants hafi. Efst til vinstri: TJSS NEW- PORT NEWS, flaggskip árás- arflota NATO. Stjórnað af Captain Robert D. Quinn. — Flaggskipið, sem er 717 fet á lengd er stærsta beitiskip í heimi. Efst í miðið: Fjórar A5A Fljótlega eftir komuna um borð hafði yfirmaður þessarar flotadeildar, William M. Mc- Cormick aðmiráll, fund með fréttamönnum og skýrði fyrir þeim verkefni það, sem hon- um var falið í æfingunum. En deildin nefnist Anti-Submar- ine Force, og er ætlað að finna og granda óvinakafbátum. Eru alls 15 herskip í þessari flota- deild auk flugvélanna frá Wasp. Flotadeild McCormicks er svo deild í sameiginlegum „Arásarflota" sem kom saman í morgun. Á laugardag var fýlgst með því þegar flugvélar frá Wasp voru sendar út til að leita að S. Masterson, yfirmaður árás- arflota NATO á Atlantshafi og annars flota Bandaríkjanna. Miðja til hægri: F4B „Phan- tom 11“ flugvél, sem er hrað- fleygasta orustuflugvél sjó- hers, stendur á þilíari USS Independence. Neðst til vinstri: USS Inde- af fimmtu hæð brúarinnar og þótt mikið til um leikni flug mannanna. Aðallega eru not- aðar á Wasp tveggja hreyfla skrúfuvélar búnar radartækj- um, og bjóst ég við að þær þyrftu allan „flugvöllinn" til flugtaks. En þar sem vélarnar eru mjög þungar, er þeim skot ið á loft með „catapult“ svo- nefndu. Nota þær aðeins 45 metra „flugbraut" og eru komnar á 100 mílna hraða á brautarenda. En sennilega þarf langan tíma til að venjast þessari öru hraðaaukningu. Síðdegis á laugardag var enn haldinn blaðamannafund- ur og spurðu fréttamenn þá yfirmenn skipsins spjörunum úr. Flotadeildin hafði nokkru áður lagt af stað frá Bandaríkjunum, og þurfti fyrst að sigla um svæði þar sem fyrir voru „óvinakafbát- ar“. En allt gekk vel. I ljós kom að fleiri höfðu áhuga á æfingunum en þátttakendur, því rússnesk fiskiskip voru mörg á þessum slóðum, og sennilega einnig rússneskir kafbátar. Hafa rússnesk skip skotið upp kollinum í nánd við flotadeildina alltaf öðru hvoru, og aldrei verið langt undan. Eftir að dimma tók var lítið fyrir okkur gestina að sjá og notuðum við tækifærið til að sjá tvær ágætar kvikmyndir um kvöldið. Fyrir okkur, sem vinnum við morgunblöðin, var fóta- ferðatiminn í morgun óeðli- legur, því morgunverður er snæddur frá kl. 6—7.30. Að morgunverði loknum var svo enn einn blaðamannafundur- inn, en að þessu sinni vair mættur á fundinum Kleber S. Masterson, aðmiráll, yfirmað- ur „ArásarflotSLns“ og stjóm- andi annars flota Bandaríkj- pendence orustuflugvélamóð- urskip, sem stjórnað er af Rear Admiral R. L. Townsend. Neðst í miðið: RF«A könn- unarflugvél frá USS Independ ence í myndatökuleiðangri. Neðst til hægri: USS Wasp, sem stjórnað er af Rear Ad- miral W. M. McCormick. anna. Ræddu fréttamenn við Masterson aðmírál í rúma klukkustund um tilgang æf- inganna, hvaða þjóðir taka þátt í þeim, og um ferðir rúss neskra skipa. Það vildi svo til meðan fundurinn stóð yfir að rússneskur togari, sem svipaði mjög til vestiír-þýzku hafrann sóknaskipanna, sigldi sam- hliða Wasp í um tveggja rnílna fjarlægð. Masterson aðmiráll hafði komið með þyrlu frá beitiskip- inu Newport News, en það er flaggskip hans og hin merk- asta fleyta. Að þvi er bezt er vitað er þetta stærsta beiti- skipið, sem til er, og er sérstak lega tekið fram hve byssur þess eru hraðskeyttar. Eftir fundinn með Master son skildu leiðir okkar íslend inganna. Tveir urðu eftir um borð í Wasp, þeir Benedi'kt Gröndal og Björgvin Guð- mundsson. Við Tómas Karls- son stigum hinsvegar um borð í þyrlu, sem flutti okkur um borð í flugvélamóðurskipið Independence. Ef unnt var að villast í krókaleiðum, göngum og stig- um um borð í Wasp, er það ekki sáður hér í Independence. Ekki hefur reynzt unnt að fá nákvæmlega uppgefið hve stórt skipið er, sumir segja 60 þúsund tonn, aðrir allt upp í 77 þúsund tonn. Þetta skip er flaggskip Roberts Lee Towns- ends, aðmíráls, og forustu- skip í „árásardeildinni". Um borð í Wasp voru aðallega leitarflugvélar og þyrlur. Hér eru aðallega * þotur, bæði or- ustuþotur og sprengjuþotur. Deginum í dag er aðallega varið tii að birgja skipin upp af visturn. Koma tankskip og flutningaskip upp að herskip- unum og vistirnar sendar um Framh. á bls 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.