Morgunblaðið - 03.12.1964, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLADIÐ
Fimriitudagur 3. des. 1964
Rætt um bílferju á Hvalfirði
Á FUNDI Sameinaðs þings í gær
svaraði Ingólfur Jónsson, sam-
göngumálaráðherra fyrirspurn
frá Benedikt Gröndal um bif-
reiðaferju á Hvalfjörð og fyrir-
spurn frá Halldóri E. Sigurðs-
syni um landleiðina til Vestur-
og Norðurlands.
Emil Jónsson sjávarútvegs-
málaráðherra svaraði fyrirspurn
frá Gils Guðmundssyni um afla
tryggingasjóð og Þórarinn Þór-
arinsson gerði grein fyrir þings-
ályktunartillögu varðandi ianda
fundi íslendinga í Vesturheimi.
Bifreiðaferja á Hvalfjörð
Benedikt Gröndal (Alþfl.)
gerði grein fyrir fyrirspurn
sinni til samgöngumálaráðherra
um, hvað liði gerð áætlana um
bifreiðaferju á Hvalfjörð, sem A1
þingi fól ríkisstjórninni að gera,
sbr. þingsályktun frá 19. apríl
1963. Sagði hann m.a. að Hval-
fjörður væri einn erfiðasti farar
tálminn í samgöngumálum ís-
lendinga og yrði það æ meir með
vaxandi bílaumferð.
Ingólfur Jónsson, «samgöngu-
Franskar
snyrtivönir
IcorysT
SALOHÉ
Sérfræðingar
leiðbeina
viðskiptaviniun.
Snyrting
Hárgreiðsla
_____rainöL
Æi .
ð
Laugavegi 21, uppi. Sími 22138
wððmiiMism
LAUGAVEGI 59..slmi 18478
málaráðherra svaraði fyrirspum
inni og fara hér á eftir helztu
atriði úr ræðu hans.
Hann sagði m.á., að það væri
ekki nema eðlilegt, að þingmenn
og aðrir hefðu áhuga á því að
stytta hinar miklu vegalengdir,
sem víða eru hér á landi, þar á
meðal, hvort unnt væri að stytta
leiðina vestur á land með því að
losna við krókinnn fyrir Hvalfj.
í sambandi við þessa fyrirspurn
hefði ráðuneytið snúið sér til
vitamálastjóra og vegamála-
stjóra og óskað eftir umsögnum
þeirra um bílferju yfir Hval-
fjörð, hvað fyrirtækið myndi
kosta og hvaða líkur væru fyrir
því, að það gæti staðið undir sér
rekstrarlega séð. Kostnaðaráætl-
un liggur nú fyrir og er þá gert
ráð fyrir, að ferjan kosti um 10
millj. kr., hafnarmannvirki eða
bryggjur 15 millj. kr. og vega-
gerð 2 millj. kr.
Þá hefur einnig verið gerð
lausleg áætlun um það, hvort
hugsanlegt væri, að þessi kostn-
aður fengizt uppi borinn með tekj
um af ferjunni. Sú áætlun leiðir
í ljós, að hugsanlega gætu tekj-
urnar orðið yfir árið um 6 millj.
kr., því að álitið er, að takmörk
séu fyrir því, hversu ferjutoll-
urinn megi vera hér. Reynslan
í Noregi er sú, að til þess að
menn vilji nota ferjur sem þess-
ar, má ferjutollurinn helzt ekki
vera hærri en sem svarar því,
sem sparast í benzíni við það að
losna við krókinn. Valdimar
Kristinsson hagfræðingur hefur
gert eins nákvæma athugun á
þessu og hægt er að gera undir
þessum kringumstæðum, en þar
segir m.a.:
„Að dómi fróðustu manna mun
vart koma til greina að hafa bíl-
ferju utar á Hvalfirði en milli
Hvaleyrar og Kataness Að hafa
ferju utar, mundi fyrst og fremst
hagkæmt vegna Akraness, en
lengri ferjuleið og þá einkum
sjógangur í slæmum veðrum mun
sennilega útiloka þennan mögu-
leika. Núverandi umferðarmagn
fyrir Hvalfjörð ætti að geta
tryggt mesta hugsanlega nýtingu
í reynd á all stórri ferju. Meðal-
umferð á dag yfir árið mun nú
vera allt að 350 bílar, þar af 25%
stórir bílar, rú.tubílar vörubíl-
ar og því um líkt. Ferja, sem
gæti flutt 24—28 minni bíla í
einni ferð og legði upp á hálf-
tíma fresti frá hvoru landi, en á
því ætti að vera góður mögu-
leiki, gæti með 16 tíma nýtingu á
dag og 350 ferjudögum á ári flutt
allt að 600 þús. minni bíla á
ári.
Nú er það reynsla Norðmanna
sem hafa fjölda bílferja í notk-
un, að mesta nýting í reynd sé
Ingólfur Jónsson.
um 1/4 til 1/5 af hugsanlegri há
marksflutningsgetu, sem miðar
við þessa ferjustærð og tíðleika
ferja, yrði 120—150 þús. minni
bílar á ári. Þegar tekið er til-
lit til stóru bílanna, er þetta
einmitt rétt um eða undir núver-
andi umferðarmagni, sem reynd-
ar miðast við mjög snjóléttan
vetur. Og ekki er hægt að búast
við, að allir bílar myndu velja
ferjuna heldur en að taka krók-
inn, en á hinn bókinn gæti ferj-
an að nokkru leyti skapað sinn
eigin markað, svo sem vegna
aukinna sumarferðalaga Reyk-
víkinga um Borgarfjörð og tíð-
ari vetrarferða Akurnesinga til
Reykjavíkur. Eina ferju á Hval-
Landleiðin til Vestur-
og Norðurlands
í SVARRÆÐU við fyrirspurn
Halldórs E. Sigurðssonar um,
hvað gert hefði verið til þess að
athuga möguleikana á -að stytta
landleiðina frá Reykjavík um
Borgarfjarðarhérað til Vestur-
og Norðurlands, sagði Ingólfur
Jónsson m.a., að stærsti þóttur-
inn í að stytta þá leið, væri af-
nám króksins fyrir Hvalfjörð.
Vísaði hann síðan til svars síns
við fyrirspurn Benedikts Grön-
dals um það mál.
Hvað aðra þætti leiðarinnar
snerti, sagði ráðherrann m.a., að
vegamálastjóri hefði falið Stein-
grími Arasyni verkfræðingi að
kanna það mál. Las hann síðan
skýrslu frá Steingrími Arasyni,
en þar er ofangreindri leið skipt
í þrennt: 1. Umferð um Snæfells-
nes, 2. Til Dalasýslu og Vest-
fjarða, 3. Til Norður- og Austur-
lands.
Varðandi umferð um Snæfells-
nes, þá væru tveir möguleikar á
að stytta leiðina þingað, og er
annar þeirra að leggja 15 km
langan nýjan veg frá Gufuárvega
mótum að Álftá og endurbyggja
vee um Geldingadraga og styttir
það leiðina um 26 km. Hinn mögu
leikinn er að leggja veg yfir
Borgarfjörð frá Selseyri undir
Hafnarfjalli að Borgarnesi. Stytt
ir það leiðina um 24 km.
Umferð til Vestfjarða og Dala-
sýslu fer frá Gufuárvegamótum
um Norðurárdal og upp á Bröttu-
brekku hjá Dalsmynni. Þessi leið
styttist um 16 km við endurbygg-
ingu Dragavegar og 6 km við
byggingu vegar yfir Borgarfjörð.
Til þess að stytta leiðina til
Norður- og Austurlands má
hugsa sér að endurbyggja Draga-
veg, lagfæra Borgarfjarðarbraut
og Þverárhlíðarveg og byggja
nýjan veg yfir Grjótháls úr Þver-
árhlíð að Króki í Norðurárdal.
Þetta styttir leiðina um 31 km.
Nýr vegur yfir Borgarfjörð stytt-
ir þessa leið um 6 km.
í skýrslunni er enn fremur
rakið nokkuð, hvernig umferð um
þetta svæði er farið nú og gerður
samanburður á hinum ýmsu leið-
um og enn fremur gerð grein fyr-
ir umferðartalningu, sem fram
fór í júní sl. og þar mælt með
lagningu hraðbrauta.
firði ætti því ekki skbrta verk-
efni, en um fulla nýtingu á tveim
ur ferjum yrði varla að ræða
fyrr en eftir 10 ár samkvæmt spá
um framtíðarbifreiðaeign lands-
manna. Reynslan frá Noregi er
sú, að menn séu fúsir til að
greíða í ferjutoll upphæð, sem
nemur benzínsparnaðinum við að
aka ekki hringinn, en helzt ekki
mikið meira. Nú sparast um 45
km akstur við að taka ferju hjá
Hvaleyri og sýnist þá óvarlegt að
reikna með hærri tolli en sem
svarar 50 kr. á bílleiðinni. Þetta
mundi gefa 6—7,5 millj. kr.
tekjur á ári. Reikna má með, að
rekstur ferju af áðurnefndri
st?erð mundi kosta 6 millj. kr. á
ári, er skiptist þannig, að 2 millj.
kr. væru vinnulaun og því um
líkt, 2,75 millj. annar reksturs-
kostnaður og vextir og afskrift-
ir 1,25 millj. kr., en byggingar-
verð ferjunnar má áætla um 10
millj. kr. og mætti eflaust fá
hagkvæm lán í því sambandi.
Niðurstaðan er því sú, að rekst-
urinn mundi standa alveg í járn
um reiknað með kostnaðinum af
ferjunni sjálfri.' Og er þá ekki
reiknað með hafnargjöldum eða
neins konar afskriftum af nauð
synlegum viðleguplássum beggja
vegna fjarðarins, en varla gætu
þau kostað minna en 5 millj.
kr., þegar með eru taldar læsing
ar og annar sérstakur útbúnaður
leila, hvort nauðsynlegt sé, að
fyrir ferjur. Um hitt má svo aftur
slíkur ferjurekstur bæri sig að
fullu. Til þess að gera sér grein
fyrir því, væri eðlilegt, að gerð
yrði áætlun um, hve miklar og
hvenær gera ætti endurbætur á
Hvalfjarðarveginum og því hlýt
ur að koma að hann verður að
malbikast, ef ferja léttir ekki af
meginhluta umferðarinnar. Hugs
anlegt væri að nota hluta af
vöxtum af því fé, sem færi í vega
bæturnar til að styrkja ferju-
rekstur, en segja má, að það fé
væri ekki fyrir hendi, ef hvort eð
er ætti að hefja stórt átak í vega
gerðinni á þessum stað, þannig
að þegar til framtíðarinnar er
horft, mætti vel hugsa sér það,
að reksturshalli á fyrirtækinu,
ef reiknað er með öllum stofn-
kostnaðinum, mætti réttlætast
af því, að krókurinn fyrir Hval-
fjörð þyrfti ekki eins mikinn
kostnað og mætti spara sér að
gera slitlag á þann veg, vegna
þess að umferðin á króknum
yrði mun léttari fyrir það, að
ferjan tæki við miklum hluta
af umferðinni.
Álit vitamálastjóra
Um álit vitamálastjóra sagði
ráðherrann m.a., að lauslegar at
huganir hafi verið gerðar, svo
og mun vegamálastjóri hafa gert
athuganir á umferð og öðru þar
að lútandi. Augljóst er, að þeim
mun utar á fjörðinn, sem ferja
yrði sett, þeim mun meiri hagur
yrði af ferjusambandi, sérstak-
lega vegna hinna nálægari staða,
svo sem Akraness og Borgar-
ness. Ákvörðun um staðsetningu
slíkrar ferjuleiðar yrði að fara
eftir vandlega unninni áætlun,
þar sem tillit yrði tekið til kostn
aðar við hafnarmannvirki og
vegasambandið og þann fjár-
hagslega vinning, sem af styttu
vegasambandi yrði. Athuganir á
hafnarstæði utan Hvaleyrar og
Katarness hafa ekki verið gerð-
ar, en ef ástæða þætti til, mætti
gera þær á næsta vori og gera þá
um leið nauðsynlegar mælingar
og áætlanir um hafnarmannvirki
við það ferjustæði ættu þá að
geta legið fyrir haustið 1965.
Híns vegar hafa nú verið athug
aðir ferjustaðirnir við Katarnes
og Hvaleyri, þar sem gamlar mæl
ingar voru til og benda lauslegar
áætlanir til þess, að hafnarmann-
virki á þeim stöðum mundu kosta
um 714 millj. kr. á hvorn stað.
Greinargerð vegamálastjóra
Þá rakti ráðherrann greinar-
gerð frá vegamálastjóra um þetta
mál, en þar segir m.a., að leggja
þyrfti um 1,2 km. langan veg
að Ferjubryggju á Hvaleyri af
Vesturlandsvegi og endurbæta
þyrfti verulega núverandi veg
frá Katarnesi á Akrafjalls veg á
2km kafla og einnig þyrfti að
endurbæta um 3 km af Akraf jalls
vegi að vegamótum Akranesveg-
ar. En kostnaður við þessar veg
arbætur er áælaður um 2 millj.
kr. Umferðartalning, sem gerð
hefur verið á Vesturlandsvegi í
Hvalfirði á yfirstandandi ári á
tímabilinu júní-september, sýn-
ir, að meðalumferð þessa mánuð
ina mun vera nálægt 500 bílum á
dag eða um 60 þús. bíla þessa 4
mánuði. Sambærileg umferðar-
talning hefur ekki verið
framkvæmd að vetrarlagi, en ó-
varlegt mun vera að reikna með
meiri meðal umferð mánuðina
október-maí en um 170 bilum á
dag eða um 40 þús. bílum þessa
8 mánuði.
Leiðrétting
í FRÁSÖGN hér í blaðinu í fyrra
dag frá umræðum í Neðri deild
um frumvarp um veitingu presta
kalla, þar sem skýrt var frá
ræðu Jóhanns Hafstein, var sagt,
að hann sagðist vera höfundur
þessa frumvarps, en á að vera:
hann sagðist ekki vera höfund-
ur þessa máls.
Um eyjar og annes
Bergsveinn Skúlason segir frá Breiða-
fjarðareyjum
ÚT er komin bók um Breiða-
fjarðareyjar eftir Bergsvein
Skúlason og nefnist hún „Um
eyjar og annes“. Eru það minn-
ingar höfundar og ferðaþættir,
sem hann hefur flutt í útvarp og
aðrir, sem ekki hafa áður séð
dagsins ljós eða borizt yfir land-
ið á öldum ljósvakans, að því er
höfundur segir í formálsorðum.
Fróði gefur bókina út og gerði
bókaútgáfan út leiðangur í flug-
vél til að taka myndir af eyjun-
um og umhverfi þeirra. Gunnar
Geir Vigfússon tók myndirnar og
birtast þær í bókinni og gefa
góða hugmynd um gerð og lögun
eyjanna.
Fyrri hluti bókarinnar nefnist
„Dokað við í Vestureyjum Breiða
fjarðar" og eru þar frásagnirnar:
Skroppið í Oddbj arnarsker, Lit-
azt um x Flatey, Inneyjar, Svefn-
eyjar, Hvallátur, Skáleyjar,
Sviðnur, Ólafseyjar, Hafraklett-
ur, Hergilsey, Sauðeyjar og Dag-
stund í eyðieyjum (Bjarnareyj-
ar, Stagley og Gassasker). Seinni
Bergsveinn Skúlason.
hlutinn nefnist „Að vestan" og
segir frá Breiðuvík, Látrum og
nágrenni og Látrabjargi og Látra
heiðL