Morgunblaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 13
FBstudagur 11. íes. 1964 MORGU NBLADIÐ 13 NÚ eru aðeins tvær helgar til jóla, og tímabært fyrir húsmæður að fara að hugsa um jólabaksturinn. Margar eru eflaust byrjaðar að baka til jóla, og má kannski segja að við séum ívið *of seint á ferðinni með jóla- ' uppskriftirnar. Aftur á móti getum við glatt les- endur með því, að upp- skriftirnar eru óvenju góð- ar og glæsilegar, valdar af fjórum húsmæðraskóla- stjórum og matreiðslukenn urum þeirra. Eins og allir vita eru blaðamenn önn- um kafnir allán ársins hring og gefst þeim lítill tími til baksturs eða til- rauna á því sviði, og af reynslunni vitum við, að oft getur lítil þúfa, mis- þýðing eða ofurlítil prent- villa, velt þungu hlassi. Því gripum við til þess ráðs að hringja í fjóra húsmæðra- skólastjóra: Lenu Hall- grímsdóttur, Laugalandi, Eyjafirði; Jensínu Halldórs dóttur Laugarvatni; Ing- veldi Pálsdóttur, Hallorms- stað, og Steinunni Ingi- mundardóttur, Varma- landi, Borgarfirði, og innt- um þær eftir jólauppskrift- um, ýmist nýlegum eða gömlum og góðum. Þær tóku málaleitun okkar vel og sendu neðanskráðar upp skriftir, í samráði við mat- reiðslukennara viðkomandi skóla. Við viljum nota tæki færið og þakka viðkom- andi konum fyrir skjóta og kærkomna aðstoð, og biðj- um að lokum prentvillu- púkann að hafa sig hægan í dag og spilla ekki jóla- skapi húsmæðranna. Frá HúsTnaeðrasfcólaniim á Langalandi fengum við tvær uppskriftir af LAUFABRAUÐI 14 k.g hveiti, 1. tsk lyfti- duft, 1 msk sykur, 1 tsk salt, 25 g smjörlíki, 3 dl sjóðandi mjólk. éða: 250 g hveiti, 250 g sigtað rúgmjöl, 14 tsk lyftiduft, 1 tsk salt, 3%—4 dl sjóðandi mjóik. Aðferðin _er sú sama við báðar uppslTriftirnar: mjólkin soðin og smjöriíkið brætt í mjólkinni. Öllum þurrefnum blandað saman og mjólkinni hrært út í hveitið og hnoðað eins iitið og hægt er, svo deigið verði ekki seiigt. Síðan breitt þunnt út og steikt í feiti. Ennfremur fjórar eftirfar- andi uppskriftir: RÚGBRAUÐSKAKA 4 egg, 200 g sykur, 125 g rifið rúgbrauð, 1 msk kókó, 1 msk. kartöflumjöl og 2 tsk. lyftiduft. Eggjarauðurnar hrærðar vel með sykrinum, þurrefnunum blandað saman við. Að síð- ustu er stífþeyttum eggjahvit- ufium blandað varlega saman við deigið. Sett í fjögur vel smurð tertumót og bakað um það bil 10 mínútur við góðan hita, eða um það bil 225—250 gráður á C. Fylling: 214 dl rjómi, 1 msk sykur, 60 gr súkkulaði. Rjóminn þeyttur með sykr- inum, súkkulaðið rifið á rif- járni og sett í rjómann. Rjómi settur milli laga og ofan á kökuna og skreytt með súkku- laðibitum. SÝRÓPSTERTA 400 g smjörlíki, 300 g sykur, 3 egig, 400 g sýróp, 1 kg hveiti, 3 tsk hjartarsalt, 1 tsk negull, 1 tsk kanell, 1 tsk engifer, 2 tsk kakó. Smjörlíki og sykur hrært vel saman ijóst og létt. Eggj- unum biandað út í einú í senn og hrært vel á milli. Sýrópið sett í á eftir eggj- unum. Þurrefnin sigtuð og þeim blandað saman við. Sett á borð og hnoðað. — Deiginu er skipt í sex hluta og breitt út á plötu. — Kakan lögð saman með smjörkremi og sultu á milli laga. Þessi kaka geymist vel og lengi, og því hentug í jóla- bakstur. KÓKOSTOPPAR 2 egg, 2 dl sykur, 1 tsk vaniliudropar eða vanillusyk- ur, 6 dl. kókósmjöl, 50 g brytj- að súkkulaði, rifið hýði af 1—2 appelsínum. Egg og sykur þeytt vel sam- an, kókósmjöli, appelsínu- berki og súkkulaði biandað í. Sett á smurða hveiti stráða piötu og bakað við 180—200 gráður C í 10-15 mín., eða þar til kökurnar eru orðnar þurr- ar og gulbrúnar. Það má einn- ig hjúpa toppana með bræddu súkkulaðinu í staðinn fyrir að setja það í deigið. HÁLFMÁNAR 14 kg hveiti, 300 g smjör- líki, 250 g sykur, 14 tsk hjartarsalt, 1 egg, 2 msk kalt vatn. SKONSUTERTA 4 b hveiti, 1 b heilhveiti, 14 b sykur, 5 tsk lyftiduft, 3 egg, ca. 3 pelar mjólk, 3 msk matarolía. Öllum þurrefunm blandað saman í skál, vætt í með helmingnum af mjólkinni, síðan eggjunum, sem hafa. verið þeytt saman og svo af- ganginum af mjólkinni og mat arolíunni. Bakið á pönnu- kökupönnu við vægan hita _ í nokkuð þykkar skonsur. Úr þessari uppskrift fást 10—-12 skonsur. Tveir skonsubotnar smurðir með smjöri og may- onnes. Á annan botninn eru Íagðar skinkusneiðar og þar ofan á harðsoðin, niðursneidd egg og ef vill aspasbitar. Þykkt lag af mayonnes smurt ofan á hinn botninn, sem hvolft er ofan á. Efri botninn einnig smurður þunnu lagi af mayon nes, skreyttur með harðsoðn- um eggjum, sardínum, rauðróf um og rækjum. Skreytt að lok um með þunnum sítrónusneið- um, agúrkum eða tómötum. Hálfmánar eru alltaf jólalegir Smjörlíkið saxað í hveitið, sykurinn settur í á eftir, vætt í með eggi og vatni. Hnoðað á borði og flatt út. Tekið undan kringlóttu móti, sveskjumauk sett á miðja hverja köku, og hún síðan lögð saman. Þrýst með igaffli á kantana, svo þeir opnist ekki. Penslað með eggi. Bakið við ca. 200 gráður C. Frá Húsmæðraskólanum að Laugarvatni komu þessar upp- skriftir: Jafnhátt þarf að vera í öllum gíftsum, þá Glasatertan er búin til. GLASATERTA með ávöxtum og súkkulaðibúðing 3 egg brotin í glas, sykur mældur í öðru glasi jafnhátt og eggin ná í hinu glasinu. í þfiðja glasið 2 msk kartöflu- mjöl, 2 tsk lyftiduft og hveiti það mikið, að það nái jafn- hátt og í hinum glösunum. Að sjálfsögðu verða öll glösin að vera jafnstór. Deigið bakað í einu djúpu stóru formi. 1 pk döðlur soðnar í safa úr einni perudós, síðan er döðlusultunni smurt jafnt yfir glasatertubotninn og heilu perunum raðað ofan á. Súkkulaðibúðingur: 3 dl þeyttur rjómi, 70 g brætt súkkulaði, 3 eggjarauður og 1 msk sykur, 2 bl matarlím. Rauðurnar þeyttar með sykrinum, brætt og kælt súkkulaðið látið út í ásamt bræddu, uppleystu og kældu matarlíminu og þeyttum rjómanum. Búðingnum hellt yfir glasa- tertuna, þannig að tertan hjúpist alveg. Áður en tertan er borin á borð er hún skreytt með þeyttum rjóma og ef vill einnig með hálfum vínberjum og niðurskornu súkkulaði. AMERÍSKAR SMÁKÖKUR 200 g smjörlíki, 200 g sykur, 1 tsk lyftiduft og 450 g hveiti, 2 egg. Bragðefni: 60 g möndl- ur og 4 msk kúrenur, 2 msk kakó og 1 tsk vanilludropar. Smjörlíkið hrært með sykr- inum og eggjunum, þurrefn- um blandað saman við. Deig- inu er skipt í þrjá jafna hluta, smátt saxaðar möndlur settar saman við einn hlutann, smátt saxaðar kúrenur eða rúsínur saman við annan hlutann og kakói og vanilludropum bætt í þann þriðja. Hnoðað lauslega á hveitistráðu borði og mótað í sívalninga. Kælt og síðan skorið í fremur þunnar sneið- ar, bakað á vel smurðri plötu við góðan hita. Húsmæðraskólinn á Hall- ormsstað lét okkur í té með- fylfijandi þrjár uppskriftir: EPLAHRINGIR 250 g hveiti, 14 tsk salt, 114 msk sykur, 3 dl mjólk, 2 egg, rifið hýði af éinni sítrónu, olía eða plöntufeiti. Þurrefnunum blandað sam- an, hrært út með 14 dl af mjólkinni, þá eru eggin hrærð saman við og það sem eftir er af mjólkinni, sítrónuhýð- inu blandað saman við. Látið biða í 15 mínútur. Kjarna- húsið tekið úr eplunum, þau eru skorin í þykkar sneiðar, sneiðunum dýft í deigið og síðan steiktar í olíunni eða fituMni. Bakaðar Ijósbrúnar á báðum hliðum. Sett á pappír, strásykur siigtaður yfir ög borið fram nýbakað. RÚNUKÖKUR (ca. 160 stk) 400 g sykur (5 dl), 300 g smjörlíki, 600 g hveiti (12 dl), 14 dl mjólk, 1 msk natron, 2 msk kanell, 250 g gróft saxaðar möndlur. Blandið sykri, kaneli, nat- roni og söxuðum möndlum í skál, hitið smjörlíki ásamt mjólkinni og hellið því í Skálina, hrærið í blöndunni unz hún er köld. Bætið þá hveitinu í. hnoðið, rúllið deig- ið í þykka sívalniniga. Þrýstið á það, svo þær verða ferkant- aðar. Leggið þær á bretti og látið deigið kólna nokkurn tíma, það má líka biða nokkra daga. Skerið deigið í þunnar sneiðar, bakið þær á smurðri plötu við 250 gráður C. PRINSESSUKAKA 140 g kókósmjöl, 140 g flór- sykur, 4 eggjahvítur. Eggjahvíturnar stifþeyttar með helmingnum af sykrinum. Það sem eftir er af flórsykr- inum, ásamt kókósmjölinu blaridað varlega saman við. Sett í tvö tertumót, bakað við 100—150 gráðu hita C í 45—60 mínútur. Botnarnir lagðir saman með vanillukremi - og banönum, sem skornir eru sundur og raðaðir þétt á neðri botninn. bananasneiðarnar og botnarnir lagðir saman. 200 g marsipan hnoðaður upp í 100 g af flórsykri, flatt út, kakan hulin með marsipan, skreytt með rauðum eða grænum kokteilberjum eða laufum og blómum úr lituð- um marsipan. Að endingu at- hugið: í staðinn fyrir van- illukremið má nota rjóma og einnig má sleppa marsipan. Eins má geyma kókósbotnana nokkurn tíma í góðum umbúð- um. Þegar við hringdum í Hús- mæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði voru nemend- urnir að undirbúa jólahátíð- ina og voru m.a. að baka eftir uppskriftunum, sem fylgja hér á eftir: Prinessukökuna má skreyta fagurlega með marsipanhjúp, kokteilberjum eða rósum og blöðum úr marsipan. Kremið: 314 dl rjómi, 4 eggjarauður, 3 msk sykur, 4 blöð matarlím, 14 stöng van- illa eða 1 tsk vanilludropar. Rjóminn hitaður að suðu með vanillunni, rauðurnar hrærðar ljósar með sykrinum, rjómanum hrært í rauðurnar, hrært stöðugt í. Látið aftur í pottinn, má ekki sjóða. Matar límið, sem legið hefur í köldu vatni í 15 mínútur kreist upp úr og látið út í heitt kremið. Þegar kremið er við það að verða kalt, er því rermt yfir 1 . ý Greifaynjukökur eru bakað- ar á plötu, eins og margar aðrar jólakökur. Nauðsyn- legt er að smyrja plötumar vel, en einnig má leggja yfir þær silfurpappír og festast þá kökumar eigi við. GREIFAYNJUKÖKUR 250 g hveiti, 175 g smjör eða smjörlíki, 75 g flórsykur, 1 egg, 2 egg, 150. sykur, 150 g. kókósmjöl. Myljið smjörlíkið saman við hveitið, bTandið flórsykri í Eltið deigið saman með hálfþeyttu egginu. Kælið deigið. Stífþeytið 2 egg og 150 g sykri og blandið 150 g kókós mjöli saman við. Breiðið deigið út í þunna köku og skerið undan litlu krínglóttu móti, setið kökuna á smurða plötu og setjið eina tsk af kókósdeiginu ofan á hverja köku. Bakið í á að gizka 10 mín. við um það bil 200 gráð- ur C. CORN FLAKES TOPPAR 100 g smjörlíki eða smjör, 100 g sykur, 1 egg, 125 g hveiti, 14 tsk lyftiduft, 14 tsk kanell,. 14 tsk negull, 30 g Corn Flakes, 50 g kúrenur eða smátt brytjaðar rúsínur. Hrærið saman sykur og smjör, hræðið síðan eggin í. Blandið saman hveitið, lyfti- dufti, kanell og negul og sigtið það út á. Blandið siðan í Corn Flakes og kúrenur eða rúsínur. Setjið deigið á vel smurða plötu i smátoppa. Bakið þá í 10—12 mín. i u.þ.b. 170 gráðu hita á C. LITLAR PIPARKÖKUR 500 g púðursykur, 5—700 g hveiti, 200 g smjörliki, 2 tsk engifer, 2 tsk sódaduft, 2 tsk negull, 2 tsk kanill, 14 tsik pipar, 1 dl sýróp, 2 dl mjólk. Blandið öllu þurru saman, myljið smjörlikið út í og vætið með ylvolgu sýrópi og mjólk. Hnoðið deigið og hnoðið upp í það hveiti, svo það verði vel meðfærilegt. Búið til mjög smáar kúlur, svo að þær verði á stærð við tveggeyring. Bakið þær við um 200 gráðu hita í 3—5 minútur. Skólastjóri Húsmóðraskól- ans á Varmalandi lét fljóta með eina góða síldaruppsknft, svona til tilbreytingar, og auk þess sósuuppskrift, sem góð væri með kjötafgöngum, Framh. á bls. 19 að norðan, sunnan, austan off vestan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.