Morgunblaðið - 18.11.1964, Síða 17

Morgunblaðið - 18.11.1964, Síða 17
J Miðvikudagur 18. nóv. 1984 MORGU N BLADIÐ 17. BIKGIR GUÐGEIRSSON SKRIFAR UM HÚÓMPLÖTUR l..Jll!lllllllllllllllllllllllllllll!IIIIIHIIIIinilllllllll!lll!!!lHII!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!IIIIIIIIIIIIIIIIIII|iini Sviatoslav Richter H EINU SnsrNI var það talsvert = vandamál og kosnaðarsamt að -= ganga þannig frá hljómplöt- = um þeim, sem maður átti, að S viðunandi væri bæði hvað E ytra útlit oig varðveizlu snerti. = Maður þurfti að kaupa sér §j albúm til þess að geyma plöt- = urnar í, bæði til hægðarauka = og til þess að fyrirbyggja f skemmdir af ryki. En þegar g hæggengar hljómplötur komu g á markaðinn var þetta vanda^ = mál af augljósum ástæðum að H mörgu leyti leyst, þó að enn í = dag sé talsverður munur á frá H gangi eftir því hver hinna = ýmsu fyrirtækja eiga í hlut. Nýlega bárust hingað til = lands fyrstu hljómplöturnar í útgáfuflokki frá PHILIPS, g sem nefndur er Luxus-sería, = hvernig svo sem menn vilja S útleggja það á góða íslenzku. = Þegar þessar hljómplötur eru 3 athugaðar, vekur það strax at 3 hygli, að ytri frágangur þeirra = er svo glæsilegur og vandaður = að af ber. Hver einstök plata §j er í sér hefti eða albúmi, sem H opnast eins oig bók. Á forsíðu 3 er litprentuð mynd, sem í |j sjálfu sér er ekkert óvanalegt, §E af viðkomandi listamönnum, = eða heimsfrægum listaverk- = um. Þegar heftið er opnað, er = að finna prentaðan texta um = tónlistina og flytjendur auk = að sjálfsögðu hljómplötunnar S sjálfrar. Um þetta er svo vand g lega búið með sterklegri plast = umgjörð. Það er í rauninni g tómt mál að reyna að lýsa g þessu, miklu fremur skyldu = menn leggja leið sína upp í = hljómplötudeild „Fálkans“ oig = líta eigin augum. En það er bara ekki nóg 'að E ytri frágangur sé glæsilegur = og vandaður, ef innihaldið er 3 eitthvað rusl. Ef við stöldrum 3 aðeins við og hugum að því, = hvað hér sé á boðstólum, kem M ur í Ijós, að PHILIPS hefur H valið í þennan útgáfuflokk = sínar allra beztu hljóðritanir = og eru sumar þeirra svo frá- n bærar, að engar aðrar stand- S ast þar samanburð. Má þar §§ fyrst nefna hljóðritun á píanó §j konsertum eftir Franz Liszt,, g sem leiknir eru af Sviatoslav = Richter og Sinfóníuhljómsveit H inni í London undir stjórn §§ Kondrashin. Þessi hljóðritun = er makalaus. Einstök í sinni g röð og hvort tveggja í senn p einhver bezta spilamennska, = sem til er með Richter á plötu = og um leið bezti flutningur á I þessum verkum Liszts, sem = völ er á. Svo mjög, að margur = mun heyra þessi verk sem í p fyrsta sinn. Richter leikur g þessi verk af slíku músikali- = teti, er sjaldan heyrist. Hann S er ekki að sýna okkur hvað |§ hann getur, en það gerir hann H stundum (t.d. með því að = auka tempó í erfiðum oktöv- E um o.s.frv.), heldur upphefur = hann þessi verk í það veldi, = sem maður hélt að þau aldrei E mundu ná. Sömuleiðis er auð H heyrt, að Richter hefur með | nærveru sinni og leik beinlín- g is innblásið Englendingana, S sem með honum leika og það g hefur hann örugglega gert, §§ fremur en hljómsveitarstjór- = inn, sem þó er alls góðs mak- = legur. Ef við athugum aðra hljóm = plötu í þessum flokki, sjáum = við hljóðritun á tveimur af = vinsælustu sónötum Beethov- = ens fyrir fiðlu og píanó, þ.e.a.s. §§ „Vor-sónötuna“ og Kreutzer- g sónötuna“, Þetta er hluti af =3 heildarútgáfu PHILIPS á fiðlusónötum Beethovens, sem kom út nýlega, en þær eru leiknar af David Oistrakh og Lev Oborin. Hvað er um þessa upptöku að segja? Fyrst og fremst það, að heildarút- gáfa PHILIPS á þessum verk- um er almennt talin sú bezta, sem völ er á, a.m.k. ef miðað er við nútíma hlj óðritanir. Það liggur ljóst fyrir, að Oborin er ekki eins góður píanóleikari og Oistrakh er góð ur fiðluleikari og reyndar ekki heiglum hent að leika með Oistrakh. Hins ber þó að gæta að Oborin er öllu fremur þekktur sem píanisti í kamm- ermúsík en sem einleikari og þar að auki hafa þeir Oistrakh og hann leikið mikið saman. Oborin hefur fyllilega næga tækni og það til aflögu. En tækni er kannske þegar allt kemur til alls meira en bara það að hitta á réttar nótur. Oig það út af fyrir sig að hitta alltaf á réttar nótur er kannski ekki aðalatriðið. Það sem Oborin vantar, ef eitt- hvað er, er sá gullni þráður, sem skilur milli góðs lista- manns oig mikils. Um lei'ð og þessar sónötur Beethovens eru hans vinsæf ustu, eru þær jafnframt þær bezt leiknu í heildarútgáf- unni. Allmargar hljóðritanir með belgíska fiðluleikaranum Art- hur Grumiaux (framborið Grýmíó) eru í Lúxusútgáfu PHILIPS oig ber þar hæst upp tökurnar á fiðlukonsertum Mozarts þar sem Sinfóníu- hljómsveitin í London leikur með undirstjórn Colin Davis, sem er þokkalegur Mozart- dirigent og reyndar uppblás- inn af enskum gagnrýnendum sem slíkur. Þess má til gam- ans geta að sumir þeir íslend- ingar, sem mest og bezt eru að sér í fiðluleik hafa Grumi- aux í miklum hávagum og eft ir- þeim hljóðritunum að dæma, sem eru í þessum út- gáfuflokki, ekki að ástæðu- lausu. Grumiaux sýnir hér allt í senn fagran tón, óskeikula tækni, og um fram allt hrein an o gfágaðan stíl. Fleiri fiðlu konsertar leiknir af Grumi- aux eru fáanlegir í þessari út- gáfu og er þar einkum athygl- isverð upptakan á fiðlukon- sertum Tchaikovskys oig Mend elsohns sem eru einhverjir þeir vinsælustu meðal tónlistarunn enda almennt. Á það ber að benda að þessi siðastnefnda hljóðritun er einkar hagkvæm frá fjárhagslegu sjónarmiði, þar sem tímamagn er óvenju vel útilátið, enda nota ýmis fyrirtæki hátt upp í heilli plötu á hvort verk um sig. Áður en skilið er við þær upp tökur, sem fáanlegar eru með Grumiaux, skal lol 3 bent á sónötur fyrir fiðlu og píanó eftir Mozart, þar sem hann leikur með Clara Haskil, en hún er fyrir nokkru látin, og ennfremur á ágæta hljóðritun á fiðlukonsertum no. 3 eftir Saint-Saens og no. 5 eftir Vieuxtemps, en það er Lam- oureux-hljómsveitin sem leik ur með undir stjórn Manuel RosenthaL Ein bezta hljóðritun sem heyrzt hefur með I Musici er fáanleg í þessum Lúxusflokki frá PHILIPS, en sú hljóm- plata ber heitið — Serata Veneziana —. Á þeirri plötu eru verk eftir fjögux tón- skáld af ítalska barokk-skól- anum; Albinoni, Vivaldi, Marcello og Galuppi. Verk Vi valdis á þessari plö.tu er kon- sert í F-dúr fyrir þrjár fiðlur og strengjasveit með harpsí- kord-continuo og er það verk eitt hljómplötunnar virði. Tvær frábærar hljóðritanir með Gerard Souzay eru í þess um útgáfuflokki, þ.e.a.s. „Dichterliebe“ eftir Sehumann og „Die schöne Mullerin" eftir Schubert Dalton Baldwin leikur á píanó, en báðir eru þessir listamenn okkur að góðu kunnir og Souzay gjarn- an og maklega settur í flokk með Dietrich Fischer-Dieskau. Sumir vilja einnig skipa Her- mann Prey á bekk með þess- um tveim, einkum þeir sem meta söngvara eftir því álagi sem þeir geta orkað á hljóð- himnur hlustenda, en heldur verður það að teljast hæpið, a.m.k. enn sem komið er, því að Prey er fremur belgings- legur sömgvari. Eberhard Wáchter mætti gjarnan nefn- ast í þessu sambandi, þar sem mmnst er á „Dichterliebe" eða „Ástir skáldsins" eftir Schu- mann, því að hann er einn þeirra, sem ekki alls fyrir löngu lét frá sér fara hljóð- ritun á ljóðaflokki þessum og illu heilli var dælt í tvígang með stuttu millibili yfir hlust endur Ríkisútvarpsins, og kannske oftar. Eberhard Wáchter er ágætur óperusöngv ari, eins og sannast á með- ferð hans á hlutverki Þórs (Donner) í hljóðritun Decca á „Rínangulli“ Wagners, en sú hljóðritun er mjög athugandi fyrir þá, sem vilja kynna sér óperur Wagners og ekki »ru haldnir þeirri undarlegu fyrru að fyrstu óperur hans séu betri en þær seinni, og sein- ustu. Þær fyrstu eru einfald- lega lakastar en eru þó á him ingnæfandi mælikvarða. Að heyra Wáchter böðlast í gegn um „Ástir skáldsins“ eins og einhver Ása-Þór hlaðinn hömr um og kröftum er hlægilegt, og þó öllu fremur grátlegt og jafnvel hvort tveggja í senn. Enn ein hljóðritun í Lúxus útgáfu PHILIPS, sem vert er að vekja athyigli á er Sinfó- nía no. 6 í h-moll (Pathetique) eftir Tchaikovsky. Sinnfónían er hér leikin af Sinfó.iíuhljóm sveitinni í London undir stjórn Igor Markeviteh, sem er öðrum hljómsveitarstjórum betri sem túlkandi rússneskr- ar tónlistar. Verkið er hér flutt af því samblandi funa og vizku, sem sennilega gerir þetta að beztu nútímahljóðrit un, sem völ er á. Þeim fáu sem hafa alizt upp við hina stórbrotnu hljóðritun, sem mesti hljómsveitarstjóri vorra tírna, Wilhelm Furtwángler, gerði skömmu fyrir seinasta an flutning. En þeim hinum g sömu skal bent á, að þó að = enginn núlifandi hljónrjsveitar 3 stjóri svo mikið sem nálgist s Furtwángler, þá er þó sem j| betur fer heill hópur af ágætis s dirigentum í gangi og Marke- = vitch er örugglega einn þeirra. = Ekki verða fleiri hljóðritan- 3 ir teknar til meVferðar í þetta = sinn af hiiium ágæta og sér- = stæða útgáfuflokki frá PHIL- = IPS, sem ber heitið Luxus- = Serie. Það mun því miður j§ fremur algengt að hljómplöt- = ur séu keyptar nokkuð í 3 blindni annað hvort eftir verk = um eða flytjendum ,en þar jl sem hið fyrra ætti að vera 3 örugg trygging fyrir því að = kaupandinn fái það sem hann s æskir, þá er engan veginn j§ tryggt að hið síðara veiti = neina alhliða tryggingu. Lista §§ mönnum eru oft meira og = minna mislagðar hendur og 2 það eru þeim sem sjá um _ §§ hljóðritanir líka. Mælikvarð- s inn á flutningi er geysi hár. §§ Jafn hár og hærri en það, sem = við heyrðum er Sinfóníu- 3 hljómsveitin í Pitsburgh lék = hér í samkomusal Háskólans = um daginn. Um þennan nýja út = gáfuflokk PHILIPS er það að 3 seigja, að menn mega lengi = leita áður en þeir finna mis- = heppnaða hljóðritun,. og jafn- = vel þegar hún tels‘t fundin, er 3 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiisiiiiiiiiimiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiu strið með Philharmoníuhljóm sveitinni í Berlín, þykir ef- laust lítið til koma um þenn- Birgir Guðgeirssou. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍUIIIIIIIIIIIIIIIIIIilllllllllllllllllllllllllllllilllEllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Bfacksi Decken Fulltrúi frá Black & Decker verður til viðtals frá kl. 1—6 í dag á vélasýning- unni í Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörns- sonar h.f. Skúlatúni 6. Mun hann kynna þar Black & Decker verkfæri og svara fyiirspurnum. G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON H.F. Arthur Grumiaux

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.