Morgunblaðið - 11.12.1964, Síða 18

Morgunblaðið - 11.12.1964, Síða 18
18 MORGUNBLABIÐ Föstiídagur 11. des. 1964 [!ák karlntannaíiil í ÚRVALI. Opið til klukkan ÍO Í kvöld. Klæðaverzlusiin, Klapparstíg 40. Fyrirliggiandi Umbúðapappír 40 cm. og 57 cm. rúllur. Smjörpappír 33x54 cm. og 50x75 cm. Brauðapappír 50x75 cm rúllur. Kraftpappír 90 cm. rúllur. Pappírspokar allar stærðir. Egíiert Krlstiáiisson & Co. hf. Sími 1 1400. Löan tilkynmr Mikið úrval af amerískum telpnakjólum á aldrin- um 1—14 ára. — Verð frá kr. 135,00 — 455,00. Barnaúlpur loðfóðraðar og nælonfóðraðar. Barnasloppar. Orionpeysur, 2—12 ára. Ennfremur lambhúshettur og húfur í miklu úrvalL Barnafataverzlunin LÓAN, Laugavegi 20B. (gegnið inn frá Klapparstig, á móti Hamborg). Blikksmiðlan Vogar Eif. Getum bætt við nokkrum nemum í blikksmíði nú þegar eða í byrjun næsta árs. Blikksmiðjan Vogar hf. Auðbrekku 65 — Kópavogi. Skriastofuhúsnæði Til leigu eru nokkur skrifstofuherbergi í Banka- stræti. Leiga til annars en fyrir skrifstofur getur komið til greina. TJpplýsingar í síma 18588. — Utan úr heimi Framh. af bls. 16 hæg að sjá það fyrir í smá- atriðum, hverjar afleiðingar þessi þróun muni hafa, en viss atriði séu þó greinileg. Það eru tvær meginástæður til þess, að það er mikils um vert að endurskipulagningu landbúnaðarins verði hraðað: 1. ) Hættunni á alvarlegum verzlunarmáladeilum milli landa má afstýra með því að bæði inn- og útflutningslönd- in lækki hið tilbúna, háa vöruverð, þannig að verðlag- ið sjálft geti á eðlilegan hátt lagað framleiðslu og neyzlu hvort að öðru, og offram- leiðsla sú, sem hlaðizt hefur upp hjá útflutningslöndunum verði seljanleg, og innflutn- ingslöndin geti aukið frelsi varðandi innflutninginn. 2. ) í Evrópu er mjög mikill áhugi og þörf á skynvæðingu. Líkt og í Bandaríkjunum hlýtur fólksfækkunin í land- búnaðinum að ná öðru stigi, þar sem færri en stærri og vélvæddari bú skila meiri framleiðslu pr. einstakling, sem er aleina lausnin á vanda- málinu. Thorkil Kristensen segir það einkum tvennt, sem létta muni framgang málanna: 1.) Skynvæðíngin í byggingu landbúnaðarins muni á ákveðn um sviðum hafa áhrif í átt til aukins reksturs. Þannig verði t.d. vöxur mjólkurfram- leiðslunnar, sem er vinnuafls- frek og bindur fólk meira, en það kærir sig um, stöðvaður í fjölmörgum löndum, og komi þetta til góða fyrir markaðsástandið í mjólkur- iðnaðinum. 2.) Ef litið er til nokkuð langs tíma mun neyzlan í hinum vanþróuðu ríkjum fara mjöig vaxandi. Japan er talandi dæmi þess, að frá vissum sjónarmiðum þýða efnahagsframfarir beinlínis það, að stóraukning verður á neyzlu „animaliskra“ fæðu- tegunda. Vegna þessa, ekki siður en af mannúðar- og sjórnmálaástæðum, eiga Vest- uriönd að hafa forgöngu um aðstoð við vanþróuð ríki. Kristensen segir að lokum: „Býli framtíðarinnar, hvort heldur þau verða stór eða smá, hljóta að verða rekin á grund- velli skynvæðingar, þar sem gjöld og arður verða reikn- uð út fyrir hinar ýmsu grein- ar framleiðslunnar. Þetta mun gera býlin betur hæf til að aðlaga framleiðsluna mark- aðsaðstæðum, líkt og iðnað- urinn gerir“ segir hann. „Það ber að vona, að gamlar og úr- eltar stefnur tefji ekki þessa þróun um of.“ UM BÆKUR Skagfisk ættarsaga Elinborg Lárusdóttir: Valt er veraldargengi. ÞETTA er IV. bókin um Djúpa- dalsmenn í Skagafirði og mætti heita einu nafni Djúpdæla saga, en höfundur hefur valið verki sínu Horfnar kynslóðir sem heildarheiti. Þ. 12. júlí 1733 kaupir Eiríkur Bjarnason frá Hjaltastöðum jörð- ina Djúpadal af erfingjum séra Eiríks Magnússonar prests í Vog- ósum fyrir 50 hndr. lausafjár. Síðan hafa niðjar hans setið jörð- ina óslitið, og heitir sá Jón Eiríks son, sem nú býr þar og mun vera 6. liður frá Eiríki Bjarnasyni. Eiríkur Bjarnason var auðsæll og mikill fyrir sér. Hann átti hross mörg og góð. Af því fékk hann viðurnefnið Mera-Eiríkur. Elinborg kallar hann Hákon ríka í Dal. Sonarsynir Eiríks, Hannes og Eiríkur, taka prestvígslu. Eiríkur er rgkinn frá kalli sínu vegna til- látssemi við Jörund hundadaga- konung. Þá gerist hann stórbóndi í Djúpadal, unz honum á efri ár- um er veittur Staðarbakki í Mið- firði. Hinn bróðirinn, sem kallast Símon í sögunni, er hið snjalla rímnaskáld og ræðuskörungur Hannes prestur á Ríp. Hann mun vera langafi frú Elinborgar. Sýslumaðurinn í Viðvík er auð- vitað Jón Espólín. Vitanlega er hér um skáldsögu að ræða, en beinagrindin er sögu- lega sönn og við hana fléttaðar sagnir um þá frændur. Einkum eru skemmtilegar þjóðsögur um skipti þeirra Mera-Eiríks og Skúla sýslumanns á Ökrurn, síðar landfógeta. Svipað má segja um séra Hannes á Ríp og Jón Espólín. Þeir Djúpadalsmenn eru ekki umsvifamiklir utan héraðs. Þeir eru hvorki hlaðnir titlum né met- orðum. Þeir eru bændaaðall, fast- heldnir og auðsælir en jafnframt ríklundaðir, frændræknir og rausnarlegir. Gildir þetta jafnt bændur sem húsfreyjur. Furðufáir hafa tekið sér fyrir hendur á voru landi að skrifa ættarsögur. Hins vegar ber mjög á ævisögum einstakra manna. Þær eru vinsælar, enda margar snilldarlega skráðar (Guðm. Hagalín o. fl.). Ýmsir amast við slíkum bókum og telja þær „kell- ingabækur" einar. Slíkt er firra og uppskafningsháttur. Þegar aldir líða, munu margar ættar- og ævisögur okkar tíma verða kallaðar íslendingasögur hinar yngri. Hinar fornu ættarsögur urðu til, er norskar ættir höfðu flutt byggð sína hingað til lands og sambandið við ættlandið var að rofna og firnast. Hinar nýju sögur gerast, þegar hinar fornu bændaættir eru sem óðast að flytja úr sveit í borg. Ættartölur, ættrækni og ættar þótti hefur e.t.v. stundum nálg- ast öfgar og fengið á sig bros- legan blæ. En hvað skal á hinn bóginn segja um þá staðreynd, að býsna margir unglingar í þéttbýl- inu, á skólaaldri, geta ekki nafn- greint afa sína og ömmur, þegar þeir eru spurðir? Er það vænlegt fyrir framtíðina? Ættarsaga Djúpdæla er nær- færin og litrík lýsing á þjóðlífi og þjóðháttum 18, aldar og nokk- uð fram á hina 19. Frú Elinborg segir látlaust og lipurt frá, líkt og sögufróðir karlar og konur sögðu ein frá um síðustu alda- mót. Hún amma mín kunni t.d. svo langar sögur utan að, að kvöldvakan nægði varla til að segja frá. ’ Söguhetjur Elinborgar eru skýrt mótaðar og ljóslifandi. Les- andinn man þær, skilur þær og gleymir þeim trauðlega. Líklega á hún efni í ei-na bók enn. Með þessum línum vildi ég að- eins fyrir mitt leyti færa frú Elinborgu þakkir fyrir vel sagða sögu, sem ég las mér til gagns og ánægju. Jón Eyþórsson. Ádeíluskáld — Trúarskáld — Lfstaskáld Fyrsta heiEdarútgáfa á verkum höfuðskáEds Steins Steinarr Það er nú loksins á vitorði allra íslendinga að Steinn Steinarr var eitt af oi.vivcfeissK.aidum íslands, fyrr og síðar, miskunnarlaust ádeiluskáld, er hafði hæðni lifsins á vörum, nútimaskáld í beztu merkingu orðsins og trúarskáld. í formála að hinni nýju Helgafellsútgáfu segir Kristján Karlsson, rithöfund- ur: „Ef kvæði hans sanna nokkuð, er það gildi trúar fyrir manninn. Steinn Steinarr er miklu skyldari Hallgrími Péturssyni en hinum upplýstu, „víð- sýnu“ skáldum 19. aldar. Kvæði hans eru trúarljóð — með neikvæðu for- teikni. Trúaður eða trúlaus er hann í sérflokki hinna mestu trúarskálda vorra". í þessari nýju útgáfu verka Steins Steinarr, eru allar 6 ljóðabækur skáldsins, er út hafa komið, auk þess 40 kvæði, sem ekki hafa áður komið í bókum hans, þar á meðal hið hrottalega lýðveldiskvæði, sem mestri hneykslun olli á sínum tíma. Ennfremur Hlíðar-Jóns rímur, 35 erindi, ekki prentað áður. Loks eru í bókinni ritgerðir skáldsins, ræður o. fl. alls 20 greinar. Kristján Karlsson, náinn vinur Steins um langt skeið ritar framúrskarandi for- mála um skáldið og list þess. ÞETTA ER BÓKMENNTAVIÐBURÐUR ÁRSINS. Aðrar miklar jólabækur Helgafells í ár, Ný Kjarvalsbók, stórkostlegt verk um meistarann í máli og myndum, 100 myndir af þeim 20 síður í litum, engar birtar áður í bók, og ævisaga Kjarvals eftir Thor Vilhjálmsson. Þá er bók eftir Einar Ól. Sveinsson, prófessor, Ferð og förunautar, ferðaþættir og mannlýsingar. Ný skáld- saga eftir Ragnheiði Jónsdóttur, Og enn spretta laukar, Málverkabók Blöndals, íburðarmesta listaverkabók, sem hér hefir verið gerð, bók Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, Mælt mál, og loks bókmenntaviðburður ársins númer eitt, Sjöstafa- kver Laxness og Barn náttúrunnar. HELGAFELL, Veghúsastíg 7. — Sími 16837.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.