Morgunblaðið - 09.01.1965, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐID
Laugardagur 9. janúar 1965
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
1 lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstraeti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
STÖÐVUN VERÐ-
BÓLGUNNAR
\
C’tjórnayandstæðingar ræða
^ mikið um það, að á tímum
Viðreisnarstjórnarinnar hafi
verðlagið hækkað mjög hér á
landi. Það er rétt, að hér hafa
orðið verulegar verðhækkan-
ir, þótt sízt séu þær meiri en
oft áður, en hitt er alrangt að
stjórnarvöldunum sé um að
kenna.
Þegar viðreisnin var gerð
. 1960, var einungis verið að
leiðrétta misræmi, sem þegar
var orðið, og gengisfellingin
þá var aðeins að forminu til,
því að gengið var fallið áður.
Hjá þeim aðgerðum varð ekki
með nokkru móti komizt, því
að án þeirra var útilokað að
koma á heilbrigðum milli-
ríkjaviðskiptum og þeim gíf-
urlegu framkvæmdum, sem
hér hafa orðið síðustu árin.
Menn mega heldur ekki
gleyma því, að strax á árinu
1961, var komið á jafnvægi í
íslenzkum þjóðarbúskap. —
Gjaldeyrisstaðan batnaði, at-
vinnan var mikil og velmeg-
un almenn. En þá er gert póli-
tískt verkfall og hinir al-
kunnu svikasamningar SÍS,
sem leiddu til þess, að kaup-
hækkanir urðu meiri en þjóð-
arbúið þá gat staðið undir, og
hætta á, að hinn mikli árang-
ur, sem náðist með viðreisnar
ráðstöfununum, færi út um
þúfur. Var því óhjákvæmilegt
að fella gengið nokkuð að
nýju, og enn tókst að koma á
jafnvægi þjóðarbúskaparins
þjóðarinnar.
En aftur var svo lagt til
atlögu. Kommúnistar og
Framsóknarmenn voru stað-
ráðnir í því að koílvarpa Við-
reisnarstjórninni, hvað sem
liði þjóðarhag. Þessvegna
voru verkföllin 1963 skipulögð
©g kröfur gerðar svo miklar,
að nægja mundi til að raska
jafnvægi þjóðarbússkaparins
og annaðhvort kalla á nýja
gengisfellingu eða aðstoð við
útflutningsframleiðsluna og
niðurgreiðslur.
Allir vissu að sjálfsögðu
fyrirfram, að kauphækkanirn
ar 1963 mundu leiða til veru-
legra verðhækkana, og að
því var einmitt stefnt af
hálfu stjórnarandstöðunnar.
Það má segja, að Viðreisnar-
stjórninni hafi ekki tekizt að
stemma svo stigu við verð-
hækkunum, sem hún hefði
viljað, en að saka hana um að
bera ábyrgð á þeim eru auð-
vitað fullkomin öfugmæli. —
Hún hefur reynt það, sem
hægt hefur verið, til að halda
í horfinu og berjast gegn
skipulögðum árásum komm-
únista og Framsóknarmanna.
Sem betur fer hefur sá ár-
angur orðið af störfum Við-
reisnarstjórnarinnar, að enn á
síðasta ári batnar gjaldeyris-
staðan, og hagur almennings
er nú betri en nokkru sinni
áður. Hitt er víst, að bæði
stæði þjóðin í heild og ein-
staklingarnir betur að vígi —
og lífskjör allra íslendinga
væru með meiri blóma — ef
stjórnarandstæðingum hefði
ekki tekizt að koma fram sum
um af áformum sínum, sem
torveldað hafa framsókn þjóð
arinnar.
RÚM 20 ÁR.
J mágangi kommúnista birt-
ist fyrir nokkrum dögum,
lítil klausa eftir rússneskum
heimildum, þar sem frá því
er skýrt, að fjöldi Rússa af
þýzku bergi brotnir, sem
flutzt hafa til Rússlands á 18.
og 19. öld, hafi um rúmléga
20 ára skeið, setið í þrælabúð-
um í afskekktum héruðum
Sovétríkjanna, en nú er sagt
að ásakanirnar á hendur þess-
um mönnum, hafi verið alger-
lega tilefnislausar.
Þarna er að finna ljóst
dæmi af því réttarfari, sem
flokkur manna hér á landi
berst fyrir að verði upp tekið
á íslandi. Þessum mönnum
blöskrar það ekki, þótt sak-
laust fólk sé fangelsað áratug-
um saman og haldið í þrælk-
unarvinnu. Þeir berjast fyrir
framgangi kommúnismans,
þótt þeir viti um öll hryðju-
verk hans.
NYLENDUSTEFNA
INDÓNESA.
’V'firgangsstefna Indónesa
gagnvart nágrönnum sín-
um ógnar nú friðnum í Aust-
ur-Asíu, enda virðast Indó-
nesar ætla að framkvæma þá
hótun sína að segja sig úr
Sameinuðu þjóðunum, vegna
þess að fulltrúi Malasíu hefur
verið kjörinn í Öryggisráð
SÞ. Yrðu Indónesar þá fyrsta
þjóðin, sem hyrfi úr Samein-
uðu þjóðunum.
Það er vissulega sorglegt til
þess að vita, að þjóðir, sem
lengi hafa barizt fyrir frelsi
sínu og nýlega öðlazt það,
skuli ekki geta unnt öðrum að
ráða sjálfir málefnum sínum,
heldur hefja til vegs yfir-
gangsstefnu. Nýlenduveldin
hafa gefið nýlendum sínum
VSSJ
UTAN ÚR HEIMI
Fallhlífastökkvararnir Pack (t.v.) og Allen ásamt frá Nancy Pack.
Stökk fallhlífarlaus úr flugvél
Annar stökk á eftir með aukafallhlíf,
og báðir lentu ómeiddir
FALLHLÍFASTÖKK er vin-
sæl íþrótt í Bandaríkjunum,
og eru fjöimennir klúbbar
fallhlífastökkvara starfandi
víða þar í landi. Einn þessara
klúbba er í bænum Arvin,
skammt frá Los Angeles í
Kaliforníu. ()g í þeim klúbb
eru m.a. tveir fyrrverandi tré-
smiðir, Rod Pack <>g Bob
Allen.
Á nýjársdag fóru þeir félag-
ar ásamt tveimur ljósmynd-
urum í óvenjulega ferð, ef
dæma má af frásögnum þeirra
sjálfra. Segir Rod Pack að
þegar flugvél þeirra var kom-
in í 14.600 feta hæð hafi
hann stokkið út úr vélinni án
fallhlífar. Svo hafi Bob Allen
stokkið á eftir honum með
auka fallhlíf og rétt Pack
fallhlífina þegar þeir mættust
í loftinu um 4 þúsund fetum
fyrir neðan flugvélina. —
Spennti Pack þá á sig fallhlíf-
ina og lenti heilu og höldnu á
nýplægðum akri, sem klúbb-
ur þeirra notar mikið við æf-
ingar.
,,Því var haldið frám að
þetta væri ekki hægt,“ sagði
Pack á eftir, „en við afsönn-
uðum þá kenningu.“ Og hann
bætti því við fyrir þá, sem
drógu orð hans í efa, að ljós-
myndararnir tveir hafi fylgt
honum til jarðar og tekið
bæði ljós- og kvikmyndir af
afrekinu.
Rod Pack segir að hann hafi
fyrst fengið hugmyndina um
að stökkva fallhlífarlaus út
úr flugvél fyrir rúmu ári. —
Það er alltaf verið að tala um
að ógerlegt sé að leika þetta
bragð, svo mér datt í hug að
reyna, sagði Pack. Svo fékk
hann vin sinn, Allen, sér til
aðstoðar. Þeir æfðu mjöig vel
undir tilraunina, stukku út
úr flugvél i mikilli hæð og
létu sig falla langleiðina til
jarðar án þess að opna fall-
hlífarnar. En á leiðinni léku
þeir sér að því að rétta á milli
sín auka fallhlíf.
Svo rann upp föstudagurinn
1. janúar. Flugvélin flutti þá
upp í 14.600 fet, eins og fyrr
segir, og Bob stökk út, fall-
hlífarlaus. Var það 534. fall-
hlífafstökk hans.
— „Ég breiddi úr mér í
loftinu til að draga úr hrað-
anum, og baðaði út öllum öng-
um,“ segir hann. Allen fyltgdi
fast á eftir, og hnipraði hann
sig saman til að falla með
meiri hraða en Pack. Þeir
stjórnuðu stefnu fallsins með
því að taka sundtök í loftinu,
og eftir fjögur þúsund feta
fall (um 1200 metra) voru
þeir komnir hlið við hlið.
Rétti Allen Pack þá auka fall-
hlífina, sem hann var með.
Paek lá á maganum í loft-
inu og setti fallhlífina undir
sig. Tókst honum þannig að
festa á sig fallhlífina, en með-
an hann var að því hafði hann
enn fallið um fjögur þúsund
fet. Opnaði hann því næst fall-
hlífina og sveif til jarðar.
Hann telur að hann hafi verið
á um 200 kílómetra hraða er
fallhlífin opnaðist og stöðvaði
fallið. „Það var hræðileg til-
finninig", segir Pack. „Höfuðið
kastast í aðra áttina, fæturnir
í hina.“ En hann viðurkennir
að það hafi jafnframt verið
þægileg tilfinning að vita að
því að tilraunin hafi tekizt.
Þeir Pack og Allen og ljós-
myndararnir tveir lentu allir
heilir á húfi, og segjast þeir
hafa dansað af kæti yfir ár-
angrinum.
Aðspurður játaði Pack að
hann hafi verið hálf smeykur
við þessa tilraun. En hann
mátti ekkert vera að því að
hugsa um það í fallinu. Aðal-
atriðið var að fylgjast með
ferðum Allens. „Nú líður mér
vel“, segir hann. „Ég var bú-
inn að vera með þetta svo
lengi á heilanum að það lá á
mér eins og mara. Og Nancy,
konunni minni, leizt ekkert á
þetta.“
Hann var spurður hvort
hann hyiggðist reyna aftur, en
var ekki á því. „Ég er búinn
að sanna að þetta er hægt, og
það nægir mér.“
Ekki hafa enn verið birtar
myndirnir, sem teknar voru
meðan þeir Pack og Allen
voru á leið til jarðar, en ljós-
myndararnir segja að þær
sanni afrek Packs.
frelsi, en þá hefja þær sumar
hverjar nýja nýlendustefnu
og vilja undiroka nágranna
sína.
Gegn slíkum aðgerðum verð
ur að berjast, og vonandi bera
Sameinuðu þjóðirnar gæfu til
að vernda frelsi þjóðanna,
einnig gegn þessari nýju ný-
lendustefnu.
Hækkcrup til Hlew Ytrk
og Harriman til London.
New York og oLndon, 7. jan.
DANSKI utanríkisráðherrann,
Per Hækkerup, hafði nokkra við
dvöl í New York í dag á leið
sinni til Washington, þar sem
hann hyggst ræða við Hubert
Humphrey, varaforseta og Dean
Rusk, utanríkisráðherra. Síðan
mun Hækkerup sitja Allsherjar-
þing S.Þ., sem kemur aftur sam-
an 18. janúar n.k.
Averell Harriman, varautan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna og
sérlegur sendimaður Johnsons
forseta, kom til London í gær-
kvöldi til viðræðna við Harold
Wilson, utanríkisráðherra og
aðra brezka ráðherra. Harriman
kom til London frá París og ekk-
ert var uppi látið um það sem
rætt yrði á fundum ráðherranna.