Morgunblaðið - 09.01.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.01.1965, Blaðsíða 17
Laugardagur 9. Janúar 1965 MORCUNBLADID 17 Gís// Á. Eggerfsson skipstjóri - minning F. 17. apríl 1904. D. 1. janúar 1965. KÉTT í þann mund að fyrstu ítundir hins nýbyrjaða árs voru að líða, andaðist að heimili sínu Krókavelli, Garði í Gerðahreppi, Gísli Árni Eggertsson, skipstjóri, rétt rúmlega 60 ára gamall. Verð- ur útför hans gerð frá Útskála- kirkju í dag. Gísli var fæddur að uppalinn að Kothúsum í Garði, sonur hjón anna Guðríðar Árnadóttur og Eggerts Gíslasonar formanns og bónda þar. Svo, sem títt var með unglinga í þá daga, varð Gisli þegar á æskuárum að rétta hendi, til allra almennra verka heima fyrir, svo sem þrek og kraftar leyfðu. — Heimilið var stórt og ®eði fjölmennt var það á stund- um, auk heimafólksins hjón með átta börn (tvö þeirra létust á unglingsárum), var og misjafn- lega margt vinnufólk við bústörf, auk sjómanna á vertíðum, og Eggert í Kothúsum gerði um langt skeið út tvo opna báta. Snemma lá hugur Gísla til sjó' mennskunnar og mun hann vart hafa slitið fermingarfötum sínum er hann hafði komið sér í skip- rúm og hafði þá áreiðanlega oft áður rennt færi og dregið fisk á hinum fengsælu fiskimiðum fram undan Kothúsavörinni — Garð sjónum, sem oft var nefndur „Gullkistan". En það var fyrir hina gengdarlausu rányrkju er- lendra og innlendra aðilja á þeim slóðum. Á fyrstu árum togaraútgerðar Innar hér á landi, mæna augu ungra sjómannsefna til þessara glæstu skipa og um skamman tíma ræðst Gísli á erlendan tog- ara. Hugurinn stendur þó hærra. Eftir nokkurra ára sjómennsku undir annarra stjórn, ræðst Gisli ásamt yngri bróður sínum, Þor- steini, í skipstjórnarnám. Þegar prófskírteinið hefur verið fengið, er vélbátaflotinn sem óðast að stækka og fyrir hinar minni hafnir úti um land, sem að lang- mestu leyti voru til orðnar frá náttúrunnar hendi, virðist hér um algjöra byltingu að ræða — frá opnu áraskipunum, seglskút- um og síðar opinna vélbáta. — Stærri þilfarsbátar knúðir stærri og öflugri vélum heilla íbúa þessara staða. — Gísli, sem aðrir ungir fullhugar þeirra tíma, hrífst með og nú hefst ó- slitinn skipsstjórnarferill hans í 25 ár, eða til ársins 1950, að hann hættir og fer í land. Fyrir . ókunnuga kann það að virðast einkennilegt að taka slíka ákvörð tin, þá enn i fullu starfsfjöri. Einn er þó sá atburður, sem miklu mun hafa um ráðið og var áreiðanlega þyngsta áfall er hann hlaut eftir að hann komst til fullorðinsára, en það var er vb. Eggert fórst með allri áhöfn — 7 úrvalsmönnum í nóvembermán- uði 1940. Skipshöfn öll var hon- um innilega hjartfólgin, enda hafði hann verið þar við stjórn- völ í 10 ár samfleytt. Þorsteinn bróðir hans hafði þá nýlega tekið þar við skipstjórn en milli þeirra bræðra var alveg einstakt bræðra þel, svo að aldrei bar skugga á eins og reyndar milli þeirra Kot- húsasystkina allra. — Þeir *em gerzt til þekktu töldu að hann hefði á sjó, aldrei borið sitt barr eftir þetta áfall. Það þarf ekki sterkt ímyndunarafl til að geta sér til um hver þrekraun það er að halda um stjórnvöl skips í 25 ár við þær aðstæður *em þá var við að etja. Öryggis- leysið á sjónum og e.t.v. var þó landtakan í náttmyrkri og ís- lenzkum byljum, stærsta þol raunin. Vitar og innsiglingar- merki af svo skornum skammti »ð enginn teldi í dag „mönnum bjóðandi“. Þrengslin og þæginda •korturinn um borð, með þeim hætti að fæstir sem reynt hafa, vilja um tala — eina öryggistæk IB um borð ar ótraustur áttaviti. Við þessar aðstæður hófst skip- stjórnarferill Gísla Eggertssonar og samtíðarmanna hans á vélbáta flotanum. Við slíkar aðstæður, varð skip- stjórinn að fylla það breiða bil, sem er á milli öryggisleysis þeirra tíma og hins sívaxandi ör- yggis nútímans. Með þessum orð- vildi ég sízt af öllu kasta nokkurri rýrð á þörfina fyrir hæfileikamenn við skipstjórnar- störf í dag, enda munu þeir er þar starfa, þekkja af eigin raun mun betur en ég, það regindjúp, sem þarna er í milli. — Sem bet- ur fer fleygir nú fram öllu öryggi skipa og skipshafna við land og á sjó. Gísli Eggertsson og samtíðar- menn hans í skipstjórnarstarfi, undu þrátt fyrir allt, glaðir við sitt og höfðu flestir reynt mun verri aðstæður á fyrritíma skip- um. í hinu langa starfi sínu á sjónum lifði Gísli það að öryggis- og fiskileitartæki ruddu sér til rúms í fiskiskipum og fór hin innilega ánægja hans yfir þess- um framförum, ekki framhjá neinum er hann umgekkst. Svo sem fyrr er greint, var Gísli aðeins 20 ára þegar honum var fyrst falin skipstjórn og mannaforráð. Þessu starfi sínu reyndist hann svo vel vaxinn, að hann var alla tíð eftirsóttur skip- stjóri, vegna fiskisældar og sér- staklega góðrar meðferðar á skipi og veiðarfærum, sem dæmi þar um var hann í samfleytt 18 ár hjá sömu útgerð. — Hafi nokkrir menn lánshendur í slík- um störfum, þá hafði Gísli Egg ertsson þær. Allan hans langa starfstíma á sjónum við fyrr- greindar aðstæður, henti hann, skip hans eða skipshöfn, aldrei óhapp. Ég hygg að á engan sé hallað þó fullyrt sé, að á starfs- tíma sínum, hafi hann reynzt með allra affarasælustu skipstjór um á Suðurnesjum. Gísli var afburða stjórnari og gilti þar einu hvort um var að ræða skip eða skipshöfn og eng- anjiefi ég fyrr hitt af þeim stóra fjölda, sem undir hans stjórn hafa unnið, er ekki bera honum hið bezta orð og naut hann í öllu starfi sínu óskiptrar virðingar og trausts og er það e.t.v. órækasti vitnisburðurinn um manninn sjálfan, líf hans og starf. Glögg skyggni og vandlegri íhygli Gísla, var við brugðið, hvort sem um var að ræða menn eða mál- efni, eða krókóttar og vandrat- aðar leiðir fiskimiðanna. — Ár angur þessara mannkosta, komu ljósast fram í vel heppnuðu vali hans á skipshöfn, enda fór hann ekki dult með að í því fælist eitt veigamesta atriðið í sinni stöðugu aflasæld sinni. — Þegar fiskur „stóð glöggt“ eins og sjómenn kalla það — var á takmörkuðum svæðum, reyndi mjög á að veið arfærin væru nákvæmt lögð til að fiskur næðist og þá ekki síður til að þau næðust aftur upp Varð sá, sem þessar línur ritar oft áheyrandi að því að skips- stjórnarmenn töldu hæfileika Gísla svo mikla, þegar þannig stóð á, að það nálgaðist að vera yfirnáttúrulegt. Þeir urðu margir skipstjórnar mennirnir og sjómennirnir sem lærðu sín fyrstu handtök til sjós hjá Gísla og námu margt af hans góðu hæfileikum, með þeim ár- angri að margir þeirra eru taldir þar meðal okkar gæfusöm- ustu í því starfi. í eðli sínu var Gísli hlédrægur og áberandi lítið gefinn fyrir að troða sér í sviðsljósið. Ekki vin mai’gur, en sérstaklega vinfastur Alvöru- og trúmaður var Gísli, _jþótt hann bæri ekki slíkt á torg, en gat skemmt sér vel í vinahóp Hann unni heimili sínu á Króka velli af alhug og umvafinn ást og umhyggju eiginkonu og barna og nú síðustu árin barna-barna, Andrés Sigurðsson verkstjóri — minning mun hann þar hafa átt sínar sæl- ustu stundir, jafnt í stórhríðum og hvassviðrum landlegudaganna á vetrarvertíðinni, sem og á milli vertíða vor og haust. Hinn 11. júlí árið 1925 kvæntist Gísli eftirlifandi eiginkonu sinni, Hrefnu Þorsteinsdóttur, ættaðri úr Garðinum. — Þau eignuðust þrjá syni, Eggert, Þorstein og Þorstein Árna, sem allir hafa þegar reynzt hinir mestu gæfu- og mannkostamenn og verið for- eldrum sínum til ánægju og sóma. Ennfremur eignuðust þau dóttur er þau misstu kornunga. Synirnir eru nú þegar flestum landmönnum kunnir, fyrir afla sæld og velgengni á sjó og hafa í ríkum mæli tileinkað sér mann- kosti foreldra sinna. Svo sem að líkum lætur, hefur mikið reynt á þrek og þolgæði eiginkonunnar, sem varð að stýra heimili í löngum fjarvistum eiginmanns. í því vali sínu reynd ist Gísli áreiðanlega ekki síður glöggskyggn, en á þá hluti sem fyrr er greint. Heimili þeirra hjóna, börn þeirra og heimilis- bragur allur, var á þann veg, sem beztur getur talizt, og ekki fæst, nema með einlægri sam- vinnu, gagnkvæmri ást og um- hyggju. — Allt þetta var fyrir hendi í ríkum mæli á Króka vallaheimilinu og gat ekki farið fram hjá neinum, sem þar bar að garði. Síðustu æviárin vann Gísli við fiskimat, þar til nú fyrir nokkr- um árum að hann kenndi sér al- varlega þess meins sem nú hefur dregið hann til dauða og sem knúði hann þá þegár, til að halda kyrru fyrir heima við, en þá vann hann þar að viðhaldi veiðarfæra — Þannig var allt ævistarf hans tengt sjó og sjávaröflun og þá ekki sízt í gegnum starf sonanna, sem á sjónum voru, því þeim reyndist hann ekki aðeins hinn góði og umhyggjusami faðir, held ur jafnframt hinn reynsluríki og holli ráðgjafi í starfi. Undirritaður varð á unga aldri í ríkum mæli, aðnjótandi hinna miklu og góðu mannkosta Gísla Eggertssonar og mest og bezt þegar mest á reyndi og fyrir það ásamt öllum kynnum og sannri vináttu fyrr og síðar, eru nú fluttar alúðarfyllstu þakkir, með innilegum fyrirbænum um góða landtöku handan landamær anna,; sem um sinn aðskilja okk ur. Eiginkonu, sonunum og barna börnum ásamt eftirlifandi syst kinum eru fluttar innilegustu samúðarkveðjur frá öllum, sem hann þekktu, fyrir ómetanlegar samverustundir, góð og traust kynni. Far þú í friði — friður guðs þig blessi. Eggert G. Þorsteinsson SÚ harmafregn barst mér á ný' ársmorgunn, að vinur minn, Gísli Eggertsson í Krókvelli í Garði, hefði látizt um nóttina. Þar horfinn af sjónarsviðinu góður og gegn borgari þessa byggðar lags. Gísli Árni Eggertsson var fæddur að Kothúsum í Garði 17. apríl 1904. Voru foreldrar hans sæmdarhjónin Guðríður Árna- dóttir og Eggert Gíslason, út- vegsbóndi í Kothúsum um langt DAG er kvaddur vinur og sam- starfsmaður. Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir. Þetta orðtak kom mér í hug, er Andrés Sigurðsson verk- stjóri fékk svo skyndilaga 2. jan- úar s.l. kvaðninguna miklu, sem enginn fær umflúið. Þó Andrés væri nýlega orðinn sextugur, þegar hann lézt, var hann maður svo ungur í anda og léttur í spori, að fáum eða eng- um kom annað til hugar en að lengi yrði enn notið samvistar þessa vinsæla, alúðlega og heil- steypta manns. Andrés Siigurðsson var fædd- ur 29. október 1904, að Skeggja- stöðum í Vestur-Landeyjum, sonur hjónanna Sigurðar. Guðna- sonar og Guðrúnar Andrésdóttur. Til Reykjavíkur fluttist hann árið 1930. Árið 1983 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Sigríði Hall- dórsdóttur, frá Sauðholti í Ása- hreppi Rangárvallasýslu, sem bjó eiginmanni sínum, og dætr- ! um, hið hlýja heimili þeirra að Rauðalæk 6. Árið 1942 gerðist hann starfs- ' maður Almenna Byggingafélags- ins, og starfaði hann þar um 10 ára skeið. Þar voru honum fljótt falin ábyrgðarmikil störf, sem marka má af því að hann var verkstjóri árin 1945—’46 við bytggingu síldarverksmiðjunnar SR 46 á Siglufirði. í framhaldi af því fór hann svo með verk- stjórn við byggingu síldarverk- smiðjunnar Faxa í Örfirisey. Þegar bygging Áburðarverk- smiðjunnar hófst 1952 þótti mik- ið við liggja að öruggur maðuj fengist til verkstjórnar. Til þess vandaverks var Andrés Sigurðs- son valinn. Ávallt reyndist hann þess miklá trausts verðugur, sem til hans var borið, þó mikill vandi væri honura jafnan á herðar laigður. Eftir því sem árin liðu urðu störf hans hjá Áburð- arverksmiðjunni umsvifameiri og fjölþættari, en ávallt fórst honum stjórnin jafnvel úr hendi. Andrés var skarpgreindur maður, athugull, úrræðagóður og samvizkusamur með afbrigðum. Á sviði byggingaframkvæmda reyndist hann sérfróðum mönn- um hinn bezti ráðgjafi, sem þeir j kinum. ávallt mátu mikils. Mörgum manninum sem á unglingsárum sínum átti því láni að fagna að vinna undir stjórn Andrésar, munu hugsa til þeirrar alúðar, sem hann sýndi þeim unigum, og á hvern hátt hann reyndi að vera þeim hinn föð- urlegi uppeldisleiðbeinandi, sam- tímis því að vera verkstjóri þeirra. Ég hygg að Andrés hafi engan óvin átc. enda var hann dreng- skaparmaður mikill. Honum tókst öðrum fremur að feta þann gullna en erfiða meðalveg, ejr skapaði honum virðingu og ást- sæld þeirra, sem hann vann fyrir, jafnt og þeirra, er lutu verkstjórn hans. Þegar nú Andrés hefir kvatt samstarfsmenn sína í Gufunesi, eftir nær 13 ára samvinnu er stórt skarð fyrir skildi og óbaétt. Söknuður fyllir hugann en þó stendur eftir minningin um hinn trausta mann, hinn góða félaga. Kveðjur eru þér fluttar André* úr hljóðlátum huga sérhvers sam- starfsmanna þinna og vina og um leið þakkir fyrir allt, sem þú varst þeim. Eiginkonu Andrésar, Sigríði Halldórsdóttur og dætrunum Guðnýju, Þórdisi og Sigrúnu, votta ég dýpstu samúð svo og öldruðum föður hans og sysfc- Hjálmar Finnssonu skeið. Gísli var næst yngstur af 8 mannvænlegum systkinum. Hugur Gísla hneigðist fljótt að sjónum. Þá voru áraskipin að detta úr sögunni og vélbátarnir að koma í staðinn. Þá var útgerð hafin frá Sandgerði og þangað lá leið Gísla eins og svo margra ann arra ungra manna. Þetta var á bernskuárum vélbátaútgerðarinn ar og erfið aðstaða til allra hluta. Fiskinum var ekið í handvögnum upp úr bátunum, og sjór til upp- þvotta á fiski borinn í stömpum. Ekkert var til sem létti mönnum störfin. Þetta var strangur skóli fyrir óharðnaða unglinga, en þetta skapaði dugmikla menn, sem síðar buðu erfiðleikunum byrginn. Gísli var ýmist á mótorbátum eða togurum næstu árin og þótti hvarvetna hinn ágætasti liðsmað- ur. Árið 1925, þá 20 árs gamall, gerðist Gísli skipstjóri á útgerð Lofts Loftssonar í Sandgerði, sem þá rak þar mikinn útveg af miklum dugnaði. Nokkru síðar keypti hann ásamt Lofti vélbát inn Eggert sem var um 22 smá lestir að stærð og þótti mikið og frítt skip á þeim tíma. Var Gísli aflasæll og farsæll skipstjórnar- maður og völdust ungir menn til hans, því þar fór saman ágæt skipstjórn og prúðmennska. Eftir að útgerð Lofts lagðist niður í Sandgerði var Gísli skipstjóri í mörg ár á ýmsum bátum. Hon um fylgdi aila tíð góður afli sam fara mikilli varfærni í allri sjó- sókn og má því telja hann með allra aflasælustu skipstjórnar- mönnum hér við Faxaflóa. Árið 1925, hinn 11. júlí, kvænt- ist Gísli Hrefnu Þorsteinsdóttur, ágætri konu, sem var manni sín- um samhent og bjó honum gott heimili. Ungu hjónin settust að í Krókvelli hér í Garðinum og hafa búið þar alla tíð síðan. Þau eignuðust 4 börn og eru 3 synir þeirra á lífi, sem allir eru þjóð- kunnir aflamenn. Þeir eru: Eggert, sem var skipstjóri á Sigurpáli. Kvæntur Regínu Ólafsdóttur úr Ólafsfirði. Þau búa í Árbæ í Garði. Þorsteinn skipstjóri á Jóni Kjartanssyni. Kvæntur Vilborgu Vilmundardóttur. Þau búa I Reykjavík. Árni skipstjóri á Elíiða. Kvænt ur Freyju Haraldsdóttur frá ísa- firði. Þau búa í Reykjavík. Gísli gekk ekki heill til skógar síðustu ár ævi sinnar og hætti þá skipstjórn og var um tíma við fiskmat. Þar sem annarsstaðar einkenndust störf hans af sann- girni og samvizkusemi. Gísli verður minnisstæður öll- um, sem honum kynntust og finnst mér skuggi hafa færzt yfir byggðarlag okkar við fráfall hans. Konu hans og sonum og öðrum aðstandendum sendi ég og fjöl- skylda mín innilegustu samúðar- kveðjúr og bið algóðan guð að styrkja þau í sorg þeirra. Guðmundur Jónsson, Rafnkelsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.