Morgunblaðið - 11.12.1964, Page 2

Morgunblaðið - 11.12.1964, Page 2
2 MORCU N BLAÐIÐ Föstudagur 1L des. 1964 -r v Aðalíundur Málfunda íélagsins Oðins Guðm. Guðmundsson kjörinn form. Bilun d símunum fyrir uuston f GÆE var erfitt símasamband austur á firði. Bilun var á fjöl- símasambandinu milli Raufar- hafnar og Hornafjarðar. Línan var í lagi, en ekki hægt að nota fieiri rásir á sömu línu. Ætlaði Landssíminn að senda menn aust ur til að leita að þessu, en ekki var fært austur. í allan gærdag var svo fyrir austan verið að leita að biluninni og gera próf- anir. Var sambandið frá Horna- firði sæmilegt, en ekki frá Reyð arfirði til Hornafjarðar. f>á var bilun á símasamband- inu milli Egilsstaða og Akureyr- ar. Nokkrar rásir voru í sam- bandi, en ekki allar. Sigurðsson, Hilmar Magnússon og Sigurður Sigurjónsson. Vara- stjórn: Kristján Jóhannsson, Svavar Júlíusson, Guðmundur Sigurjónsson, Bergur H. Ólafs- son og Lárus Bjarnason. Endur- skoðendur: Egill Hjörvar og Axel Guðmundsson. Til vara Jóhann Sigurðsson. Að stjórnarkosningu lokinni hafði Friðleifur I. Friðriksson framsögu um skatta- og húsnæð- ismál láglaunafólks, en fráfar- andi stjórn hafði mikið rætt þessi mál á stjórnar- og trún- aðarráðsfundum. Urðu miklar umræður um málið og tóku m.a. þessir til máls: Sigurjón Bjarna- son, Þorsteinn Kristjánsson, Ste- fán Hannesson og Sigurður Sig- urjónsson. Þar sem ekki tókst að ljúka öllum störfum aðalfundarins var framhaldsaðalfundur ákveðinn um miðjan janúar. Bygging Dalbraut- arheimilisins 8-9 illj. kr. m ÁKVEÐIÐ h'efur verið að taka tilboði lægstbjóðanda um bygg- ingu á dagheimili við Dal’braut, en það er Böðvar Bjarnason, by>ggingameistari, sem bauð í verkið fyrir 8-9 millj. kr. með kjallara undir öllu húsinu. En fyrir borgarráðsfundinum, sem samþykkti tillögu Innkaupa- stofnunarinnar þar að lútandi, lá einmitt tillaga frá barnaheim- ilis- og leikvallanefnd um að kjallari verði hafður undir allri byggingunni. Dreginn stóri vlnningurlnn í Happdrætti Háskólans. Háskóla.rtari, Jóhannes Helgason lengst til hægrL Tveir urðu í gær Fimmtudaginn 10. desem- ber var dregið í 12. flokki Happdrætti Háskóla Islands. Dregnir voru 6.300 vinningar að fjárhæð 15.780.000 krónur. Hæsti vinnngurinn, ein miiljón krónur, kom á heil- miða númer 36.580, sem seld- ur var í umboði Frímanns Frí- mannssonar i Hafnarhúsinu. Þessa tvo samstæðu heilmiða átti sinn hvor maðurinn. Auka vinningarnir, sem eru 50.000 krónur að þessu sinni, skiptust milli þriggja aðila. Númer 36.579 skiptist miili tveggja manna, en sá sem átti númer 36.581 hafði bætt við sig mið- anum i Aukaflokknum og fékk þar af leiðandi 100.000 krónur. 200.000 króna vinningurinn kom á hálfmiða númer 18.816. Tveir hálfmiðar voru seldir í umboði Þóreyjar Bjarnadótt- ur, Laugavegi 66, en einn hálfmiðinn var seldur hjá Fri manni Frimannssyni og sá fjórði var seidur hjá Arndísi Þorvaldsdóttur, Vesturgötu 10. 100.000 króna vinningurnn kom á heilmiða númer 48.082, sem seldir voru í umboði Frí- manns Frimannssonar i Hafn- arhúsinu. Sá sem átti annan heilmiðann átti röð af miðum. Lei5rétting í NIÐURLAGSORÐUM ritdóms- ins um bókina „Konur og krafta- skáld‘ átti að standa: enda eru höfundar hennar meðal rit- snjöllustu manna þjóðarinnar.“ Hjarðarholtskirkja sextug Búðardal, 7. des. í GÆR var haldin hátíðarguðs- þjónusta í Hjarðarholtskirkju í Laxárdal í tilefni af því, að kirkj an er nú 60 ára gömul. Að vísu er það svo, að þess er hvergi getið í bókum kirkjunnar ,hve- nær hún var byggð ,en hvort- tveggja er, að það má ráða af kirkjureikningum og svo hitt, hvað minnugir og fróðir menn telja. Sigtryggur Jónsson, fyrrv. hreppstjóri, frá Hrappsstöðum, segir, að kirkjan hafi verið vígð fyrsta sunnudag í jólaföstu árið 1904, en byggð þá um sumarið af Rögnvaldi ólafssynþ byjginga- meistara og þrem öðrum smið- um. Þetta er svokölluð kross- kirkja, byggð í sama stíl og Húsavíkurkirkja og kirkjan á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Árið 1926 fór fram meiri háttar viðgerð á kirkjunni og aftur á ár unum 1957-1958. Séra Ásgeir Ingibergsson, prest ur í Hvammi, sem messaði í Hjarðarholtskirkju í gær, rakti sögu hennar í nokkurm orðum, og þakkaði góðar gjafir, er borizt höfðu. Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir í Laxárdal gaf kirkj- unni skirnarfont skorinn út af Guðmundi Kristjánssyni, bónda á Hörðabóli 1 Miðdölum, hinn vandaðasta grip. Hjónin á Saur- um, Benedikt Jóhannesson og Steinunn Gunnarsdóttir, gáfu sálmanúmeratöflu, gerða af Jóni Guðmundssyni frá Brandagili. Þá var og vígt nýtt orgel, sem keypt hafði verið til kirkjunnar frá Þýzkalandi nú nýlega. Fréttaritari. Rusk ræðir við de Gaulle DE GAULLE, Frakklandsforseti, mun á mánudag eiga einkavið- ræður við Dean Rusk, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Hann kemur til Parísar á sunnudag eft ir viðkomu á íslandi til að taka þátt í utanríkisráðherrafundi NATO. Ekkert hefur verið uppi látið um hvað þeir Rusk og de Gaulle muni ræða, en talið er að umræðurnar muni snúast um samvinnuna innan NATO og hin sameiginlega kjarnorkuflota NATO. Sjókiaflngvélk d skíðum LITLA sjúkraflugvélin, Cessna — 180, er nú komin á skíði o-g bíður eftir að þörf verði fyrir hana til sjúkráflugs eða annars. Flugvélin er þannig útbúin að hægt er að setja skíði undir hana, en Björn Pálsson hefur ekki þurft á því að halda undan- farin tvö ár því aldrei hefur gert svo mikinn snjó. En nú er sem- sagt snjór á brautunum og skíð- in komin undir flugvélina. /OáfS./KY. < •, rf/ AÐAI.FUNDUR Málfundafélags- ins Óðins var haldinn í Valhöll við Suðurgötu sl. miðvikudag. Fundarstjóri var Egill Hjörvar og fundarritari Stefán Hannes- son. Formaður félagsins, Svein- björn Hannesson, flutti skýrslu fráfarandi stjórnar er sýndi að stjórn félagsins hafði á árinu rætt og unnið að ýmsum hagsmuna- málum launafólks. Við stjórnarkosningu báðust undari endurkosningu: Sveinbjörn Hannesson, Friðleifur I. Friðriks son og Þorsteinn Kristjánsson. Fundurinn þakkaði þeim ,vel unnin störf í þágu félagsins og málefna þess. í stjórn Óðins voru kjörnir: Guðmundur Guðmundsson, form., oig meðstjórnendur: Stefán Þ. Gunnlaugsson, Valdemar Ketils- son, Guðjón Hansson. Gunnar Greiðslueríiðleikar hjá Bæjarútgerð Hafnarfj. BÆJARÚTGERÐIN í Hafnarfirði átti í fyrradag í erfiðleikum vegna ógreidds söluskatts, 60—70 þús. kr. og var komið til að laka hjá fyrirtækinu þess vegna, en o' því var forðað og ekki kom til lokunar. Helgi Þórðarson, útger'ð arfiorstjóri, sagði Mbl. að fyrir- tækið væri févana, það hefði verið rekð með miklu tapi í sl. 4 ár. Nú væri verið að ganga í að ná samkomulagi víð stærstu lána drottna um greiðslufyrirkomulag ekuldanna. Slíkt yrði ekki gert á svipstundu, og ekki væri til fé hjá Bæjarútgerðinni til að greiða skuldir sem henni bæri í raun- inni að greióa. Þessi söluskattur, sem þarna var um að ræða, er söluskattur af viðhaldsvinnu, sem vafi lék á að bæri að grefða, en hefur nú verið kveðinn upp úrskurður um að viðhaldsvinna sé söluskatts- skyld, og er hann innheimtur 4 ár aftur í tímann. Þegar komið var til að loka hjá Bæjarútgerð- inni, þá hljóp annar aðili undir bagga og varð því ekki af því. Helgi sag’ði að á meðan verið væri að reyna að koma skuld- unum á einhvern fastan grund- völl, þá sé reynt að halda við þeim rekstri sem mögulegt er, svo að auðveldara sé að komast aftur á stað, að, ef úr rætiat. Færðin enn 16 sficra frosf á Heliti sæmileg FÆRÐIN á vegunum var í gær svipuð og undanfarna daga, nema hvað betra var á Snæfells- nesi, Fróðárheiði mokuð svo og j vegurinn ,um Búlandshöfða. Á ' götum Reykjavíkur "ér nokkuð þungfært, en þó fara bílar með kejur allsstaðar ferða sinna. Suðurlandsvegur er greiðfær alla leið í Skaftafellssýslur. Vest urlandsvegur fær til Búðardals og Norðurandsvegur greiðfær að Öxnadalsheiði, en eftir það slark fiaert til Akureyrar og um Vaðla- heiöL í GÆR var kuldi um allt land, en stillt veður nema nyrzt á Vestfjörðum, en þar var NA hvassviðri með snjó- komu. Mesta frost síðdegis í gær var 16 stig á Eyrarbakka og 15 stig á Hellu. Vaxandi lægð er SV í hafi. Mun sennilega fara norðaust- ur á miili íslands og ríkjandi átt verða norðaustlæg áfram með frosti. VeSurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi: Suðvesturlandsmið: hægviðri og smáél í nótt, en hvass austan og snjókioma síðdegis. Suðvesturland til Breiðafjarðar, Faxaflóamið og Breiðafj.mið: NA-átt, víða stinningskaldi síðdegis, úr- komulaust. Vestfirðir: Hvass NA, snjókoma norðantil. Vest- fj.mið, NA-stormur, snjó- koma. Norðurmið: NA-stinn- ingskaldi, allhvass, síðar snjó koma. Norðurland til Aust- fjarða og miðin: NA-kaldi, síðan stinningskaldi, élja- gangur. Suðausturland og mið in: NA-gola og él á miðum í nótt, allhvass A og snjókoma síðdegis. Austurdjúp: NA- kaldi norðant^, en SV-kaldi sunnantil. Horfur á laugardag: N-læg átt, snjókoma austanlands og norðan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.