Morgunblaðið - 03.12.1964, Page 3
3
/
/ Fimmtudagur
3. des. 1964
ÍMORGU N BLAÐIÐ
i
Vii
höfnina
1»AÐ var kalt niðri við höfn
í gærmorgun í norðanstrekk-
ingnum. Eyrarkarlarnir voru
komnir í þykkar úipur, með
lopavettlinga á höndum og
drógu hettuna fram yfir
höfuð.
Norska skipið Andy lá við
Togarabryggjuna (Faxagarð),
og var verið a'ð skipa út í það
brotajárni frá Sindra iif. Þetta
mun vera einn stærsti brota-
járnsfarmur, sem Sindri hefur
sent úir landi, ef ekki sá
stærsti, 11-1200 tonn. Járnið
á að fara til Vestur-Þýzka-
lands.
Sindri hf. hóf að selja brota
járn úr landi árið 1049. Þá var
1.000 tonna farmur semdur til
Póllands, og er það eini farm-
Uiiinn, sem seldur hefur verið
austur fyrir jámtjald af brota
járni. Síðan hefur Sindri hf.
selt mikið af járni til útlanda.
Fyrirtækið klippir járnið hér,
pressar það og flokkar, svo a~ð
þa’ð fer beint til verksmiðj-
anna, sem bræða járnið að
nýju, þegar út kemur. Hafa
verksmiðjurnar, sem kaupa
járnið, viðurkennt flokkun
Sindra hf. en járnið er flokk-
að í þrjá til fimm flokka.
Á minni myndinni má sjá,
hvar verið er að skipa síldar-
tunnum á land upp úr ms.
Bakkafoss, sem lá fyrir neðan
gamla Eimskipa-pakkhúsið.
Tunnumar munu ætlaðar und
ir suðurlandssíldina. (Ljósm.
Mbl. Sv. Þ.)
— Peron
Framhald af bls. 1
Af hálfu liðsforingja í her
Argentínu var þess þá þegar
krafizt að stjórnin lýsti yfir
hernaðarástandi í landinu, ef
Peron kæmi þangað. Var her
og lögreglu gert viðvart og
efldur vörður á öllum landa-
mærum. — Innanríkis-, utan-
ríkis- og landvarnaráðherrar
landsins komu saman til fund-
ar þegar er fyrstu fregnir bár-
ust um ferðir Perons. Er haft
eftir áreiðanlegum heimildum,
að Argentínustjórn hafi þegar
sent fulltrúa til Paraguay,
Uruguay og Brazilíu með þau
tilmæli, að Peron yrði ekki
veitt landvistarleyfi, þótt
hann beiddist þess.
Flugvélin frá Iberia-flugfé-
laginu spánska, sem lenti á
Galeao-flugvelli í Rio De
Janeiro, reyndist hafa um
borð þann umdeilda mann,
Peron. Var tilkynnt, er flug-
vélin lenti, að henni yrði ekki
leyft að halda áfram ferðinni
til Uruguay, svo sem fyrir-
hugað var, nema iþví aðeins
®ð Peron héti þvi að fara af
henni og haída aftur til
Madrid með annarri flugvél.
Borizt hafa orð frá Madrid,
að ekki sé svo víst, að honum
verði leyft að koma þangað
aftur. Hann hafi nú rofið þau
skilyrði er sett höfðu verið
fyrir dvalarleyfi hans.
Peron hafði ætlað sér að
komast til Montevideo í
Uruguay og halda þaðan til
Paraguay, þar sem hann
hugðist dveljast um hríð og
biða færis að komast til Arg-
entínu.
Flugvélinni, sem Peron kom
með, var haldið I tvær
klukkustundir á flugvellinum
©g varð að lokum að aflýsa
ferð bennar áfram til Monte-
video. Er Peron gekk út úr
vélinni, var í fylgd með hon-
um fulltrúi Brazilíustjórnar,
Joao Lampreia Gracie, er
eagði, að hann mundi ekki fá
leyfi til að halda áfram för-
inni, heldur yrði honum snú-
ið aftur til Spánar.
Fréttamenn sem þyrpzt
höfðu tii flugvallarins, 'fengu
ekki að tala við Peron. Sama
var að segja um nokkra tugi
peronista, sem komnir voru
til að taka á móti leiðtogan-
um. NTB- fréttastofan hefur
eftir áreiðanlegum heimild-
um, að Peron hafi átt langt
símtal við forseta Brazilíu,
Castelo Branco, og þá failizt
á að fara aftur til Spánar.
í fréttum frá Madrid segir að
framlenging dvalarleyfis Per-
ons á Spáni þarfnist ræki-
legrar athugunar. Hann hafi
haft leyfi yfirvaldanna til að
fara úr landi, en ekki til að
koma þangað aftur.
Haft er eftir einkaritara
Perons að brottför hans hafi
komið mjög á óvart. „í gær-
kvöldi starfaði ég með hon-
um eins o.g venjulega", sagði
einkaritarinn, „og þegar við
kvöddumst kl. 9“, sagði hann,
„sjáumst aftur á morgun“ —
þetta kemur mér mjög á
óvart“. Lögregluvörður er við
hús Perons í Madrid, en þar
dvelst nú kona hans, Isabel.
— Páfinn
Framhald af bls. 1
flóttamenn. Svaraði páfi því til,
að hann gerði sér ljósa grein fyr-
ir því, hvert vandamál samskipti
Araba og fsraelsmanna væri.
Á leiðinni sendi páfi jafnóðum
kveðjur til þjóðhöfðingja þeirra
ríkja, er flogið var yfir.
★
Við komuna til Bombay, þar
sem sólin var að byrja að ganga
til viðar, var páfa mjög fagnað.
Höfðu á að gizka hundrað þús-
undir manna safnazt saman á
flugvellinum — og var fólk
þetta af ýmsum trúarflokkum,
hindúar, múhameðstrúar, búdda-
trar, kaþólskir o. s. frv. Tvö þús-
und manna lögreglulið hélt
mannfjöldanum í skefjum og
beitti . léttum bambusstöngum.
Þó tókst u.þ.b. 2000 manns að
brjótast gegnum raðir lögregl-
unnar og þyrptist fólkið út á
flugbrautiná. Átta þúsund ka-
þólskum Indverjum var hleypt
inn á flugvöllinn í fylgd presta.
Fagnaði þessi hópur páfa lengi
og innilega, er hann sté út úr
flugvélinni.
Ekki bar á, að öfgamenn
hindúa hefðu sig í frammi á flug
vellinum. Höfðu þeir hótað að
mótmæla komu páfa kröftug-
lega, á þeirri forsendu, að hér
væri um að ræða innrás ka-
þólskra í Indland. Undanfarna
daga hefur komið til átaka í
Bombay, er lögreglan hefur
handtekið nokkra helztu leið-
toga hindúa. Seinast í gærkvöldi
voru tugir manna handteknir, en
samkvæmt AP-frétt munu alls
um 250 hindúa leiðtogar sitja í
gæzluvarðhaldi meðan á heim-
sókn páfa stendur.
Páll páfi VI hafði sagt í við-
tali við fréttamenn áður en
hann fór frá Róm, að hann væri
reiðubúinn að hitta að máli leið-
toga hindúa, ef þeir óskuðu að
ræða við hann.
Þegar páfi gekk eftir rauða
dreglinum, sem breiddur var út
frá flugvélinni, gengu þeir í
móti honum, Lal Bahadur
Shastri, forsætisráðherra, — sem
er hindúi og sagður hafa verið
mótfallinn komu páfa, a.m.k. í
fyrstu — og varaforseti landsins,
Zakir Hussein, sem er múham-
eðstrúar. Heilsuðust þeir þar og
gengu síðan saman til að heilsa
fulltrúum hinna ýmsu sendiráða,
og ráðherrum úr stjórn Ind-
lands, þar á meðal Indiru
Gandhi, upplýsingamálaráðherra,
dóttur Nehrus. Flestir. höfðu
þeir, eins og Shastri, komið flug-
leiðis frá Nýju Delhi, um þúsund
mílna leið til að heilsa páfa.
Páfi ávarpaði viðstadda ó
ensku — þakkaði þeim fyrir að
koma þessa löngu leið til að
bjóða sig velkominn og sagði
meðal annars, að hann og fylgd-
arlið hans kæmu til Indlands
sem pílagrímar — „pílagrímar
friðar, gieði og elsku“, sagði
hann, og bætti við, „við heils-
um Indverjum öllum, hverjum
manni, hverri konu og hverju
barni og við heilsum öllum þjóð-
um Asíu, öllum þjóðum heims.
Mættu þær alltaf minnast þess,
að við erum öll systur og bræð-
ur og okkur ber að unna hvert
öðru, virða hvert annað og sýna
sannleika, réttlæti og kærleika“.
Varaforsetinn, Hussein, ávarp-
aði páfa fyrir hönd Indverja og
kvað þá djúpt snortna yfir komu
hans.
Dagblöðin í Bombay skrifuðu
öll um komu páfa í dag og töldu
heimsókn hans mikinn heiður
fyrir Bombay og Indland allt.
Frá flugvellinum ók páfi inn
í borgina, 20 km leið að Oval
Park, þar sem þing rómversk-
kaþóisk»a kirkjuleiðtoga er
haldið. Hussein, varaforseti
fylgdi páfa og geysilegur mann-
fjöldi hafði safnazt saman við
veginn, sem um var ekið. Sextán
þúsund lögreglumenn vörðuðu
veginn.
í Oval Park biðu páfa um tvö
hundruð þúsund manns. í ávarpi
sinu til mannfjöldans sagðist
hann hafa komið til Indlands
fyrst og fremst til þess að vera
við hið alþjóðlega þing ka-
þólskra. Kvaðst hann hafa kom-
ið til þess að fullvissa kaþólska
menn um, að hann bæri til
þeirra föðurást og fylgdist af
áhuga með málum þeirra. Ávallt
kvaðst hann minnast þeirra í
bænum sínum og bað þá einnig
minnast sín í þeirra eigin bæn-
um.
Barn fyrir bíl
LAUST eftir hádegið í gær varð
drengur á þriðja ári, Gunnar
Ævarsson, Flókagötu 13, fyrir bíl
á Snorrabraut móts við Skáta-
heimilið. Gunnar mun hafa feng-
ið höfuðhögg og heilahristing. —
Hann var fluttur í Slysavarðstof-
una, en ekki var Mbl. nánar
kunnugt um meiðsli hans í gær.
STAKSTCIWIt
Tveggja flokka kerfi
TÍMANUM hefur að undanfömu
orðið tíðrætt um það, að hér
þyrfti að koma á tveggja flokka
kerfi og hefur talið að þróunin
hnigi í þá átt í nágrannalöndum.
Þanni" segir blaðið t.d. í rit-
stjórnargrein í gær:
„Þetta er til dæmis mjög
greinilegt í Danmörku. Þar hafa
verið margir flokkar. Á seinustu
ámm hafa myndazt þar tvær
aðalfylkingar, sosial-demokratar
annars vegar og gamli vinstri
flokkurinn og ihaldsflokkurinn
hins vegar. í þingkosningunum
í haust misstu smáflokkarair og
klofningsflokkarnir fylgi.
í Svíþjóð virðist þróunin ætla
að verða hin sama. Þar hafa þrír
borigaralegir flokkar keppt við
sosial-demokrata. Nú ræða tveir
hinna borgaralegu flokka, Mið-
flokkurinn (bændaflokkurinn)
og Frjálslyndi flokkurinn um
víðtækt samstarf, er. íhalds-
flokknum verður sennilega boð-
in aðild að, ef hann tekur upp
frjálslyndari stefnu.
í Noregi hafa fjórir borgara-
legir flokkar keppt við Verka-
mannaflokkinn og verið ósam-
mála. Það þótti því mikil tiðindi,
er þessir f jórir flokkar gátu sam-
einazt um ríkisstjórn sumarið
1963. Hún stóð að vísu stuttan
tíma vegna ónógs þingmeirihluta,
en nú er rætt um meira og minna
samstarf þessara flokka í næstu
kosningum. Þannig virðist kerfi
hinna tve,ggja fylkinga vera
óðum að myndast á Norðurlönd-
um, þrátt fyrir hlutfallskosning-
arnar.
í Vestur-Þýzkalandi er svipuð
þróun. Þar eru nú tveir stórir
flokkar. Allir hinir mörgu flokk-
ar, sem risu upp eftir styrjöldina,
hafa verið á undanhaldi, ©g
sumir alveg helzt úr lestinni“.
„Kaupeyrir
F rams óknarf lokksins4*
Undir þessari fyrirsögn birtíst
í gær í kommúnistamálgagninu
eftirfarandi klausa:
„Hin róttæku þjóðmálaskrif
Tímans um þessar mundir minna
á hamfarimar haustið 1949, þeg-
ar blaðið kom út með rauð-
prentuð kjörorð á forsíðu, Rann-
vei,g Þorsteinsdóttir sagði allri
fjárplógsstarfsemi stríð á hendur
og Hermann Jónasson kvaðst
vera að búa sig undir að síga í
Heiðnaberg íhaldsins. Kosninga-
sigur sem Framsóknarflokkurinn
vann þá var notaður til að gera
harða hríð að Sjálfstæðisflokkn-
um pg náði hún hámarki þegar
sá siðarnefndi flutti 1950 fram-
varp um mjög stórfellda gengis-
lækkun sem ætlað var að lækka
raunvemlegt kaupgjald til mik-
illa muna. Framsóknarflokkur-
inn svaraði þeirri ósvinnu með
því að flytja vantraust á ríkis-
stjóra Sjálfstæðisflokksins og
hún var felld umsvifalaust. En
nokkrum dögum síðar var búið
að mynda nýja ríkisstjóm undir
forustu Framsóknarflokksins í
því skyni einu að samþykkja þá
gengislækkun sem hafði orðið
ihaldsstjórninni að falli. Og hinir
róttæku þingmenn Framsóknar-
flokksins sem náð höfðu kosn-
ingu undir rauðprentuðum kjör-
orðum greiddu allir atkvæði með
ráðstöfunum sem verkalýðs-
hreyfingin taldi hið versta til-
ræði við hagsmuni sína.
Þannig hefur Framsóknar-
flokkurinn ævinlega hegðað sér
Oig þannig mun hann alltaf haga
sér vegna þess að burðarás hans
er engin samfelld stjórnmála-
stefna heldur einvörðungu isókn
í þjóðfélagsleg völd. Það
fylgi sem Framsóknarflokknum
áskotnast frá vinstri er sífellt
notað sem kaupeyrir í viðskipt-
um til hægri“.