Morgunblaðið - 11.12.1964, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.12.1964, Qupperneq 8
MORGU N BLAÐiB Föstudagur 11. des. 1984 — Hertogínn Framhald af bls. 1 toginn muni þurfa að undir- gangast kransæðauppskurð. Hertoginn af Windsor er nú sjötugur. Hann var krýndur Englandskonungur í janúar 1936 að föður sínum Georg V látnum, en sagði af sér kon- ungdómi 10. des. sama ár til þess að geta kvænzt fráskil- inni bandarískri konu, Wallis Warfield Simpson. Sem kon- tingur bar hann nafnið Ját- varður VIII. — Njósnamál Framhald af bls. 1 dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir hálfu ári. Bernd Bemdsson, saksóknari, se>m kunnur er vegna atbeina síns í réttarhöldunum yfir Dick Helander, biskup, greindi frá því í dag, að réttur í Stokk>hólmi hefði ákveðið að kaupsýs'lumað- urinn skyldi settur í gæzluvarð- hald, þar sem grunur léki á að hann hafi gert tilraun til njósna, og að þa'ð mundi hindra rann- sókn málsins, ef hann léki lausum hala. KaupsýslumaSurinn situr nú í klefa í aðaltoyggingu sænsku öryggislögreglunnar á Kungs- holm, og ekki ólíklegt talið, að hann gisti sama klefa og Wenner- ström áður. Vesturför Wil- sons er lokið Hann gefur þinginu skýrslu i næstu viku Ottawa, 10. des. — NTB. í DAG lauk stuttri heimsókn Harold Wilsons, forsætisráðherm Bretlands, til Kanada, og hélt Wilson flugleiðis til London eftir að hafa átt viðræður við Lester Pearson, forsætisráðherra Kana- da. Á bLaðamannafundi, sem Wilson efndi til fyrir brottförina frá Kanada, neitaði hann að gefa frekari upplýsingar um gagntil- tögur þær um sameiginlegian kjarnorkuflota NATO, sem hann hafði lagt fram á fundinum með Johnson forseta í Washington fyrr í vikunni. Mun hann gera brezka þinginu nánari grein fyr- ir tillögum sínum í næstu viku. Kvaðst h>ann vona að þangað til héldu bandalagsríkin í NATO áfram að ræða málið frá hinum ýmsu hliðum. Forsætisráðherrann kvaðst vona, að Frakkland mundi ekki halda sig utan þessara viðræðna, og kvað hinar ýmsu tillögur um málið verða fram lagðar með það í huga, að Frakkar .gætu tekið iþátt í viðræðum um þær. Þá sagði Wilson, að brezka stjórnin fylgdist vei með undir- róðri Kínverja í Afríku en hann endartók að afstaða brezku stjórnarinnar væri enn þú, að styðja Kína til fullrar þátttöku í Sameinuðu þjóðunum, þar eð vart yrði hægt að fá Kínverja til að setjast að samningaborði um afvopnunarmál fyrr. Loks nefndi Wilson fimm at- riði, sem hann kvað skilyrði þess, að Bretar gengju i Efnahags- bandalag Evrópu: 1. Samband Breta við EFTA- löndin (fríverzlunarsvæðið) verði tryggt. 2. Brezkur landbúnaður fái nauðsynlegar tryggingar (Gar- anti). 3. Að efnahagsáætlanir í Bret- landi fái að standast án ytri áhrifa. 4. Að utanrikisverzlunarfrelsi landsins verði tryggt. og 5. að frelsi Bretlands varðandi verzlun við samveldislöndin verði virt, svo og efnahagsmála- þróunin innan samveldisins. Edith Sitwell látin LÁTIN er í London berzka skáldkonan og rithöfundur- inn Dawe Edith Sitwell, 77 ára að aldri. Edith Sitwell varð snemma fræg fyrir ritstörf sín, orð- heppni og sérvizku og settu þau Sitwell-systkinin þrjú, hún og yngri bræður hennar Osbert og Sacheverell, mikinn svip á brezkar bókmenntir, og gáfu út mörg ljóðasöfn, einkum á áratugnum frá 1920- 30. Þau voru um margt og þó einkum Edith, brautryðj- endur nýrrar stefnu, stefnu frjálslyndis og tilrauna í brezkri ljóðagerð. A síðari árum skrifaði Edith Sitwell meira á óbundnu máli og m.a. liggja eftir hana ævisögur drottninganna Vikto ríu og Elísabetar, sem þykja firnagóðar. Árið 1950 fór hún í fyrir- lestraferð til Bandarikjanna og voru fyrirlestrar hennar betur sóttir en söngleikurinn „South Pacific“ sem um þær mundir var mjög vinsæll vestra. Hún hefur verið kjör- in heiðursdok tor í bókmennt um við ýmsa háskóla, m.a. við Oxford og Durham, en það er heiður, sem hlotnast sára- sjaldan konum. Dame Sdith Sitwell. Töluvert er síðan Edith Sit- well hlaut aðalstign fyrir rit- störf sín og var gerð D,,ame of the British Empire“ og í fyrra var hún kjörin „Comp- anion of Literature". Vegaáætlun 1965 1968 LttGÐ var fnam á Alþingi í gær tillaga til þingsályktunar um vegaáætlun fyrir árin 1965 —1968. í áætluninni, sem er í senn ítarleg og yfirgripsmikil og 46 blaðsíður að stærð, er gerð grein fyrir fyrirhuguðum fram- kvætndum í vegamálum næstu 4 árin. Er þar í upphafi gerð grein fyrir áætluðum tekjum svo og skiptingu útgjalda, en síðan fyrir flokkun vega. Hér fara á eftir nokkur at- riði úr áætluninni: Þjóðvegir L Hraðbrautir. Samkvæmt áætlun eru áætlað ar 10 millj. kr. árlega til hrað- brauta á áætlunartímabilinu. — Áætlað er, að af þessari fjárveit ingu gangi sama upphæð og í vegaáætlun 1964 til Reykjanes- brautar eða 6,8 millj. kr. á ári ÖU árin. • 2. Til þjóðbrauta. Samkv. vegaáætluhinni verða þjóðbrautir alls 2960,9 km. eða um 31,5% af vegakerfinu. Ráðgert er, að framkvæmdum við Ólafsfjarðarveg milli Dalvík ur og Ólafsfjarðar verði lokið á næsta ári. Er kostnaður við þær framkvæmdir áætlaðar 5,1 millj. kr. Er áætlað að tekið verði sér- stakt framkvæmdalán að upp- hæð 4,0 millj. kr. í því skyni og þá miðað við svipaða fjárv. í vegáætlun 1965 og er í vegáætlun 1964 til vegarins um Múla. Þá er áætlað, að framkvæmd- um við Siglufjarðarveg verði lokið á árinu 1966 og vegurinn þá fullgerður milli Brúnastaða í Fljótum og Siglufjarðar. 3. Landsbrautir. Samkvæmt vegáætlun verða landsbrautir alls 6272,1 km., eða 67% af vegakerfinu. Ti lnýrra framkvæmda eru áætlaðar: 1965 1966 Kr. 22.590.000,00 20.190.000,00 1967 Kr. 25.200.000,00 1968 26.500.000,00 Fjallvegir, reiðvegir og ferjuhald. 1. Aðalfjallvegir. Aðalfjallvegir samkv. vegáætl un eru 444 km. að lengd. í veg- áætlun 1964 var fjárveiting til þessara ega 1,3 millj. kr., þar af 900 þús, til kláfferju á Tungnaá hjá Haldi. Með tilliti til þess að byggingu kljáferjunnar var lokið á s.l. sumri, er lagt til, að fjárveit- ing þessi verði lækkuð í 900.000 krónur. 2. Aðrir fjallvegir. Fjárveiting þessi var 800 þús. kr. í vegáætlun 1964. Lagt er til, að upphæð þessi verði hækkuð í 865 þús. kr. með tilliti til fjölda umsókna, sem alltaf berast um styrki til afréttarvega oþ.h. 3. Reiðvegir. Fjárveiting þessi var 200 þús. kr. í vegáætlun 1964. Lagt er til að fjárveitingin verði óbreytt. 4. Ferjuhnld. Fjárveiting þessi var 65 þús. kr. í vegáætlun 1964. Lagt er til að fjárveiting verði óbreytt næstu 4 ár. Brúargerðir. 1. Stórbrýr. Mörkin milli stórbrúa og brúa 10 m. og lengri eru hér miðuð við, að brýr sem kosta yfir 2,0 millj. kr. verði taldar til stór- brúa. Lagt er til að fjárveiting- ar verði alls 53,0 millj. kr. á áætlunartímabilinu eða um 13 millj. kr. að meðaltali, þó þannig skipt milli ára, að hægt verði að ljúka ákveðnum brúm ár hvert. Er þefcta svipuð upphæð og veitt var til stórbrúa í veg- áætlun 1964. Með þessum fjárveitingum verður væntanlega hægt að byggja alls 12 brýr. 2. Brýr 10 m. og lengri. Lagt er til að fjárveiting til þessara brúa næstu 4 ár verði eins og greint er í áætlun. Verð- ur heildarfjárvei-ting á áætlunar- tímabilinu 41,9 millj. kr. eða um 10,5 millj. kr. að meðaltali á ári. Skiptast fjárveitingar þessar noklcuð ójafnt á árin vegna þess, að ná þarf ákveðnum áföngum í byggingu stórbrúa og ekki þyk- ir fært að hafa fjárveitingar til smábrúa minni en þær eru í vegáætlun 1964. Mjög æskilegt væri að fjár- veitingar til þessa flokks brúa væru hærri, því enn eru á veg- um í þjóðvegatölu óbrúaðar 69 ár, sem þurfa brýr yfir 10 m. lengd. 3. Smábrýr. Lagt er til, að varið verði 6 millj. kr. á ári til smábrúa í næstu 4 ár. Meðalverð smábrúa er nú um 300—350 þús. kr. og má því ætla, að hægt verði að byggja 70—80 smábrýr á áætlunartímabilinu. Sýsluvegasjóðir. Samkv. 28. gr. vegalaga á fram lag vegasjóðs á næsta ári að vera 10,0 millj. kr. eða óbreytt frá því sem er í ár, en hins veg- ar verður framlag hreppanna á næsta ári innheimt miðað við tímakaup almennra verkamanna. 1. des n.k., sem verður kr. 33,81 og er það hækkun um kr. 5,47 eða 19,3%. Vegir í kaupstöðum og kauptúnum. Samkvæmt 32. gr. skal fram- lag til þjóðvega í kaupstöðum og kauptúnum vera 1214 af heildar- tekjum vegasjóðs. Sömuleiðis skal 14% af heildartekjum vega sjóðs ganga til tilraunastarfsemi við vega- og gatnagerð samkv. 96. gr. EFRI DEILD Á Frumvarp um breytingu á lögum um meðferð einkamála í héraði, varðandi gjöld til stefnu- votta var í gær vísað til 3. um- ræðu. Á Þá var frumvarpi um aðstoð við fatlaða einnig vísað til 3. umræðu. ýr Frumvarpi um breytingu á almennum hegningarlögum um hækkún hámarks um tjón af auðgunarbroti, til þess að opin- ber málshöfðun komi til, var samþykkt til 3. umræðu. ■Á Jón Þorsteinsson gerði grein fyrir nefndaráliti um frumv. um orlof, og var frumvarpinu síðan vísað til 3. umræðu. Á Frumvarp um fjölgun manna í fastanefndum Alþingis var til 2. umræðu og mælti Ólafur Björnsson þar fyrir nefndaráliti. Urðu nokkrar umræður um frum varpið, og töluðu þar Ólafur Jó- hannesson (F), sem sagði mikið vanta á, að það væri „system i galskabet“, eins o>g hann orðaði það sjálfur, í stefnu stjórnarflokk anna gagnvart Alþýðubandalag- inu. Alfreð Gíslason (Alþbl.) talaði einnig og sagði m.a., að menn mættu ekki rugla Alþýðu- bandalaginu og Sósíalistaflokkn- um saman, eins og Ólafur Jó- hannesson hefði gert. NEÐRI DEILD Á Ingólfur Jónsson, landbúnað- arráðherra, gerði grein fyrir frumvarpi til girðingarlaga, sean var til 1. umræðu í Neðri deild. Var frumvarpinu síðan vísað til 2. umræðu og landbúnaðarnefnd ar. — íþróttir hann þjálfar nú yngri flokkn félagsins. Birgir Björnsson er þjálfari i meistara- og 1. fL karla en Ingvar Victorsson þjálfari kvenna. Forráðamenn FH ræddu við blaðamenn í gær vegna þessa af mælismóts og sögðu m.a.: • VINSÆLT LIÐ F.H.-ingar hafa alla tíð vérið sérstaklega vinsælt lið meðal áhorfenda. Ástæðan hefur ekki einungis verið sígrar þeirra, held ur hitt að FH hefur jafnan haft fremur öðrum íslenzkum hand- knattleiksliðum það, sem fólkið vill sjá, þ.e.a.s. leikhraða, leik- brellur, skothörku og góða mark vörzlu og ekki hvað sízt sam- heldni og leikgleði. Undanfarin þrjú ár er því þó ekki að neita að liðinu hefur ekki ávallt tekist að ná því bezta sem þeir hafa átt til. í ár aftur á móti er útlit fyrir að liðið sé að yfir- vinna þennan veikleika, enda hef ur félagið aldrei haft jafn góða aðstöðu til æfinga og einmitt nú í vetur. Félagið hefur fengið að æfa í íþróttahúsinu á Keflavíkur flugvelli einu sinni i viku, auk þess sem það hefúr haft aðstöðu í Valsheimilinu í vetur sem endra nær. • VAXANDI LIÐ Það ’hefur lítið sézt til FH- inganna það sem af er þessu leik ári, en þó er það álit ótrúlega margra að bezti leikurinn sem dönsku meistararnir Ajax léku hér nýlega hafi einmitt verið leikurinn við FH. Blöðin höfðu það eftir Dön- unum að FH hafi verið tvímæla- laust bezta liðið, sem þeir kepptu við og jafnframt verið álit þeirra að FH myndi hafa meiri mögu- leika á móti sænska liðinu Red- bergsild heldur en Fram. • DAGSKRÁ. Dagskrá afmælismóts FH er þannig: Mánudagurinn 14. des. KL 20,15: Formaður FH Valgarð Thoroddsen setur mótið með ræðu. Leikir: M.kv. FH—Valur: Leiktlmi 2x15 2. fl. k. FH—Valur: Leiktími 2x10 1. fl. k. FH—KR: Leiktími 2x15 M. k. FH—KR: Leiktími 2x15 KI. 20,15: 2. fl. kv. FH-Fram: Leiktími 2x10 4. fl. k. FH-Haukar: Leikt. 2x7,5 3. fl. k. FH-Valur: Leiktími 2x10 M. k. FH—Fram: Leiktími 2x30

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.