Morgunblaðið - 03.12.1964, Qupperneq 20
20
MO RG U N B LAÐIÐ
Fimmtudagur 3. des. 1964
v
Viktor Heiödal Aöal-
steinsson — Minning
Fæddur 5. marz 1940.
Dáinn 25. nóvember 1964.
STUNDUM berast fregnir, sem
eru svo fjarri öllu þvi, er við
höfum vænzt, að okkur veitist
ógerlegt að trúa þeim fyrst í
stað. Þannig mun mörgum kunn
ugum hafa brugðið við, er þeim
var greint frá andláti Viktors
Heiðdal Aðalbergssonar hinn 25.
nóvember síðastliðinn. Viktor
var aðeins 24 ára áð aldri, og
gamlir vinir hans og nýir hefðu
fyrir fáum vikum sízt af öllu
getað gert sér í hugarlund, að
hans biðu svo svipleg æfilok,
sem nú er raun á orðin.
Viktor fæddist á Seyðisfirði 5.
marz árið 1940, sonur hjónanna
Aðalbergs Sveinssonar og Sig-
ríðar Friðriksdóttur. Ólst hann
þar upp í glöðum systkinahópi.
Ég, sem þetta rita, hlaut áð
fagna því láni að eiga hann að
nánum leikbróður og vini öll
okkar bernskuór. Nú, þegar Vikt
or er látinn, eru mér ofarlega í
huga þessir björtu og áhyggju-
lausu dagar leikja, æfintýra og
fölskvalausrar vináttu, sem al-
drei bar skugga á. Frá þeim ár-
um geymi ég í huga mér mynd
af góðum dreng í þess orðs sönn-
ustu merkingu, góðum dreng, en
um leið efnismanni, sem aug-
ljóst var, að mikils var af að
vænta. Ég geri ekki tilraun til
að þakka vini mínum þessar
minningar. Þær eru mér dýr-
mætari en svo, að orð fái lýst.
19 ára að aldri hóf Viktor tré-
smi'ðanám hjá frænda sínum,
Halldóri Karlssyni húsasmiða-
meistara í Reykjavík. Áður
hafði hann lokið iðnskólanámi á
Seyðisfirði og um skeið unnið
hjá Skipasmíðastöð Seyðisfjarð-
ar. Stundaði Viktor námið af
einstæðu kappi,.enda kom skjótt
fram sjaldgæf leikni hans til
allra verka. Að loknu námj vann
hann hjá Halidórí allt þar til
hann fyrir fáum vikum kenndi
þess sjúkdóms, er dró hann til
dauða. í starfi sínu sýndi Viktor
dæmafáa trúmennsku, dugnað og
kunnáttu, svo sem þeim öllum
er í fersku minni, er kynni höfðu
af honum og athöfnum hans á
þeim vettvangi. Fóru þar saman
áskapaðir hæfileikar til þeirrar
iðnar, er hann hafði valið sér,
langvarándi æfing, og atorka,
sem aldrei brást, svo lengi sem
hann fékk verki valdið. Með
þýðu viðmóti sínu og háttprú'ðri
framkomu vann hann og hug
allra þeirra, sem nutu návistar
hans.
Viktor kvæntist árið 1962 eftir
lifandi konu sinni, Sigríði Jóns-
dóttur. Hafði hann búið henni
og börnum þeirra yndislegt heim
ili að Skipasundi 75, þar sem
innanstokksmunir flestir voru til
orðnir í högum höndum hans.
Bar Viktor mikla umhyggju
fyrir fjölskyldu sinni og vakti
sífellt yfir velferð hennar. í októ
bermánuði síðast lfðnum fæddist
þeim hjónum dóttir, en eldra
barn þeirra er ársgamall dreng-
ur, Sigurjón að nafni. Ríkti mik-
il gleði á heimilinu, er dóttirin
var farsællega í heiminn borin.
Því þyngri er sá skuggi sorgar-
innar, sem yfir því hvilir nú.
Tryggð Viktors við bemsku-
heimili sitt og foreldra er við
brugðið af þeim, sem bezt þekktu
til. Kom þar fram sem annars
staðar sú hjartahlýja, er hon-
um var eiginleg, og alúð hans
við alla þá, er honum voru á
einhvern hátt vandabundnir.
Sá harmur, sem nú er að ást-
vinum Viktors kve'ðinn, er þyngri
en svo, að nokkurt huggunarorð
fái sefað hann. Og alkr kunnug-
ir, er álengdar standa, eru sem
þrumulostnir. Við spyrjum ósjálf
rátt, hvemig það megi verða, að
ungur gæfumaður deyi svo óvænt
frá konu og börnum, einmitt
þegar m.anndómsárin eru að hefj
ast og lífið brosir við með öli-
um sínum draumum og framtíð-
aráætlunum, áð ástkær sonur og
bróðir, sem björtustu vonir for-
eldra og systkina voru við bundn
ar, hverfi svo skyudilega af sjón
arsviðinu. Hugurinn getur myrkv
ast andspænis slíkum spurning-
um. Það kynni að hvarfla að
okkur efi um kærleika ha.ns,
sem öllu ræður, eða jafnvel um
mátt hans til að yfirstíga mann-
lega kvöl. Við rýnum hin .huldu
rök örlaganna, en svörin við
spurningum okkar liggja ekki
alltaf í augum uppi.
Þó hefur Guð fengið okkur
eitt svar: Að lokríu því lifi, sem
við eigum hér í heimi og sem
oft er svo stutt og þrungið marg
háttuðu mótlæti og raunum, er
okkur annað líf og betra gefið.
Að enduðum þrautum þessarar
tilveru færir Guð okkur nýjan
heim og bjartari. Þannig sigrar
kærleiki Guðs um síðir allar þær
þjáningar, sem hann ekki fær
afmáð hér á jörð, jafnvel sjálf-
an dauðann. — Þessi er mín trú,
og hana skal enginn frá mér
taka. f krafti hennar veit ég, að
í fyllingu tímans fæ ég aftur að
sjá bernskuvin minn. Vera má,
að við í nýjum heimkynnum fá-
um enn brugðið á þá björu leiki,
er við forðum áttum samaru
Vera má og, að okkur verði
önnur verk ætluð. Því ræður Guð
einn. En endurfundirnir verða að
lokum. Um það efast ég ekki eitt
andartak. ,
Á þessum myrku skammdegis-
dögum á ég þá bæn heitasta, að
sama trú megi verða ástvinum
Viktors huggun í þungfbœrri
sorg. Þeir, sem mest hafa misst,
eiga einnig mesta gleði í vænd-
um á degi endurfundanna. Guð
gefi, að harmi syrgjendanna
megi létta í ljómanum af því
fyrirheitL ,
Heimir Steinsson. >
RYKSUGUR
BÓNVÉLAR
HÁRÞURRKUR
HRÆRIVÉLAR
Vestur-Þýzk gæðavara
,VESTUROÖTU Z- LAU6AVE0I 10
SÍMI 20300
2
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
*
„Þú færð flugdrekann
þinn, þegar þú verður
svolítið hærri í loftinu"
sagði faðir hans. „Von-
andi gefur Apki, guð
vindanna, þér blásandi
byr“.
Skömmu síðar fór Khun
San út að leika sér við
endurnar niður við
skurðinn. Það var blæa-
logn. Ekki bærðist nokk-
urt strá. Þetta var sann-
arlega skrítið! Það sást
ekki nokkur gára á vatn-
inu. Skeggið á geitinni,
henni Pimm, hékk beint
niður og dróst við gulu
blómin á skurðsbakkan-
uán.
Khun San var svo hissa
að hann tók ekki nærri
strax eftir ókunna mann-
inum, sem kominn var til
hans. Þetta var hár og
grannur ungur maður,
klæddur marglitri silki-
skikkju. Hún var með
blómamynztri, og blómin
voru eins og þau væru að
fjúka í allar áttir. And-
lit unga mannsins var
toiginleitt og nefið hvasst
og litarhátturinn fölur
og tær eins og spegil-
skyggð tjörn. Augu hans
voru ekki brún og hlý,
eíns og augun í Khun
San. Þau voru blágræn
og nokkuð hvöss.
„Khun San, ég er Apki,
guð vindanna", sagði
hann. „Ég hefi týnt
stoppunálinni minni og
er nú að leita að henni.
Hjálpaðu mér! Ég missti
hana niður rétt hjá hús-
inu þínu, þegar ég var á
leiðirtni til að aðgæta,
hvort sunnanvindurinn
blési almennilega. Þú
veizt máski ekki, að vind-
arnir koma til mín heim
í himininn á hverri
nóttu. Og þá verð ég að
sauma og rimpa þá sam-
an, því að þeir eru allir
hengilrifnir eftir að hafa
blásið allan daginn. Ef
ég hefi ekki nálina mína,
get ég ekki gert við þá,
og þá er ekki haagt að
senda neina vinda út til
að blá«a“.
„Er nálin þin eins og
venjulegar nálar?" spurði
Khun San, þegar hann
mátti mæla fyrir undrun.
„Hún er um það bil eins
löng og bæði hornin á
geitinni þinni til sam-
ans“, svaraði Apki bros-
andi. „Og augað er á
stærð við andaregg. Þú
mátt ekki segja neinum,
að ég hafi týnt henni. Það
eru ekki allir eins hug-
aðir og þú. Bf þú skyldir
finnna nálina, viltu þá
þræða hana upp á hæstu
bambursgreinina við
húsið þitt og ég mun
vitja hennar. En ég er
hræddur um, að ég geti
engan vind sent út, fyrr
en ég fæ nálina mína
aftur“.
Khun San var aftur
orðinn einn, því guð
vindanna var horfinn.
Hann fór strax að svipast
um eftir nálinni. Hann
leitaði í mosanum og
grasinu og hálmbyngjun-
um við hrísgrjónaakur-
inn. Hann teygði siig til að
sjá upp í greinar gúm
trjánna og blöð banana
plantanna. En nálina var
hvergi að sjá.
,,Ef ég finn nálina ekki
getur Apki aldrei saumað
saman rifurnar á vind-
unum“, hugsaði Khun
San dapur í bragðL
„Hverniig á ég þá að láta
flugdrekann minn fljúga.
þegar pabbi gefur mér
hann?“
Hann hugsaði um, hve
gaman var oft niðri á
flugdrekavellinum. Þar
voru sælgætissalar og
bumbuslatgarar og flug-
drekasmiðir, sem gátu
látið bambusstangir
halda jafnvægi á nefinu
á sér.
í þrjá daga leitaði
Khun San árangurslaust
að nálinni.
„En sá voðalegi hiti i
þessari lognrnollu", sagði
faðir hans, þegar þau
voru að borða hrísgrjón-
in um hádegisbilið þriðja
daginn.
„Já, það hefur heldur
ekki hreyft vind nú í
nokkra daga", sagði móð-
ir hans, og hellti sósu
ofan á fiskinn á diski
Khun Sans.
Framhald næst.
Ráðningar
64. Eitt auga.
65. Þær eta fóðrið.
66. Enginn köttur hef-
ur tvær rófur. Einn kött
ur hefur einni rófu meira
en enginn köttur, eða
sama sem þrjár rófur.
67. Lögregluþjónninn.
68. Lykkjufall í sokkn
um.
69. í orðabók.
70. Af því enginn vasi
getur verið í tómum
poka.
71. Hvort tvaggja berst
frá munni til munns.
72. í reiptogi.
73. Annars eru þær
alltaf niðurdregnar.
74. Hvítur. Þetta var
ísbjöm á norðurheim-
skautinu.
75. Eina, — þá er
brauðið ekki heilt leng-
ur.
Svör við gátum.
Á dögum Napoleons-
styrjaldanna hafði keisar-
inn laigt bann við allri
verzlun Englendinga á
meginlandinu. Enskan
smyglvarning skyldi
brenna, hvar sem til hans
náðist.
Dag nokkurn átti Napo-
leon leið um sveitaþorp
eitt, og lagði þá ilmandi
kaffilykt fyrir vit hon-
um. Kaffi var eitt af þeim
vörum, sem aðeins var
hægt að fá með því að
kaupa það úr enskum
skipum.
Kaffilyktin kom frá
prestsetrinu og kelsarinn
snarast þangað inn.
Gamli presturinn stóð
í eldhúsinu og var að
brenna kaffibaunir 4
pönnu. „Hvað leyfið þér
yður að gera?“ spurði
keisarinn reiðilega.
En presturinn lét sér
hvergi bregða. „Ég fram-
kvæmi aðeins skipanir
yðar hátignar", svaraði
hann rólega, „oig brenni
enskan smyglvarning".
Þá brosti Napoleon og
leyfði prestinum að halda
áfram við þetta þjóð-
þrifastarf.
Að kasta spilum í hatt
Notuð eru ein spil og
hattur eða pottur. Hatt-
urinn er settur í eitt
stofuhornið og snýr upp.
Ákveðinn er staður, þar
sem þátttakendur skulu
standa meðan þeir kasta.
Spilin eru stokkuð og
hver þátttakandi má
kasta tuttugu spilum í
þeirri röð, sem hann hef-
ur þau í stoklcnum. Hver
vinnur jafn mörg stig og
spilin sem höfnuðu í
hattinum segja til um.
Ás gefur eitt stig, gosi
11, drottning 12 og kóng-
ur 13.
Þetta er skemmtilegur
leikur, sem öll fjölskyld-
an getur tekið þátt í. Erf-
itt er að hitta strax og
fjarlægðin er oðin 2lú—3
metrar.