Morgunblaðið - 09.01.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.01.1965, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ Laugardagur 9. janúar 1969 þeim glæsilega sigri, þó stöilur fallaðir. forseta ÍSÍ ásamt Gísla Iþrdttafréttamenn kjósa „10 beztu“ íþrdttamennina Sigríður Sigurðardótfir einróma kjörin „íþróttamaður ársins í GÆR voru tilkynnt úrslit í kosningu íþróttafréttamanna um „Iþróttamann ársins 1964“ og hverjir eru á listanum um 10 beztu íþróttamenn ársins. Sigríður Sigurðardóttir handknattleikskona í Val var einróma kjörin „íþróttamað- ur ársins 1964“ og hlaut hún atkvæði allra sem atkvæðis- rétt höfðu. Sigríður var fyrirliði ísl. landsliðsins sem í sum- ar sigraði í Norðurlandamóti kvenna í útihandknattleik. • 10 BEZTU. Hóf íþróttafréttamanna var í Nausti og meðal gesta voru for seti ÍSÍ' Gísli Halldórsson og heið ursforseti ÍSÍ Benedikt G. Waage. Sex af þeim er skipa listann yfir „10 beztu“ voru mætt, en tveir eru erlendis og tveir voru for- Fjölskyldan og sigurlaunin. Sigríður og Guðjón Jónsson ásamt Guðríði, 3 ára dóttur þeirra. Styttan er farandgrip- ur en bikarinn hlaut Sigríður til eignar. Hann gaf Morg- blaðið. — leikskona í Val og fyrirliði kvennalandsliðsins sæmd þess- um titli. Sigríður var fyrirliði sem svo eftirminnilegan og ó- væntan sigur vann á Norður- landamótinu í Reykjavík á liðnu sumri. Það er mál okkar allra að hún hafi átt drýgstan þátt í Waage heiðursforseta ÍSÍ. Atli Steinarsson gerði grein fyr ir fyrirkomulagi kosninga frétta- mannanna en það er í stuttu máli að hver íþróttafréttamaður skrifar nöfn 10 iiþróttamanna á atkvæðaseðilinn. Efsta nafnið hlýtur 11 stig, annað nafnið 9, þriðja 8 o.s.frv. 10. nafnið hlýtur 1 stig. Samanlagður stigafjöldi ræður svo úrslitum um hverjir eru á listanum yfir „10 beztu“ og sá sem flest stig hlýtur fær titilinn „íþróttamaður ársins“. ■Úrslitin nú urðu þessi: / 1. Sigríður Sigurðard. Val 66 stig 2. Þorst. Hallgrímsson, ÍR 47 — 3. Valbjörn Þorlákss. KR 40 — 4. Guðm. Gíslason, ÍR 35 — 5. Ragnar Jónsson, FH 22 — 6. Kjartan Guðjónsson ÍR 17 — 7. Hrafnhildur Guðmunds dóttir ÍR og Þórólfur Beck Gl. Rangers 15 — 9. Eyleifur Hafsteinsson ÍA og Gunnlaugur Hjálmarsson ÍR/Fram 14 — Atta aðrir fenéu atkvæði í kosningunni Magnús Guðmunds- son, Akureyri 13, Sigríður Sig- urðardóttir ÍR 12, Ólafur Guð- mundsson KR 10, Jón Þ. Ólafs- son ÍR og Hörður Kristinsson Á 4 hvor, óskar Guðmundsson KR og Hallgrímur Jónsson Tý 2 hvor og Ingólfur Óskarsson Fram 1. í greinargerð með úrslitunum •agði Atli Steinarsson m.a.: Allir íþróttafréttaritarar blað- •nna hafa orðið sammála um kjör „íþróttamanns ársins 1964“. A öllum atkvæðaseðlum er Sig- táður Sigúrðardóttir handknatt- hennar séu á engan hátt lastað- ar. Sigríður er fyrsta stálkan sem hlotið hefur þennan sæmdartitil Hún er einstök afrekskona og for dæmi það sem hún gefur ísl. kvenþjóð um ilþróttaiðkun er mikið og gott, því Sigríður er gift og móðir. 1 2. sæti á listanum er Þor- Erfitt að vinna úti, sjá um heimili og iðka íþróttir $ sagði fyrsta konan sem kjörin er * „Iþróttamaður ársins64 — ÞAÐ kom mér gersamlega á óvart að hljóta þessa við- urkenningu, sagði Sigríður Sigurðardóttir er við hittum hana- á heimili hennar og manns hennar Guðjóns Jóns- sonar, sem er einnig í röð beztu handknattleiksmanna okkar og hefur áður verið á lista íþróttafréttamanna um „10 beztu“. — Þetta endurvekur sælu- dagana frá liðnu sumri er sig- urinn vannst svo óvænt á Norðurlandamótinu. Það var ánægjulegt að vera í því lands liði, andinn svo góður og stúlk urnar svo samstilltar. — Hvað ertu búinn að vera lengi í handknattleik? — Byrjaði 1958 og lék 3 leiki í 2. aldursflokki en „gekk upp“ um áramótin, — Hefurðu verið í öðrum íþróttum? — Já, í körfuknattleik hjá steinn Hallgrrmsson, körfuknatt- leiksmaður í ÍR og fyrirliði lands liðsins. Þorsteinn vann á s.l. ári einstök afrek í sinni grein. Hann var af finnskum blöðum talinn Ármanni og eitt sinn hljóp ég grindahlaup á vegum ÍR. En það er handknattleikurinn, sem á hug minn allan. .... Já, en fótboltinn, skýt- ur Guðjón eiginmaður hennar inn í, en hann hefur einnig verið í landsliðinu í knatt- spyrnu. — Hefurðu kannski verið eitthvað í knattspyrnu, spyrj- um við. Sigríður hlær bara og neitar en Guðjón bætir við: — Ekki nema svona stundum við mig. Á einum veggnum í stof- unni þeirra hangir púði með um 20 meistarapeningum fyrir handknattleik. Þau eiga sinn helminginn hvort og meðal peninga Sigríðar eru tveir meistarapeningar sem hún vann með Ármanni í körfu- knattleik. — Hvernig finnst þér að vera bæði móðir og húsmóðir bezti körfuknattleiksmaður Norð urlanda eftir Polar Cup keppn- ina, en í henni skoraði Þorsteinn fleiri stig en nokkur annar leik- maður í keppninni. Sem leiðbein Sex af þeim „10 beztu“. - ar Jónsson. Aftan til f. v. Fremri röð frá vinstri. Eyleifur Hafsteinsson, Signður og Ragn- Kjartan Guðjónsson, Guðmundur Gíslason, Jóa Þ. Ólafssoa og Hrafnhildur Guðmundsdóttir. og afrekskona í íþróttum? — Þetta er ósköp erfitt stundum og erfitt að fara til æfinga eftir að hafa unnið úti allan daginn (en Sigríður vinnur sem fóstra á barna- £ heimili). — Æfirðu oft? — Tvisvar í viku. — Og Guðjón svo líka? — Já, tvö önnur kvökl. — Þið sjáist þá sjaldan? — Og jú, jú. — Lítil dóttir þeirra hjóna, Guðríður, 3 ára, er mesti fjör- kálfur. Við spurðum hana í hvaða félagi hún ætlaði að verða handknattleikskona og hún svaraði hressilega og mjög ákveðið FRAM. — Og í hvaða félagi vill mamma þín að þú farir í, spyr Guðjón pabbi hennar. — Val, sagði sú litla og hljóp af stað. Hún hafði mikla ánægju af að horfa á stóra bikarinn sem mamma hennar hafði unnið til og lyfta þeim litla. andi og leiðtogi hefur Þorsteinn einnig unnið körfuknattleiks- íþróttinni ómetanlegt gagn. í 3. sæti listans er Valbjörn Þorláksson frjálsíþróttamaður í KR. Valbjörn hefur lengi verið snjallasti afreksmaður í röðum frjálsíþróttamanna okkar — og reyndar þó víðar sé leitað, þvl hann var bezti tugþrautarmaður Norðurlanda á s.l. ári og varð 12. í tugþrautarkeppni Tokíóleik- anna, sem er frábært afrek. Hann setti á árinu nýtt met í tugþraut og varð fyrstur íslendinga til að ná 7000 stigum. í 4. sæti listans er Guðmund- ur Gíslason, sundmaður úr ÍR. Guðmundur er einstakur afreks maður í sundinu, fjölhæfari en nokkur annar sundmaður. Hann var einn af keppendum íslanda á leikjunum í Tokíó, hefur hald- ið áfram að ryðja ísl. metunum, en á því sviði hefur Guðmundur unnið afrek sem er meira og stærra en nokkur annar íþrótta- maður getur státað af. í 5. sæti listans er Ragnar Jóns son handknattleiksmaður FH. Ragnar er fyrjrliði landsliðsins I handknatleik sem á s.l. ári vann 6 af 7 landsleikjum er það gekk til, en frægastur var sigur liðs- ins yfir Svium í heimsmeistara- keppninni. Ragnar er einstakur leikmaður, snarpur, brelliim og setur ætíð Framh. í bk. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.