Morgunblaðið - 09.01.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. janúar 1965 Gísfi Helgason I Skógargerði — minning ÞBGAR ég síöasta dag nýliðins árs frétti andlát Gísla bónda Helgasonar Skógargerði komu mér í hug nokkrar minningar frá kynnum okkar. Það gat ekki hjá því farið að Gísla í Skógargerði væri veitt athygli, hvort sem var einum sér eða í hópi manna, slíkur var persónuleiki hans og ásýnd, fas hans og framkoma. Og ekki slævði það athyglina að taka hann tali eða heyra hann tala á mannfundum. Gísli var með hærri mönnum á vöxt og vel á sig kominn, svip- xnikill og þó íríður sýnum og drengilegur að yfirbragði, léttur og glaðvær til máls, bæði eins- lega og á mannfundum, fróður og vel að sér í hverri grein, sjálf- stæður og fastur fyrir í skoðun- um. Með öðrum orðum: Fróður maður og föngulegux og batt bagga sína oft öðrum hnútum en samtíðarmenn, eins og oft er sagt. — Ég hygg að hann hafi að ásýnd og eiginleikum borið svip- mót hins kunna forföður síns, Hallgríms Ásmundssonar í Sand- felli. Ég man það einna fyrst eftir Gísla þegar hann ásamt Pétri bróður mínum var ráðinn sem eftirlitsmaður með sauðafarmi Pöntunarfélags Fljótsdalshéraðs til Bretlands haustið 1904. Ég var þá deildarstjóri söludeildar félagsins. Vart mun þá hafa gef- ið að líta saman tvo glæsilegri unga rnenn. Næstu kynni okkar Gísla voru á fulltrúafundum Kaupfélags héraðsbúa. Hann var þar einn af orðfærustu ræðumönnum og ekki alltaf á sama máli sem „síðasti ræðumaður. Á fulltrúafundi á Egilsstöðum árið sem stjörnu- fróðir menn spáðu jörðunni árekstri við halastjörnu, og ekki kannski laust við ugg í huga manna, þótt allir fundarmenn bæru sig karlmannlega, gerðist Gisli til að létta áhyggjunum með þessari stöku: Vér óskum þess að lengi blómgist landið og ljúgi stjörnuspekingarnir nú. En treystum fastar með oss bræðrabandið, og berjumst fram með styrkri von og trú. A þessum árum fékkst Gísli við ljóðasmíð og smásögugerð og flutti stundum á samkomum frumsamda sögu eða ljóð. Nokkrum sinnum bar fundum okkar Gísla saman á bænda- námskeiðum á Eiðum. Hann var þar einn hugkvæmasti og mál- glaðasti ræðumaður á kvöld- fundum og öðrum samkomum. Timabilið 1923—1934 bar fund- um okkar Gísla saman tvisvar á framboðsfundúm til Alþingis og árlega á stjórnmálafundum og leiðarþingum. Áttum við þá orða skipti frá andstæðum sjónarmið- um stjórnanda. Viðræður okkar voru eingöngu málefnalegar og ollu engu hugrænu sárafari. Við gátum heilsast og kvaðst með vinarþeli í hvert eitt sinn. Nokkrum árum síðar tókust bréfaskipti milli okkar Gísla og fór svo fram allmörg ár. Rædd- umst við um liðna tíð og atburði Austurlands og sögu- minjar s. s. örnefni, eyðibýli og enn fleira. Gísli kom til Reykjavíkur fyrir fáum árum. Áttum við þá saman ánægjulega kvöldstund við sam- ræður um liðna tíð og „landsins gagn og nauðsynjar". í september í haust barst mér bréf frá Gísla. Lætur hann í ljós söknuð sinn yfir því, að bréfa- skipti okkar séu fallin niður. Ekki var af bréfinu að merkja hrörnun rithandar eða stíl. Bréf- inu svaraði ég um hæl og bjóst við svari bráðlega, en það kom ekki mér til nokkurrar furðu. I stað þess barst mér fregnin um andlát hans. Með Gísla Helgasyni er hníg- inn til moldar eftirminnilegur hæfileika og atgervis maður. 1. janúar 1965 Halldór Stefánsson. Hin umdeilda F-lll TFX-orustuvél bandaríska flughersins, sem fer hraðar en hljóðið, fór í tæn- lega hálftíma reynsluflug daginn fyrir Þorláksmessu, 10 dögum á undan áætlun. ÞÆTTIR LIIVI DO MSMÁL Deilt um gallað gler ÞANN 30. nóvemher sl. var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli, er Hermann Stefánsson, Eskihlið 20 A, Reykjavík höfð- aði gegn Byggingafélaginu Atla h.f. til greiðslu skaðrlbóta að upphæð kr. 11.900.00 vegna galla, er stefnandi taldi vera á glugg- um íbúðar, er hann keypti af Atla h.f. Málavextir eru þeir, að með kaupsamningi dags. 9. apríl 1957 keypti stefnandi fbúð í húsinu nr. 20 við Eskiblíð, af Atla h.f. íbúðin var afhent stefnanda í maí mónuði sama ár tilbúin und ir málningu og með tvöföldu gleri í, öllum gluggum og var ráð fyrir því gert, að glerið yi’ði keypt frá verzluninni Brynju. Einhver dráttur varð á því, að stefnandi fengi arfsal, en það var útgefið hinn 18. sept- emlber 1957. Síðar fór að bera á því, að móða settist á glerið, milli rúðanna. Fékk stefnandi dómkvad-da mabsmenn til að meta þann galla. í matsgjörð þeirra dags. 7. júlí 1961, telja matsmenn nau'ðsynlegt að skipta um gler í öllum gluggum, og meta kostnað við það verk kr. 11.920.00. Stefnandi reisti kröfur sínar 1 málinu á þvi, að hér væri um að ræða leyndan galla á íbúð- inni, sem hann hefði ekki mátt sjá fyrir. Hann hafði keypt íbúð- ina af stefnda í því ástandi, sena hún var í við afhendingu, þar á meðal með tvöföldu gleri. Beri Atli h.f. því fébótaábyrgð gagnvart sér, sem seljandi íbúð arinnar, vegna þeirra, og byggði hann þá ábyrgð á lögjöfnun frá 2. mgr. 42. gr. laga um lausa- fjárkaup. Atli h.f. krafðist sýknu og studdi þá kröfu sína þeim rök- um, að stefnanda hefði verið fullkunnugt um það, áð glerið í gluggana yrði keypt frá verzl- uninni Brynju, enda hefði það verið tekið fram í kaupsamningi. Stefnandi hefði samþykkt þetta, og hefði stefndi enga ábyrgð tekið *á eiginleikum glersins. Þá kvað stefndi það vera við- tekna venju, að húsbyggiendur, sem seldu íbúðir ýmsum aðilum, Framhald á bls 11. FREKAR SVELTA Mikil hefur fátæktin verið í fiskbúðunum hér í Reykja- vík að undanförnu og ér það ástand ekki í beinu samræmi við fréttir um, að íslendingar afli nú meira en nokkru sinni fyrr. Veiðin á síðasta ári náði næstum milljón tonnum, en af einhverjum ástæðum virðast fisksalar bæjarins ekki hafa náð sambandi við allt of marga sjó- menn. Eða sjómennirnir ekki frétt um fisksalana og ástandið hjá þeim. Erlend kona hringdi hingað í fyrradag og sagðist hafa farið í Fiskhöllina í vikunni, en þar hefði verið hálfeyðilegt um að litast. Þegar hún spurði, hvort- þetta væri raunverulega allt, sem þeir hefðu upp á að bjóða — urðu þeir hálf vandræðalegir og sögðu, að þeir ættu skötusel, en fólk mundi nú frekar svelta í hel en að borða hann. SKÖTUSELUR Hin erlenda kona þóttist hafa himinn höndum tekið — að fá nýjan skötusel. „Þetta er dýr matur bæði í Þýzkalandi og Englandi — enda góður“, sagði hún. „Hér kostar hann 24 kr. kílóið — og mér finnst það ekki mikið“. Hún segist dýfa honum í egg og velta upp úr raspi, eins og venjulega, þegar fiskur er steiktur. Skötuselur sé góður á bragðið, ekki ósvipaður humar, ekki feitur — og létt fæða. OF LJÓTUR Hún sagði mér, að eitt sinn hefði hún komið frá útlöndum — og þá ferðazt með togara. Sjómennirnir hefðu spurt sig, hvernig skötuselur væri mat- reiddur, en hún hefði þá ekki áttað sig á íslenzka nafninu ög því ekki kannazt við fiskinn. En þeir sögðu henni, að á þeirra skipi væri þessum fiski alltaf kastað af því að hann væri svo Ijótur. Þeir hefðu hins vegar komizt að því, að hann væri í háu verði erlendis — og nú mundu þeir ekki kasta honum lengur. Síðan þetta gerð ist eru liðin allmörg ár. HVER ER FALLEGASTUR En þessi orð hinna íslenzku togarasjómanna eru dæmigerð fyrir okkur. Ýmsar fisktegund- ir, sem veiðast hér við land, eru taldar óætar — og fáum dettur í hug að reyna að mat- reiða þær. Hér áður og fyrr var karfinn t. d. talinn algerlega ó- ætur — a.m.k. í sumum lands- 'hlutum. Sjálfsagt hefur hann þótt skorta fríðleikann til iþess að geta talizt mannamatur — samanber það, sem sjómenn- irnir sögðu um skötuselinn. Það er því kannski ekki úr vegi að spyrja, hvað fólk sjái svona fallegt við skötuna, stein- bítinn og rauðmagann — til dæmis? Ekki þykir þetta dóna- leg fæða. ERLENDUR BJÓR Nú hækka sterkir drykkir og vindlingar í verði, enn einu sinni. Það getur varla borgað sig að reykja lengur, sígarett- urnar eru orðnar það dýrar. Eða finnst ykkur það ekki? Menn eru hættir að tala um verðið á víninu. Af því að ég minnist á tóbak og vín dettur mér í hug það, sem kunningi minn erlendur sagði mér á dögunum. Hanu brá sér hingað um jólin og heimsótti mig. Þegar við drukk um kaffið sagði ég við hann, að ég ætti ekkert sterkara að bjóða honum. „Það er ágætt, sagði hann. Ég er búinn að fá nóg í bili. Þú ert sá fyrsti. sem ég heim- sæki hér í Reykjavík, sem ekki býður erlendan bjór. Og margir bjóða líka sterkara. Ég varð steinhissa að fá alls staðar er- lendan bjór — hann virðist vera til á hverju heimili." Ég spurði, hvort hann vildi ekki bjóða mér með sér í næstu heimsókn. r- ^k '&gm BO SC H rafkerfi er í þessum bifreiðum: BENZ SAAB DAF TAUNUS NSU VOLVO OPEL VW Við höfum varahlutina. BRÆÐUR.NIR ORMSSON HF. Vesturgötu 3. — Sími 11487.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.