Morgunblaðið - 15.10.1964, Page 21

Morgunblaðið - 15.10.1964, Page 21
Fimmtudagur 15. okt. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 21 Mikill spenningur hefur rikt í Bretlandi varðandi kosningarnar 15. október. Framan af sumri var talið að Verkamannaflokkur- inn væri öryggur um sigur, en svo tók íhaldsflokkurinn að vinna á. Þar ti! fyrir hálfum mánuði var svo álitið að íhalds- flokkurinn sigraði með litlum atkvæðamun. Svo tók Verka- mannaflokkurinn enn að sækja á, og rétt fyrir kosningarnar voru þeir cnn í meirihluta að því er skoðanakannanir sýndu. Hér sést leiðtogi Verkamannaflokksins, Harold Wilson, mel pipu sína á blaðamannafundi í I.ondon. Nokkrar óspektir urðu í borginni Quebec í Kanada um helgina í sambandi við komu Elisabetar Bretadrottningar þangað. Voru það franskættaðir menn, sem stóðu fyrir óspektunum, og sést lög- reglan hér vera að handtaka nokkra þeirra. Nýlega sökuðu sovézk yfirvöld þrjá bandaríska og einn brezkan sendiráðsstarfsmann í Moskvu um njósnir. Hafði verið gerð leit í hótelherbergjun^ mannanna er þeir voru að fara frá Sovétríkjun- um, og sögðu yfirvöldin að í fórum þeirra hafi fundizt ljósmyndir o. fl., sem sönnuðu njósnirnar. Starfsmennirnir báru á móti þessum ásökunum, og hér sjást þeir við komuna tii Moskvu eftir nokkurra daga fjarveru í Indlandi og víðar. Margir álita að nemendur í kaþólskum prestaskólum hafi lit— inn tíma aflögu til leika, en hérna er mynd frá skóla einum á ítaliu, sem sýnir annað. Sýnir myndin nokkur prestsefnin að leik meðan önnur hvíla sig eða biðjast fyrir. Mynd þessi birtist í bókinni „The 1964 Photography Yearbook". Nýlega er loktð i Kalró ráðstefnn fufttrúa «7 „óháðra“ rikja. Meðal fundargesta voru Haile Selassie, Eþiópiukeisari, og Nasser, forseti Egyptalands, sem sjást sér leiðast úr fundar- KaJllUUL Það er með Austur-Þjóðverja eins og aðra austan járntjaldsins, að þegar þeir halda hátið einkenn- ist hún oftast af vopnaskaki. Hér er mynd frá hátíðahöldum í Austur-Berlin í siðustu viku þegar Leonid Breznev, fyrrum forseti Sovétríkjanna, var þar í heimsókn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.