Morgunblaðið - 15.10.1964, Síða 3

Morgunblaðið - 15.10.1964, Síða 3
í'lmrritudagur 1'5. okt. 1964 toORGÚNBLAÐÍÐ 3 SKÓLANEMAR í þremur skólum borgarinnar vökn- uðu heldur en ekki til lífs- ins á þriðjudaginn, þegar þeim var allt í einu til- kynnt að yfirgefa kennslu- stofurnar — og forða sér út. Hvað var á seyði? — Þeim, sem litu út um glugg ana brá skiljanlega í brún, því að fyrir utan höfðu brunaverðir tekið sér stöðu við slökkvibifreiðir sínar og voru allvígalegir. Allflesta grunaði þó, að hér væri aðeins um brunaæfingu að ræða, enda kom það á dag- inn. Þennan dag vísiteruðu brunaverðir þrjá skóla: Gagn- fræðaskólann við Lindar- n ... — elnum ungum mannl varð það á að setja sírenuna í gang og kættist þá mjög allur skarinn ..." Vart hefur í annan tíma ríkt eins mikil kátína meðal unga fólksins í Öldugötuskóla og þegar brunaverðir komu þar í heimsókn. Börnin á efri hæðinni fengu að renna sér eftir rennbrautinni niður á jörð, en þau, sem á neðri hæð- inni voru, hlupu út. Þetta fannst þeim hið mesta órétt- læti og kröfðust þess að fá „salibunu“ eins og hin. í kjöl- far barnanna sigldi svo skóla- stjórinn sjálfur — og ekki minnkaði hrifningin þá! Við ræddum stundarkorn við Gunnar Sigurðsson, vara- slökkviliðsstjóra, og spurðum fyrst, hvernig nemendur hefðu kunnað öllu umstang- inu. „Strákarnir voru aldeilis hrifnir yfir að fá þennan óvænt gest í heimsókn og skoðuðu banu í krók og kring . . . “ götu, Miðbæjarskóla og öldu- götuskóla. Að því er Gunnar Sigurðsson, varaslökkviliðs- stjóri, tjáði Mbl., fara slíkar æfingar fram tvisvar á vetri — á haustin og eftir áramót, en þó aðeins í þeim skólum, sem sérstök ástæða þykir til, timburhúsum. Krakkarnir í Miðbæjar- barnaskólanum hugsuðu sig ekki tvisvar um, þegar aðvör- unarbjallan glumdi. Þau þustu út, glöð í bragði, að því er bezt varð séð, og hlúpu síðan til móts við hinn fornfálega stigabíl slökkviliðsins, sem bar að rétt í þessu, en það farartæki er hinn ævintýra- legasti gripur í augum ung- viðsins. Strákarnir voru al- deilis hrifnir yfir að fá þenn- an óvænta gest í heimsókn og skoðuðu hann í krók og kring — einum ungum manni varð það á að setja sírenuna í gang og kættist þá mjög allur skar- inn. Brunaverðirnir voru að sama skapi óhressir yfir vin- sældum stigabílsins, en virt- ust þó hafa gaman að, engu síður en ungviðið. Tæming úr skólanum gekk eins og í sögu og eftir rúma mínútu voru allir komnir út. ★ ★ í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu var tæmingarat- höfnin talsvert stórbrotnari. Þar mátti sjá unga menn dingla í köðlum utan á hús- veggnum. Var það alldrama- tísk sjón og ekki laust við að hún vekti ugg meðal sumra. Stúlkurnar sönnuðu, að þær eru engir eftirbátar piltanna í slíkum ævintýrum, því að allt í einu birtist snaggaraleg stúlka í einum kvistgluggan- um og renndi sér fimlega nið- ur eftir kaðlinum. Reyndar varð henni laus annar skórinn á leiðinni, en sá atburður skyggði síður en svo á aðdáun viðstaddra, sem fannst mikið til um áræðið. Mikla kátínu vakti, er pilt- ur einn snaraði sér niður eft- ir kaðlinum í stórbrotinni mótvinkilhangandiarmbey g j u (eins og það heitir víst á máli leikfimikennara) og sem hann kemur að gluggan- um á niðurleiðinni birtist þar eitt forvitið andlit á þeim ó- heppilegasta tíma sem hugs- ast getur, því að engum tog- um skiptir, að andlit þetta verður milli glugga og karms, er sigmaðurinn spyrnir* þar við fæti. Þótti „harmleikur“ þessi hinn spaugilegasti. Némendur biðu þess með" ó- þreyju að sjá einhvern læri- feðra sinna leika listir sínar á kaðlinum, en því var ekki að heilsa. Þeir gengu einfaldlega sem leið lá út um aðaldyrnar! „ , , , allt í einu birtist snagg- araleg stúlka í einum kvistin- um og renndi sér fimlega nið- ur eftir kaðlinum“. Hann sagði: — Þetta hefur' gengið af- bragðs vel, sérstaklega hjá yngstu börnunum, reyndar hjá unglingunum líka, en þó ber nokkuð á því, að þeir vilji hafa í frammi sprell. — Fá nemendur að vita, að þið séuð væntanlegir í skól- ana til brunaæfinga? — Nei, við boðum ekki komu okkar. Við höfum að sjálfsögðu samráð við skóla- stjórana, áður en við komum, en nemendur eru ekki látnir vita — og kennarar ekki held- ur. — Er aðstaða til „björgunar starfsins" ekki misjöfn í skól- unum? — Jú, því er ekki að neita. x í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu er t.d. ákaflega erfitt að komast að einni kennslustofunni, og verður Nú reynir á leikfimikunnátt- una! þaðaú ekki niður komizt nema eftir kaðli. Þannig hagar til, að í þessari kennslustofu er stúlknabekkur, svo að heldur vandaðist málið, þegar ráðast skyldi til niðurgöngu. Að þessu sinni fengum við nokkra pilta til að fara niður eftir kaðlinum, en í fyrra var stúlkunum tilkynnt um komu okkar, svo að þær gátu mætt til leiks í viðeigandi fatnaði. Að lokum sagði Gunnar Sig urðsson. ■ — Tilgangurinn með þess- um æfingum er auðvitað sá, að kennarar og nemendur verði ekki óviðbúnir, ef eld skyldi bera að höndum. Fari svo, fellur það í hlut kenn- aranna að brýna fyrir nemend um að fara án tafar beinustu leið að útgöngustaðnum, ekki hika eða eyða tíma í að setja bækur í töskurnar. Með þess- um æfingum er stefnt að því að allir viti, hvað gera skal ef eldsvoða ber að höndum. a.ind. Brunaæfing í skólum sTaksteiwar Krafáað 1 takkann Tvíburablöðin „Þjóðviljinn“ og Tíminn mæla oftast einum rómi í forustugreinum. Þessi tvísöng- ur er nú orðið varla í frásögur færandi. Þessi blöð fjalla í gær, einu sinni sem oftar um sama málið í forustugreinum, um úr- slit kosninganna í Iðju um síð- ustu helgi og stórsigur lista lýð- ræðissinna, sem studdur var af stuðningsmönnum stjómarflokk anna í félaginu. Nú bregður hinsvegar svo við, að blöðin draga ólíkar ályktanir af sömu forsendum. Kosningar í verklýðsfélögum eiga vitaskuld fyrst og fremst að snúast um málefni félaganna, en Framsóknarmenn og komm- únistar hafa nú enn sem fyrr reynt að gera þessar kosningar pólitískar í tilraunum til* þess að klekkja á ríkisstjórninni. „Þjóðviljinn" segir það vera launungamál, að frambjóðendur lýðræðissinna hafi verið stuðn- ingsmenn rikisstjórnarinnar. Kommúnistamálgagnið segir það svo ekki stuðning við rikis- stjómina, þegar stuðningsmenn hennar vinna sigra í kosningum í verkalýðsfélögum. f þeim fé- lögum sé fólk svo vitgrannt, að það viti ekki um hvað kosning- arnar snúast. Þegar hinsvegar kommúnistar og Framsóknar- menn verða ofan á, þá er það vitaskuld ekki annað en van- traust á rikisstjórnin, að sögn Þjóðviljans. Hugsanagangur kommúnista Slík röksemdarfærzla er ósfcílj anleg í augum venjulegs fólks, en er þó skiljanleg, ef það er haft í huga. að það eru sann- trúaðir kommúnistar, sem halda á pennanum. Það verður nefni- lega að skyggnast ofan í trúfræði og sálarlíf kommúnistans til þess að botna í slikri speki. Hér verður að hafa það í huga, að kommúnistar styðja „frjálsar kosningar“, en aðeins þeirra listi á að vera í kjöri, að kommún- istar styðja „frjálsa hugsun“, en þvi aðeins er hugsun „frjáís eftir þeirra trúfræði, að komizt sé að einni ákveðinni niður- stöðu, skoðun þeirra, annar kost ur er að þegja og telst það einnig „frjáls hugsun“, þriðji kostur- inn er ekki fyrir hendi. Tíminn sýnir hæfni sína f forustugrein Timans er einnig fjallað um Iðjukosning- arnar. Þar er því ekki neitað, að úrslitin hafi verið mikill sigur fyrir stjórnarflokkana, enda hafði blaðið haldið því fram fyrir kosninguna, að þar væri raunverulega um prófkjör að ræða um vinsældir ríkisstjórn- arinnar meðal launþega. Tíminn kvartar hinsvegar sáran yfir öflugu starfi Sjálfstæðismanna hér í Reykjavík og grípur síðan til þekkts vopnaburðar, sem löng æfing hefur kennt þeim að hafa á valdi sinu, talnagaldra. Reynt er í lok greinarinnar að gera lítið úr sigri lýðræðissinna í Iðju með því að miða atkvæða tölur nú við tölur úr kosningum 1962. Hversvegna er ekki miðað við tölur frá 1963? llm þessar forustugreinar stjórnarblaðanna má með sönnu segja, að hver hefur eitthvað til síns ágætis. Þessi sýning blað- anna á vopnaburði sinum er at- hyglisverð og fróðleg og má öll- um vera til stuðnings til þess að skilja og fylgjast með röksemda færzlum „Þjóðviljans“ og Tím- ans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.