Morgunblaðið - 15.10.1964, Side 12

Morgunblaðið - 15.10.1964, Side 12
12 MORCU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 15. okt. 1964 Legsteinn Steinunnar Hallgrímsdóttur VIÐ Hallgrímskirkju á Hvals- nesi heíur nú fyrir fáum dög- um fundizt legsteinn Stein- unnar Hallgrímsdóttur, sem lagður var á leiði litlu telp- unnar fyrir 315 árum og höggvið í steininn nafn henn ar og dánarár — með meitli og höndum Hallgríms Péturs- sonar, sem einnig meitlaði trúarljóð sín í hug og hjarta allra íslendinga. Merkileg saga um stein. Þessi ófágaði heiðarsteinn á sér merkilega sögu, Margir stærri og veglegri minnisvarð ar hafa fallið í gleyonsku og dá og algjörlega móðst út — en sagan um þennan stein geymist í annálum og sögnum fólks og felkur aldrei í gleymsku >ótt hann hverfi af sjónarsviðinu, liggi í veggjum eða gangstéttum og leitar- menn steinsins hafa- vafalaust staðið á honurn, eða við hann, þegar þeir féllust á þá sorg- legu staðreynd, að þetta handa verk Hallgríms Péturssonar og minningin um elskaða litla dóttur hans, væri með öllu glatað — en það sem á að vara og vera til getur ekki glatazt. Kirkjusaga Hvalsnes er löng og verður ekki rakin hér að neinu marki. Fyrst mun kirkja á Hvalsnesi vera byggð um 1300 eða jafnvel fyrr, því fyrstu máldagar Hvalsneskirkju eru frá 1370, og þá á kirkjan margt góðra gripa og búnaðar, svo og mikil ítök í reka og bendir það til þess, að kirkjan hafi ekíki verið nýlega tilorðin þá. Kirkja sú sem Hallgrímur Pétursson þjónaði í og kom að árið 1644 fauk og hrundi að mestu í Básendaveðrinu 1799. Eftir það er kirkjulaust á Hvalsnesi um áraibil. — Árið 1821 er svo byggð kirkja aftur og þá fer legsteinn Steinunn- ar í stétt eða kirkjuveggi, sú kirkja var torfkirkja og stóð sem aðrar inni í kirkjugarði og hefur því þessi handhæga hella þótt góð til bygginga. Þessi kirkja stóð stutt, því timburkirkja er byggð 1864 en hún reyndis ótraust og var því horfið að þvi ráði af Katli óðalsbónda í Kotvogi að byggja veglega steinkirkju, sem vígð er árið 1887. — Þá færist legsteinn Steinunnar ennþá einu sinni og nú útúr kirkjugarðinum, því núver- andi kirkja er sú eina sem utangarðs hefur staðið. í stétt ina fyrir framan vesturgafl kirkjunnar er legsteinn Stein- unnar lagður og hefur nú legið þar á hvolfi í 77 ár og allir seinnitíma leitendur þessa minnisverða legsteins hafa staðið þar hjá á steininum og horft yfir landið, sem þeir töldu að hefði tekið steininn til sín aftur. LEGSTEINNINN FINNST. Tildrög þess að þessi litli legsteinn kemur mönnum aft- ur fyrir sjónir eftir 315 ár, eru þau að Gísli Guðmunds- son kirkjuhaldari á Hvalsnesi, Guðmundur á Bala og fleiri þar syðra vildu hressa uppá fallandi hleðslur og gera steypta stétt heim að kirkju sinni — þá þurfti að rétta og slétta gömlu stéttina, en einn af steinunum í henni stóð uppúr ákveðnu yfirborði kom andi steypu, og velti Guðmund honum við — kom þá letur gerð í ljós, sem vestangolan hafði á undanförnum ártug- um hreinsað svo vel að greini leg var — Guðmundur hnaut við, en fannst stafirnir held- ur of skýrir, og fór því til Gísla og spurðist fyrir um það hvort einhver hefði leikið sér að steinhöggi þar úti, en að sjálfsögðu var ekki svo — heldur var þar kominn leg- steinn Steinunnar Hallgríms- dóttur, sem Haligrímur járn- smiður hjó með eigin höndum fyrir meira en þremur öldum, og lagði á leiði dóttur sinnar um leið og hann orti erfiljóð hennar, er enn ljóma, sem önnur verk þess andans — og erfiðismanns. Nú er legsteinn litlu Stein- unnar fundi-nn og vonandi á hann fyrir sér betri varðveizlu en hingað til — það mætti svo vera að þessi litla heiðahella, sem ekki hefur eyðzt eða glat- azt á þrem öldum — heldur lifað í sögunni, sé okkar heilla- steinn og fari því ekki frá sínu heimkynní heldur verði varðveitt í Hvalsneskirkju, sem næst eiganda sínum og þessi handverk Hallgríms Pét- urssónar megi um alla fram- tíð minna á að þar var sá andans jöfur einu sinni. — Ef Hvalsneskirkja glatar aftur þessum steini, kann og annað að glatast, sem lífi dagsins í dag er mikils virði. — II.SJ. í ævisogu Hallgríms Péturs- sonar eftir Magnús Jónsson, prófessor, birtist erfiljóðið um Steinunni ásamt eftirfarandi ummælum frá höfundi: Síðast en ekki sízt er svo að nefna Ijóðin tvö, sem Hall- grímur orti eftir Steinunni litlu dóttur sína, sennilega um áratug fyrr en hið fyrsta hinna. f þessum ljóðum tek- ur sorgin og tilfinningin Hall- grím þeim tökum, að enn hlýtur hver sá að vikna, er les þau með óspilltu, opnu hjarta. Einkum er fyrra og meira ljóðið stórbrotið. Er ein kennilegt að lesa upphaf kvæð isins. Lesandinn veit ekki, hvert skáldið ætlar með hann. Þar eru almennar útmálanir þess, hve látnir menn eigi góða vist á himnum, þrjú löng er- indi. Hefir hann ek'ki annað að segja við líkbörur dóttur sinnar en þennan líkræðusón? Jú, hann er einmitt að búa henni staðinn, hugleiða, hvílík ur sá staður er, sem ástin háns og eftirlætið er nú flutt til: í þennan flokkinn frórna flutt varstu barn'kind mín. Og svo taka strengir hörp- unnar að titra, rómurinn klökkur, er hann minnist þján inga hennar og þess, hve vel hún bar þær, hve vænt hon- um þótti um hana, hve vel gefin hún var — allt svo lát- laust og háleitt, að fram úr verður ekki farið. Úr upp- hafsstöfum erindanna má lesa, „Steinunn mín litla hvílist nú“. Hann hefur lagt á leið hennar blómvendi, sem ekki hafa visnað þessi 390 ár, sem Steinunn litla hefur hvílt í Hvalsneskirkjugarði. Þessi tvenn eftirmæli má ekki Þarna lá legsteinninn, rétt fyrir framan Hvalsneskirkju. Legsteinn Steinunnar Hallgrímsdóttur. vanta í neitt úrval Hallgríms- ljóða. Erfiljóð sem skáldið kvað eftir unga dóttur sína, Stein- unnL Sælar þær sálir eru, sem hér nú skiljast við, frá holdsins hryggðar veru og heimsins göldum sið, hvílast í himnafrið, þar sem með sætum hljóðum syngur lof Dmttni góðum lofsamlegt engla lið. Tign, æru, sæmd og sóma sálir Guðs barna fá; sem Ijósar stjörnur Ijóma lambsins stólinum hjá, ávallt Guðs auglit sjá, með hvítum skrúða skrýddar, skarti réttlætis prýddar, sorg allri sviptar frá. Englanna hirðin hreina heiðrar Guð nótt sem daig, sálirnar syngja og greina sanctus með fegursta lag í lystugum lífsins hag, holdið sig meðan hvílir, höndin Drottins því sikýlir, sér engan sorgar plag. f þennan flokkinn fróma fiutt varstu barnkind mín! Himneskum hafin sóma hvílist nú sálin þín, Ijómar þar skært og s'kín í faðmi Jesú fríðum, fagnandi öllum tíðum Dýrðin sú aldrei dvín. Nú er þér aftur goldið angrið, sem barstu mest, þegar þitt hrjáðist holdið, hátt þú stundir og grézt. Gefin er gleðin bezt. Hafin úr hryggð og móði, hreinsuð með Jesú blóði, synd engin á þér sézt. Unun var augum mínum ávallt að lita á þig með ungdóms ástum þínum ætíð þú gladdir mig, rétt yndis-elskulig. Auðsveip af hjarta hlýhug í harðri sótt vel lýðug, sem jafnan sýndi sig. Næm, skynsöm, Ijúf í lyndi, lífs meðan varstu hér, eftirlæti og yndi ætíð hafði ég af þér, í minni muntu mér. Því mun ég þig með tárum þreyja af huga sárum, heim til þess héðan fer. Mín gleði er sú eina, andlát þitt hugsa ég á, þú hafðir málið hreina, hér með vit alls að gá, skammt til þess líf leið frá, breiddir út hendur báðar, bauðst þig til Jesú náðar, kvaðst vilja koma þá. Litla stund stóð í hafi, sturlaði fögnuðinn. Hálft fjórða ár alls var ævi, eigi þó fullkomin. Skjótt sá ég skilnað þinn. Gleymir sál þína sætur signaður Drottinn mætur fyrir Jesú-m, soninn sinn. Hvílist nú holdið unga af harmi og sorgum mætt, svipt öllum sóttarþunga, svo er þér nú óhætt. Dóttir mín! böl er bætt. Frjáls við synd, fár og dauða fyrir Jesú blóðið rauða, sefur 1 Drottni sætt. II. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa, hörmunga og rauna frí; við Guð þú mátt nú mæla, mikki fegri en sól. Unun og eilífa sæla er þín hjá lambsins stól. Ég ann þér svoddan sælu, að sjá þitt gleðivín, héðan úr eymdapælu ég kem þar senn til þín. Ó, hvað sætir samfundir seðja þá okkar geð, um eilífar æfistundir að lifa Drottni með. Dóttir! f dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært. Hann, sem þér hug-gun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú. í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. — Bæklingurinn Framhald af bls. 1 vísindastarfsemi. Enda var það eflaust tilgangur bæklingsins — pg útgefenda hans.“ ! „Ég hef hér ekki getað drepið á allar staðhæfingar bæklings- ins“, heldur Engberg áfram, „en þær fáu, sem minnzt hefur verið é ættu að nægja til að sanna þá staðhæfingu mína að hér sé um að ræða einhliða áróðursrit, — sem á yfirborðinu kann að virðast sterkt vopn í baráttunni en reynist frá málefnalegu sjón- armiði hið gagnstæða. Ég vil segja við stjórnmálamenn okkar og alla danska menn: Látið þenn- an áróður ekki leiða ykkur á villigötur. Látið heilbrigða skyn- semi ykkar, og norrænan og lýð- ræðislegan hugsunarhátt ráða í þessu máli. Látið handritin fara til þess lands, sem þau tilheyra — þar sem stjórnarvöldin og þjóð in mun vissulega kunna að meta þá dýrmætu gjöf, sem Danmörk færir þeim“, segir Poul Engberg að lokum. Kytgaard. ATHUGIil að borið saman við útbreiðslu er iangtum ódvrara að auglysa I Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Verkalýðsfélag Akraness 40 ára AKRANESI, 15. okt. — Verka- lýðsfélag Akraness er 40 ára í dag. Núverandi stjórn skipa: Guðmundur Kristinn Ólafsson, formaður, Skúli Þórðarson, rit- ari, og Kristján Guðmundsson, meðstjórnandi. Formaður sjó- mannadeildar er Jóhann S. Jó- hannsson, verkamannadeildar Einar Magnússon, vélstjóradeild ar Þorsteinn Þorvaldsson og kvennadeildar Herdís Ólafs- dóttir. Afmælishóf verður haldið að hótel Akranesi næstkomandi sunnudagskvöld. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.