Morgunblaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 23
ft Föstudagur 11. ðes. 1964 MORGU NBLAÐIÐ 23 NÝKJÖRIN stjórn Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna sainvinnu, hefur að undanförnu unnið að undir- húningi félagsstarfsins á næstu mánuðum. Þar sem hér er um að ræða samtök, sem ungir Sjálfstæðismenn hafa mikinn áhuga á og eru aðilar að ásamt samtökum ungra framsóknarmanna og ungra jafnaðarmanna, snerum við okkur til formanns félagsins, Harðar Einarssonar stud. jur., og inntum hann tíðinda af á- formum félagsins á næstunni og starfsemi þess síðan hin nýja stjórn tók við. — Varðbergsfélögin víðs vegar um landið efndu fyrir skömmu til ráðstefnu norður á Akureyri, þar sem fjallað var um skipu- lagsmálefni þeirra og samþykkt gerð um samstarf þeirra sín á Nokkrir stjórnarmenn og varastjórnarmenn Varðbergs. Fremri röð talið frá vinstri: Ásgeir Jóhannesson, 2. varaformaður, Hörður Einarsson, formaður, Jón A. Ólafsson, 1. varaform. Áft- ari röð, talið frá vinstri: Ólafur Egilsson, forstöðumaður skrifstofu Samtaka um vestræna samvinnu, Ragnar Kjartansson, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Hólmsteinsson, ritari, Hilmar Björgvinsson, Hörður Sigurgestsson. — Á myndina vantar Karl Guðnason, gjaldkera, Eyjólf Sigurðsson, Ólaf Stefánsson, Georg Tryggvason, Ásgeir Sigurðsson, Dag Þorleifsson og Val Arnþórsson. Vmsíir nýjungar fyrirhug- aðar í starfi VARÐBERGS Samtal við Hörð Einarsson, formann félagsins milli. Hefur þessi samþykkt í för með sér verulegar breytingar á samstarfi félaganna? — Ekki býst ég við því. Ástæð- an til þess, að rétt var talið að setja sérstakar reglur um sam- starf félaganna og stjórn sam- eiginlegra málefna þeirra, var fyrst og fremst sú, að það verður að telja eðlilegt, að ákvörðun um þessi efni sé í höndum aðila, sem öll félögin standa að. Sam- kvæmt hinni nýju samþykkt um samstarf Varðbergsfélaganna er æðsta vald í sameiginlegum mál- efnum þeirra falið samstarfs- nefnd, sem skipuð verður for- mönnum félaganna auk varafor- manna félagsins í Reykjavík, og skal hún koma saman a.m.k. einu sinni á ári. En sem framkvæmda- aðili á vegum samstarfsnefndar skal starfa framkvæmdastjórn, sem skipuð verður formanni og varaformönnum félagsins í Reykjavík og tveim fulltrúum kjörnum af samstarfsnefnd. — Samþykktin um samstarf Varð- bergsfélaganna hefur ekki enn gengið í gildi. Til viðbótar sam- þykkt hennar á ráðstefnunni á Akureyri þarf að koma til stað- festing % hluta hinna sjö Varð- bergsfélaga, sem þegar eru starf- andi. Síðan ráðstefnan var hald- in hafa tvö Varðbergsfélög stað- fest samþykktina, hið nýja félag fyrir Húsavík og nágrenni, sem staðfesti hana á stofnfundi sín- um 10. nóv. sl., og einnig var hún staðfest á framhaldsaðalfundi fé- lagsins í Reykjavík 26. nóv. En þar sem aðalfundir annarra fé- laga eru á næstu grösum, mun þess ekki langt að bíða, að sam- þykktin öðlist gildi, og vona ég, að með henni hafi verið lagður grundvöllur, sem auðveldi stór- aukið starf Varðbergsfélaganna. Á Fundir, ráðstefnur, útgáfu- starfsemi, kvikmyndasýningar — Og hvað er svo helzt fram- undan? — Það er meginhlutverk Varð- bergs að vinna að auknum skiln- ingi meðal ungs fólks á gildi lýð- ræðislegra stjórnarhátta og á þýðingu samstarfs lýðræðisþjóð- anna til verndar friði í heimin- um. í eðli sínu er hér fyrst og fremst um upplýsingastarf að ræða. í starfsemi Varðbergsfélag- anna verður því megináherzla lögð á ýmis konar fundahöld, bæði fyrir félagsmenn og almenn ing, útgáfustarfsemi og kvik- myndasýningar. Á Rit um NATO í undirbúningi Nú er í undirbúningi útgáfa fræðslubæklings um Atlantshafs- bandalagið og hina ýmsu þætti í starfsemi þess, sem prentaður verður í allstóru upplagi og til- búinn verður á fyrstu mánuðum næsta árs. Þá er verið að undir- búa lokaátakið í dreifingu hins vandaða rits, „Árvekni — vernd frelsisins“, sem sent verður um land allt. Einnig er komin nokkuð á- leiðis útgáfa næsta heftis af tíma- ritinu „Viðhorf", sem gefið er út sameiginlega af Varðbergsfélög- unum og Samtökum um vest- ræna samvinnu, en útgáfa þess hófst á sl. vori, eins og kunnugt er, undir ritstjórn Ólafs Egils- sonar, forstöðumanns skrifstofu samtakanna. Á Kynning á bandalagsríkjum íslands og ráðstefna um kjaramál Af fundahöldum og ráðstefn- um, sem þegar hafa verið ákveð- in, má nefna ráðstefnu um kjara- mál í Atiantshafsríkjunum, í febrúar nk., og hefur nýlega tek- ið til starfa sérstök nefnd, sem kjörin var til undirbúnings henni. í þeirri nefnd eiga sæti Magnúa Óskarsson, Ingimundur Erlends- son og Ásgeir Sigurðsson. Fyrirhugað er að taka upp eftir áramótin kynningu á ýmsum bandalagsríkjum íslands á sér- stökum kynningarkvöldum, sem sennilega verða einu sinni í mán- uði mánuðina janúar—maí. Á þessum fundum er gert ráð fyrir, að sýnd verði stutt kvikmynd um viðkomandi land, flutt erindi um stjórnmálalíf í þessum löndum, helztu vandamál þess o. s. frv. og loks sé í myndum, tali eða tónum kynntur einhver áberandi þáttur í þjóðlífi hvers lands. Hefur verið um það rætt að kynna fyrst með þessum hætti Frakkland, ítaliu, Vestur-Þýzkaland, Kanada og Benelux-löndin. Vonumst við til, að þetta geti orðið vinsæl og gagnleg nýbreytni í starfsemi fé- lagsins, og mun þessi starfsemi verða í umsjá Dags Þorleifssonar blaðamanns. ^ Heimsóknir erlendra stjórnmálaforingja — hádegisfundir Eftir áramótin verður einnig haldið áfram hádegisfundum fé- lagsins. Á þessu hausti hafa tveir slíkir fundir Verið haldnir, en á þeim flytja yfirleitt erindi for- ystumenn á sviði stjórnmála, ýmsir sérfræðingar, ritstjórar blaða, starfsmenn utanríkisþjón- ustunnar eða erlendir gestir og ræða ýmsa þætti utanríkis- og alþjóðamála. — Það er nú í at- hugun að efna til funda með svipuðu sniði á vegum Varðbergs félaganna utan Reykjavíkur. Loks má nefna það, að því er fundahöld varðar, að mikill á- hugi er á því innan Varðbergs að fá hingað til lands þekkta er- lenda stjórnmálaforingja til ræðuhalda. Er þegar hafinn und- irbúningur að því, að úr þessu geti orðið á næstu mánuðum, en of snemmt er á þessu stigi að segja um árangur þeirra tilrauna •k Kvikmyndasýningum haldið áfram — Þú minntist á það áðan, að Varðbergsfélögin hefðu hug á að halda áfram kvikmyndasýning um á sínum vegum. Er von nýjum kvikmyndum á næstunni? — Já, eftir áramótin gerum við ráð fyrir að fá til sýningar nokkr ar nýjar kvikmyndir með ís lenzku tali um ýmsa þætti í sam- vinnu vestrænna ríkja, einkum varnarsamstarfið. Þær myndir verða sýndar bæði hér í Reykja vík og á vegum félaganna utan Reykjavíkur, en þau hafa nú flest til sýningar þær myndir, sem fé lögin hafa yfir að ráða nú þegar k Gagnlegar kynnisferðir — Er framudan á vegum Varðbergsfélaganna nokkur kynnisferð til varnarstöðva og stofnana Atlantshafsbandalagsins og Evrópuríkjanna, eins og stund um hefur verið farið í áður? Ekki er áformuð nein slík ferð alveg á næstunni, en að sjálf sögðu verður leitazt við að hal ’• t t þeim áfram með hæfilegu milli- bili eftir því sem föng er á. Það hefur verið talið eðlilegt að reyna að gefa ungum áhugamönnum um vestræna samvinnu hérálandi kost á að kynnast af eigin sjón og raun ýmsum þáttum í starf- sem þeirra alþjóðastofnana, sem ísland er aðili að, þ. á m. Atlants- hafsbandalagsins og Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, enda telja þeir, sem tekið hafa þátt í þessum ferðum, að þeir hafi haft af þeim mikið gagn, bæði kynnzt ýmsu, sem þeim var fjarlægt og ókunnugt áður, og gert sér betri grein en áður fyr- ir þýðingu samvinnu lýðræðis- þjóðanna á ýmsum sviðum. Innan Varðbergs hefur komið fram sú skoðun, að það ætti að vera ekki síður gagnlegt að veita ungu fólki frá samstarfsríkjum okkar tækifæri til að kynnast Islandi og íslenzkum málefnum með heimsóknum hingað, enda geta slíkar heimsóknir orðið bæði okkur og gestum okkar til gagns. M.a. þess vegna er mikill áhugi á því, að unnt verði að halda hér á landi VII. stúdentaráð- stefnu Atlantshafsbandalagsríkj- anna síðla næsta sumars, en ís- lenzkir stúdentar hafa á undan- förum árum tekið þátt í hlið- stæðum ráðstefnum í öðrum að- ildarríkjum bandalagsins. k Stofnun nýrra félaga — Hefur verið tekin ákvörð- un um stofnun fleiri Varðbergs- félaga en þeirra, sem þegar eru starfandi? — Það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um stofnun fleiri félaga, en stofnun nokkurra félaga er á athugunar- og um- ræðustigi, enda tekur undirbún- ingur að stofnun hvers félags venjulega alllangan tíma. k Nefnir skipaðar til athugunar á ákveðnum málaflokkum — Eru fleiri atriði í starf- semi félaganna, sem hafa verið ákveðin? — Það, sem nefnt hefur verið hér að framan, eru meginatriðin í því, sem segja má, að þegar hafi verið ákveðið um starfsem- ina á næstu mánuðum. En auð- vitað koma alltaf upp ný og ný verkefni á hverjum tíma, sem erfitt er að taka ákvörðun um langt fram í tímann. Þó má e.t.v. til viðbótar nefna, að nýlega kaus stjórn Varðbergs þrjár nefndir, sem skipuð er þrem mönnum hver, til þess að fjalla um og semja álitsgerðir um þrjá málaflokka: Þátttöku íslands í norrænni samvinnu, efnahagssam vinnu Evrópuríkjanna og hug- Framh. á bls. 19 STOFNFUNDUR FELAGS UNGRA SJÁLFSTÆÐIS- MANNAí KJÓSARSÝSLU verður haldinn í Hlégarði í kvöld kl. 21. Að fundi loknum verður sýnd hin athyglis verða og þekkta kvikmvnd um JOHN F. KENNEDY fyrrum Bandaríkjaforseta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.