Morgunblaðið - 11.12.1964, Side 31

Morgunblaðið - 11.12.1964, Side 31
Föstudagur 11. des. 1964 MORCU N BLAÐIÐ 31 Stúdentafundur á Akureyri um Davíðssafn og Davíðshús AKUREYRI, 10. des. — Stúdenta-safnarinn heldur skáldið, sem félagið á Akureyri hélt fund í kvöld um fyrirhugað Davíðssafn á Akureyri og hugmyndina um lcaup á húsi Davíðs Stefánssonar Við Bjarkarstíg. Á fundinum voru um 30 manns, «em þykir gott hér, enda hljóm- leikar o. fl. í hænum. í félaginu eru 100 manns. Formaður félags- fns, Aðalgeir Pálsson, verkfræð- ingur, setti fundinn og fór nokkr- nm orðum um Davíð. Hann var heiðursfélagi Stúdentafélagsins, tiður gestur á fundum þess og lét sér mjög annt um það. í>á tók til máls fyrri frummæl- andi, Þórarinn Björnsson, skóla- meistari. Fyrst rakti hann gang málsins og skýrði frá þeim að- gerðum sem áhugamenn um mál- ið hafa gengizt fyrir til þessa, m.a. drap hann á undirskrifta- söfnunina, sem fram fór í bæn- um um daginn. Hann kvaðst aldrei hafa deilt á bæjarstjórn í þessu máli, enda væri það ómak legt, þar sem hún er eini aðilinn, sem fram til þessa hefði eitthvað gert í málinu. Þó kvað hann á skorta að sínum dómi að húsið sjálft fylgdi ekki með í kaupun- um. En Davíðshúsið væri ósvik- ið Davíðshús. Þar hefði ekki einu sinni eiginkona komið nærri. — Hann hefði búið þar einn og skap að heimilið einn og þar væri enn sama andrúmsloftið og þeg- ar hann dvaldist þar. Skólameist- ari veik þessu næst að ýmsum mótbárum þeirra, sem eru and- vígir kaupum á húsinu. Margir halda þvi fram að bækur hans eigi að vera í Amts- bókasafninu, en vel væri hugsan legt að skrá yrði gerð um bæk- urnar og Amtbókavörður hefði milligöngu um útvegun þeirra að láni handa fræðimönnum. Einnig væri hægt að hugsa sér að fræðimenn fengju að dveljast í húsinu og nota bækur og hand- rit í fræðiskyni með l'eyfi bóka- varðar. Ýmsum finnst kaupverð- ið hátt. Vissulega er dýrt að kaupa húsið, en þegar til lengd- ar lætur, munu peningar fremur renna til bæjarins en út úr hon- umum við það að safnið er hér. Auk þess er íbúð í kjallara, sem leigja má út og miklar tekjur má hafa af aðgangseyri. Talað er um Akureyri sem ferðamanna- bæ, en hér er of fátt handa ferða^ mönnum að una við, þeir stöðv- ast of lítið í bænum. Davíðssafn mundi stuðla að því að dvelja fyrir ferðamönnum og setja um leið menningarsvip í bæinn.“ Það er líka hollt fyrir okkur sjálfa að leggja rækt við minningu hinna dánu, t.d. af því að þeir geta ekki borgað fyrir sig með peningum. Það lyftir okkur sjálf um og stuðlar að rækt okkar sjálfra.“ Þá tók til máls annar frum- mælandi, Ingólfur Árnason, raf- veitustjóri. Hann kvað skáld reisa sér minnisvarð sjálf og lifa bezt í verkum sínum og því væri hann andvígur stofnun safnsins. Þó mætti hugsa sér að húsið yrði listamannaheimili, þangað sem skáldum og rithöfundum yrði boðið að dveljast við störf eða til hvíldar í heiðursskyni, eftir að búið væri að flytja dýr- mætustu muni Davíðs í Davíðs- stofu í Amtsbókasafni. Hann kvað sumt benda til þess, að skáldið hefði óskað eftir að heimili hans varðveittist sem safn. — Fjármálin eða pening- arnir hafi ekki skipt meginmáli þegar ég myndaði mér skoðun í málinu, sagði ræðumaður. Marg ir munir eru svo dýrir ög dýr- mætir að læsa verður þá sundir gleiri og þá yrði safmð dautt safn og bækiurnar skrautgripir einir. Persónulegir munir skálds ins eru mér miklu meira virði en bækurnar og hreinir dýrgrip- ir. 1 raunninni er það ekki bóka- við ætlum að heiðra. Eyfirðing- ar ættu fremur að sýna ræktar- semi sína í verki með því að stofna skóla í minningu Davíðs í nágrenni við Fagraskóg. Eyfirzk ar byggðir vantar einmitt héraðs skóla. Þá tók til máls Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir. Hon- um fórust efnislega orð á þessa leið: Mér finnst fagur siður að leggja rækt í verki við minningu vina og góðra manna, án nokk- urrar sýndarmennsku. Þá verð- um við betri menn og göfugri. Davíð hefur reist sér minnis- varða í verkum sínum, en nú eig um við eftir að reisa honum minnisvarða vegna þessara verka. Bærinn hefur þegar riðið á vaðið, en þar er að margra dómi of skammt gengið. En fjór ar milljónir er mikið fé fyrir lítið bæjarfélag, til að snara út nokkuð óviðbúið og án þess að vita til fulls um vilja bæjarbúa almennt. En ekki má gera litið úr undirskriftunum um daginn. í þeim fólst líka atkvæðagreiðsla. Lítið ráðrúm var til athafna þá, en þó söfnuðust um 1400 nöfn. En ekkert slys hefur orðið enn þá. Enn er hægt að kippa mál- inu í lag. Allir eru mjög vel viðmælandi, eftir því sem mér skilst. Þá er bara eftir að útvega peningana og það er næsta verk- efni. Við þurfum að safna svo miklu fé, að bæði sé hægt að kaupa húsið, gera við það og standa undir rekstrinum eitthvað framvegis. Við höfum ekki ráð á því að bíða og gera ekkert. Við höfum ekki of mikið af menn- ingarverðmætum í þessu landi. Þjóð sem hefur efni á að drekka fyrir 300 millj. á ári og reykja fyrir annað eins, hún getur gert það sem henni sýnist. En ef menn eru sljóir og sinnulausir, þá drekka þeir bara sitt brenni- vín í staðinn, En vonandi tekst að koma málinu í höfn og stofna myndarlegt safn um Davíð í Davíðshúsi. Mér þykir sennilegt að Stúdentafélagið taki þessu verkefni fegins hendi og geri það að baráttumáli sínu. Því næst tók til máls Brynjólf ur Sveinsson, yfirkennari. Hon- um mæltist efnislega á 1 þessa leið: Vegur Akureyrar yrði því meiri sem við sýnum minningu Davíðs meiri sóma. Eg veit ekki betur en allar menningarþjóðir hafi kappkostað að varðveita sem bezt heimkynni mikilmenna sinna. Ef hingað kæmu erlendir andans menn, mundu þeir ekki eftir neinu fyrr spyrja en heim ili Davíðs Stefánssonar og það mundu margir fleiri gera. Eng- inn samtíðarmaður okkar hefur verið dáðari með þjóð sinni en Davíð Stefánsson og jafnvel eng inn í sögu þjóðarinnar. Það yrði því hægðarleikur að safna nægi- legu fé til að unnt sé að kaupa hús hans og varðveita það til minninga um hann. Ýmsir fleiri tóku til máls, svo sem Ágúst Þorleifsson, dýralækn ir, Hólmfríður Jónsdótir, mennta skólakennari, Hreinn Pálsson, kennari og Halldór Blöndal erind reki og stóðu umræður enn, þeg- ar blaðið fór í prentun um mið- nætti. Einar Mathiesen, . umboðsmaður, herra Buen, sölustjóri og herra Spilhaug, forstjóri. Stóriramleiðandi bíl- keðja í heimsókn hér NÝLEGA kom til landsins Helgi Oddur Spilhaug, forstjóri norska fyrirtækisins A/S Kjættingfa- brikken i Noregi ásmat sölu- stjóra sínum, Eigil Arnulf Buen. Fyrirtækið framleiðir allar mögu legar tegundir oig gerðir af keðj- um, svo að það hlýtur að hafa mikla þýðingu fyrir Íslendinga að eiga góð skipti við það. Umboðsmaður þess hér á landi, Einar Th. Mathiesen, sem er for- stjóri E. Th. Mahiesen h.f., kall- aði blaðamenn og ýmsa framá- menn í íslenzkum vélaiðnaði á fund þeirra félaga í gær. Flutti forstjórinn, Spilhaug, þar góða yfirlitsræðu og sýndi kvikmynd frá framleiðslu keðj- anna í Noregi, En þetta kom m.a. fram um fyrirtækið á blaðamannafundin- um: A/S KJÆTTINGFABRIKKEN er framleiðandi allra tegunda af 'keðjuin, krókum, lásum, lyfti- blökkum og bíl- og traktorskeðj- um. Einnig framleiða þeir vélar til framleiðslu á keðjum, og hafa þeir selt slíkar vélar m.a. til Finnlands, Sviþjóðar, Eng- lands, Canada, Brasilíu og Ind- lands. Fyrirtækið hefir einkaleyfi á ýmsum vélum og framleiðslu- aðferðum til keðjuframleiðslu. Fyrirtækið er stofnsett í Osló árið 1909 og var byrjunin aðeins í smáum stíl .Starfsmenn aðeins 3. En í dag rekur fyrirtækið stóra verksmiðju með eigin orkuveri í KRAGER0, en aðalskrifstofan er í Osló. Einnig rekur fyrirtæk- ið verksmiðju í VANCOVER í Kanada. Firmað hefir undanfarin ár selt nokkurt maign af keðjum og lásum ingað til lands. Þessi viðskipti vill fyrirtækið auka og hefir nú valið sér um- boðsmenn hér á landi. Jólasvipur er að færast yfir bæinn. Útilegumaðurinn og jóla- tréð. — Ljósm. Sv. Þorm. Þýzkaiandsmálin og kjarnorkuflotinn -verðo trúlega aðalmálin á utan- rikisráðherrafundi NATO Washington, 10. des. — NTB M E Ð A L mála þeirra, sem talið er að rædd verði á utan- ríkisráðherrafundi NATO- ríkjanna í París í næstu viku, verða Þýzkalandsmálin og hinar nýju tillögur Breta um sameiginlegan kjarnorkuflota Atlantshafsbandalagsins. Að því er talsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins sögðu í dag, verða síðarnefndu mál- in þó rædd einslega í sam- bandi við fundinn, en ekki opinberlega á honum. Talsmenn utanríkisráðuneytis- ins bandariska segja, að Banda- ríkjamenn hafi nú gert grein fyr- ir sjónarmiðum sínum varðandi kjarnorkuflotann, og nú sé það hinna bandalagsríkjanna að leggja fram sín sjónarmið og til- lögur, ef einhverjar eru. Ráðamenn á Vesturlöndum munu á næstunni halda með sér marga fundi á grundvelli við- ræðna Johnsons forseta, og Har- old Wilsons, forsætisráðherra Breta. Hinn fyrsti af þessuna fundum verður í London á morg- un, föstudag, en þá ræðast við þeir Schröder, utanrikisráðherra Vestur-Þýzkalands og Gordon Walker, utanríkisráðherra Breta, um kjarnorkuvarnir. Robert McCloskey, talsmaður bandariska utanríkisráðuneytis- ins, sagði í dag, að ekki væri hægt áð segja fyrir um það, hvort á utanríkisráðherrafundi NATO í París yrðu lagðar fram tillögur, sem fælu í sér að viðræður yrðu teknar upp við Sovétríkin um sameiningu Þýzkalands. McCloskey var að því spurður, hvort rétt væri að Bonn-stjórnin hefði beðið bandamenn sína á Vesturlöndum um að efna til ráðstefnu með þátttöku Sovét- ríkjanna um Þýzkalandsmálin. McCloskey svaraði, að mál þetta hefði verið til umræðu á fundi þeirra Dean Rusk og Gerhard Schröder í Washington fyrir skömmu, en vildi að öðru leyti ekki ræða málið. Tshombe gekk á fund Pd/s páfa Óeirðir í Róm vegna komu hans Róm, 10. des. (NTB). MOISE Tshombe, forsætisráð- herra Kongó, gekk í dag á fund Páls páfa í Róm, ásamt sendi- herra Kongó í Róm, André Man- gig. Dvaldi Tshombe í V.atikan- inu í eina klukkustund, en ekki er ljóst hve lengi sjálfur fund- ur þeirra páfa stóð. Góðar heim- ildir í páfagarði segja, að páfi hafi við þetta tækifæri sent ibú- um Kongó boðskap, þar sem hann segir, að ekkert sé hægt að byggja upp í landinu á meðan þar ríki bræðrastyrjöld. — Til blóðugra óeirða kom i Róm í dag milli stuðningsmanna og andstæð inga Tshombe, og voru hinir siðarnefndu einkum kommúnist- ar. Er Tshombe kom til flugvallar ins í Róm fyrr í dag, hélt hann stuttan blaðamannafund, og veitt ist m.a. harðlega að þeim ríkjum. Afríku, sem hann kvað sjá upp- reisnarmönnum í Kongó fyrir vopnum og vistum, m.a. Mali- ríkjasambandið og Ghana. Síðar í dag kom til bardaga milli stuðningsmanna Tshombe og kommúnista. Nokkur hundruð manns, þeirra á meðal konur og börn, höfðu safnast saman að boði kommúnistablaðsins „L’Un- ita“. Reyndi lögreglan að dreifa hópnum, en hann hélt áleiðis til gistihúss þess, er Tshombe dvel- ur í. í þeim svifum bar að hóp nýfasista og sló þegar í bardaga milli hópanna. Beitti lögreglan kylfum, þó eingöngu á nýfasista, en menn úr öllum hópum særð- ust. Fjöldi manns var handték- inn, vegna atburðar þessa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.