Morgunblaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADIÐ Föstudagur 11. des. 1964 SVARTAR RAFPERLUR •••••••••••• EFTIR PHYLLIS A. WHITNEY Fazilet Erim horfði á hana með árvekni og áhyggju. — Ég ætla nú að láta yður eina. Þér hljótið að vera þreytt eftir þessa löngu ferð. Hvílið þér yður nú og svo kem ég aftur eftir hálf tíma og fer með yður til mág- konu minnar. — Já, sagði Tracy veiklulega. Þakka yður kærlega fyrir. Hún beið þangað til húsmóðir hennar var farin út, þá fleygði hún af sér kápunni og lagðist varlega niður öðrum megin á stóra rúmið. Kötturinn hreyfði sig ekki. Hann virti hana bara fyrir sér og var hinn rólegasti. — Bolla, hugsaði Tracy og varð allt í einu svo ósjálfbjarga og einmanaleg. Þessi væntanlegi fundur þeirra Miles Radburn hékk yfir henni eins og ógnandi og kvíðvænlegur hlutur. Hví skyldi hún ekki trú.a öllu því versta sem hún hafði um hann heyrt? Hví skyldi hún ekki vera hrædd? Með mikilli áreynslu fékk hún vald yfir sér, og minnti sjálfa sig á, að hún væri þreytt og of þjökuð. Hún stóð upp aftur og jafnaði sig á því að taka upp dótið sitt. Þegar Fazilet kom til að fara með Tracy til frú Erim, hafði hún náð fullu valdi á tilfinning- um sínum. Þær gengu gegn um stóra sal inn og út um einar hliðardyrn- ar út að svölunum. Þær flýttu sér og kringum húsið og aftur fyrir það, þar sem lokaður gang ur var einskonar brú frá annarri hæð hússins yfir í fyrstu hæðina á hinu húsinu, sem stóð hærra í brekkunni. — Rannsóknarstofan hans bróð ur míns er hérna niðri, útskýrði Fazilet, er þær voru komnar inn í brekkuhúsið. — Stofur mág- 3 konu minnar eru á hæðinni fyrir ofan. Eldri bróðir okkar gaf henni þetta hús. Til allrar ham- ingju setti hann það skilyrði, að Murat, yngri bróðir minn, mætti hafa þetta húsrými fyrir rann- sóknastofuna sína. Það mátti vel merkja nokkra gremju í röddinni. Yngri systkin in virtust ekkert vingjarnleg í huga gagnvart mágkonu sinni. Enn kom bogadreginn stigi upp í sal í miðju húsinu. Mannamál heyrðist úr herberginu, sem var baka til í húsinu. Fazilet barði að dyrum og rödd inni sagði þeim að koma inn. Tracy fannst loftið þarna létt og ilmandi og heyrði mikið manna- mái og fyrirgang. Þetta var stórt herbergi, upp- lýst af kristals-ljósakrónum. — Legubekkir fullir af litskrúðug- um koddum voru með veggjun- um. Téppi voru þarna í hrúgum og veittu hlýju og skraut. Á þess um teppum krupu nokkrir illa klæddir menn, sem voru að sýna vörur sínar, eins og frammi fyr ir konungsstóli. Á legubekk með mörgum koddum á, sem stóð uppi á dálítið upphækkuðum palli og gaf útsýni yfir allt gólf- ið, sat Sylvana Erim. Hún var eftirtektarverð útlits. Tracy fannst hún vera ein þeirra kvenna, sem blómgast til fulls laust eftir fertugt, og væri þann ig nú að ná hámarki. Ljósa hár- ið var með gullslit, og var ekkert farið áð grána og hún hafði það bylgjað aftur eftir, frá sléttu, breiðu enni. Augun voru áber- andi blá, en djúp og leiftrandi undir þungum augnlokum. Ein- hver ljómi af róíegri einbeittni virjist leika um hana innan um allan þennan hávaða. Mennirnir, sem lágu á hnján- um voru að vekja athygli henn- ar á slæðum og skrautgripum, útsaumuðum handtöskum, kop- arbökkum, og allir hrósuðu sinni vöru af kappi. Sylvana Erim horfði á alla gripina, einbeitt og róleg. Nú kom hún auga á Tracy og benti henni. — Ungfrú Hubbard. Gerið svo vel að fá yður sæti héma hjá mér. Mér þykir leitt að þurfa að taka á móti yður á svona sölutorgi. En ég er bráð- um búin að þessu. Þar eð til þess virtist ætlazt, settist Tracy á legubekkinn við hliðina á húsmóðurinni í húsinu. Fazilet var þegar farin. Sylvana valdi rólega úr hina og þessa hluti, vísaði öðrum frá, hvorttveggja með sömu rósem- inni. Loksins tóku menmrnir sam an vörur sínar og fóru með þser, sem ekki fundu náð fyrir augum frúarinnar. Þegar þeir voru farn ir, rétti frúin haglega gerða flösku að Tracy. — Ilmvatn á hendur yðar, sagði hún. — Þetta er skemmti- legur, tyrkneskur siður. Ilmvatnið var gott og ísmeygi- legt. — Rósaolía, útskýrði frú Erim, — en með einu eða tveimur efn um, sem ég hef bætt í hana sjálf. Ég bjó sjálf til kjarnann, sem þetta er gert úr. Ég hef það mér til gamans. Hún greip upp silkirefil og gretti sig eins og með viðbjóði. — Þetta er laglegt, sagði hún, — en efnið og vefnaðurinn bág- borinn. Ég hef gert miklar til- raunir til að eftirlíkja fornan vefnað, eins og hann gerðist bezt ur. En það á langt í land enn. En í eirsmíðinni stöndum við flest- um framar. Fyrir þá gripi get ég alltaf fengið markað erlendis. — Þér eruð þá ekki að kaupa þetta handa sjálfri yður? spurði Tracy. — Nei, nei, þetta búa þorps- búarnir hérna til og ég er að reyna að ýta undir svona iðnað til útflutnings. Þetta er enginn hagnaður fyrir sjálfa mig heldur bara greiði við landið, sem fóstr ar mig. En ég hef nú ekki boðið yður upp á umræður um það. Bien . . . hér kemur te handa okkur. Við skulum hressa oklcur á því meðan við tölum saman. Ahmet kom inn og bar kopar bakka, en á honum stóð tehitunar vél og tvö glös. Þar var líka diskur með sítrónusneiðum og annar með smákökum. Án þess að brosa og næstum fýlulegur á svipinn bjó hann til teið úr heita vatninu í vélinni, sem var hitað með viðarkolageymi innan í henni. Lokslns setti hann tekönn una á grind ofan á vélina, sem var brennandi heit, til þess að halda henni heitri. Frú Erim þakkaði honum fyrir og lét hann fara út. — Skapið í Ahmet Effendi batnar ekki með aldrinum, sagði hún. — En hvað á maður að gera? Hann var þjónn hjá fjöl- skyldu mannsins og er okkur mjög trúr. En nú verðið þér að segja mér eitthvað um vinnuna yðar, ungfrú Hubbard. Tracy útskýrði það eftir því, sem hún gat, meðan frú Erim hellti teinu í lítil glös og rétti henni kökudiskinn. Þegar Tracy hafði lokið sögu sinni, kinkaði hún kolli, og var hugsi. — Þetta var ekki klóklega gert af honum hr. Hornwright yðar. Þér afsakið ef ég segi, að þér er uð of ung og óreynd til þessa verks. Hr. Radburn líður eng- um að fást við blöðin sin og upp drættina. Nei, það sem þér eig ið við, er til einskás. Ef til vill gerið þér yður þetta sjálf ljóst. En það er mögulegt, að ég geti komið því svo fyrir, að þér get- ið verið hér í viku. — Ég þarf nú meira en það til þessa verks, sagði Tracy ein beittlega. Hún ætlaði ekki að láta hafa sig ofan af fyrirætlun sinni. Frú Erim var jafnróleg og áð- ur. — Eftir viku getið þér skýrt hr. Hornwright frá því að þetta sé vonlaust verk. Það verður ekki yður að kenna, né neinum öðrum, sem hann kynni að senda heldur hinu, að hr. Rardburn vill ekki ljúka við þessa bók sína. Þegar ég bauð honum að koma hingað og vinna, hélt ég að hann gæti komið einhverju al- mennilegu í verk. En ég er raun sæ, ungfrú Hubbard, og ég trúi ekki lengur á, að þetta rætist. En Tracy vissi, að hr. Horn- wright var ekki sama sinnis, og hún var alls ekkert á því að taka sjálf þessa trú frúarinnar. — Hvenær fæ ég að hitta hann? spurði hún. — Veit hann, að ég er hér? — Ekki ennþá. Hann er að heiman og við búumst ekki við honum hingað fyrr en á morgun. Jæja, en ef þér eruð ákveðin, hélt frú Erim áfram, — þá er hugsanlegt, að ég geti lagað til fyrir yður, svo að þér getið ver ið hérna, eins og ég sagði, 1 eina viku. Meira get ég ekki lofað. En það er þó alltaf nokkuð. Tracy gat ekki annað en kink aði kolli. Hún vissi ekki, hvort þessi kona var hennar megin eða ekki. Henni fannst erfitt að koma sér niður á því. Af því að hún var sjálf svo róleg, tókst henni að skapa eitthvað rólegt and- rúmsloft kring um sig. En Tracy gat ekki stillt sig um að fara að hugsa um, hvern ig þessi kona yrði, ef hún reidd- ist. Hún vildi að minnsta kosti ekki sjálf verða til þess að móðga hana. Frú Erim setti bollann sinn og undirskálina á bakkann. Segið mér, sagði hún, — fer vel um yður í herberginu yðar? — Það er yndislegt, sagði Tracy. — Og ég þakka yður fyr- ir að bjóða mér að vera hérna. — Við skulum vona, að þér sofið vel í nótt. Og þér skuluð engar áhyggjur hafa. Ég skal tala við hr. Radburn. Reyðarfjörður KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. Eskifjörður í BÓKSÖLUNNI á Eskifirði er umboð Morgunblaðsins á Eskifirði. Seyðisfjörður UMBOÐ Morgunblaðsins í Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitingastofa, hefur blaðið í lausasölu. Fáskrúðsfjörður F R Ú Þórunn Pálsdóttir er umboðsmaður Morgunblaðs- ins á Fáskrúðsfirði og hefur með höndum þjónustu við kaupendur blaðsins í bæn- um. j söluturni hjá Marteini Þorsteinssyni er blaðið selt í lausasölu. Blaðburðafólk óskast til blaðburðar í eítirtalin hverfi Laugavegur frá 1—32 Grettisgata I Hringbraut 92—121 Kjartansgata Freyjugata Skólavörðustígur jmtttttlilftfrsfr Sími 22-4-80 KALLI KUREKI ->f- Teiknari: J. MORA J?ÍO HEAP3 Foe A CAF£ TOKILL T/ME l/AJTIL THE ASSAY OF 1. Kalli fer í kaffihús til þess að drepa tímann þangað til hann fær að vita hvort það sé gull, sem hann hafi fundið. (hugsar) Þetta er senni lega tímaeyðsla.. en þessi æð virt- ist of góð til þess að láta hana eiga sig. 2. Hann kemur aftur. En við skul- elta, en ég verð hér ef ske kynni að um hafa auga með honum. Þú skalt þú mundir missa af honum. 3. Getum við ekki mútað efnagrein ingarmanninum og látið hann segja okkur hvar þetta er? Við höfum enga peninga til þess og þar að auki gæti hann verið heiðarlegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.