Morgunblaðið - 11.12.1964, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 11.12.1964, Qupperneq 17
Föstudagur 11. desi. 1§W MÚRGUNBLAÐIÐ 17 Drengur á fjalli Guðmundur Daníelsson: DRENGUR Á FJALLI, stuttar sögur. Vtg. ísafoldarprentsmiðja hf. Reykjavík 1964. 140 bls. SMÁSAGAN hefur ekki átt miklu gengi að fagna meðal bóka kaupenda og íesenda hin siðari ár. Margar ástæður munu liggja til þess. Sumar þeirra eru aug- Ijósar. Aðrar verða hvorki skýrðar né sannaðar. Örlög smásögunnar hafa orðið svipuð örlögum ljóðsins: lesend- um hefur fækkað, markaðurinn hefur þrengzt, svo útgefendur hafa jafnvel færzt undan að gefa út smásagnasöfn, nema í hlut ættu þekktir höfundar, sem eiga sér nokkurn veginn öruggan kaupenda- og lesendahóp. Ekki er fjarri lagi að álykta, að margir telji smásöguna minna verk en skáldsöguna í fleiri skiln- ingi en þeim, sem fyrirferð á- hrærir. Fólk segist ekki „fá eins mikið út úr“ smásögunni, og kann það að vera rétt, einkum ef hlíðsjón er höfð af viðhorfum til- tekins hóps lesenda. En hvað skal þá segja um gagn rýnendur? Verður lækkandi gengi smásögunnar að einhverju leyti skrifað á þeirra reikning? Hafa þeir gert hlut hennar minni en efni standa til? Þeim spurningum, hygg ég, sé óhætt að svara afdráttarlaust neitandi. Gagnrýnendur hafa, þvert á móti, veitt smásögunni það brautargengi, sem í þeirra valdi héfur staðið. En vald þeirra hefur ekki hrokkið til. Lesend- urnir hafa að síðustu úrslitavald- ið. — Smásagan stóð með einna mestum blóma á síðari hluta 19. aldar, eða nánar til tekið á tím- um raunsæisstefnunnar. Má þó segja, að þá væri hún riæst því að kafna undir nafni sem sjálf- stæð bókmenntagrein, því marg- ir höfundar sömdu þá smásögur, sem voru ekki annað en saman- dregnar skáldsögur. Nú er langt um liðið frá þeirri tíð. Andi realismans er orðinn okkur harla fjarlægur. Smásagan hefur gengizt í gegnum mörg til- raunastig. Eiginlega hefur hún verið hálfgerður tilraunavett- vangur fyrir hvers konar nýjung- ar í skáldskap. Má í því sambandi minna á, að sá fyrirboðinn, sem einna fyrst gaf til kynna, það sem síðar kom á daginn í íslenzkum nútímabók- menntum, var einmitt smásagna- safn, og á ég þar við Fornar ástir Sigurðar Nordals. Kostir smásögunnar sem til- raunaforms eru náttúrlega fyrst og fremst í því fólgnar, að hún er stutt, meðfærileg, fljótunnin. Hér mætti kannski koma með eilítið fjarstæða samlíkingu: Vís- indamenn nota, sem kunnugt er, mýs við líffræðilegar tilraunir sínar fremur en til dæmis fíla. Er þó enginn kominn til að segja, að ekki megi gera á fílum ein- hverjar tilraunir, sem gerðar eru á músum. En tilraun er alltaf tilraun. Hún getur mistekizt, og þá er betra, að litlu hafi verið til kost- að. Rithöfundur stendur jafnrétt- ur, þó tíu síðna smásaga lendi í körfunni. Alvarlegra er að þurfa að senda sömu leið fimm hundr- uð blaðsíðna handrit. Meiri hluti lesenda er íhalds- samur og hefur ímugust á nýj- ungum. Sumir eru til dæmis þannig gerðir, að viðhorf þeirra til bókmennta fara alla ævi eftir því, sem þeir vöndust í æsku. Þeir skilja ekki annað, vilja ekki annað. Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið á smásögunni, hafa leitt til þess, að hún hefur smám saman fjarlægzt skáldsöguna, en í þess stað nálgast hið óbundna ljóð. Það má geta sér til, að sá skyld- leiki sé ein orsök þess, að smá- sagan nýtur nú minni vinsælda en fyrrum. Það er og freistandi að álíta, að hún héldi betur í horfinu, ef skáldin skrifuðu enn eins og Maupassant eða Einar H. Kvaran. En það gera þau ekki. Svo þjón- ustusöm eru þau ekki við les- endur. ★ Guðmundur Daníelsson hefur nú sent frá sér smásagnasafn. Drengur á fjalli heitir það eftir fyrstu sögunni, gangnasögu. Alls eru þarna á ferðinni fjórtán sög- ur, þar af tvær samstæðar um efni, og eru það veiðisögur. Sögur þessar eru misjafnar að lerigd og ólíkar að efni. Stytzta sagan er aðeins ein blaðsíða sam- anlagt, en lengsta sagan er um tuttugu blaðsíður. Söguhetjur eru af ólíkustu stigum mannfélags- ins, allt frá umkomulausum börnum til frægra skálda og um- svifamikilla auðmanna. Ef stytzta sagan, Gunna, hefðf komið fyrir almennings sjónir í tíð Verðandimanna, hefðu líklega flestir ályktað sem svo, að þarna væri aðeins um upphaf að ræða. Höfundurinn hefði samið byrj- unina eina og síðan hætt við verkið. En við nútímamenn erum ekki raunsæisfólk eins og þeir, sem mótuðust af Verðandi, og sættum okkur við, að Gunnu ljúki eins og henni lýkur. Þegar rætt er um skáldverk, er oft minnzt á ímyndun og tilfinn- ingu. Frásögn skírskotar alla vega til ímyndunar. Af þeim sök- um eru skáldverk ósjaldan borin saman við myndir. Ef þess konar samanburður væri viðhafður varðandi þær sögur, sem hér er um að ræða, mundi ég ekki líkja þeim við kvikmyndir. Eg mundi fremur líkja þeim við raðkvæm- ar skuggamyndir. Þær eru kyrr- lífsmyndir. Þó langsótt kunni að þykja, mætti kannski líkja þeim við gamlar tréskurðarmyndir eða útsaumsmyndir, þar sem heilar sögur eru sagðar í fáum dráttum á einum og sama fletinum. Slíkar myndir höfða ógjarna til tilfinn- inga. Þær vekja heldur eftirtekt. ímyndunin verður tilfinningunni Guðmundur Danielsson. yfirsterkari. Persónurnar verða lesandanum minnisstæðastar í einhverju sérstöku umhverfi, ein- hverjum tilteknum stellingum. Myndin er ekki gerð af sterkum litum eða dýpt, heldur útlínum, dráttum. Tökum sem dæmi máls- grein úr fyrstu sögunni, Dreng á fjalli. Upphafið er á þessa leið: „Drengurinn á holtinu, stúlkan í mýrinni og pilturinn við vatnið, — þetta er sagan af því hvernig þau urðu viðskila og áttu aldrei samleið meir.“ Ég vil ekki dæma um, hve miklu ímyndunarafli höfundur þarf að beita til að setja saman slíka sögu. En hitt er víst, að les- andinn verður að leggja til Sinn skerf af ímyndunarafli. ★ Guðmundur Daníelsson er skáld Suðurlands. Þar fæddist hann og þar ólst hann upp. Þar hefur hann lifað og starfað. Suð- urland mun vera hið eiginlega baksvið í flestum sögum hans. Þær smásögur, sem hér er um að ræða, eru þar engin undantekn- ing. Sums staðar eru örnefni landsins tekin óbreytt upp, og gefur það sögunum heimalegt svipmót. Þó segja megi, að skáldverk sé veröld út af fyrir sig og ekki skipti máli, hvort nöfri séu raun- veruleg eða tilbúin, verður að hafa hugfast, að skáldverk skír- skota til mannlegs umhverfis, líkja eftir mannlegu umhverfi. Hafi höfundurinn eitthvert sér- stakt umhverfi í huga sem sögu- svið, er ekkert eðlilegra en hann nefni það réttu nafni. Það hefur ávallt tíðkazt varð- andi fjölbyggða staði eins og stór borgir erlendis og Reykjavík hér- lendis að nota nöfn þeirra í þeim skáldverkum, sem þar eiga að gerast. Hins vegar hafa íslenzkir rithöfundar hliðrað sér hjá að flíka nöfnum og örnefnum úr fá- mennum byggðarlögum, og er það ef til vill skiljanlegt. Guðmundur Daníelsson er nú kominn í hóp eldri höfunda. Það er því eðlilegt, að þessar sögur hans beri með sér nokkurn end- urminningablæ, einkum þær sög- urnar, sem segja frá algengum sveitastörfum eins og heyvinnu, smölun og fleira. Veiðisögurnar bera líka nokkurn endurminn- ingakeim, þó með öðrum hætti sé. Það hefur verið sagt, að smá- sagan sé vegna kortleika síns viðkvæmara form en skáldsagan. Og vissulega er áhrifamáttur smásögu að miklu leyti kominn undir því, að öll framsetning sé í sem ákjósanlegustu samræmi Mér virðist, að Guðmundur Daníelsson hafi nú lagt meira upp úr stílnum en í fyrri verk- um sínum, þeim sem mér eru minnisstæð. Stíll þessara sagna er víða íburðarmikill og nosturs- legur, bæði um einstök orð og setningar. Náttúrulýsingarnar eru viðhafnarmiklar og víða leitað fanga. ísafoldarprentsmiðja hóf í fyrra endurútgáfu á eldri verkum Guð- mundar og sendi frá sér skáld- söguna Bræðurnir í Grashaga sem fyrsta bindi af væntanlegu ritsafni höfundariris. Mig minnir, að þess væri þá getið í auglýsingum eða fréttum, að ýmsir teldu þá sögu bezta verk Guðmundar. Þar var ég alveg sammála. Og smásagnasafn það, sem hér hefur verið rætt um, breytir ekki því áliti. Það má telja höfundi til heppni eða ó- heppni að skrifa sitt bezta verk fyrst, allt eftir því hvernig á það er litið. Nú er komið annað bindi heild- arútgáfunnar, og er það skáld- sagan Ilmur daganna. Ritsafn Guðmundar verður fyrirferðarmikið, þegar allt er út komið, því hann er þegar í hópi afkastaméiri rithöfunda á landi hér. Erlendur Jónssora. Páll Kolka ræðir um samtök háskólast údenta til eflingar Háskólanum og vís- indalegrar starfsemi, yfirgripsmikla og greinargóða ræðu háskólarektors á fullveldisdeginum, þann stjórnmálamann, sem sameinaði þekkingu á forn- menningu íslendinga og áhuga á verklegri menningu, og að lokurn um sjálf- stæðisbaráttu hinna vanþróuðu landa. VEL má sivo fara, að fullveldis- dagurinn síðasti marki tímamót i sögu Háskóla íslandis. í fulla Iþrjá áratugi hafa stúdentar eytt rallimiklu af vitsmunalegri orku *inn í stjórnmálaþras og baráttu um sæti í Stúdentaráði eftir Iflokkslínum, en þa’ð ófremdará- stand hófst, er kommúnistar hófu aHsherjarsókn meðal mennta- manna og rithöfunda á kreppu- árunum eftir 1930. Nú voru allar erjur látnar niður falla og sam- einazt um að helga daginn efl- ingu Háskólans og íslenzkrar vís indastarfsemi. Fyrir það munu unnendur Háskólans þakka Stúd- entaráði og undirbúningsnefnd fullveldis Hátíðarinar, og þá sér- staklega formönnum þessara samtaka, þeim Auðólfi Gunnars •yni, stud med., og Ásmundi Ein- arssyni, stud jur. Hinn vitri og yiðsýni rector magnificus, próf. Ármann Snae- var, gerði í hátíðaræðu sinni iglögga grein íyrir nauðsyn stór- Ikostlega aukinna fjárframlaga til Háskólans, ef hann á að vera verki sínu vaxirin sem rannsókna stöð og uppeldisstöð íslenzkra vísindamanna. Hér þarf m.a. að Ifjölga háskóliadeildum, enda er það ekki vansalaust, ■ að efcki skuli vera sérstök diei'Id fyrir nátt úruvísmdi, svo sérstæð sem nátt úra Iandsins okkar er að mðrgu leyti. Sökum fæðar landsmanna eru hér líka sérstök skilyrði, einkum að því er snertir rann- sókn ýmissa vafaatriða innan læknisfræðinnair og erfðafræð- innar, en á þann hátt má hagnýta ættfræðiþekkingu íslendinga, sem ihingað til hefur verið grúsk frekar en vísindi. Það er t.d. eftirtektarvert, að hinum ný- kjörna doktor í læknisfræð, Gunniaiugi Snædal, tókst að rekja feril allra þeirra, sem kom- ið höfðu til meðferðar vegna krabbameins í brjósti 1911______ 1955, en óvfða mun vera mögu- legt að fá slíka yfirsýn. Hér hef- ur verið mikið um verklegar framkvæmdir, en of oft böðlazt áfram án rannsóknar á því, hvað arðbærast er, að því er snertir val fraimleiðslutækja og vinnu- aðferðir. Þar þurfa vísindin að koma í stað fálms framtakssamra manna og lýðskrums atkvæða- veiðara. Háskólin-n mun verða fær um að gegna marglþættu hlutverki og fá til þess það fjármagn, sem nauðsynlegt er, ef allir stúdent- ar, eldri sem yngri, leggjast á éitt með kennaraliði hans um að efila hann og þar með fe- lenaka menningu, þjóðlega, and- lega og efnalega. Fáir menn hafa sameina’ð á jafnmyndarlegan hátt þekkingu á fiornmenningu íslendinga og áhuga á verklegri menningu framtíðarinnar sem dr. Valtýr Guðmundsson, enda þótt nafn hans sé kunnara af stjórnmála- baráttu aldamótaskeiðsins. Ný- lega hefur Bókfell gefið út einka bréf hans til móður sinnar og stjúpa, sem fluttust til Ameríku, þegar hann var 'ungur sveinn. Þessi bréf birta ýmislegt um einkaha.gi dr. Valtýs, en saga haras var ævintýri, markað mikl- um sigrum og sárum vonbrigð- um. Þrettán ára gamall hatfði hann strokið frá móður seinni og stjúpa, berihöfðaður og á nær- brókinni, hraktfet á milli manna sem smali nor’ður í Húnavatns- sýslu, en brotizt áfram í skóla með tilistyrk nokkurs arfs, sem faðir hans hafði eftirlátið hon- um, fór til Kaupmannahafnar að afloknu stúdentsprófi, var orð- inn dokfcor í felenzkum fræðum einum sex órum síðar og dó- sent ári seinna. En bann stefndi miklu hærra, gerðfet alþingis- maður, tók upp nýja og sáttfús- ari stefnu £ stjórnmólabaráttunni við Dani og var áð því kominn að verða fyirsti íslenzki ráðiherrann, þegar stjórnarskipti í Danmör'ku gerðu þann frægðardraum að engu. Hann átti sammerkt við andstæðing sinn, Hannes Haf- stein, um áhuga á verklegum framkvæmdum, hóf í því skyni útgáfu Eimreiðarinnar, sem varð víðlesnasta tímarit íslenzkt á sinni tíð og vekjandi á marga lund. í f-yrsta árgangi þess, 1895, birtist t.d. hin merka grein Guð- mundar Magnússonar u-m berkla veiki á íslandi, sem varð upphaf að baráttunni gegn þeim vágesti, en sjálfur var dr. Valtýr afkasta- mikilil sem riíhöfundur á ýmsum svi’ðum og ekki við eina fjöl felldur.- Eftir að dr. Valtýr hraktist út úr stjórnmálunum, gaf hann sig að spákaupmennsku á styrjald- arárunum fyrri og græddi stórfé, en tapaði því öliiu í verðlhruninu eftir stríðið. Hann hafði trúlof- azt áður en hann varð stúdent, en hafði ekki ráð á að stofna heimili fyrr en sex árum sfðar, og kona hans átti hin fiáu samvistar ár þeirra við megna vaniheilsu að stríða og ekki varð þeim barna auðið. Síðustu ár ævi sinn- ar var dr. Valtýr maður ein- mana og kemur það ljóst fram í þessum einkabréfum hans, en hann sýndi í öllum ósigrum sín- um sóm.u karimennskuna Og a'uð- kennt hafði feril hans sam ungs manns, er hann var að brjóta«fi fram til menntunar og framsu Q Enda þótt stjórnmálalbaráttan væri allihörð og óvægin, þegar íslendingar voru að heimta aftur sjálfistæði sitt, þá vorum við svo lánsaimir, að umiheimurinn Iét þá baráttu að mestu afskipta- lausa. Sama verður ekki sagt utn þær þjóðir Afríku og Asíu, setn nú eru að öðlast sjálfstæði, filestar án þess undirbúnings almennrar menntunar, sem nau'ðsynlegur er, ef allt á ekki að fara í handa- skolum. Sumar þeirra, svo .sem íbúar Köngó-lýðveldisins, betðu haft gott af að njóta lengri und- irbúnings undir handleiðslu htnna fornu nýlenduríkja, en i Kongó þurfti áður ekki nema um 20 þúsund belgiskra embættismanna og hermanna til að halda uppi lögum og reglu. fhlutun Banda- ríkjamanna varð til þess að þetta samband var skyndilega rofið, en þeir virðast halda það í einfeldni sinni, að hægt sé að klæða nekt negranna a>f þeim á heppilegastan hátt með því að færa þá fyrirvaralaust í eitfchvert „unifiorm” úr fatabúri him vest- :*L.S

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.