Morgunblaðið - 03.12.1964, Page 24

Morgunblaðið - 03.12.1964, Page 24
84 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 3. des. 1964 /--------------- JENNIFER AMES: Hættuleg forvitni <________________J kínverska úrvalsrétti og drukku góð vín með. Eftir kaffið fóru þau upp í samkvæmissalinn og þar voru allir spilasalir fullir af útlendingum og skemmtiferða fólki, ríiflum kaupmönnum og venjulegu fólki. Þar voru kjól- klæddir Evrópumenn, Indverjar með vefjahetti, og skrautbúnir Kínverjar. Þetta var töfrandi sambland, og Gail hafði aldrei séð neitt því líkt áður. Clarie og Richard Chisolm höfðu fullan hug á að komast að spilaborð- unum, ekki síður en Brett, en Gail hafði aldrei freistað gæf- unnar við spilaborð áður og langaði ekkert til að reyna núna heldur. — En ekki getum við látíð yður vera eina meðan við erum að spila, Clarie. — Við Richard erum sólgin í að spila, og ég sé að Brett langar til að freista gæfunnar líka. Hún virtist áhyggjufull út af því að þurfa að fórna sér ög vera með Gail á meðan karl- mennirnir væru að spila. En þá kom hún auga á ungan mann og henni létti: — Þarna er þá Hank Redfern! Hann hefur gaman af að stytta yður stundir á meðan. Hann er Ameríkumaður og einstaklega viðfeldinn. Hann hefur verið hérna nokkrar viður og mér fellur einstaklega vel við hann. Hann spilar aldrei heldur, og nú skal ég kynna ykkur, og þá get- ur hann skemmt yður meðan við erum að spila. Gail sá háan og grannan ung- an mann, sem stóð með hend- urnar í buxnavösunum og virt- ist láta sér leiðast. En hann tókst allur á loft þegar hann var kynntur Gail. — Mér er mikil ánægja að fá að tala við ungfrú Stewart á meðan, sagði hann. — Ég vona að mér takist að láta henni ekki leiðast. Hann brosti fallega og Gail féll vel við hann. Þegar þau voru orðin ein s'takk hann upp á að þau settust og fengju sér eitthvað kalt að dreklka. — Hvað kemur til þess að þér hafið farið hingað til Macao ungfrú Stewart? spurði hann. — Ætlið þér kannske að ná yður í verulega fallegt vegabréf? 56 Hún hrökk svo snðggt við að hann hló, en svo bætti hann við með hægð: — En þér eruð svo ensk og svo háttvís, að aldrei mundi maður gruna yður um að nota fölsk vegabréf. . . . Hann lét sem hann hefði sagt þetta í gamni, en hún var áfjáð í að vita meira. — Eru fölsuð vegabréf algeng verzlunarvara hérna? Hann varð alvarlegur á svip- inn og kinkaði kolli. — Macao er miðstöð hrapp- anna, sem verzla með fölsuð vegabréf, sagði hann. Þau eru ein bezta tekjulindin hérna. Ýmsir hafa orðið stórríkir á þeirri verzlun, og vegabréfin eru svo vel gerð, að bæði yfirvöldin og einstaklingar láta blekkjast af þeim. En vitanlega kemur það fyrir að fölsunin kiemst upp og BSaðburðafólk óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Laugavegur frá.1—32 Fálkagata IViávahlíð Laufásvegur frá 58—79 Sími 22-4-80 þá hafa þessir menn, sem keypt hafa vegabréfin dýru verði, unnið fyrir gýg. En þessir vesl- ingar, sem hvergi eiga borgara- rétt, sækjast eftir þeim samt. Það er glæpsamlegt að hafa fé af saklausum fátæklingum á þennan hátt. Gail varð hugsandi. Hún mundi vegabréfin sem hún hafði séð í skrifborðsskúffu Toms Manning og þungu töskuna, sem Brett hafði verið sendur með hingað. Ef hún gæti sannað að fölsuð vegabréf væru 1 töskunni, gæti hún þvingað Manning til að játa, að hann hefði þekkt for- eldra hennar. Og ef til vill var það hann, sem hafði sölsað undir sig verzlun föður hennar eftir að hann var dáinn. Hún varð sífellt sannfærðari um, að hann ætti einhvern þátt í svikunum gegn föður hennar. En hann var orðinn svo voldugur að enginn þorði að anda á hann. Lögfræð- ingafirmað hafði neitað að rann saka málið, og jafnvel Kínverj- inn Ling var hræddur við hann. — Þéruð eruð svo hljóð, ung- frú Stewart! Það var Hank sem vakti hana af hugleiðingunum og hún hrökk við. — Ég hef slæman höfuðverk, sagði hún afsakandi. — Og ég var að hugsa um hvort ég gæti ekki skroppið heim og náð í pill ur, sem ég á uppi í herberginu mínu. Mig langar ekki til að spilla kvöldinu fyrir öðrum, og ég kem aftur eftir stutta stund. — Það er leitt að þér skuluð ekki vera hress, sagði hann. Ég ætla að koma með ykkur, svo að ekkert verði að á leiðinni. — Æ, það er engin þörf á því. Þetta er svo stutt og ég er alveg einfær um að komast það. — En ef mig langar til að koma með yður? Við skulum skreppa þetta strax. Þau áluðu sig gegnum þröng- ina að spilaborðinu og Gail sagði frú Chisolm að hún ætlaði að skreppa heim og ná í pillur. — Ekki getur þú farið ein, sagði Brett. — Og nú er ég að byrja að græða. Geturðu ekki biðið dálitla stund? — Þessi viðfeldni ameríkanski vinur hennar frú Chisolm hefur lofað að skreppa með mér, sagði hún. — Við komum aftur eftir augnablik. — Jæja, ef þú ert ekki komin aftur eftir hálftíma þá kem ég og sæki þig, sagði Brett hlæj- andi. — Mér finnst á mér að ég muni græða stórfé hérna í kvöld, en ég vil þó ekki eiga á hættu að láta þig vera of lengi með þessum Ameríkumanni. — Vertu óhræddur, ég skal ráða við hann, sagði hún galsa- fengin. — Og mér finnst það freistandi — þetta með stór- gróðann. — Já, við eyðum honum í brúðkaupsferðina, sagði hann hlæjandi. — Ætli við förum ekki kringum hnöttinn. Kínverskur þjónn opnaði fyrir þeim er þau komu heim. Hank varð eftir í forsalnum en hún hljóp upp í herbergið sitt. Hún hugsaði sig um nokkrar mínútur, svo læddist hún út á svalirnar og inn í herbergi Bretts — — Sagði ég ekki! Sjónvarpið hlaut að vera gallað fyrst þú fékkst það fyrir hálfvirði. franski glugginn stóð opinn. Hún kveikti á skrifborðslampanum og fann töskuna bak við skirifborð- ið. Svo lagðist hún á hnén g "gólfið og reyndi að opna tösk- una. En hún var læst. . . . Gail skoðaði skjalatöskuna vandlega. Hún varð æ sannfærð ari um, að hún væri full af föls- uðum vegabréfum. Lásinn virt- ist ekki sérlega sterkur, en þó tókst henni ekki að opna hann. En hinsvegar bilaði saumurinn á töskunni meðan hún var að bisa við hana, og henni tókst að draga umslag út, vegna saum- sprettuna. í umslaginu voru mörg ameríkönsk vegabréf, ónotuð. Allt í einu fannst henni á sér að einhver stæði bak við hana, og þegar hún leit við sá hún að þar stóð Hsung, kín- verski þjónninn hans Toms Manning, með hníf í hendinni. Og nú réðst hann á hana. Urðu nú sviftingar og henni tókst að slá á úlfnliðinn á honum, 6VO að hnífurinn datt á gólfið. Hún vissi að hún háði baráttu upp á líf eða dauða, og aldrei hafði hún vitað, að hún var eins sterk og hún reyndist núna. En smátt og srnátt gat hann hnikað henni nær rúminu. Þá opnuðust dyrnar allt í einu og Hank Redfern kom æðandi inn í herbergið og réðst á Kín- verjann. Hank var sterkur og kattfimur og kunni auðsjáanlega öll sjálfsvarnarbrögð og það skipti engum togum að hann lagði Kínverjann á gólfið og tók fyrir kverkar honum. — Jæja, þér ætluðuð að myrða hana- hrópaði hann._ — Það væri réttast að 'ég dræpi yður, en ég skal gera yður einn kost. Meðgangið þér umsvifa- laust hvernig í þessu liggur. Hversvegna réðust þér á ungfrú Stewart? Hver skipaði yður að gera það? Hsung svaraði ekíki og Hank herti að barkanum á honum, þangað til Kínverjinn fór að blána í framan. Það var Gail, sem gaf skýringuna. — Ég fann þessi vegabréf í töskunni, og það hafði lagzt í mig að ég mundi finna þau þar. Þau eru að öllum líkindum föls- uð, og það var það, sem ég vildi ganga úr skugga um. Og nú held ég að ég viti hver óvinur minn er, maðurinn sem olli þvl að foreldrar mínir voru sett I fangabúðir. Og síðan stal hann fyrirtæki föður míns. Þessi maður, sem þóttist vera vinur þeirra, og sem síðar þóttist vera vinur minn. Þetta er í annað skiptið sem hann hann reynir að drepa mig. Ég get ekki svarið að það sé þessi maður þarna, sem réðst á stúlkuna, sem bjó með mér, í þeirri trú að það væri ég, en ég er sannfærð um að bæði tilraæðin eru af sömu rótum runnin. í það skiptið hljóðaði ég, og þá flýði flugu- maðurinn. Þessi Kínverji heitir Hsung, og hann er þjónn Toms Manning. Hank herti aftur kverkatakið á Hsung. — Nú er að leysa frá skjóð- unni, sagði hann með þrumu- raust, — annars er úti um yður. Ég get borið að þér hafið misst lífið vegna þess að ég varð að bjarga lífi ungfrú Stewart. Jæja, þér eruð þjónn hjá Manning? Það er þá hann, sém hefur sent yður hingað? Hann skipaði yður að fara — og þér fóruð! Kínverjinn sem var nær dauða en lífi af hræðslu, tók öndina á lofti. Og svo losnaði um mái- beinið á honum; Ódýrasta og falleg- asta jóla- og nýárs- kveOjan til vlna og kunningja erlendis <DJXÍÍXDE> lceland Review Glæsilegt rit ð ensku um fsland og fslendinga. Kostar oðeins 50 krónur, Fæst í bókaverzlunum. KALLI KUREKI Teiknari: J. MORA VOUBEEÓ&RINNIM' LIXE A CHESSYCAT EVER. SIMCE VOU SoT HOMEf SOMEBOPY LEAVE YOU A FOeTUME? THOSE TWO AE£ CURtDf THEY TAMSLEP WITH OL' BUFFALO BATES AM' NEAg LOST THEIK SCALPS' [THATAIM’TFUMMY, EITHEE/ 'eÉo, I HEAR TH’ BAE-P' EAMCH HAS YEAELIM'S FOE SALE.-MAYBE YOU OUSHTA THATSUITS ME FlME\ CLEAE OVfE TÖTHEE SlDE O' TH' MOUMTAINSf I’D UXE T'&ET AWAY FOR A WHILEf 1. Þú hefur glott, eins og hýena, síðan þú komst heim. Arfleiddi þig einhver að auðæfum? Nei, ég hitti tvo grínkarla í bænum. Þeir voru alveg stórkostlegir. l 2. Ég hef ekkert á móti því að hlæja, en slíkir menn enda venjulega Kalli, ég hef heyrt, að það sé verið að með því að meiða einhvern. Það er búið að lækna þessa tvo. Þeir áttu eitthvað við Buffalo Bates og misstu næstum höfuðleðrin. 3. Það er heldur ekkert fyndið. selja kálfa á Bar-D-búgarðinum. Þú ættir kannski. að fara og líta á þá. Það er ágætt fyrir mig. Hinum meg- in við fjallið. Ég hefði ekkert á móti því að komast í burtu í nokkurn tíma. i AKUREYRI : Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þéss í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um tii nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- iandi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjafjörð og víðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.