Morgunblaðið - 18.11.1964, Síða 10

Morgunblaðið - 18.11.1964, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. nóv. 1964 „Sigur kommu'nista í SA - Asíu dhjakvæmilegur “ — segir IMorodom Sihanouk þjóðarleiðtogi Kambódiu FREGNIR frá Kabódíu hermdu um helgina, að þing landsins fjallaði nú um hvort loka ætti sendiráðs- skSrifstofum Bandaríkjanna í höfuðborg landsins Phnom Penh. Hafði Norodom Shian- ouk, prins, forsætisráðherra landsins, kallað saman þing- fund til þess að ræða þetta mál, en á fundinum sakaði hann sendiráðsstarfsmennina bandarísku um undirróður gegn stjórninni. Kvaðst hann hafa fregnað, að þeir hefðu hvatt til stofnunar leynihreyf ingar, sem væri hlynnt Banda ríkjamönnum, en ætti að vinna gegn stjórn Kambódiu. Vegna þessara fregna kvað Sihanouk óhjákvæmilegt, að þingið tæki ákvörðun um hvort reka ætti bandarísku sendiráðsstarfsmennina úr landi. Eftir að þessar fregnir bár ust Bandaríkjamönnum lögðu þeir til, að haldinn yrði fund ur fulltrúa stjórna landanna tveggja á hlutlausu lands- svæði. Hefur Sihanouk sam- þykkt þetta og munu fulltrú ar Bandaríkjanna og Kam- bódíu hittast í Indlandi og ræða sambúð ríkjanna. Ekki hefur verið ákveðið hvenær fundurinn hefjist. Norodom • Sihanouk, hef- ur látið fá tækifæri til þess að ráðast á stefnu Banda- ríkjamanna í SA.-Asíu ónot- uð að undanförnu. En þó tel- ur hann Bandaríkin meðal þeirra ríkja, sem Kambódía standi í eilífri þakjkarskuld við fyrir efnahagsaðstoð. Undanfarna mánuði hefur Sihanouk ráðizt harkalega á Bandaríkjamenn og sakað þá um að hafa, ásamt S.-Víet- nambúum, gert árásir á landa mæraþorp í Kambódíu. Einnig hefur hann farið hörð- um orðum um stefnu Banda- ríkjamanna varðandi málefni S.-Víetnam. Haft hefur verið eftir Sihanouk, að sigur kommúnista í SA.-Asíu sé óhjákvæmilegur og Kam- bódíu ríði nú á að vingast við sigurvegarana eins fljótt og unnt sé. Kambódíustjórn hafi ekki óskað eftir sigri komm- únista, en nú verði hún að horfast í augu við staðreynd- imar. „Ef við göngum ekki í lið með kommúnistum af friálsum vilia 1964, verðum við neyddir til þess 1965,“ hefur hann sagt. Kambódíustjórn hefur, .að undanförnu, tekið á móti vopnasendingum og hernaðar sérfræðingum frá Kínverska Alþýðulýðveldinu. Er Sihan- ouk! fyrsti þjóðhöfðingi í SA.- Asíu, sem ekki er kommún- isti, en tekur Samt á móti aðstoð frá Kínverjum. Fregn- ir herma, að hann hafi gefið Pekingsjtórninni loforð um, að viðurkenna stjórnina í N.-Víetnam, sem löglega stjórn alls landsins, viður- kenna Pathet Lao-kommún- ista, sem réttmæta stjómend- ur Laos, og rjúfa öll tengsl við Bandaríkin. Þótt Sihanouk virðist frem- ur auðsveipur Kínverjum þessa stundina, hefur Peking- stjórnirt ekki farið varhluta af gagnrýni hans. í nóvember s.l. ár ræddi hann mikið um áþjánina, sem þjóðirnar byggju við í kommúnistaríkj unum og sagði, að minnsta kosti 99% þjóðar sinnar'yrði óhamingjusamur, byggi hún við slíka áþján. En undan- farna mánuði hafa árásirnar á Kínverja og kommúnista almennt farið minnkandi, en Bandaríkjamenn verða þeim mun oftar fyrir barðinu á Sihanouk prins. ★—□—★ f byrjun þessa mánaðar voru liðin 11 ár frá því að Kambódía hlaut sjálfstæði, og var mikið um dýrðir í Phnom Penh í því tilefni. í ávarpi, sem Sihanouk flutti þjóðinni, notaði hann tækifærið til árása á Bandaríkin. Gagn- rýndi hann þau fyrir stefnu þeirra í SA.-Asíu og sagði, að tekið yrði upp kommúnískt stjórnarfyrirkomulag í land- inu, ef nauðsyn bæri til, til þess að tryggja landamæri" þess. „Fjandmenn okkar vona“, sagði Sihanouk, að hneigð okkar til konungs- stjórnar og þjóðernisstefnu, hindri okkur í að stíga hið alvarlega skrif til kommún- isma. Ég segi hins vegar, að þær sex milljónir, sem í land- inu búa kjósi fremur að tryggja framtíð landsins og heiður þjóðarinnar en binda sig við konungsstjórn." Meðal gesta, sem viðstaddir voru hátíðahöldin í Kambódíu á sjálfstæðisafmælinu, var Chen-Yi, aðstoðarforsætisráð herra og utanríkisráðherra Kínverska Alþýðulýðveldis- ins. Hann flutti ávarp og lagði m. a. áherzlu á, að Kín- verjar myndu ekki sitja að- gerðarlausir, yrði öryggi Kambódíu ógnað. ★—□—★ Tveimur dögum eftir sjálf- stæðisafmælið var opnuð sýn ingarhöll lista, jðnaðar og landbúnaðar í Phnom Penh. Sihanouk hafði undirbúið' ræðu til þess að halda við opnunina, texti hennar hafði verið afhentur fréttamönn- um, og mikill mannfjöldi safnazt saman fyrir utan sýningarhöllina. Vegna þess hve mikið rigndi, hætti Sihanouk við ræðuhöldin, en gekk um sýningarhöllina með nokkrum gesturj frá kommúnistaríkjunum og skýrði það, sem fyrir augun bar. Það^var í þessari ræðu, sem Sihanouk taldi Bandaríkin með þeim ríkjum, er Kam- bódía stæði eilíflega í þakkar skuld við vegna efnahags- aðstoðar. Þar sagði hann enn fremur: „Ef við finnum ekki viðunandi lausn efnahags- vandamála okkar, neyðumst við annað hvort til að snúast á sveif með hinum auðugu Bandaríkjum, þannig að með efnahagsaðstoð sinni jafni þau greiðsluhalla okkar — það gera þau í Thailandi — eða opna dyr okkar fyrir kommúnistum. . . . Ef okkur misheppnast að byggja um efnahag okkar, verðum við að varpa hlutleysinu fyrir borð.“ ★—□—★ Á sjálfstæðisafmæli Kam- bódíu lagði Sihanouk til, að haldin yrði í Phnom Penh ráð stefna fulltrúa stjórna Kam- bódíu, S.-Víetnam, N.-Víet- nam og Laos, til þess að fjalla um ástandið í þessum lönd- um, finna friðsamlega lausn vandamála SA.-Asíu og koma í veg fyrir að styrjöldin þar leiði til alþjóðlegra átaka. Sagði hann, að slík ráðstefna gæti knúið Bandaríkjamenn til að sætta sig við friðsam- lega lausn. Af orðum Sihan- ouks mátti skilja, að það voru ekjki fulltrúar núverandi rík- isstjórna í S.-Víetnam og Laos, sem hann vildi ræða við, heldur fulltrúar Víet- Kong-kommúnista og Pathet- Lao-kommúnista. í byrjun þessa árs krafðist Sihanouk annarrar ráðst.efnu, Norodom Sihanouk heimsækir þorp í Kambódíu og faðmar að sér ölduhg, sem fagnar honum. sem átti að verða sýnu um- fangsmeiri, en sú, sem hann hefur nú í huga. Vildi Sihan- ouk, að fulltrúar stórveld- anna héldu fund um málefni Kambódíu og öryggi landsins í júní sl. og hótaði að slíta stjórnmálasambandi við Vest urveldin og ganga á mála hja Kínverjum, yrði ekki efnt til ráðstefnunnar. Sem kunnugt er, var það ekki gert, og Shi- anouk skipti um skoðun og lét ekki verða af hótunum sín um. En fyrir skömmu sneri hann sér til de Gaulles, Frakk landsforseta og fór þess á leit að hann reyndi að stöðva hina hættulegu þróun, sem íbúar Kambódíu ættu hvorki sök á né óskuðu eftir. ★—□—★ Sem kunnugt er, var Kam- bódía hluti af franska vernd arsvæðinu Indó-Kína, sem stofnað var 1864. Frá 1949— 19'54 var Kambódía aðili að franska ríkjasambandinu, en sjálfstæði hlaut landið 1953, og voru landamæri þess end- anlega staðfest við undirritun samnings í Genf 1954. Norodom Sihanouk, núver- andi þjóðarleiðtogi Kambódíu varð konungur landsins 1941, en 1955 lagði hann niður völd og fékk þau í hendur foreldr- um sínum, Norodom Surama- rit og Kossamak, drottningu. Hóf Sihanouk þátttöku í stjórnmálum og stofnaði flokkinn Sangkum (sósíalísku þjóðarfylkinguna). Er flokk- urinn hlynntur þingbundinni konungsstjórn, öflugri sam- bandsstjórn, en virkum hér- aðsþingum til þess að fjalla um innanhéraðsmál. í þing- kosningum 1958 vann flokxur Sihanouks öll þingsætin og heldur þeim enn. Vegna þess að enginn stjórnarandstaða er á þingi, hafa andstæðingar stjórnarinnar gripið til upp- þota og skemmdarverke, er þeir hafa viljað mótmæla stefnu hennar. Norodom Suramarit, kon- ungur, lézt 1960 og síðan hef- ur landið verið konungslaust, en Sihanouk haft öll völd í sínum höndum. í Kambódíu búa um 6 millj. manna, og er landið fyrst og fremst landbúnaðarland. Iðn- aður er þar lítill sem enginn. en unnið er nú að áætlunum um byggingu hjólbarðaverk- smiðja og dráttarvélaverk- smiðja. Vitað er um járn í jörðu í Kambódíu, en ekkert hefur verið unnið af því enn- þá. Landið flytur út nokkuð af landbúnaðarvörum, en inn flytur það fyrst og fremst iðnaðarvörur. Hefur milliríkja verzlunin aukizt eftir að gerð var ný höfn við Síamsflóa. Var hún kostuð af erlendum aðilum. Fréttamenn erlendra blaða í Kambódíu hafa nokkrir lát- ið í ljós þá skoðun, að mikil hætta sé á, að þess verði ekki langt að bíða, að Kambódía verði handbendi Kínverja. Telja þeir, að þetta geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir önnur lönd SA-Asíu, sem reyna að reka kommún- ista af höndum sér, fyrst og fremst Laos og S-Vietnam. •HMÍ Fréftabréf úr Hornafirði SAUÐFJÁRSLÁTRUN hófst 17. sept. og er henni nýlokið. Alls var slátrað röskum 14 þús. fjár og 100 nautgripum. Dilkar hafa reynzt með allra bezta móti. Ekki er enn vitað hvað meðal- vigt þeirra verður, en hún mun meiri en í fyrra, og sérstaklega er flokkun kjötsins mun betri. Ég hefi tekið samanburð á fyrri sláturumferð úr Suðursveit í fyrra og nú. 1963 var slátrað 3310 dilkum og var meðalþungi þeirra 14 kg. en nú var slátrað 3664 dilkum og meðalvigt þeirra 14.3 kg. Flokkaskipting í fyrra var 1663 á I. fl., 1022 á II. fl. og 625 á III. fl. Nú í ár er skipt- ingin þannig: 2713 á I. fl., 771 á II. fl. og aðeins 180 á III. fl. Fjárbúin munu vera lík að stærð en dilkatalan sýnir ,að mun meira hefur verið af tví- lembingum í ár en áður, því nú er vitað að óvenjp margt er sett á af lömbum. Þyngsti dilkurinn sem slátrað var í haust var frá Stapa, eigandi hans var Sigurbergur Sigurðsson. Vóg hann 36 kg., var dilkur þessi fæddur um miðjan apríl. Úr Stafafellsfjöllum mun hafa komið óvenju margt fé útigengið, og er þó ekki allt handsamað en vitað er að minnsta kosti um 4 kindur, sem ekki hafa náðzt, auk þess er nokkuð margt fá eftir ennþá í innfjöllum. Mjög er mik- ið um hreindýr á Kollumúlaaf- rétt, þannig hefi ég heyrt þá tala um 200 dýra hóp, en gangna- mönnum þykir ljótt að sjá hversu mikið þeir sjá af skotsærðum dýrum, t.d. fundu þeir eina kú dauða á Víðidalstúni. Var hún illa útleikin eftir skotsár. Það bar við er Mýramenn voru að ganga í svonefndar Vand- ræðatungur, en þær eru innst á Viðborðsdal, liggja inn með jökultungu þeirri, sem teygir sig niður í dalinn. En jökull þessi eyðist ört, sem aðrir jöklar. — Vandræðatungur eru þrjár tals- ins, og nú bar það við að þegar þeir voru að ganga í miðtung- unni tóku þeir eftir því að heitt vatn fossaði fram úr klettasillu, sem nýlega hefur komið undan jöklinum. í Vatnsdal á Mýrum er heit laug og þar hefur vatnið verið mælt. Er það 70 gr. heitt, en þeir segja að þetta muni vera heitara. Nýlokið er við smíði brúarinn- ar á Steinavötn í Suðursveit. Er það 102 m. löng brú. Vinna gekk það vel við hana að það tók um það bil mánuði skemmri tíma að byggja hana en áætlað hafði verið, en með tilkomu brúar þess arar hefur loks tekizt að tengja saman byggðina austan Breiðu- merkursands. Brúarsmiður var Jónas Gíslason. Kornrækt var fremur lítil í héraðinu, ýmsir höfðu gefizt upp vegna þess hve illa sú ræktun hefur gefizt seinustu ár. Og mis- jöfn varð uppskeran síðastl. sum- ar, en það mun hafa verið sáð í um 40 ha. Tveir akrar brugð- ust alveg að talið var vegna þurrkanna og einn að nokkru leyti. Annars mun uppskeran yfirleitt hafa verið 15 til 20 tonn af ha. En hið merkilegasta er að uppskera var mjög góð á 4 ha. spildu sem sáð var í skammt frá brúnni á Hornafjarðarfljótum, en þar er raki mikill, þar varð upp- skeran um 30 tunnur af ha., það kom einnig í ljós að áburðarnýt- ing er þar mjög góð. Þarna I Hoffelssöndum eru fleiri hundr. uð hektarar lands, sem ekki er nýtt ennþá en er nú algerlega friðað fyrir ágangi vatns síðan fljótin voru brúuð. Um kartöfluræktunina í sum- ar hefur áður verið talað um, en þar mun vera um tugþúsunda ef ekki hundruð þúsunda króna tjón að ræða vegna hinnar lé- legu uppskeru. Hér í Hornafirði eru 4 íbúðar- Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.