Morgunblaðið - 09.01.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.01.1965, Blaðsíða 24
KTROLUX UMBOÐIÐ iAUOAVEGI 49sími 21Ö00 6. tbl. — Laugardagur 9. janúar 1965 SipagkétU Sannað þykir að mæði- veikiveiran sé fundin EINS og kunnugt er hefur um alllangt skeið verið unnið að því að finna orsakir mæði- veikinnar hér á landi og með þeim árangri að nú þykir fullvíst, að veira sú sem veik- inni veldur hafi verið ein- angruð. Þykir það merkur áfangi, þó enn sé vafalaust langt í land að fundin verði örugg lækning við þessum vá- gesti eða bóluefni sem fyrir- byggt geti veikina. Veira þessi var einangruð og ræktuð fyrir rúmum sex árum og síðan hafa stöðugt farið fram rannsóknir á eig- inleikum hennar. Tekizt hef- ur að sýkja sauðfé af mæði- Verkfall áfram UM klukkan 1,30 í nótt slitnaði upp úr samninga um leitunum í deilu hijóðfæra- leikara og Sambands veitinga og gisthúseigenda. Hófðu vinnuveitendur boð- ið 6% hækkun á tilboði því sem fellt var á nýársdag, en hljóðfærar'eikarar höfnuðu þessu boði. Verkfall þeirra heldur því áfram. Um miðnætti í nótt er leið átti að hefjast samúðarverk- fall þjóna í veitingahúsum burgarinnar. Verkfallið átti að taka fyrir á fundi hjá þjónasamtökunum klukkan 2 í nótt er leið. veiki með þessari veiru og þykir þar með sannað að hún sé skaðvaldurinn. Veira þessi , hefur ekki hlotið nafn ennþá, ! að því er Morgunblaðinu er bezt kunnugt. Rannsóknirnar á orsökum mæðiveikinnar hófust fyrir mörgum árum fyrir tilstuðlan prófessors Nielsar Dungals og var unnið að þeim fyrstu ár- in á rannsóknarstofu háskól- ans. En þegar tilraunastöðin að Keldum var byggð, fluttist starfsemi þessi þangað og var Framh. á bls. 23 I Þannig leit sumarbústaðurinn út eftir vatnavextina í Dælisá. 400 þús. kr. f jár- dráttur á Akranesi Dælisá í .Kfés brýtur sumarbústað BÆJARFÓGETA i Akranesi hefur borizt beiðni um rann- sókn á sjóðþurrð, sem fulltrúi á Póst- og símstofunni á Akra- nesi, Júlíus Kolbeinsson, hefur orðið valdur að. Við uppgjör á póststofunni á Akranesi seint í nóvember kom 1 ljós að fé vantaði í sjóði. Sendi póst og símamálastjómin þá end- urskoðendur upp á Akranes. Einnig fór fram endurskoðun á reikningum njá ríkisendurskoð- anda. Mun upphæðin sem vant- ar vera um 400 þús. krónur og hefur Júlíus játað áð (hafa dregið sér féð. Eftir að endurskoðun lauk, var málið sent í rannsókn og hefur Hermann Jónsson, fúlltrúi bæjarfógeta á Akranesi hana með höndum. Hann tjáði Mbl. í gær að hann hefði fengið í hendur skýrslu frá endurskoðuninni, en rannsókn í málinu væri rétt byrjuð og ekkert hægt áð segja frekar um það enn sem komið er. Rannsóknin mundi þó ekki þurfa að taka langan tíma. Vaildiastöðúm í Kjós, 7. jan, TÖLUVERÐ úrkoma var hér s.l. sunnudag og hljóp vöxtur í sumar ár. Skammt frá áramót- um. Dælisár og Bugðu stóð sum- arbústaður og hafði hann verið þar mörg ár. Um kvöldið var mdkilil vöxtur í Dæilisá og stíflaðist hún með öllu af jakabutrði. Þegiar hún ruddi sig tók hún sumarbúsitað- inn með sér, og bar hann alllaing an veg og mailaði að lokum í sundiur. Er hann, og það, sem i honum var, gjörónýtt. Hið eina heillega úr sumairbústaðnum etr þakið. Nokkru neðar við áma fór vatnsflaumurirm yfir veiginn, en eklki urðu tedjandi sketmmdir á horuum. Eigendur sumarbústaðarina eru tvenn hjóm úr Reykjarvik. Fjársöfnun áhugamanna til kaupa á Davíðshúsi Harðbakur seldi fyrir 16,411 pund Samsvarar kr. 12,75 fyrir kíSúið AKUREYRARTOGARINN Harð- bakur seldi afla sinn í gærmorg- un í Grimsby, 154.5 tonn, fyrir 16.411 sterlingspund. Er hér um mjög góða sölu að ræða og svar- Framíhald á bls. 23. Akureyri 8. janúar. FRÉTTAMENN á Akureyri voru í dag kvaddir á fund í kennara- stofu M.A., þar sem Þórarinn Björnsson, skólameistari, hafði orð fyrir nefnd áhuganrtanna, sem hafa ákveðið að beita sér fyrir fjársöfnun meðal þjáðarinnar í því skyni að festa kaup á húsi Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi, svo að þar megi varðveita bækur skáldsins og aðra persónu lega muni, eins og hann hvarf frá þeim í hinzta sinn. Þegar eftir andlát skáldsins komu upp raddir um það, að varðveita bæri húsið til minning- ar um Davíð, en þegar Það vitn- aðist, að samningar stóðu yfir milli erfingja og bæjarstjórnar Akureyrar, héldu aðrir að sér höndum og biðu átekta. Nú hef- ur-bæjarstjórnin samið um kaup á bókasafninu og erfingjar gefið innanstokksmuni samkv. samn- ingi er gerður var rétt fyrir jólin. Hins vegar var ekki samið um kaup á húsinu sjálfu. Ófélags- bpndinn áhugamannahópur skor aði á baéjarstjórn að kaupa húsið, en þó varð ekki af því. Síðan hefur málið mikið verið rætt í þennan hóp, sem kaus sér fram- kvæmdanefnd og ákvað að hefja fjársöfnun þá, er að framan get- ur. Nefndin hefur þegar átt við- ræður við fulltrúa bæjarstjórnar Akuréyrar og ekkert komið fram í þeim viðræðum, sem gætl orðið málinu neinn þröskuldur. Einnig hafa fulltrúar erfingja goldið samþykki sitt. „Við erum ekki að gera þetta fyrir Davíð. Hann lifir í ljóðum sínum“, mælti Þórarinn Björns- son, „við gerum þetta fyrir okk- ur sjálf af ræktarsemi við það, sem Davið var okkur, og það, sem okkur þykir vænt um. Til þess iiggja tvær meginástæður: Hér býðst einstakt tækifæri, sem annars væri liðið hjá og glatað, til að varðveita þetta einstæða hús handa ókomnum kynslóðum, og einnig viljum við stuðla að því, að þjóðin eignist þarna eitt af sínum helgustu menningar- véum“. Til þess er ætlazt, að nöfn gef enda verði skráð í bók, sem geymd verði í Davíðssafni (en AÐ Bjarkarstíg 6 á Akureyri stendur hús Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi. Hús þetta lét Davíð sjálfur reisa og bjó þar einn meira en tvo ára tuigi. Húsið með öllu, sem í því er, minnir á Davíð einan. Hver hlutur geymir brot af hugsun hans og smekk. Hér kvað hann ýmis fegurstú ljóð sín og segja má, að sjálf. þögn hússins sé eitt af ljóðum skáldsins. Þegar við andlát Davíðs var um það rætt að heimili þjó^- skáldsins yrði að varðveita eins og hann skildi við það í hinzta sinn. Tækifærið var ein stakt til þess að geyma minn- ingu andlegs höfðingja og mikils íslendings. Allir virt- upphæðum gjafanna sleppt). Hugmynd nefndarmanna er sú, að bókasafn Davíðs verði eftir sem áður deiid í Amtbókasaín- inu og í umsjá amtbókavarðar, þó að það verði kyrrt á núver- andi stað. Fundur var haldinn í gær- kveldi í stúdentafélaginu á Akar eyri og þar samþykkt að styðja af alhug samtök, sem vmni að framgangi þessa máls. Hér til hliðar er birt ávarp framkvæmdanefndar áhuga- manna um Davíðssafn. ust sammála. Aðeins þurfti j einhverja til að hefjast handa. Nú hefur Akureyrarbær rið , ið myndarlega á vaðið með I því að kaupa hið dýrmæta j bókasafn skáldsins. Erfingjar j hafa gefið húsmuni Davíðs og 1 listmuni. Eftir er húsið eitt, i og virðist einsætt, að hér í komi til hlutur þjóðarinní/ 7i allrar. Davíð var meira en f Akureyringur eða Eyfirðing- I ur. Hann var íslendingur, »j þjóðskáldið, sem langa ævi £ naut meiri ástsældar en flest J ef ekki öll íslenzk skáld fyrr 1 og síðar. List hans öll stóð V djúpum rótum í íslenzkri þjóð £ menningu og þjóðarsál. Hér / er það einmitt þjóðarinnar ; Framhald á bls. 23 1 Ræða um viðhald á Rolls Royce vélunum VEGNA ítrekaðra blaðafregna nndanfarna daga um, að Loft- leiðir h.f. væru að semja um kaup á þriðju Rolls Royce vél inni frá Canadairverksmiðjun um og stjórn Loftleiða væri af því tilefni öll stödd í New York, hefue Morgunblaðið hringt vestur til Kristjáns Guðlaugsrjmar, hrl. stjómar- formanns fyrirtækisins, og spurzt fyrir um málið. Kristján sagði, að stjóm Loftleiða færi a ltaf tvisvar á ári vestur um haf til að kynna sér rekstur félagsins þar alrr. nnt og væri stjómin nú í slíkri för og ennfremur til að ræða um viðhald á vél um félagsins frá Canadair. (Það er Lockheed fyrirtækið sem annast viðhaldið fyrir Loftleiðir). Hann kvað ekkert hæft í þeim sögusögnum, að Loftleið ir væru um þessar mundir að semja um kaup á þriðju vélinni fré Canadair, enda hefði hann skýrt Morgun- blaðinu áður frá að svo væri ekki. Kristján sagði, að enn væri óráðið hvaða stefnu félagið tæki varðandi fiugvélakaup sín, t.d. ætti það ósefdar fimm Cloudmaster DC-6B vélar og enn væri óráðið hvort selja skyldi þær allar, ntokkrar þeirra eða engar. Sv. P. Ávarp um Davíðssafn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.