Morgunblaðið - 15.10.1964, Síða 15

Morgunblaðið - 15.10.1964, Síða 15
Fimmtudagur 15. okt. 1964 MORCUNBLAÐIB 15 Erlendur Jónsson: UM BOKMENNTIR Bóklestur og fleira FYRIR kemur, þegar talið berst að vinsælli, en lélegri bók, að einhver sagir sem svo: Mér finnst bókin skemmtileg, en líklega hef ur hún ekki bókmenntagildi. Athugasemdir sem þessi virð- ast fljótt á litið fela í sér af- sökun. Sú afsökun er þó engan veginn græskulaus. Orðið bók- menntagildi, sem er nú raunar algengara í mæltu máli en rituðu, hefur óljósa merkingu. Kannski væri nær að segja, að það hefði enga sérstaka merkingu. >að er erfitt að henda reiður á slíkum hugtökum, en auðvelt að rugla með þau. Ef reynt er að skil- greina þau, er gjarnan gripið til annarra orða, jafn óljósra, svo maður verður litlu nær. Það er reglan, að þvæluleg hugtök verða því þvælulegri sem meira er hlaðið utan á þau. Vitaskuld verður mörgum á að bregða fyrir sig orði án þess að hugleiða, hvað það merkir eða hvort það merkir nokkuð sérstakt. En rugl ingurinn getur líka verið skálka skjól. Það eru einkum hugmynda heiti, sem auðvelt er að misnota, af því inntak þeirra verður al- tírei skilgreint til hlítar. Ef mað ur viðhefur slík orð og er svo ikrafinn skýringa, getur hann svarað, að hann hafi ekki átt við þetta, heldur hitt, hlaupizt frá éinni staðhæfingu til annarrar, og slík undanbrögð er erfitt að varast. Af því leiðir, að umbún- aður orðs getur ekki aðeins hreytt merkingu þess, hann get- ur beinlínis veitt því inntak, sem er gagnstætt almennum skiln- ingi á hugtakinu. Flestir kannast t.d. við ein- hvern mann, sem gjarnt er að tala um sína eigin ágalla og halda þeim á lofti. Þannig getur mikilmennskan brotizt út í upp- gerðarlítillæti, og er það að vísu hvimleiðast af öllu monti. Gildi fagurra bókmennta er svo margviðurkennt, að fáir treysta sér til að mæla á móti því ber- um orðum. En því aðeins er viður kenning nokkurs virði, að hugur fylgi máli. Að öðrum kosti er hún neikvæð Orðin rísa ekki undir eigin inntaki. Viðurkenn- ingin getur 'þá minnt á skammar- verðlaun, sem veitt eru fyrir lé- lega spilamennsku. Þannig • er afstaða margra manna til fagurra bókmennta og snnarra lista. Þeir viðurkenna imeð vonum, en afneita í hjarta sínu. Til dæmis lýsa ófáir yfir, ©ð þeir skilji ekki eina eða aðra grein listar. Liggur þá vitanlega í orðunum, að listin eigi þar höf tiðsök. Ætli maður kannist ekki við slíkar athugasemdir um nú- tímaljóðlist, svo dæmi sé nefnt? — Ég skil þetta bara alls ekki, eegja menn, sjálfglaðir og íbyggn ir. En þetta á víst að heita list, bæta þeir svo við. Þar með er það mál afgreitt. Viðhorf manna til bókmennta fer að nokkru leyti eftir smekk, en að öðru leyti eftir þekkingu. Þar sem hvort tvaggja er breyt- ingum háð, verður spurningum tim bókmenntagildi aldrei svar- «ð í eitt skipti fyrir öll. Hver f>g einn getur náttúrlega svar- að fyrir sig og rökstutt svarið út frá sínum viðhorfum. En eng inn maður getur svarað fyrir ann •n í þeim sökum. Ef tiltekinn hópur manna feng fct til að svara því, hvað hann teldi bókmenntagildi, er nokkurn veginn öruggt, að svörin yrðu jafnmörg og mennirnir. Bókmenntamat er einstaklings bundið. Það er einnig háð tízku ttg aldaranda. Þó hinn tiltekni hópur kæmi sér saman um niður- stöðu, er ólíklegt, að síðari tíma menn féllust á þá niðurstöðu í einu og öllu. Hitt er svo annað mál, að fjöld inn eða þar um dómbærir menn geta orðið sammála í ýmsum greinum, og af því skapast það, sem kallað er almenn viðurkenn- ing. Sumir vilja greina bókmennta- gildi frá öðrum eiginleikum rit- verks, t.d. skemmtigildi. Það tel ég hæpið í fyllsta máta. Og allra sízt er bókmenntagildi neins kon ar dularfullur eiginleiki, sem hul inn sé öllum fjöldanum, en að eins fáum, útvöldum sé gefið að greina. Listræn skynjun útheimt ir ekki skyggnigáfu. Bókmennt- irnar eru verk manna og verða aldrei margbrotnari og flóknari en mennirnir, sem skapa þær. En viðhorfin eru mörg og af því gefur að skilja, að ekki sjá allir það í nokkurri bók. Gáfur, menntun, eðli og uppeldi hljóta að ráða nokkru um, hvað maður tileinkar sér af lestri bókar. Og enginn hefur ánægju af því, sem hann hvorki skynjar né skil ur. Það getur meira að segja farið svo, að hann efist um, að það sé til. Það er í sjálfu sér barnalegt að staðhæfa, að ritverk sé skemmtilegt til lestrar, en hafi þó ekki svokallað bókmennta- gildi. Hins vegar er sérhverjum leyfilegt að lýsa yfir, að bók hafi gildi fyrir hann persónulega, þó honum sé kunnugt um, að hún hafi ekki sama gildi fyrir alla aðra menn. Flestar bækur fjalla um lífið og tilveruna á einn eða annan hátt. Viðhorf manna til þeirra hluta hljóta því að hafa áhrif á viðhorf þeirra til bókmennta og lista. I öðru lagi eru menn mis- jafnlaga næmir fyrir fegurð. Jónas Hallgrímsson talar um þá, sem „unna því lítt, sem /fagurt er.“ Til eru menn, sem hafa tak- markað yndi af fögru landslagi. Þá er varla að furða, þó abstrakt fegurð, eins og hún birtist í bók menntum og listum, sé þeim ó- verulegt umhugsunarefni. Þeim mönnum reyndist erfitt að meta af eigin rammleik gildi í bók- mennta. Annars lesa menn bækur í margvíslegum tilgangi. Sumir lesa til að komast í stemmingu, gleyma sjálfum sér, drepa tím- ann. Þeir skoða bókmenntirnar eins og andlegt örvunarlyf. Aðrir lesa til að víkka sjónhringinn, sjá lengra út yfir lífið og tilver- una og vonast til, að bækur gefi það víðsýni. Og enn aðrir njóta bókmenntanna sjálfra án hlið- sjónar af öðrum hlutum, líta á þær sem hluta af lífinu sjálfu. ★ Þegar minnzt er á bókmennta- gildi á þann hátt, sem ég til- greindi í upphafi, dettur mér í hug höfundur einn, sem hóf að 9enda frá sér langar skáldsögur fyrir allmörgum árum. Höfund- ur þessi hafði alizt upp í sveit og síðan búið þar búi sínu og var kominn á miðjan aldur, þeg- ax hann söðlaði vængjaða fákinn og spretti úr spori. Skáldsögum hans var strax vei tekið. Eink- um var þeim fagnað a-f miðaldra og eldra fólki, og þá sérstaklega kvenþjóðinni. Samt hlutu þær laka dóma hjá þeim mönnum, sem helzt þóttu dómbærir um fagrar bókmenntir. Að vísu urðu fáeinir menn til að hæla þeim á prenti. En hól þeirra virtist ekki auka hróður höfundarins meðal bókmenntalegra fagurkera, nema síður væri. Oig aðdáendur höfund arins viðhöfðu hin venjubundnu orð, þegar sögur hans bar á góma: Þær eru skemmtilegar, en iíklega hafa þær ekki bókmennta gildi. Höfundurinn varð umtalaður, o,g í vissum skilningi umdeildur. í fyrstunni voru því fleiri en að- dáendurnir forvitnir að glugga í sögur hans, jafnvel þeir, sem ekki væntu sér mikils aif þeim. Sá, sem þessar línur ritar, var einn þeirra. Ég hugsaði sem svo, að þeim mundi vitaskuld vera ábótavant í stíl Oig framsetningu, og væri sú ástæðan til, að kröfúharðir gagnrýnendur gerðu lítið úr þeim. En með tilliti til þess, að höf- undurinn var orðinn miðaldra, hlaut hann að búa yfir nokkurri lífsreynslu, sem hann vildi miðla. Og lífsreynslan er þó alltaf ein- hvers virði, jafnvel þó hún sé ekki skreytt með fjöðrum skól- aðrar listar. Þá hafði höfundurinn, eins og fyrr greinir, alizt upp í sveit og lifað þar tíma tvenna. Var því ek-ki ósennilegt, að sögur hans lumuðu á þjóðlífslýsingum og ýmiss konar fróðleik frá fyrri tíð, því það er nú einu sinni eðli manna að minnast liðna tímans, þegar árin færast yfir. Minning- arnar frá æskuárunum skjóta upp kollinum, þegar hárið fer að grána. Ef ilmur liðinnar tíðar angaði gegnum sögurnar, mátti fyrirgefa það, sem þeim kynni að vera ábótavant um listræna undirbyggingu. En hver reyndist þá vera meg inþráður þessara sagna, sem að vinsældum fóru langt fram úr skáldverkum viðurkenndra meist ara? Ekki var það lífsreynsla þessa roskna höfundar, því hvergi bólaði á henni. Efcki voru það heldur þjóðlifslýsingar; það an af síður ilmrömm og litauðug sveitarómantík. Þegar öllu var á botninn hvolft, innihéldu ritsmíðar þess- ar hvorki anna“ð né meira en ung æðislega og furðulega ástaróra, sem áttu lítið skylt við raunveru leikann og þaðan af minna við skáldlegt innsæi og minntu helzt á hugaróra óreyndra og óþrosk- aðra unglinga milli fermingar og tvítugs. Og með þessa barnalegu ástaróra sem meginuppistöðu teygði höfundurinn lopann síðu eftir síðu og bók eftir bók. Inn- an um órana var svo dreift grunnfærnum kjaftasögum, af því tagi, sem lítilsiglt fólk setur saman um náungann. Það var þá söguefnið, sem afl- aði höfundinum svo mikillar bylli, að bækur hans seldust mest allra bóka. Þar var þá fólginn iykillinn að hjarta lesendanna. Er ekki einkennilegt, að fjöldi fólks skuli falla fyrir slíkum sam setningi og þykja hann eftirsókn arverður til lestrar? Og er ekki jafnfurðulegt, að hugarórar rosk xns höfundar skuli brjótast út á þennan hátt? Ekki var frásagnartæknin á marga fiska. Og undirbyggin-g sagnanna fór ekki fram úr því, sem við mátti búast. Ekki voru sögurnar heldur gæddar þeirrí viðvaningslegu einlægni, sem hefur þó gert hugstæð mörg skáldverk ólærðra og óþjálfaðra rithöfunda. Þær lumuðu ekki einu sinni á almennilegri sveita rómantík. Af einhæfni efnisins hefði mátt ætla, að lesandinn fengi nóg af einni sö-gunni, því allar voru þær eins að kalla. En þar varð annað uppi á teningn- um. FóLk beið í ofvæni eftir hínu endalausa framhaldi. Ég hirði ekki um að nafn- greina höfund þennan, enda skiptir heiti hans ekki máli í þessu sambandi. Hann á svo marga sína líka, að það, sem hér er um hann sagt, getur átt við fjölda annarra. ★ Annars er fjarri mér að amast við skemmti'bókmenntum og höf undum, sem framleiða slíkar bók menntir. Þær kunna að vera góð ar út af fyrir sig. Margir reyfar- ar og eldhúsrómanar eru dável saman settir, svo ekki gefúr eftir snjöilum . verkum viðurkenndra höfunda, einkum að því er varð- ar efnisskipun. Samt dettur engum heilvita- manni í hug að telja venjulegan reyfara til aéðri bókmennta. Þar er svo margt, sem á milli skilur. Enginn gerir þá kröfu til reyfara höfundar, að hann opinberi ný og áður óþekkt sannindi um til- veruna. Ekki er heldur við því búizt, að ástarsaga feli í sér allan sannleikann um mannlagar til- finningar. Þá kröfu mætti þó ^lltént gera tii reyfara- og eldhúsrómana- skálda, að samsetningur þeirra komi heim við almenna dóm- greind sæmilega vitiiborins fólks. En mörgum hefur gengið erfið- lega að uppfylla þá kröfu. í raun og veru höfum við aldrei eignazt raunverulegar skemmtibókmenntir. Kannski þarfnast glæpareyfarar skugga- legra sögusviðs en finnanlegt er hér um slóðir. Fáum íslenzk- um höfundum hefur tekizt að setja saman fram-bærilegan eld- húsróman. Og léttar gamansög- ur þarf naumast að nefna. Hvergi hefur barnaskapurinn þó verið meir áberandi en í til- raunum sumra höfunda til að setja saman væmnar ástarsögur. Þar gildir gamla formúlan um pilt og stúlku, helzt úr sveit, sem verða ástfangin og vilja kom ast í hjónasængina. Og svo kem ur einhver og spiliir á milli þeirra um sinn. En auðvitað end „Ef við Mtum yfir farinn veg . „ færast löngu liðnar stundir okkur nær. . . Þessar Ijóðlínur, blátt áfram og einfaldar, fela í sér svo óta-i margt, að min-ningarnar streyma að, og fylla hugann En alltaf verður það eitthvað ákveðið, sem sker sig úr — eitt- hvað sem bundið er við sérstaka menn eða málefni, stað eða stund viss atvik í lífi eða starfi. Minningin, sem efst er í huga okkar skátanna einmitt núna þessa dagana, er minningin um ljóshærðu blíðlegu skátastúik- una, sem okkur gat ekki annað en þótt vænt um — öllum, sem kynntumst henni. Hrafnhildur Einarsdóttir Bridde, sem af ættingjuim, vinum og skátasystkinum var aldrei kölluð annað en MLnna. Hún starfaði sem skáti í Kven ar sagan farsællega í heilögu hjónabandi. Margt hefur orðið til að draga kjark úr eldhúsrómanaskáldum okkar, til dæmis árátta sumra manna að telja þeim trú um, að þau séu stórskáld og eigi að líta á sig sem slík. Það þarf ekki að senda á markaðinn merkilega skruddu, svo höfundinum sé ekki i alvöru líkt við Jón Thoroddsen eða önnur meiri háttar þjóðskáld. Þess konar samlíkingar eru nátt úrlega fram bornar af einskærri góðvild. En góðvild af því tagi hefur önnur áhrif en til er ætlazt. Meðalmenni rísa ekki undir svo líðilegu háði. En svona lagaður samanburð- ur á væmnum ástarsögum og lífsreynslusögum annars vegar og góðum bókmenntum hins veg ar er ekki aðeins óhallkvæmur hinum fyrrnefndu. Hinum síðar- nefndu er þar engu minni grikk- ur gerður. Lestur lélegra bókmennta merkir sama og lélegur smekkur. Sá, sem eingön,gu venst á létt- vægt lesefni, skilur ekki annað og kemst á þá skoðun, að ekkert sé lesandi nema það. Og hví skyldi hann ekki henda á lofti hvers konar viðurkenningu, sem hann heyrir um sitt andlega við- urværi? Að lokum sannfærist hann um, að aðrar bókmenntir, þær sem gagnrýnendur viður- kenna, séu aðeins fyrir menning- arlega uppskafninga, sem vilji vera öðru vísi en fjöldinn. Fyrir honum er skemmtigildi og bók- menntagildi — hið síðara nefriir hann með virðingu og fyrirlitn- ingu í senn — tvær andstæður. Hann forðast allt, sem kallast góðar bókmenntir, af því hann heldur, að þær séu hundleiðinleg ar og eigi að vera það. Ekki get ég gizkað á, hve fjöl mennur sá hópur er, sem þann- ig hugsar. En ólíklagt þykir mér, að smekkur hans breytist til batn aðar nema gjaldgengar bók- menntir verði kynntar rækilegar hér eftir en hingað til. Og sú kynning gerist varla fyrirhaifnar laust og af sjálfu sér. Erlendur Jónssmn. skátafélagi Reykjavíkur, og varð foringi strax og hún hafði aldur til. Hún var einnig sveitaforingi í Kvenskótaskólanum að ÚLfljóts vatni um skeið. Allar minningarnar um Minnu bera sama svip — brosandi blíð- leg og góð stúlka í skátastarfi, og seinna eiginkona og móðir við heímilis'Störfin — sem ávalt var glöð og lagði gott til aLlra, sam urðu á vegi hennar. Og nú er Minna allt í einu horfin. Farin yfir landamæriu mifclu — farin þá leið, sem engia fær umflúið. En hún er „faria heim“, eins og við skátar segjum, þegar dauðann ber að höndum Við landamæri lífs og dauða stöndum við ráðalaus, ef við kunnum ekki að leggja allt okkar ráð í hendi Hans, sem gaf okkur lífið — í hendur Drottins. f trúnni og traustinu til Guðs fá- um við þann styrk, sem er æðri öllum skilningi. f öllu umkomu- leysinu yfir óskiljanlegum örlöig um lærum við aðeins eina bæn: „Verði þinn vilji”. Þá erum við örugg og getum sagt með skáld- inu: „Og upphiminn fagri ‘en augað sér mót öllum oss faðminn breiða“. Við þök-kum Minnu allar góðar og hugljúfar samverustundir. Við biðjum Guð að blessa henni heim komuna og leiða hana áfram x ljósi ódauðleikans. Við biðjum Guð að blessa og styrkja ástvlni hennar, sem syrgja og sakna. Við vitum, að fagrar og góðar minn- inigar milda sorgina, og „anda sem unnast, fær eilífð aldrei aðskilið“ Með þökk og sfcátakveðju frá skátasystrum. Hrafnhiidur Einars- dótíir Bridde — kveðja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.