Morgunblaðið - 09.01.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.01.1965, Blaðsíða 3
MORGU N BLAÐIÐ ' Laugardagur 9. janúar 1903 G Blönduósi, 6. jan. 'N Á BLÖNDUÓSI eru jouian tvær áramótabrennur, því að Blanda klýfur kauptúnið, og stundum er dálítill metingur milli barna sunnan og norð- an árinnar, eða fyrir innan og utan á, eins og oftast er sagt í daglegu tali. Drengirnir byrja snemma að safna í brennurnar og saekja söfnunina fast, einkum þegar líður að áramótum, en ekki finnst þeim hyggilegj^að hlaða kestina fyrr en síðasta daginn eða litlu fyrr, því að þeir geta fokið í hvassviðr- um. Síðustu daga gamla ársins var hríð og ekkert hægt að aðhafast. Brennunum var því frestað til Þrettándakvölds. Þegar loks birti var efnivið- ^ urinn að miklu leyti á kafi í snjó. En í nótt gerði asa- hláku og strax með birtu í Gott til sóknar og varnar í snjók asti. Ahugamál barnanna beind- ust að fleiru en brennum þennan Þrettándadag. Við húsagarð hafði þykkur skafl verið grafinn sundur með vél Ætli hún sé ekki stærri hjá hiniun? ekki stærri hjá hinum, þeir náðu í miklu fleiri dekk. Og svo fengu þeir svo góðan staur, við urðum að setja mest af okkar dekkjum innan um spýturnar". En þrátt fyrir þetta voru þeir allir vongóðir. Um kvöldið var kveikt í báðum bálköstunúm. Veður var hið bezta, lygnt og hlýtt. Börn og fullorðnir flykktust að brennunum, og allir undu sér vel. Hvor brennan var stærri? Þeirri spurningu verður víst aldrei svarað. skóflu. Þar var gott til sókn- ar og varnar í snjókasti, enda óspart notað af ungu fólki. Þar rann líka leysingarvatns lækur og ekki var það síður gaman. Lækir og pollar, kram ur snjór og krap, brennur og flugeldar. Slíkt er ekki þunn ur Þrettándi. Björn Bergmann. Vlð höfum flelrl dekk. morgun var tekið til óspilltra málanna. Fréttamaður Mbl. á Blöndu ósi heimsótti drengina þar sem þeir voru í óðaönn að hlaða bálkesti. Laust fyrir há- dagi hitti hann drengina fyrir innan á. Þar var knálega unn ið, þó að verkamennirnir væru lágir í loftinu; en eftir hádegi áttu þeir von á stærri strákum, sem ekki gátu kom ið fyrr vegna unglingaskól- ans. Ekki vildu þeir fúllyrða, hvor brennan yrði stærri. „En við höfum áreiðanlega fleiri dekk. Við erum búnir að fá 127 og eigum von á fleirum“. Næst voru drengirnir fyrir utan á heimsóttir. Þá var kom ið nærri rökkri og kösturinn um það bil fullgerður. Talið barst að því, hvor brennan yrði stærri. „O, ætli hún verði Ég er að búa til læk. Þrettámfí á Blönduési Sjórinn sprengdi upp sementið ISerútboð gegn Tshombe Nairobi, 8. jan. — (NTB) — SKÝRT var frá því í dag að fyr- irhugað væri að koma upp 100 þúsund manna her sjálfboðaliða frá ýmsum löndum Afríku til að berjast með uppreisnarmönnum í Kongó gegn stjórnarher Tshom- hes. — Frá þessu skýrði James Och- watta, fyrrum forstöðumaður Kaíróskrifstofu stærsta stjórn- málaflokks Kenya, en hann er nú sjálfskipaður biskup óháðra kirkna í Kenya. Sagði Ochawatta að fyrsti áfang inn væri þúsund manna lið fyrr- verandi Mau-Mau manna, og senda þá uppreisnarmönnum til aðstoðar. Sagði hann að stofnun sjálfboðaliðahersins hafi verið lengi á döfinni, en væri nú nauð- syn vegna versnandi ástands í Kongó og manndrápa „hvítra fas- ista“ þar, eins og' hunn komst að orði. Raufarhöfn, 8. jaúnar. í GÆR var kafari að þétta rif- una á botni hollenzka skipsins Susanna Reith með sementi og var verkinu lokið í gærmorgun. Ætlunin var að Björgun h.f. næði skipinu af Kotflúð á háflæði kl.1 I l*eftir hádegi i dag. Þegar flæddi sprengdi sjórinn sementið upp og rann skipið fullt af sjó. Varð því að hætta við að ná því út i bili. Er nú i athugun, hvað næst skuli gera til að þétta skipið. SIAKSTEIMR Furðuskrif Þau eru undarleg skrif Tímans, sem hann allt frá afgreiðslu fjár- laga fyrir árið 1965 hefur viðhaft um fjárlögin. Blaðið hefur stöð- ugt tönglast á því, að álögur hins opinbera séu ofboðslegar og þjóð inni ofviða. Enga nauðsyn hafi borið til þess að hækka skatta frá því, sem áður var. Þetta stingur mjög í stúf við afstöðu Framsóknarflokksins á Alþingi að því leyti, að þar var það ekki sparnaðarviljinn, sem einkenndi afstöðu Framsóknar- manna heldur hið gagnstæða. Þeir báru fram engar tillögur im að draga úr kostnaði eða fram- kvæmdum. Þvert á móti báru þeir fram tillögur um aukningu útgjalda ríkissjóðs, sem námu nær 220 millj. kr. Slíkt sýnir ábyrgðarleysi í stjórnmálum, sem vart á sinn líkan í íslenzkri stjórnmálasögu. Að snúa hlutunum við Skattar eru og verða alltaf óvinsælir. Hjá þeim verður hins vegar ekki komizt og hin marg- þætta starfsemi nútíma þjóðfé- lags hefur gert æ ríkari kröfur á hendur rikisvaldinu, sem krefj ast fjárútláta. Það fé, sem til þessa þarf, verður ekki fundið á götu, hfl'dur hlýtur það að verða sótt til þjóðfélagsþegnanna sjálfra. Það er líkast því, að þessi aug- ljósi sannleikur sé fullkomlega hulinn augum forystumanna Framsóknarflokksins, því að á sama tíma og þeir eiga ekki nógu stór orð til í því skyni að lýsa því, að sam/kv. þeirra skoðun hafi mátt draga stórléga úr út- gjöldum ríkissjóðs, fara þeir fram á, að útgjöld hans verði aukin um hundruð milljóna króna. Þetta er að snúa hlutun- um við. Ekki er unnt að gera sér grein fyrir því, hvar hefði átt að fá nauðsynlegt fé, ef kröfur Fram- sóknarmanna um stóraukin út- gjöld ríkissjóðs hefðu náð fram að g^nga, nema með því að bæta við nýjum sköttum á almenning. Engar tillögur komu frá þeim sjálfum, sem bezt sést á breyt- ingartillögu Framsóknarmanna við fjárlagafrumvarpið, en Tím- inn birti þær í heild h. 30. des. sl. Þar má sjá hverja yfirborðs- tillöguna á fætur annarri um aukin útgjöld, en það er sér- staklega eftirtektarvert, að þar sést engin sparnaðartillaga né til- laga um, hvernig afla skuli nauð synlegs fjár fyrir auknum út- gjöldum. Þarna sést enn sem fyrr, hvernig" stjómmálaábyrgð forystu Framsóknarflokksins er farið. Landgrunnið Alþýðublaðið skýrir frá því í gær, að verið sé að athuga, hvort íslendingar eigi að helga sér landgrunnsbotninn og segir þar m.a.: „Utanríkisráðuneytið hefur undanfarið haft til athugunar og undirbúnings, að ísland lýsti. yfir eign umráðum yfir botni landgrunnsins. Er það talið hægt að alþjóðalögum, en slík yfirráð mundu engin áhrif hafa á fisk- veiðilandhelgi okkar. Guðmundur Guðmundsson utan ríkisráðherra gerði þetta mál fyrst að umtalsefni í útvarps- ræðu, er hann flutti á Alþingi vorið 1963. Þá varpaði hann fram þeirri spurningu, hvort Is- lendingar ættu ekki innan skamms að stíga þetta skref, enda þótt ekki væri enn vitað um nein verðmæti í botninum.**

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.