Morgunblaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 11. des. 1964 Skíðalandsganga á Þeir urðu með þeim fyrstu til að ljúka göngunni í Reykjavík. ★ Á hlaðinu fyrir framan íþróttaskálann að Háloga- landi fylgdumst við með, hve göngufólki miðaði áfram. NORRÆNA Skíðalands- gangan 1964—1965 er haf- in. Þeir byrjuðu að ganga hina tilskildu 5 km fyrir norðan sl. sunnudag, en I Reykjavík hófst gangan á þriðjudagskvöld. — Skíða- færi hefur verið hið ákjós- anlegasta að undanförnu víða um land, og er þess að vænta að sem flestir noti nú tækifærið og taki þátt í göngunni. Síðast var hald- in skíðaganga á árunum 1961—62. Það var lands- ganga. Þetta er í fyrsta sinn sem Island er með í Norðurlandagöngu á skíð- er að ræða, þyrfti að hafa samráð við skiðafélögin, áður en haldið er af stað. Þess má geta, að skíðaskáli Skíðafélags Reykjavíæur er í Hveradölum, skíðaskáli Ár- manns í Jósepsdal, skíðaskáli um. Hálogalandsvöllum Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, gekk í fararbroddi. K.R. í Skálafelli og Í.R., Vík- ingur og Valur hafa skíða- skála í Hamragili. Við vorum stödd í litlu bún ingsherbergi að Hálogalandi, en þar hafði framkrvæmda- ráð göngunnar aðalbækistöð. í þessum svifum bar að tvær hnátur, rjóðar í kinnum. Þær voru komnar til skrá- setningar í gönguna. — Við ætlum að ganga, sagði önnur. — Hvað heitið þið, spurði skrifarinn, Guðrún Péturs- dóttir. — Sigrún Gunnarsdóttir. Sigrún var bókuð í göng- una og henni heitið þrykki- mynd á sk!iðin sín, þegar hún hefði lokið henni. Myndin var af fornmanni á skíðum og allt um kring fánar norð- urlandanna. Að hálftíma liðnum hafði hálft hundrað manns látið skrásetja sig. Framkvæmdaráðið hafði nóg að gera. Þarna var mætt Fríður Guðmundsdóttir, for- maður íþróttafélags kvenna. — Og hvernig er starfsemi íþróttafélags kvenna háttað, spurðum við, því að við viss- um ekkert um íþróttafélag kvenna. — Hvað er að heyra! Veit maðurinn ekkert um félagið okkar? — Jæja. Lát heyra, sögðum við. — Við eigum skála í Skála felli, sagði frú,in. Myndarleg- an skála, sem er mikið sóttur. Þar stundum við skíðaíþrótt- ina af kappi. Svo stundum við fimleika. Hjá okkur eru tveir flokkar, alls um 70 stúlkur. Elsa Hermannsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir — við eltum snjóinn! Þeir, sem fremstir voru I flokki, gengu með jöfnum hraða og öruggum skrefum, og þegar nær dró mátti sjá, að þeir blésu vart úr nös. Fylk ingin, sem lestina rak, var hins vegar eklki alveg eins samtaka: göngulagið skrykkj- ótt en þó skemmtilegt á að horfa.. Þetta var ungviðið. í miðri fylkingu brokkuðu tvær yngismeyjar með glæsi- brag, eins og hefðu þær geng- ið á skíðum allt sitt líf. Við valhoppuðum út á göngu- brautina, þegar þær komu nær og gáfum stöðvunarmerki. — Er þetta erfitt? spurð- um við. •— Þetta er alls ekki neitt, sögðu þær. Þetta er leikur. -— Farið þið oft til fjalla? — Eins oft og hægt er, sagði Elsa Hermannsdóttir, hún er kennslukona við Breiðagerðiskóla (við trúðum því varla, en óskuðum þó, að við værum orðnir 7 ára). — Við eltum snjóinn, sagði Guðný Guðmundsdóttir. Hún er klinikdama. (Um aldurinn leyfðist ekki að spyrja). — Hvað eigið þið eftir að ganga langt núna? — Einn hring, sagði Elsa. — Þið eruð bara alltaf að tefja okkur, þessir blaða- menn, sagði Guðný, og nú brostu þær báðar tvær. Var það annars nokkur furða? Sjá mynd. Gangan í Reykjavík fór fram á Hálogalandsvöllum. Var það fríð fylking, sem þrammaði þar þrjá og hálfan hring, en í fararbroddi var borgarstjóri, Geir Hallgríms- son, sem vissulega sýndi Reyk víkngum gott fordæmi. Auk hans voru fremstir í flokki Eysteinn Jónsson, alþingis- maður, Stefán Kristjánsson, formaður skíðasambands ís- lands, Lárus 'Jónsson frá Skíðafélagi Reykjavíkur, sem var göngustjóri og Ásgeir Úlfarsson, skíðagarpur í K.R., sem lagði brautina. Ráðgert var, að gangan færi fram þrjú kvöld á Há- logalandsvöllum, en íþrótta- félögin Í.R., K.R. og Ármann skiptast á um framkvæmd kvöldanna. Ellen Sighvatsson, formað- ur Skíðaráðs Reykjavíkur, sagði okkur, að þessari göngu keppni milli Norðurlandanna væri þannig hagað, að fjöldi íslenzku þátttakendanna yrði margfaldaður með 20, þegar að því kæmi, að þátttakenda- fjöldi allra landanna yrði bor inn saman. — En keppnin er ekki að- eins milli Norðurlandanna, sagði Jóhann Sigurjónsson, gjaldkeri Skíðadeildar K.R. Hér er líka um að ræða keppni milli kaupstaða og skóla. — Standa þá skálar skíða- félaganna öllum opnir? — Já, en þegar um skóla Guðrún Pétursdóttir skráir þátttakjendur í skíðalandsgöng- una. Auk hennar eru á myndinni Fríður Guðmunds- dóttir, Ellen Sighvatsson og Jóhann Sigurjónsson. (Ljósm. Mbl. Ól.K.Mbl.) En hvað hefur Jóhann Sig- urjónsson að segja úm starf- semi skíðadeildar K.R.? — Hún hefur legið í dvala alllengi vegna snjóleysis, en nú er að komast fjörkippur í hana. Upp til fjalla er nú mjög ákjósanlegt færi til skíðaiðkana, og svo hefur ver- ið um nokkurt slceið. Fólkið í bænum gerir sér oft ekki ljóst, hvernig útlitið er upp til fjalla. Það reiknar með, að þar sé sama færð og í bænum. í Skálafelli er nú til dæmis góður snjór, hnédjúpur og jafnfallinn. Þar eru upplýstar brekkur og ný skíðalyfta, sem setið er í, en hún hefur notið mikilla vinsælda. Tvær þýddar skáldsögur KOMNAR eru út tvær þýddar skáldsögur, „Fósturdóttirin", eft ir T. Schröck Beck og „Sögur ökumannsins", eftir August Blanche. Fósturdóttirin er saga um unga stúlku, sem á í æsku í óslitinni baráttu við verri mann fóstru sinnar, harðygði hennar, undir- ferli og svik, en sem í lokin upp- sker launin fyrir umburðarlyndi sitt og góðvilcL Þýðandi sögunnar er Lilja Bjarnadóttir Nissen, en útgefandi Prentsmiðjan Ásrún. August Blanche, sem skrifaði „Sögur ökumannsins" er kunnur sænskur rithöfundur (1811—’68). Skrifaði hann fjölda leikrita, skáldsagna og smásagna. Bók sú, sem hér birtist kom fyrst út í Illustreret Tidning, en síðan í tveimur útgáfum 1864. Jóhann Bjarnason íslenzkaði bókina, en útgefandi er Ægisútgáfan. Bezt að auglýsa 4 Morgunblaðinu LJÓSMYNDASTOFAN LOFTUR hf. Ingólfsstræti & Pantið tíma í síma 1-47-72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.