Morgunblaðið - 15.10.1964, Side 10

Morgunblaðið - 15.10.1964, Side 10
10 MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. okt. 1964 i Hvað segja þeir í fréttum? m IDNSKÚUNN SEXTUG6R ■ 30 pr. unglinga rdðast til iðnndms — Aukin verkkennsla í skdlanum nauðsynleg IÐNSKÓLINN í Reykjavík er sextugur um þessar mund- ir. Sneri Morgunblaðið sér því til Þórs Sandholts, skóla- stjóra Iðnskólans, og spurðist frétta. — Iðnskólinn varð 60 ára 1. október, en þess verður minnzt við skólasetninguna á þriðjudag. Iðnskólinn var elnkaskóli fyrstu 50 árin, stofnaður að frumkvæði Iðn- aðarmannafélags Reykjavík- ur. Fyrsti skólastjórinn var Jón Þorláksson, síðar ráð- herra, en hann gegndi því starfi til ársins 1911. Við tók þá Ásgeir Torfason, síðan Þór arinn B. Þorláksson, og loks Helgi H. Eiríksson, sem ég tók við af 1954, árið áður en skólihn var gerður að ríkis- skóla. Með þeim lögum var einnig kveðið svo á að Iðn- skólinn skyldi vera dagskóli en ekki kvöldskóli. — Hve margir nemendur voru fyrsta starfsár Iðnskól- ans? — Þeir voru 82 í 12 iðn- greinum, sem allar eru enn tíðkaðar í skólanum, nema söðlasmíði. Nú í haust eru á 11. hundrað nemendur inn- ritaðir í skólann. Löggiltar iðngreinar á íslandi eru 61 talsins og eru nemendur í flestöllum þeirra í Iðnskólan- um. Iðnnemar með löggiltan námssamning voru 2061 um síðustu áramót, þar af 1229 í Reykjavík, 910 þeirra stund- uðu nám við Iðnskólann í Reykjavík. Þó var heildar- nemendatala skólans 1609, þegar talin er með undirbún- ingsdeild og framhaldsdeild, sem er eins konar vísir að meistaraskóla. í 1. bekk Iðn- skólans setjast nú í haust um 30% allra þeirra ,sem luku unglingaprófi 1963 í Reykja- vík. — Iðnfræðslunefnd, sem starfað hefur frá 1961 er ný- búin að skila áliti til mennta- málaráðherra. Meðal þess, sem þar er lagt til, er að auka mjög verkkennslu í iðnskól- um. Allir, sem hafá iðnrekst- ur hafa og mikinn áhuga á því, að slíkt komist á sem beztan rekspöl hið bráðasta. Við höfum dálitla verk- kennslu í nokkrum iðngrein- um hér í skólanum, en hún tók ekki að komast á fyrr en við fluttum inn í þetta hús hálfklárað árið 1956. Þróun- in verður að verða sú, að sem fyrst verði farið að kenna all- ar iðngreinar verklega í skól- um að verulegu leyti. í nýju álmunni, sem verið er að byggja við skólann og er helzta áhugamál mitt um þessar mundir, enda hef ég teiknað það sjálfur, verður hægt að starfrækja verk- kennslu í málmiðnaði og bif- vélavirkjun og rýmka um þá verkkennslu, sem nú fer fram við þröngan kost hér í kjall- aranum hjá okkur. — Af öðru því, sem Iðn- fræðslunefnd hefur lagt til í áliti sínu, má nefna það, að sett verið á stofn einhvers konar yfirstjórn iðnfræðslu- mála. Iðnskólasambandið er nú aðalsamræmingarafl fræðslunnar og stendur að út- gáfu námsskrár til að styðj- ast við í iðnskólunum, sem eru 21 talsins á öllu landinu, en skráin er ekki bindandi heldur aðeins til hægðar- auka. — Hvað er að segja um verkkennslu i minni skólun- um? — Hún er vitaskuld mjög erfið, vegna þess hve þeir eru fámennir og tækin dýr. Ég er þeirrar skoðunar, að fækka þurfi skólunum mjög, en reyna heldur að hafa heima- vist, þar sem þeir eru. Fyrir- hugað var að hafa heimavist hér uppi á loftinu, en þar er nú verkkennsla fyrir nemend- ur í málaraiðn og bráðlega tekur þar einnig til starfa bakarí. Um skeið hefur Barna músíkskólinn og haft þar að- setur. Iðnnemasambandið og iðnaðarmannafélögin hafa sýnt mikinn óhuga á aukinni verkkennslu í skólunum, en auðvitað eru ýmis byggðarlög ófús að leggja niður skóla sína. — Hverjar eru helztu breyt ingar, sem þú vilt gera á Iðn- skólanum auk verkkennsl- unnar? — Ég vil endilega laga fræðslu Iðnskólans meira eft- ir öðrum skólum á líku stigi. Þá er æskilegt, að lokapróf Þór Sandholt úr skólanum nægði til inn- töku í tæknifræðiskóla, en þá þarf auðvitað að auka fræðsl- una og miða hana að því á annan hátt. Helztu vankant- arnir eru lítil kennsla í efna- og eðlisfræði og allt of naum stærðfræðikennsla. í framtíð- inni vildi ég helzt, að hægt væri að koma á fót við Iðn- skólann tæknifræðideild fyrir byggingarmenn. — Hvað er mest aðkallandi fyrir starfsemi Iðnskólans í dag? — Það er mest aðkallandi að koma skólanum í fullan gang í haust með hærri nem- endatölu en nokkurri sinni fyrr og á annað hundrað kenn urum, það er aðkallandi að auka meistaraskólann. Það er aðkallandi að taka upp verk- kennslu í þeim iðngreinum, sem þess óska, og auka þá verkkennslu, sem fyrir er með stuðningi hlutaðeigandi aðila. Til þess að þetta megi verða, er aðkallandi að ljúka bygg- ingu nýju álmunnar og hefja miklu meiri byggingarfram- kvæmdir. ÞRONGT ordid á þingi íslendingar fóru fyrstir að taka þingstörfin upp d segulbönd 1 GÆR kom Alþingi Islend- inga saman í fyrsta sinn á þessum starfsvetri. Morgun- blaðið kom því að máli við Friðjón Sigurðsson, skrifstofu stjóra Alþingis, og spurðist fyrir um starfsemi og tilhög- un þingsins. — Alþingi hefur 7 fasta starfsmenn auk mín. Höfum við unnið að ýmsum verkefn- um í sumar, því að margt er að sýsla, þótt þing sitji ekki. Föstu starfsmennirnir eru 3 fulltrúar, 1 vélritunarstúlka, húsvörður og 2 aðstoðarmenn við skjalasafn og húsvörzlu. Ég hef í sumar unnið að bók- haldi og samningu efnisyfir- lits í sambandi við útgáfu Al- þingistíðinda, einn fulltrú- anna undirbýr handrit af ræð um í prentun og afgreiðslu ýmis konar þingskjala og upp lýsinga um lög verður að hald ast yfir sumartímann, engu síður en á veturna. — Er ekki tekið að þrengj- ast um þingmenn í Alþingis- húsinu? — Jú, vegna talsverðrar fjölgunar þingmanna eru að- stæður orðnar nokkur erfiðar. Árið 1881, er húsið var tekið í notkun, voru þingmenn 36. Þeir eru nú 60 og því augljóst að þröngt er um starfsemina. Fyrst og fremst eru salirnir of litlir. Þá eru nefndarher- bergi of fá. Þau eru aðeins 4, en nefndirnar 21, 8 í hvorri deild og 5 í sameinuðu þingi. Auk þess skortir vinnuher- bergi og viðtalsherbergi fyr- ir þingmenn og loks betri að- stöðu fyrir þá, sem fylgjast vilja með þingfundum. Síðan 1961 hefur verið starfandi milliþinganefnd til að athuga framtíðarstaðsetningu þing- húss, en hún hefur ekki enn skilað áliti. Þá er einnig í at- hugun, hvort finna megi nokkrar úrbætur með bráða- birgðalausn, þar sem varla er von til þess, þótt nefndin skili af sér, að framkvæmdum við byggingu ný þinghúss ljúki á skömmum tíma. — Hvernig eru þingræðurn ar skrásettar? — Allar ræður hafa verið lagafrumvörp og D þau mál, sem ekki hafa náð fram að ganga. Þessum fjórum hlutum dreifum við til ýmissa prent- smiðja til setningar. Sökum þess, hve B hlutinn er miklu lengri en hinir, stendur ævin- lega á setningu hans, enda er B hlutinn frá 1959, sem var óvenju langt þing, ekki ennþá tilbúinn. Hins vegar vonumst við til þess að árgangarnir 1959 og 1960 verði komnir út fyrir næstu áramót, 1961 og 1962 á næsta ári og svo á að reyna að hafa undan eftir það með því að skipta B hlut- anum í tvennt. — Hve margir eru starfs- menn Alþingis um vetrartím- ann? — Meðan þing situr bætast um 50 starfsmenn við þá, sem fyrir eru. Fólk, sem starfar við upptöku, afritun, skjala- vörzlu, í lestrarsal, við síma, fatagæzlu og loks þingverðir og þingsveinar. Starfsmönn- um hefur lítið fjölgað, þótt þingmannatalan hafi hækkað. Okkar vinna breytist mjög mikið, er þing kemur saman. Fyrst og fremst er að sjá um prentun þingskjala og undir- búning funda. Þá verður að færa ýmsar ýmsar bækur í sambandi við sjálft þinghald- ið, svo sem gerðabækur, skjalaskrár og málaskrár. — Mikilsverðast fyrir skrif- stofustjóra Alþingis, sagði Friðjón að lokum, er að hafa góða samvinnu við forsetana, því hið raunverulega starf hans er að vera þeim til ráðu- neytis og til framkvæmdar þeim samþykktum, sem þeir gera. Ennfremur skiptir miklu máli að hafa góða samvinnu við alla aðra starfsmenn Al- þingis svo að störfin geti geng ið sem bezt, en verkefni starfsmanna Alþingis er að aðstoða þingmenn eins og í þeirra valdi stendur og eins og þingmenn óska eftir. Friðjón Sigurðsson teknar upp á segulband síð- an árið 1952. Ég veit ekki bet- ur en að við höfum verið fyrstir allra þjóða til að hafa þann hátt á. Þetta tíðkast þó víða nú orðið, t.d. í Finnlandi. Verið var að gera tilraunir með upptöku ræðna frá því 1947 áður en skrifararnir voru lagðir niður. Vélræna upptakan var mjög góð lausn fyrir okkur, því að erfitt var að fá hraðritara eða þjálfa þá til starfa, sökum þess hve stutt þingsetan er. Menn ráða sig ekki til vinnu fyrir svo stuttan tíma. 16 hraðritara þurfti til að skrifa ræðurnar. Svo er vélritað af segulbönd- unum og ræðurnar síðan bún- ar undir prentun. — Hvernig gengur útgáfa Alþingistíðinda? — Alþingistíðindi eru í 4 hlutum, A, B, C og D. — A eru þingskjölin, B eru allar umræður, C eru samþykkt SKRÁ UM ÍSLENZKAR ÞJÓÐSÖGUR OG SKYLD RIT S A M A N H E FT R T E KIÐ STEINDÓ.R STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM Eftir skrá um íslenzkar þjóðsögur hefur fjöldi bóka- manna beðið lengi. Nú er hún komin út í fallegri og hentugri útgáfu. Fæst í bókabúðum. Bókaútgáfau Þjóðsaga. Afgr. Þingholtsstræti 27. Símar 24216 og 17059.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.