Morgunblaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 16
16 MORGUNBIADIB Föstudagur 11. des. 1964 Útgefandi: Fr amkvæmdastj óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. DA VIÐSHUS T Tndanfarið hefdr mikið ver-/í> ^ ið rætt og ritað um hús Davíðs skálds Stefánssonar á Akureyri og með hvaða hætti ætti að koma upp minjasafni um skáldið. Af sumum þess- um umræðum mætti ætla að mikill ágreiningur ríkti um málið. Auðvitað fer því fjarri að um verulegan skoðana- ágreining sé að ræða, því að allir vilja veg skáldsins og minningu sem mesta. Hitt er rétt, að ekki hafa allir verið á eitt sáttir um, hvaða leið fara skuli til þess að minning skáldsins verði með sem mestrj reisn. Erfingjar skáldsins og bæj- arstjórn Akureyrar hafa haft forgöngu um að leysa mál þetta og ber að þakka það sem áunnizt hefur til að tryggja viðeigandi geymslu á eftirlátnum munum skáldsins og bókasafni, sem er eitt hið merkasta hérlendis í einka- eign. Hefur því verið ætlaður staður í elztu og virðulegustu stofnun Akureyrar, Amts- bókasafninu, sem skáldið hafði forstöðu fyrir um langt skeið ævinnar og bar mjög fyrir brjósti. Þó að vel hafi verið farið af stað, þykir ýmsum of skammt gengið, að hús skálds ins við Bjarkarstíg skuli ekki einnig hafa verið keypt og varðveitt eftirkomendum tii ánægju og hvatningar. Nonna hús og Matthíasarhús á Sig- urhæðum eru gestum og gang andi til fróðleiks og augna- yndis og áþreifanlegar stað- reyndir um menningarhlut- verk Akureyrar í sögu lands og þjóðar. Því ber þessvegna að fagna, þegar nú er um það rætt að efna til samtaka í því skyni að hefja fjársöfnun til þess að kaupa Davíðshús og reka þar minjasafn, en þó yrði áfram gert ráð fyrir því, að bókasafn skáldsins yrði deild í Amtsbókasafninu, eins og Þórarinn skólameistari hef ur lagt tiL Mbl. hvetur til góðrar sam- vinnu þeirra aðila, sem um málið fjalla og varar við ó- geðfelldum blaðaskrifum, sem ,ekki eru til annars en stofna til sundrungar, þar sem sam- starf á að ríkja. Blaðið leggur áherzlu á, að allt verði gert til þess, að þetta v æma mál verði til lykta le.t... á far- sælan pg menningarlegan hátt — og þá þannig, að sem víð- astur rammi yrði um minn- ingu Davíðs Stefánssonar, sem er öllum íslendingum kær og hjartfólgin, eins og greinilega hefur komið í ljós hina síðustu daga. AFSTAÐAN TIL SKATTAMÁLA í hinum miklu umræðum, sem.í sumar urðu um af- stöðu stjórnmálaflokkanna til skattamála, benti Morgunblað ið á þá augljósu staðreynd, að svonefndir vinstri menn hér og annars staðar legðu áherzlu á mikla skattheimtu, þar sem það væri beinlínis meginstefnumið þeirra, að ríkisvaldið og opinberir aðil- ar hefðu sem mest yfirráð yf- ir fjármagni, en einstakling- unum ætti að eftirláta mjög takmörkuð f járráð. Gagnstætt þessu vilja þeir menn, sem nefndir eru hægri menn, að ríkið takmarki fjárheimtu eins og frekast er kostur og fylgi þeirri meginstefnu að heimta aldrei meira fé af borg urunum en þarf til nauðsyn- legra sameiginlegra fram- kvæmda og til að kosta stjórn ríkisins og hinar ýmsu sam- eiginlegu þarfir, eins og menntamál, heilbrigðismál, almannatryggingar o. s. frv. Það sem fyrst og fremst skilur að vinstri flokka og hægri flokka er með öðrum orðum, að hinir fyrrnefndu telja það beinlínis takmark að skerða fjárráð borgaranna sem mest, en hinir síðar- nefndu telja að því aðeins geti heilbrigt lýðræðisþjóðfélag þróazt, að yfirráðin yfir fjár- magninu séu fyrst og fremst í höndum fólksins og dreifist sem mest á meðal almennings. Það kom því sannarlega úr hörðustu átt, þegar kommún- istar og framsóknarmenn tóku að boða það, að þeir vildu minni skattheimtu en hér hefur verið. Allir sem snefil hafa af pólitískri þekk- ingu sáu í gegnum þær blekk- ingar, enda er nú svo komið, að framsóknarforingjarnir eru farnir að iðrast orða sinna og hafa snúið við blaðinu. Tíminn segir nú umbúða- laust, að „auðstéttin“, sem blaðið svo nefnir, hafi „aug- sjáanlega ástæðu til að fagna að hún hefur fengið miklu hagstæðari skattalög“. Blaðið fer ekki dult með, að það telji að þyngja beri að mun skatta- álögur á þá, sem það nefnir „auðstéttina“. Framsóknarflokkurinn hef- ur frá fyrstu tíð barizt gegn einkaframtaki og venjulega nefnt þá menn auðmenn og áþekkum nöfnum, sem brotizt hafa í því að koma sér upp atvinnufyrirtækjum. — ^ leynir sér ekki, að biaðið e * Aukin framleiðni ins er forsenda landbúnaðar- betri tekna Nýjar hugmyndir ryðja sér til rúms í landbúnaði Evrópu, segir Th. Kristensen „HTO elna, setn nefna má hagstætt í sambandi við erfið- leika landbúnaðarins í Evr- ópulöndum, er að þessir erfið- letkar hafa gert æ fleiri aðilj- um það ljóst, að landbúnaðar- aðferðir þær, sem til þessi hafa tíðkast, duga ekki lengur. Þær aðferðir leysa ekki tekju- vandamál landbúnaðarins, þær spilla markaðsjafnvægi «g verða valdandi alvarlegra deilna milli landa“. Þannig farast orð Tliorkil Kristensen, framkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunnar Evr- ópu (OECD) og fyrrum fjár- málaráðherra Dana í grein, sem birtist í blaði korn- og fóðurvöruframleiðenda í Dan- mörku „Landposten“ nú fyrir skemmstu. Thorkil Kristensen segir í framhaldi af framangreindu: „Nýjar hugmyndir eru því óðum að ryðja sér til rúms í löndunum, og endurskipulagn- ing stefnunnar I landbúnaðar- málum hefur þegar hafizt á á nokkrum stöðum. Tekju- mismundur milli landbúnaðar og atvinnuvega í bæjum og borgum er víðast hvar svo mikill, að brýna nauðsyn ber til að gagngerar breytingar eigi sér stað. Og þær geta að- eins átt sér stað þannig, að framleiðsluverðmæti pr. ein- stakling í landbúnaðinum verði stóraukið. „Þetta getur ekki gerzt með því að auka landbúnaðarfram- leiðsluna. 3—4% sameiginleg aukning í heiminum árlega á neyzlu matvæla er það mesta, sem hægt er- að reikna með. Hin einasta lausn hlýtur því að vera sú, að þeim, sem við landbúnað starfa, verði stórlega fækkað“. Thorkil Kristensen, framkvæmdastjóri OECD Verðtrygging hjálpar röngutn aðilum. „Það er nú ljóst orðið — og þetta er þungamiðjan í málinu — að með því að tryggja hærra verð, er röng- um aðiljum hjálpað“, segir Thorkil Kristensen ennfrem- ur. „I dag hjálpa menn nefni- lega þannig hinum stóru búum, sökum þess að þau reka mikla framleiðslu. Hin- um smærri búum kemur hækkun á vöruverði ekki eins vel, því að framleiðsla þeirra er of lítil til að þau geti nýtt sér hækkunina svo nokikru nemi. „Ef menn hyggjast hjálpa smábúunum, þar sem tekjurn- er eru lágar, hlýtur það að ger ast með skynvæðingu þeirra. I>að er einmitt á þessum vett- vangi, að frjósöm nýstefna er á ferðinni í ýmsum löndum. Hin smáu og erfiðu bú eru annað af tvennu lögð niður, eða þau eru sameinuð í stærri bú. Þessi stefna á þegar miklu fylgi að fagna í mörgum lönd- um, og á sér nær alls staðar fleiri fylgismenn en í Dan- mörku, og stafar það m.a. að því, að í öðrum löndum er meira af örsmáum búum og kotbýlum en hér. „Þessi skynvæðing styður ekki aðeins landbúnaðirut, heldur einnig efnahagsSíf lamd anna í heild. Hinn rétti tími til að fram- kvæma þessa endurskipulagm- ingu er nú, ekki aðeins vegma þess, að sú stefna, sem til þessa hefur verið rekim, hef- ur valdið hættulegri spemmm í alþjóðamálum, heldur og vegna þess, • affi affistæffiur í landhúnaðinum eru mú hent- ugar.“ Thorkil Kristensen vísar síð- an til OECD-skýrslu, sem sýn- ir, að hin smærri bú með lé- legar tekjur byggja oft eldri hjón, sem orðin eru ein eftir sökum þess að börn þeirra hafa Ieitað til borganna. „Við stöndum nú andspæn- is öðru stigi fólksfækkunar í landbúnaðinum, því stigi að það er ekiki lengur keypt vinnuafl og börn, fædd á bú- unum, sem yfirgefa landbún- aðinn, heldur sjálfir ábúend- urnir. Á þessu stigi mun eiga sér stað mikil fækkun búa, þannig að hin áðurnefnda skynvæðing getur átt sér stað“, segir Thorkil Kristen- sen ennfremur, og bendir á Bandaríkin, þar sem þetta annað stig sé þegar í fullum gangi. Tvær ástæður til nýrrar landhúnaðarstefnu Kristensen segir, að ekki sé Framh. á bls. 18 boða að það telji eðlilegt að þyngja skattaálögur á einka- fyrirtæki og væntanlega líka hina tekjuhærri einstakl- inga. En úr því að það liggur fyr- ir, að framsóknarforingjarnir telja að einhverjir aðilar hér á landi hafi alltof hagstæðar skattgreiðslur, er rétt að á- rétta kröfuna um það, að blaðið upplýsi, hvaða breyt- ingar það vill á skattalögum til að þyngja stórum skatt- byrðar ákveðinna aðila. Líklega hefur slysni valdið því, að í ritstjórnargreinina slæddist skattpíningarhugsjón framsóknarmanna, en það er ekki hægt að leggja á það á- herzlu í ritstjórnargrein, að einhverjir hafi alltof lága skatta, án þess að skýra frá því hverjir það séu, og hvaða breytingar eigi að geía á skattalögum til að þyngja stórum skattbyrðar. Þess- egna kemst Tímim ekki hjá að svara. STÖREIGNA- SKATTURINN Tfinn svokallaði stóreigna- skattur, sem vinstri stjórn- in lagði á, er eitthvert mesta hneykslismál í sögu íslenzkr- ar löggjafar. Samin var laga- bálkur, sem frá upphafi til enda var byggður á rang- sleitni og hlutdrægni. Mark- mið þessara laga var að reyna að koma einkaframtaki á Is- landi á kné. Aðstandendur vinstri stjórnarinnar héldu að þeir mundu lengi verða við völd og einn ráðherranna tal- aði um 2—3 áratugi í því sam- bandi. Þennan valdatíma átti að nota til þess að útrýma einká- rekstri, heimta allt fjármagn- ið á hendur ríkisins og sam- vinnufélaganna, svo að póli- tískir valdabraskarar gætu ráðið öllu í þjóðfélaginu. — Fyrsta skrefið í þessá átt var stóreignaskatturinn svo- nefndi, sem nú er enn til um- ræðu. Þessi löggjöf var svo snilldarlega samin, að eina auðfélagið á íslandi átti ekki að greiða einn eyri, en fjöldi einstaklinga, sem e.t.v. átti einn húskofa eða smá atvinnu fyrirtæki átti að greiða stór- fé. Upphafleg álagning stór- eignaskattsins nam 137 millj. kr., en eftir víðtæk og mikil málaferli er þessi skattur kom inn niður fyrir helming og enginn veit enn, hvort þá upp hæð verður unnt að inn- heimta, og raunar væri eðli- legast að afnema slitrur þess- arar rangindalöggjafar. En það er býsna táknrænt fyrir hina eiginlegu afstöðu framsóknarforingjanna . til skattamála, að þeir skuli nú krefjast þess ákaft á Alþingi, að hraðað sé innheimtu þessa rangindaskatts og áreiðan- lega mundu þeir reyna að koma á nýrri löggjöf um eigna rán, ef þeir hefðu aðstöðu til þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.