Morgunblaðið - 09.01.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.01.1965, Blaðsíða 23
Laugardagur 9. janúar 1965 MORGU N BLAÐID 23 Rússar neita ítölskum verka- mönnum um vegabréfsáritun Kommúnistar meðal verkamanna gengu ai trúnni er þeir kynntust „útópíu" kommúnismans af eigin raun IModena, ítalíu, b. jan. ÍTÖLSK dagblöð skýrðu £rá því sl. þriðjudag að Sovétstjórnin hafi ákveðið að veita ekki fleiri vega- bréfsáritanir hópum verk- smiðjufólks frá Modena og bænum Carpi, þar skammt frá. Hópar frá verksmiðj- um í þessum tveimur bæj- um hafa undanfarin tvö ár ferðazt til Sovétríkjanna að frumkvæði ítalska vefn- aðariðnaðarins, í því skyni að skoða verksmiðjur og . framleiðslu Sovétríkjanna. 7 Ferðir þessar til Sovétríkj- I anna og nokkurra kommúnista i ríkja A-Evrópu Ihafa verið 4 skipulagaðar af Renato nokkr 7 um Crotti í Carpi. „Töluvert |i hefur verið um ferðir þessar 4 ritað í ítölsk blöð, svo og i heimsblöðin, því svo hefur 1/ fárið, að margir sannfærðir ™ kommúnistar meðal ítölsku 1 verkamannanna hafa gengið 4 af trúnni við að sjá „dýrðina" I/ í kommúnistaríkjunum, og [J sumir meira að segja sagt sig 1 úr kommúnistaflokknum á [ Ítalíu opinberlega. I Þátttakendur i ferðum þess- | um voru beðnir að gera að- I eins eitt að þeim loknum: A'ð Luigi Longo, formaður ítalska kommúnistaflokksins. — Lýs ingar verkamanna á sælunni í Sovét fara í taugarnar á honum. segja átit sitt hreinskilnings- lega á því, sem fyrir augu bar og þeir reyndu. Álitsgerðum verkamannanna var síðan safn að saman og þær gefnar út í bókanformi. Hinn neikvæði tónn, sem gekk eins og rauður þráður í gegnum lýsingar verkamannanna, svo og sú staðreynd, að jafnvel komm- únistar meðal þeirra komu aft ur heim dolfallnir yfir hinum lélegu lífskjörum og „mónó- tónsku“ lífi almennings í Sovétríkjunum, hefur farið mjög í taugarnar á leiðtogum ítalska kommúnistaflokksins, svo og fyrirmyndum þeirra í Sovétríkj unum sjálfum. Sagt er að ákvörðun Sovét- stjórnarinnar um að taka fyrir vegabréfsáritanir til ítalskra verkamannahópa, byggist fyrst og fremst á þessum stað reyndum. Fyrir skömmu birt ist í sovézka blaðinu TRUD grein eftir Kjebrin nokkurn. í greininni sagði m.a.: „íbúar Sovétríkjanna æskja þess, að ferðalög verði ferðalög í stað þess áð honum sé breytt í nýtt áróðursvopn gegn Sovétríkj- unum.“ Þá er og talið að Rússar hafi stigið þetta skref að ein- hverju leyti vegna eindreg- inna óska ítalska kommúnista flokksins, en sendinefnd frá flokknum undir forystu Enri- co Berlinguer fór frá Moskvu fyrir skömimu, og gerði þar árangurslausar tilraunir til að ifá fullkomnar skýringar á hin um raunverulegu orsökum þess, að Krúsjeff var vikið frá. Talið er að sendinefndin hafi þá tekið það upp við Rússa að rétt væri að taka fyrir fleiri vegaibréfsiáritanir til verkamannahópa. - Iþrótiir Framhald af bls. 22. sinn líflega svip á hvert það lið er hann leikur með. Kjartan Guðjónsson tugþrautar maður í ÍR skipar 6. sæti iistans. Hann er nú fjölhæfastur og efni- legastur í röðum okkar yngri frjálsíþróttamanna, og vann sér það m.a. til ágætis á s.l. ári að bæta hið fræga unglingamet Arn- ar Clausen í tugþraut um nær 600 stig. Hann er, þó ungui sé, kominn í röð fremstu tugþrautar manna Norðurlanda. í næstu sætum ofar eða 7. og 8. sæti listans eru tvö jöfn að Stigum, þau Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, sundkona ÍR, og Þórólfur Beck knattspyrnumað- ur. Hrafnhildur hefur um margra óra skeið verið ókrýnd drottning sundsins hér á landi, óvenjulega fjölhæf sundkona sem á s.l. ári setti fjölda íslanlsmeta. Hún var svo eins og öllum er kunnugt, ein af fjórum keppendum íslands á Tokíó. Þórólfur Beck er nú víðfræg- estur okkar knattspyrnumanna — rómaður leikmaður í röðum etvinnumanna í þeirri grein, en elltaf jafn geðþekkur íiþrótta- maður, hvort sem hann klæðist peysu ísl. landsliðsins eða fræg- esta liðs Skotlands. í 9. og 10. sæti listáns eru að þessu sinni tveir harðir kappar, ennar nýliði i hópi stjarnanna en hinn þeim mun reyndari garp ur. Þetta eru þeir Eyleifur Haf- steinsson, ein skærasta stjarnan í knattspyrnulandsliði okkar á 6.1. ári og Gunnlaugur Hjálmars- •on handknattleiksmaður. Báðir Ihafa þeir sett sinn svip á lands- liðin í sínum greinum, annar markahæstur í I. deiid knatt- epyrnumanna, þó ungur sé, og hinn rómaður víða um heim sem einn af okkar beztu handknatt- leiksmönnum. • HVATNING Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ tók til máls, þakkaði íþrótta- fréttamönnuni fyrir að standa að slíkri kosningu sem varpaði ljóma á íþróttaafrek. Til íþrótta fólksins mælti Gísli á þá leið, að mikil ábyrgð fylgdi því að vera kjörinn til slíkrar vegsemd- ar, því slíkt afreksfólk væri for- dæmi annara. Hann ræddi um þá vegsemd og viðurkenningu sem það væri handknattleiksíþróttinni að hafa „eignast“ „íþróttamann ársins“, og kvaðst vona að kosningin yrði til að sýna og sanna alþjóð að nauðsynlegt er að herða lokaátak ið við mannvirkin í Laugardal, svo fullkomin aðstaða skapizt fyr ir ílþróttafólkið. Ekki kauphækk- anir um sl. árarnót MORGXJNBLADINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Vinnu veitendasambandi íslands: „Vinnuveitendasamband íslands vill að gefnu tilefni taka fram, að um síðastliðin áramót urðu engar almennar kauphækkanir að undanteknum þeim kauphækk unum til kvenna, sem leiðir af lögum um launajöfnuð. Samkvæmt lögum verður reikn uð út kaupgreiðsluvísitala hinn 1. febrúar n.k. Verði um að ræða hækkun hennar frá 1. nóv. s.L mun sú hækkun koma til fram- kvæmda frá og með 1. marz n.k. — Norðurlandar. Framhald af bls. 1. ræna hússins í Reykj>a,ySk (og að smáði hússins muhi hefjast í vor. Vonazt er till að húsið verði fiúll- smíðað fyrir ársilak 1966. Fumd stjómar Norðurlanda- ráðs sitja af íslands hálfu þeir Sigiurður Bjairnason, alþingismað ur, seim er einn atf fiorsetuim ráðis ins, og Fi-iðjón SigurðiSBOin, skrif stoiluötjóri Aiþingis. ^ Happdrætti DAS f GÆR var dregið í 9. fi. Happ- drættis D.A.S. um 200 vinninga og féllu vinningar þannig: íbúð eftir eigin vali kr. 500.000 kom á nr. 26614. TAUNUS 17M fólksibifreið kom á nr. 51538. Bifreið eftir eigin vali krónur 130.000 komu á nr. 23923 og 52154. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 25.000 kom á nr. 37689. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 20.000 kom á nr. 26724 og 32172. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 15.000 kom á nr. 30699 35474 og 47939. Eftirtalin nr. hlutu húsibúnað fyrir kr. 10.000 hvert: 1154, 6674, 10486, 15274, 20343, 26264, 27007, 46819, 50346 og 63434. (Birt án álbyrgðar). — Sannað þykir Framh. af bls. 24 rannsóknunum haldið áfram undir forystu dr. Björns heit- ins Sigurðssonar. Tókst hon- um og samverkamönnum hans að einangra þá veiru sem nú hefur verið sannað að valdi veikinni. Á fundi Meinafræðingafé- lags Islands sem haldinn var í tilraunastöðinni að Keld- um í gærkvöldi flutti Halldór Þormar mag scient. erindi um síðustu rannsóknir sínar á eiginleikum mæðiveikiveir- unnar. Hann er f; rir skömmu kominn heim frá Bandaríkj- unum, þar sem hann flutti erindi um sama efni. Strandaði á skeri í niðdimmri þoku SfÐDEGIS í gær strandaði flutn- ingaskipið Hildur, sem áður hét Baldur og þar áður' Pólstjarnan, á skeri við Nunnuhólma fram undan Brávöllgm í Glæsibæjar- hreppi. Niðdimm þoka var á þeg- ar óhappið varð. Skipið var á leið frá Akranesi til Akureyrar með sementsfarm til Kaupfélags Eyfirðinga. — Skömmu fyrir hádegi i dag losn- aði skipið af skerinu af eigin rammleik og sigldi hér inn á Pollinn nokkru síðar. Ekki verður þess vart, að neinn leki hafi komið að skipinu við strandið eða að farmurinn hafi orðið fyrir skemmdum. Ekki verður skipað upp úr Hildi fyrr en á mánudag vegna manneklu. — Sv. P. — Malaysía Framhald af bls. 1 Strax og kunnugt varð um landgönguna voru hermenn og lögreglumenn sendir á vettvang, og leita þeir skæruliðanna, sem komust undan. Fred Mulley, hermálaráðherra Breta, er staddur í Singapore, og sagði hann í dag áð sérhverri árás á Malaysíu yrði mætt með festu. Ráðherrann kvaðst kominn til Malaysíu til að kanna viðbún- að Breta þar, og vildi ekki ræða það hvort ætlunin væri að grípa til gagnráðstafana vegna strand- höggs Indónesa. Hinsvegar sagði hann að algjör einhugur ríkti milli stjórna Bretlands og Mal- aysíu um hvað gera beri. Einn af fulltrúum Mulley ráð- herra sagði í Singapore frá her- afla Breta í Malaysíu. Sagði hann að meðal þeirra 50 þúsund her- manna frá samveldislöndunum, sem þar eru, væru fallhlífaher- menn og hermenn sérþjálfaðir í frumskógahernaði. En fleiri væru á leiðinni. Þá sagði hann að þrjú af flugvélamóðurskipum Breta væru á þessum slóðum eða á leið- inni. Þau eru Eagle, Victorious og Bulwark. Eagle er stærst þess ara skipa, 44 þúsund tonn. — Daviðssafn Framhald af siðu 24 allrar að sýna þakklæti í verki og ræktarsemi. Á því vaxa allir. Áhugamenn á Akureyri.á- samt Stúdentafélaginu á Akur eyri, hafa tekið höndum sam- an um að efna til samskota með þjóðinni til kaupa á húsi Davíðs. Vér treystum því, að þeim möngu íslendingum víðs vegar um land, sem sótt hafa yndi í Ijóð Davíðs Stefánsson- ar á liðnum árum, sé það ljúft að gjalda svo skuld sína við skáldið, að þeir leggi eitthvað af mörkum til þess að heim- ili Davíðs frá Fagraskógi megi varðveitast sem eitt af véum íslenzkrar menningar Dagblöðin í Reykjavík, sem og önnur blöð í bæjum lands- ins, eru beðin að birta ávarp þetta og jafnframt er þess vænzt, að þau taki á móti framlögum. Einnig er mælzt til þess við unnendur Davíðs úti um land, í sveit og við sæ, að þeir hafi forigöngu um fjár- söfnun og geta þeir snúið sér til einhvers úr framkvæmda- nefnd og fengið senda söfnun- arlista. — Gjaldkeri söfnunar- innar _ er Haraldur Sigurðs- son, Útvegsbankanum, Akur- eyri, pósthólf 112. í framkvæmdanefnd: Þórarinn Björnsson, Sigurður O. Björnsson, Ragnheiður Árnadóttir, Brynjólfur Sveinsson, Sverrir Pálsson, Aðalgeir Pálsson, Guðmundur Karl Péturss. Freyja Eiríksdóttir, Haraldur Sigurðsson. | „Kröfuhaior“ ! \ í síðastu sian f Leikritið Kröfuhafar verður i sýnt í síðasta sinn n.k. sunnu- 7 dag. Leikur þessi hlaut mjög \ góða dóma allra gagnrýn- 4 enda. Sigurður A. Magnússoa i segir m. a. í Morgunblaðinu 7 þann 14. júní s.l. um túlkun \ Rúriks Haraldssonar: „Hann 4 var glæsilegur í allri fram- t göngu, öruggur í öllu fasi og 7 skeikaði hvergi í hnitmiðaðri 7 túlkun sinni á vægðarlausri Íhörku og hefndarþorsta hins hlunnfarna eiginmanns.“ ________________________s — Harðbakur Framhald af bls. 23. ar hún til þess að kr. 12.75 hafi fengizt fyrir hvert kíló. Skip- stjóri á togaranum er Áki Stefáns son og var þetta fyrsta ferð hans með Harðbak, en hann var áður með Sléttbak. Morgunblaðið átti í gær tal við Þórarin Olgeirsson, ræðismann íslands í Grimsby, og spurðist fyr ir um markaðinn þar um þessar mundir. Þórarinn sagði: — Lítill fiskur var hér á mark- aði þegar Harðbakur seldi, svo hann gat gert sér vonir um gott verð, en það var ekki eina ástæð- an fyrir árangrinum, því Harð- bakur var með gæðafisk, fyrsta flokks vöru, sem hann hafði veitt á skömmum tíma. Hann hafði mestmegnis þorsk af heimamið- um og um 20 tonn af ýsu. Fékkst fyrir hana allt að 10 sterlings- pund fyrir kittið (kit er 63.5 kg.) — Eins og ég sagði var ekki mikið framboð á fiski hér í dag, en föstudagar eru ekki góðir sölu dagar að öllum jafnaði, þótt svo hafi verið nú. — Margir brezku togararnir eru nú að koma úr fiyrsta túrnum eftir jólin. Afli þeirra hefur verið lítill og þykjast þeir gera það gott fái þeir 1000 til 1400 kit. — Margir togarar eru væntan- legir hingað n.k. mánudag og þá á ég von á tveimur, þeim Hauki og Sléttbak. Líklegast kem ég þeim ekki að á mánudag, svo þeir selja þá á þriðjudag. Mark- aðurinn verður sízt verri þá, eí ekki betri. — Svo vil ég nota tækifærið og biðja Morgunblaðið fyrir beztu nýjárskveðjur til vina minna og kunningja á fslandi. KENNSLA Talið enska reiprennandi á mei- tíma. Árangursrík kennsluaðferð í fámennum bckkjum. Engin aldurs takmörk. Oxford-menntaðir leið- beinendur. Nýtízku raftækni, filmur, segulbönd o.fl. Sérstök námskeið fyrir Cambridge (skir- teini) 5 tíma kennsla á dag í þægilegu strandhóteli nálægt Do- ver. Viðurkenndir af menntamála ráðuneytinu. THE REGENCY, Raimgate, Kent, England Tel: Thanet 51212. Kl. 12 Middag er sideste Frist. Det Danske Selskab

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.