Morgunblaðið - 12.12.1964, Side 17
Laugardagur 12. des. 1964
MORGUNBLADIÐ
17
Þórarinn Björnsson skólameistari í ræðustóli. Ingólfur Árma-
son og Haraidur Sigurðsson við borðið. (Ljósm. Sv. P.)
Framhaldsa&alíund
ur um Daváðshús
Akureyri, 11. des.
Frænkur
Þórarinn frá Steintúni:
ÚTFALL.
Útg'efandi höfundur.
Reykjavík 1964.
EKKI er það óþekkt fyrirbrigði,
að út komi ljóðasöín sem bera
því vitni að höfundarnir hafL
lesið verk frægra skálda og hrif-
ist af þeim, og það sem mest
er um vert: þessir höfundar eiga
sér stundum dálítinn heim fyrir
sjálfan sig, og ef til vill fáeina
aettingja eða vini.
Eftir að hafa lesið „Útfall"
eftir Þórarinn frá Steintúni,
hugsaði ég með sjálfum mér
Kannski er nauðsynlegt fyrir
höfundinn að setja þetta á prent,
en mun nokkuð af því lifa sem
skáldskapur? Ég ætla öðrum að
svara þeirri spurningu. Ég vil
aðeins geta þess að í bók Þórar-
ins frá Steintúni eru tvær vísur
sem bera fyrirsögnina: „Úr leik-
ritinu Frænkurnar voru tvær“.
Ég áiít að það þurfi sérstaka
lagni til að detta ofau á svona
rtafn á kvæði.
Svo birti ég sem lítið sýnis-
horn kvæðið „Útfall“:
og tungl
Húmslæðu vefur um haf og láð
helköld örlaganótt.
Vindar gnauða við gættir og
Ijóra —
til griða fær enginn sótt.
Leiðin, vinur, er lokuð til baka,
láttu útfallið við þér taka.
f ævilokin fæst engu breytt.
Haustblað fellur í haf tímans,
— hljótt og eitt.
Kristján Röðulsr
SVÖRT TLN(GL.
Hrimnir, 1964.
f einsemd minni
hef ég skynjað lífið óljóst
eins og draum
um eitthvað sem er gleymt.
Þannig hefst sjötta Ijóðabók
Kristjáns Röðuls: „Svört tunigl“.
Af þessari ljóðabók Kristjáns
Röðuls má ráða að hann stefnir
að endurnýjun Ijóðmyndar sinn-
ar. Hann reynir nýjar tjáningar-
ieiðir, og honum tekst stundum
laglega:
Sá sem horfir á tré
— er ekki einn —
Að gleðjast við ljós,
það er að lifá*. . .
Þegar sólin slokknar
kemur dauðinn
eins og tungl —
Ljóðin „Á göngu“ og „Lag
eftir Tsjaikovskí“ sýna ltka að
Kristjáni Röðuls fer fram. Hann
takmarkar sig meira en áður,
lætur hið ósagða tala til lesand-
ans. Og það er einkum í stytztu
ljóðunum sem hann nær árangri.
Þeir sem hafa fylgzt með ljóða-
gerð Kristjáns, og' meta einlægan
vilja hans til að verða skáld,
munu fagna þessari bók. En
Kristján gerir sér vonandi grein
fyrir því, að þessir sömu lesend-
ur tnunu gera til hans harðari
kröfur næst. Þess vegna ætti
ljóð eins og til dæmis „Flakkar-
inn“ ekki að sjást framar í bók
eftir hann. Þar skín í gegn svo
augljós hrifning Kristjáns af
þekktu Ijóði, að lesanda verður á
að hugsa hvort Kristján eigi sér
engan leiðbeinanda, engan sem
lesi handrit hans áður en hann
lætur þau á þrykk út ganga. Ég
held að Kristjáni sé nauðsynlegt
að eiga sér slíkan hauk í horni.
Smekkur hans er enn ekki nógu
þroskaður.
Jóhann Hjálmarsson.
UMRÆÐU8 á fundinum í Stúd-
entafélaginu á Akureyri í gær-
kvöldi, þar sem rætt var um
Davíðshús, stóðu nokkuð fram
yfir miðnætti og voru fjörugar.
Tvær tillögur til ályktunar komu
fram, en þeim var vísað til stjórn
arinnar til samræmingar og síðan
er framhaldsfundur ráðgerður
eftir nokkra daga.
Sv. P.
I frétt blaðsins í gær misrit-
aðist í frásögn af ræðu Xngólfs
Árnasonar. Hann sagði, að sumt
benti til þess að skáldið hefði
ekki óskað eftir að heimili hans
varðveittist sem safn. Þetta leið-
réttist hér með.
Guðmiindur G. Hagalín skrifar Vettvanginn í dag — um lýðræði og einræði —
stjórnmál, bókmenntir og listir — æskuna og áfeUisdómana — og reiða menn.
— Greinina nefnir hann: Mál er að linni.
ÞAÐ er haft eftir sjálfum Bis-
marck, að einræðið væri bezta
stjórnarfyrirkomulag, sem enn
hefði orðið til í veröldinni, að
því tilskildu, að einræðisherrann
væri jafngóður og fullkominn
guði sjálfum og ráðherrar hans
og ráðunautar væru englar að
dyggðum, hugsunarhætti og
grandvarleik. Ennfremur mun
hann hafa sagt, að þrátt fyrir
galla blaðanna, væru þau þó það
eina, sem veitti ríkisstjórnum og
öðrum valdhöfum það aðhald,
sem ekki yrði án verið, ef stjórn-
arfar og fjármálalíf ætti ekki að
verða gegnsýrt af spillingu.
Þeir eftirminnilegu atburðir,
sem gerzt hafa á vettvangi al-
þjóðamála síðan 1914, hafa sízt
dregið úr trúnni á gildi lýðræðis-
ins, þrátt fyrir öll þau áföll, sem
það hefur hlotið. Hinar vestrænu
lýðræðisþjóðir, sem háð hafa
stríð um frelsi sitt upp á líf og
dauða við djöfulóða herskara
einræðisherranna og margar
stunið undir blóðugri stálkrumlu
einræðis og kvalalosta árum sam-
*n, munu vart þykjast geta lofað
lýðræðið svo sem vert væri, enda
hefur það sýnt sig, að með sam-
hjálp og samstöðu hafa þær,
þrátt fyrir bölvun kreppunnar
1930—’39 og í ofanálag hörmung-
ar sex ára styrjaldar og víða ger-
eyðingu verðmæta, öðlazt á ekki
fullum tveimur áratugum betri
lífskjör en dæmi eru til áður í
aliri mannkynssögunni, sam-
tímis því, sem nú hefur öllum
öðrum en bölmóðum ofstækis-
mönnum Vesturlanda orðið Ijóst,
að þær þjóðir, sem eiga við að
búa það ríkiseinræði, sem fylgj-
endum þess í lýðræðislöndunum
og áróðursvél einræðisríkjanna,
hafði tekizt að varpa yfir nær-
fellt himneskum ljóma, búa ekki
aðeins við ófrélsi og persónulegt
öryggisleysi á flestum sviðum,
heldur líka við skort á lífsnauð-
synjum og lífsþægindum eftir
nær hálfrar aldar stjórnartíma
einræðisvaldanna.
En hyllendur lýðræðisins
gleyma því gjarnan, að eigi það
að verða til aukins velfarnaðar
um ókomin ár og aldir, þarfnast
það umbóta og verndar, en því
er voði búinn, ef þeir, sem hylla
það, eru því ekki heilir, heldur
nota sér veilur þess og grafa
undan þeim styttum, sem það
stendur á, Þær styttur eru ekki
aðeins frelsi alls almennings til
að hugsa og álykta, láta í ljós
skoðanir sínar og fylgja þeim
fram, heldur og ef til vill fyrst
og fremst hæfni hans til alls
þessa, en sú hæfni er undir því
komin, að hann njóti heilbrigðr-
ar fræðslu, öðlizt víðan sjóndeild
arhring og ríka ábyrgðartilfinn-
ingu, en það getur vart orðið,
nema hann sé ekki blekktur af
þeim, sem hann hefur trúað fyrir
forustu mála sinna, fyrir vernd-
un þeirra menningarverðmæta,
sem hafa reynzt þjóð hans stoð
og stytta manndóms og menning-
arlífs á liðnum nauðöldum — og
að hin unga kynslóð sé ekki gerð
að ginningafíflum samvizku-
snauðra loddara og fjárplógs-
manna.
V
En víða er pottur brotinn í
þessum efnum á Vesturlöndum,
og þá ekki síður hér á landi en
annars staðar, þó að hér sé þess
brýnust þörf, að hver uppvax-
andi maður komist til þess mann-
dóms og þeirrar menningar, að
hann reynist fær um að leiða
sjálfur siálfan sig, án þess að
gleyma því, að hamingja þjóðar-
innar er hamingja hans.
Daglega sjáum við beitt óheil-
indum, rangfærslum og ósannind
um á vettvangi þjóðmálanna og
komumst að raun um, að þagað
er stundum þunnu blóði um það,
sem miklu varðar, en ekki þykir
henta að draga fram i dagsljósið.
Við höfum séð, að áratug eftir
áratug hafa flokkar, sem farið
hafa með völd, gengið meira og
minna bak orða sinna og gjarnan
sagt svart vera hvítt, og viðbrögð
stjórnarandstæðinga hafa svo
verið þau að þaga um það, sem
vel hefur verið gert hjá þeim,
sem með völdin hafa farið eða
vindast illa við, jafnvel þegar
„gildir þjóðarsómi“. Ennfremur
höfum við verið vitni að því, að
stjórnarandstaðan hefur gersam-
lega vanrækt að gera grein fyrir
þeim jákvæðu aðgerðum, sem
hún hafi hugsað sér, ef hún kæm-
ist til valda. Hún hefur treyst
því, að ef hún kæmist í stjórnar-
aðstöðu og yrði að feta að miklu
leyti í fótspor andstæðinganna,
mundi mega takast að dylja gaml
ar blekkingar með nýjum eða að
minnsta kosti kenna fyrirrennur-
um sínum um ósamræmið í orð-
um hennar og gerðum — svo illa
hafi verið komið, að ekki hafi
verið unnt að framkvæma heil-
brigða stjórnarstefnu. Og í krafti
þess, að á þúsundum heimila —
einkum úti á landsbyggðinni —
er aðeins keypt eitt blað, flokks-
blaðið, hefur furðanlega tekizt
fram að þessu að snúa Faðirvor-
inu upp á þann vonda. Þá er og
það fyrirbrigði ekki nein mark-
leysa, þegar meta skal pólitískt
siðferði hér á landi, að hér
blómgast blöð, sem beinlínis lifa
á að gera eina fjöður að fimm
hænum — sbr. ólyginn sagði
mér. Stundum koma þau þó við
raunveruleg kaun og mundu geta
verið hollur hirtingarvöndur, ef
þau ekki aðra stundina hentu á
lofti staðleysur eða gerðu úlfalda
úr mýflugu, einkum með tilliti til
persónulegra ávirðinga.
Á sviði bókmennta og lista er
ástandið einnig að ýmsu leyti við
sjárvert. Þar þróast margvísleg
sýndarmennska. Það er ekki að-
eins æskilegt, heldur ber til þess
brýna nauðsyn, að ungir lista-
inenn orðs, lita og lína leiti sér
nýrra viðfangsefna og tjáningar-
forma og hafi hliðsjón af um-
heiminum. Islenzkt menningarlíf
hefur ávallt þróazt þannig, að á
akri dýrmætrar erfðamenningar
hafa verið gróðursettar erlendar
nytja- og skrautjurtir og nýjum
aðferðum beitt við ræktun
þeirra, aðferðum, sem ekki hafa
aðeins hentað hinum nýja og að
nokkru framandlega gróðri, held-
ur einnig aukið gróðramagn
þeirra tegunda, sem fyrir voru.
Þetta hefur einmitt orðið þannig
sakir þess, að þó að hinir ungu
hafi í fyrstu farið geyst og hald-
ið hópinn, hafa þeir, þá er þeim
hefur aukizt persónuleg listar-
og lífsreynsla, fundið sér sitt per-
sónulega form, sem hefur verið
í nánum tengslum við íslenzkar
erfðir, mótað af íslenzkri náttúru
og íslenzku mannlífi, en þó borið
glögg merki áhrifa umheimsins.
Á þessu virðist orðinn nokkur
brey ting. Ýmsir kunnáttusamir
menn á vettvangi listarinnar tjá
persónuleika sinn ávallt þannig,
að allur þorri manna finnur þar
engin tengsl við íslenzkt mannlíf
fyrr og nú eða íslenzka náttúru,
og á vettvangi bókmenntanna
láta ýmsir sig litlu varða það, sem
fram fer í kringum þá og er þeim
nánast, og sumir virðast meta
það meira að tolla í alþjóðlegri
og síbreytilegri tízku en að finna
sköpunarþrá sinni persónulegt
form, sem sé hvort tveggja í
senn, að meira eða minna leyti,
samhæft íslenzkum menningar-
erfðum og frjóvgað erlendum á-
hrifum, sem ekki séu álíka ærsla
kennt múgsefjunar- og stundar-
fyrirbrigði andlega vegalausra
manna og til dæmis bítlaæðið. Og
það er líka eins og einmitt þessir
menn finni, hvort sem þeir nota
orð eða liti, að þeir séu utan-
garðsmenn hjá öllum þorra þjóð-
ar sinnar, þvi að yfirleitt hafa
þeir leitað sér athvarfs hjá hin-
um íslenzku fulltrúum erlendrar
einræðisstefnu. Þeir virðast
finna, að þar hitta þeir fyrir
aðra utangarðsmenn, en hins veg-
ar láta þeir sig það engu skipta,
að þessir menn eru þeir einu í
íslenzku þjóðfélagi, sem þeim
raunverulega bæri að varast, ef
þeim væri listastefna sín alvöru-
mál en ekki fálmkennt fitl, þar
eð hún er hvarvetna fordæmd,
þar sem skoðanabræður hinna ís-
lenzku einræðisfulltrúa hafa náð
völdum — og listamennirnir tald-
ir í hópi skemmdarverkamanna.
Þeir láta eins og þeir viti það
ekki, þessir yfirleitt gáfuðu fá-
ráðar, að þeim er því aðeins veitt
skjól og vegsemd hjá fulltrúum
einræðisins, að þeir eru í fyrsta
lagi vel þegin atkvæði og áróð-
urstæki og í öðru lagi taldir
gagnlegir til að leiða menningar-
lifið á villigötur, þar eð fjölmarg-
ir listasnobbar og menningarlegir
apakettir og hérvillingar hampa
þeim fúslega og gera sitt til að
þeir fái unnið verk þeirrar köll-
unar í hinu íslenzka þjóðfélagi,
sem húsbændum þeirra er þókn-
anleg. Ekki einu sinni hið harm-
ræna og frá siðferðilegu og
manndómslegu sjónarmiði hörmu
lega fordæmi mesta prósasnill-
ings íslenzkra samtíðarbók-
mennta fær vakið þá af hinum
fasta syndasvefni sjálfblekkingar
og siðleysis.
V
Hvað svo um æsku landsins og
þá áfellisdóma, sem yfir henni
hafa verið felldir? Það mætti öll-
um vera vitanlegt, að meginþorri
íslenzkra æskumanna er dugandi
fólk, sem vinnur meira og minna
markvisst að því að afla sér
þekkingar, kunnáttu og mennt-
unar og sýnir oft frábært þrek og
framtak. En allstór hópur veit sér
hvorki veg né stig og lifir svo og
lætur eins og hver einstaklingur
beri alls enga ábyrgð gagnvart
sjálfum sér og sínum nánustu,
Framhald á bls. 23