Morgunblaðið - 18.11.1964, Page 3

Morgunblaðið - 18.11.1964, Page 3
* Miðvikuctegur 18. nóv. 1964 MORGUNBLADIÐ 3 Er nu þriðfa soluhæsta hifreiðin í Bandaríkfuncim Ford Mustang fyrir framan Haskolabio. (Ljosm. 01. K. M.). M A R G IR vegfarendur I Reykjavík hafa rekið upp stór augu að undanförnu þeg- ar glæsileg, rauð bifreið, sem kemur ókunnuglega fyrir sjón ir, hefur runnið fram hjá þeim. Stærðin bendir til þess að bifreiðin sé bandarísk, en margt i útliti hennar minnir á evrópskar sportbifreiðir. >eir, sem fylgjast með er- lendum bílafréttum, vita aS þarna er á ferðinni bandaríska sportbifreiðin Ford Mustang. Þessi bifreið kom fyrst á markaðinn í Bandaríkjunum um miðjan apríl sl., og er nú þegar orðin þriðja söluhæsta bifreiðin þar í landi, næst á eftir Ford o.g Chevrolet. Svo mikil hefur eftirspurnin verið í Bandaríkjunum að erfitt hef ur verið að fá bifreið til út- flutnings. Upprunalega var ráðgert að smíða 100 þúsund Ford Mustang fyrsta árið, en fljótlega var sú tala hækkuð upp í 400 þúsund, og hafa verksmiðjurnar samt varla undan. Það er Sveinn Egilsson hf., annað tveggja Ford-umboð- anna hér, sem flytur bifreið- ina inn, og verður hún til sýn- is þar næstu daga. Á hún án efa eftir að vekja álíka athygli hér og í Bandarikjunum, þeg- ar hún kom þar fyrst fram sl. vor. Eitt af því, sem valdið hefur vinsældum bifreiðarinn- ar, er verðið, því bifreiðin er í svipuðum verðflokki og Comet-inn, sem smíðaður er hjá Mercury-deild Ford verk- smiðjanna, og þekktur er hér á landi. Auka-útbúnaður Ford Mustang er tveggja dyra og skráður fyrir fjóra farlþega auk ökumanns. Að framan eru tveir stólar, en bekkur að aftan. Bifreiðin er létt, aðeins um 1100 kg, og þessvegna nýtist vélarorkan miög vel. í bifreiðinni, sem hingað er komin, er „stand- ard“ vél, 6 strokka og 101 ha. Unnt er að fá stærri vélar, 8 strokka, 164 og 271 ha., en eftir að hafa reynt bifreiðina verður ekki séð að þörf sé á meiri orku. Bifreiðin er afar viðbragðsfljót með minnstu vélinni, og vinnslan prýðileg. Stærri vélarnar eru varla til annars en aksturs á kappakst- ursbrautum, þar sem hver hundraðshluti úr sekúndu getur haft úrslitaáhrif. Þeir, sem þess óska, geta lagt í margvíslegan auka- kostnað eins og sjálfskiptan gírkassa, fjórskiptan gírkassa, læst mismunadrif, vökvastýri, „power“ hemla o. fí., en „Standard“ bifreiðin ætti að vera fullboðleg hverjum sem er. Iacocca Ford Mustang er árangur fjögurra ára starfs Lee Iac- occa, forstjóra Ford-deildar Ford Motor Co. í Detroit. Þeg- ar hann tók við embætti sínu í nóvember 1060, var það hans fyrsta verk að skipa nefnd til að undirbúa smíði Mustang og rannsaka framtíðarhorfur Ford deildarinnar í heild. Nefnd þessi var kölluð „the Fairlane Group“ og átti fund með Ford verksmiðjanna um að það sem vantaði væri ein- mitt bifreið, sem hefði til að bera kosti sportbíla, en kostaði ekki meira 'en venjulegar fólks bifreiðir. Mikil leynd hvíldi yfir öll- um framkvæmdum, og lítið var vitað um bílinn fyrr en hann var fyrst sýndur í apríl sl. En strax og hann kom á markaðinn var ljóst að Fair- lane-nefndin hafði haft á réttu að standa. Aðeins ein Ford Mustang bifreið er komin hingað til lands, en fleiri eru á leiðinni og þegar seldar. Fairlane-nefndin á fundi. Lee Iacocca lengst til vinstri. Ford Mustang kominn til landsins DÖNSKU blöðin skýra frá leik Ajax og Fram s.L sunnudag og fara lofsamleigum orðum um 2 bátar með 1300 tuimur AKRANESI, 17. nóv. — Þrettán hundruð tunnur af síld bárust hingað í dag af 2 bátum. Sólfari var með 800 tunnur en Höfrung- ur II. með 500. Fjórði báturinn er að hefja línuveiðar hér. Er það Höfrung- ur L — Oddur. stórskyttur Fram og getu fs- landsmeistaranna. í B.T. er 3 dálka stór fyrirsögn „Mestrene skudt i sænk af islands stor- skytte“ og mest lof borið á Gunn- laug Hjálmarsson. Blaðið segir og að sænsku meistararnir Red- bergslid megi vara sig á að mæta of sigurvissir í leiknum við Fram í Evrópubikarkeppninni 8. des. n.k. B.T. afsakar ósigurinn að nokkru með þreytu Dananna eftir 12 tíma ferðalag til íslands. Berlingske Tidende getur þeirrar afsökunar einnig. Biaðið segir einnig að leikaðferð Fram hafi kollvarpað allri mótspyrnu Ajax. Fram hafi emgan vilja sýnt til samleiks, heldur látið skotin dúndra á danska markinu. Ajax hafi haldið í við Fram þar til stóð 4-4 en eftir það jókst for- skot Fram unz úr varð stórsigur. Ekkert samspil — en stórskotahríð ó mark í GÆR þykknaði upp vestan- hennar völdum. Annars var lands, vegna smálægðar á ekki hlýindalegt, og talið, að Grænlandshafi, og var búizt kólna mundi fljótlega aftur, við nokkurri snjókomu af þótt úr frostinu drægi í bili. ST\KSTEIWI> Á að lækka gifiingaraldur? Séra Jakob Jónsson ritar grein í Sunnudagsblað Alþýðubláðsins um giftingaraldur. Þar segir m.a.: „Svo sem kunnugt er var lág- marksaldur hjúskapar hækkaður fyrir tiltölulega stuttu síðan, eða með sifjalögunum frá 1921. Áður hafði hjúskaparaldur karla verið 18 ár en kvenna 16 ár. Nú er ald- urinn 21 og 18, þó með þeim takmörkun, að sé brúðurin yngri en 21 árs, þarf samþykki for- eldra, en sé brúðguminn yngri en 21 árs þarf forsetaleyfi. Það er auðskilið, að löggjafinn hefur annað hvort viljað gera strang- ari kröfur til heimilisforráða heldur en eldri kynslóðir gerðu, eða hann hefur álitið, að ungt fólk kæmist síðar til þroska en áður var talið. Sennilega hefur fyrri ástæðan ráðið meiru.“ SkYnsamlegt að taka upp gamla aldurstakmarkið Grein sinni lýkur sr. Jakob á þessum orðum: „Æskan er viðkvæmur tími og viðsjárverður, en er lífið ekki þannig á öllum aldursskeiðum, ef rétt er að gáð? En það er í rauninni íhugunarefni út af fyrir sig, að á tiltölulega fáum árum taka flestir þær ákvarðanir, sem mestu varða fyrir ævina alia. Velja sér námsefni og ævistarf, marka sér stefnu í þjóðmálum og trúmálum og kjósa sér maka. Það er því þrátt fyrir allt nokk- uð mikil blekking, þegar því er haldið fram, að æskuárin séu áhyggjulaus. Það eru þau nefni- lega ekki. Vafamál, hvort skap- arinn ætlast nokkurn tíma til eins mikils af manni eins og ein- mitt á þeim árum. Það er því mikils um það vert, að börn og unglingar séu aldir upp í þeirri trú, að æskumaðurinn eigi hreint og beint að vera fær um að taka á sig skyldur og ábyrgð, en ekki að vera eins og hálfgerðir óvitar fram á þrítugs aldur. f samræmi við þann hugsunarhátt tel ég skynsamlegt, að gamla aldurs- takmarkið sé tekið upp.“ Umræður um aldurstakmark Sr. Jakob Jónsson hefur þann- ig látið ákveðið í ljós þá skoð- un sína, að giftingaraldur eigi að lækka. Væri gaman að því að umræður spryttu um þetta mál, en sr. Jakob hefur fært ýms rök fyrir skoðun sinni. Hann segir t. d.: - . „Þegar litið er á þróunina eins og hún hefur orðið á síðustu ára- tugum, er eðlilegt, að sú spurn- ing komi fram, hvort hækkun aldurstakmarksins hafi ekki á sínum tíma verið á misskilningi byggð. Hvort ekki sé réttara að lögleiða aftur gamla markið, 18 og 16 ár, og reyna þannig að koma því aftur inn hjá ungu fólki, að hjúskapurinn sé hin eðlilega tegund sambúðar, og þjóðfélagið leggi ekki stein í götu þeirra, sem viija gifta sig ungir. Því verður ekki á móii mælt, að obbinn af ungu fólki hefur nú tekið út meiri líkam- legan þroska innan við tvítugt heldur en eldri kynslóðin fyrir svo sem hálfri öld. Það hefur einnig meiri atvinnumöguleika og fleiri tækifæri að sjá heimili farborða. Þetta eru skoðanir sr. Jakobs Jónssonar en vafalaust eru marg- ir þeirrar skoðunar, að halda eigi núverandi aidurshámarki og ekki að lækka giftingaraldur. Er líka hægt að styðja þá skoðun mörg- um rökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.