Morgunblaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 20
MORGUNBLADIÐ Föstudagur 11. des. 1964 ÞRIÐJUDAGINN 15. des. nk. koma utanríkisráðherr- ar aðildarríkja Atlantshafs bandalagsins, NATO, sam- an til fundar í París, en slíkir fundir eru haldnir tvisvar á ári, og ræða ráð- herrarnir þar ástandið í alþjóðamálum og vanda- mál bandalagsins sjálfs. Dean Rusk, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, verð- ur meðal þeirra, sem sitja fundinn í París og, eins og kunnugt er, kemur hann við hér á landi á leið sinni þangað. k ✓ Það mál, sem nú er efst á baugi innan Atlantshafsbanda lagsins, er sameiginlegur kjarn orkuher þess. Þær þjóðir inn- an bandalagsins, sem áhuga hafa á stofnun hersins, hafa rætt ýmis atriði varðandi hann undanfarið ár, og hann var eitt helzta máiið á dagskrá funda Lyndons B. Johnsons, Bandaríkjaforseta, og Harolds Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandarikjanna, heilsar Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, við komu hans til Washington á dögunum. Sameiginlegur kjarnorkuher helzta vandamál NATO, er utanríkisráðherrafundurinn hefst í París Bretar og Frakkar með nýjar tillögiir W i 1 s o n s , forsætisráðherra Breta, sem nýlokið er í Was- hington. Einnig ræddust þeir við í Washington, Patrjck Gordon Walker, utanríkisráð- herra Breta, og Dean Rusk. í sameiginlegri yfiriýsingu, sem gefin var út að ioknum fundum Johnsons og Wilsons segir m.a., að þeir hafi rætt tillögu Bandaríkjamanna um sameiginlegan kjarnorkuflota Atlantshafsbandalagsins og uppkast, sem Bretar hafa gert að tillögum um kjarnorku- varnir þess, en ekkert var skýrt frá í hverju þær væru fóignar. f yfirlýsingunni leggja Johnson og Wilson áherzlu á, að finna verði lausn kjarnorku málanna, sem komi til móts við lögmætar óskir allra banda lagsrikjanna, en hindri um leið aukna útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Eins og fyrr segir, hafa Bretar lagt fram nýja tillögu um sameiginlegan kjarnorku- her Atlantshafsbandalagsins, en efni hennar er haidið leyndu. Talið er, að þar sé gert ráð fyrir áð öll kjarnorku vopn Breta verði afhent Atlantshafsbandalaginu og kjarnorkuher þess verði bæði fiugvélar og skip. Sem kunnugt er, hafa Frakk ar vísað á bug ölium tillögum, sem fram hafa verið bornar um kjarnorkuher Atlantshafs- bandaiagsins, en de Gauile, Frakklandsforseti, gerir sér ljóst, að hann getur ekki bar- izt gegn tillögum Bandaríkja- manna og Breta, nema hann leggi sjálfur fram áætlun, er komi í stað þeirra að ein- hverju leyti. Að undanförnu hafa tveir sérfræðingar unnið að samningu franskrar tiliögu undir eftirliti forsetans sjálfs, en ekkert hefur opinberlega verið birt um innihald henn- ar. Talið er, að þar sé iagt til, að fallið verði frá sameigin- legri yfirstjórn Atiantshafs- bandalagsins og losað um tengslin milli hinna tveggja máttarstoða þess, Bandaríkj- anna annars vegar og Vestur- Evrópu hins vegar, og stofnað ur sérstakur varnarher Vest- ur-Evrópu, sem fyrst og fremst grundvallist á kjarn- orkuher Frakka. Gert er ráð fyrir að de Gauiie bjóðist til að veita nágrönnum sínum í Evrópu tryggingu fyrir, að Frakkar komi þeim til aðstoð- ar með kjarnorkuvopn sín, verði á þá ráðizt. Margir stjórnmálafréttarit- arar eru þeiwar skoðunar, að með frönsku tillögunni vilji de Gaulle fyrst og fremst flækja málin þannig, að um- ræður • um kjarnorkuherinn dragist á langinn, en Banda- rikjamenn eru áfram um, að hann verði stofnaður sem fyrst. Tillögur um sameiginlegan kjarnorkuher Atlantshafs- bandalagsins voru fyrst lagðar fram á utanríkisráðherrafundi þess í desember 1960 af Christian Herter, þáverandi utanríkisráðherra Bandarikj- anna. Með þeim tiiiögum vildu Bandaríkjamenn reyna að koma til móts við óskir banda manna sinna í Evrópu um auk in áhrif á stefnuna í kjarn- Framh. á bls. 14 er fáanleg í 14 stærðum Nr. 34 til Nr. 47. Margar gerðir. Mismun- andi flibbalag. Hvítar — Mistlitar — Röndóttar. Angli skyrtan er: Auðveld í þvotti. 'jk Þornar fljótt. 'A Verður slétt um leið. Angli - skyrtan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.