Morgunblaðið - 09.01.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.01.1965, Blaðsíða 20
20 MOB'ÍU N BLADIÐ Laugarclaffur 9, lanúar 1965 SVARTAR RAFPERLUR •••••••••••• EFTIR PHYLLIS A. WHITNEY — Aldrei, svaraði Sylvana. — Maður tekur ekki safngripi til daglegrar notkunar. Ég hef meira að segja fægt hana sjálf. Þegar Tracy athugaði vélina, tók hún eftir einu smáatriði, sem hún hafði gaman af. — Sjáið þér þetta? sagði hún við Míles. — I tevélinni? Hann horfði á vélína og ofurlít ill kippur kom í annað munnvik ið. — Já, þetta er eftirtektarvert, sagði hann og greip samstundis pensilinn. Tracy hopaði á hæl og þorði ekki einu sinn að líta á hann. Þessi afskræmda mynd, sem hún hafði bent Miles á, og fram kom á vélinni, var ekki beinlínis frúnni til hróðurs. Og ef hann málaði þá mynd eins og hann sá hana, yrði frúin að líkindum enn þá minna hrifin. 'Sylvana hreyfði sig eitthvað í öllum koddunum. — Hvað er það? Þú verður að segja mér, hvað þú sérð. — Ekki hreyfa sig! sagði Mil- es. — Ég skal lofa þér að hvíla þig rétt strax. En ég þarf bara að ná þessu fyrst. Og engar spurn ingar. Ef mér tekst, það, færðu nógu snemma að sjá það. Sylvana andvarpaði og kom sér aftur í stellingarnar. Miles héit áfram að mála um stund, en svo hætti hann og bandaði frá sér, óþolinmóður, og tók að taka saman áhöld sín. — Mér miðar ekkert í dag og ég er víst búinn að þreyta þig nóg á þessari setu. Viljið þér hjálpa mér með þetta dót, Tracy. Þegar Tracy fór til að hjálpa honum, sagði Sylvana með ró- samri vaidsmennsku: — Ég þarf að tala við ungfrú Hubbard rétt sem snöggvast. Ég skal senda hana til þin é eftir. Það var greinilegt, að nú áttu að koma þessi óþægindi, sem Tracy hafði verið að reyna að herða sig gegn um morguninn. Hún sá glettnisvipinn á Miles, þegar hann tók saman föggur sínar, en það bara herti hana enn í þeim ásetningi að láta ekki kúga sig — sama hvað Sylvana segði. Um leið og hann gekk út, renndi Fazilet sér inn í stofuná, með svip þess, sem ætlar ekki að láta reka sig út, og Tracy tók að geta sér til um, hvort hún hefði komið til að vera viðstödd lokaatriðið, þegar systir Anna- bel yrði rekin heim. Stúlkan stanzaði letilega við borð, þar sem stóð langur, brúnn kassi, opinn. — Ég sé, að þú hefir fengið nýju sendinguna af rafperlu- böndunum frá Hasan Effendi, sagði Fazilet. Sylvana kinkaði kolli kæru- leysislega. — Það virðist vera að aukast etifrspurnin eftir þeim í New York. Ég get hjálpað piltin um ofurlítið með því að kaupa af honum. Fazilet stakk hendinni niður i kassann og mokaði upp hand- fylli af gljáandi perlum. Tracy horfði á, þegar þær duttu niður miJii fingra hennar. Innan um bláar, rauðar og brúnar kom hún snöggvast auga á nokkrar svart ar, áður en perlurnar hrundu all ar niður í kassann. — Kannski mætti hjálpa syni Ahmets Effendi á annan hátt, sagði Fazilet, án þess að líta á mágkonu sína. Tracy veitti undanfærslusvari , eldri konunnar litla-eftirtekt. Það hafði engin svört rafperla verið j innan um þær, sem Hasan sýndi þeim í búðinni. Hvenær hafði i þessum verið bætt við? j Tracy hefði svo sem ekkert veitt þessu athygli hefði hún ekki minnzt neyðaróps systur sinnar um „svartar rafperlur“, í símanum. Eftirtekt frúarinnar beindist nú atfur að Tracy. Svo ávarpaði hún hana, opinskátt. — Murat hefur tjáð mér, að þér séuð systir veslings stúlkunn- ar, sem olli okkur svo miklum vandræðum og sorg. Má ég spyrja, hversvegna þér hafið komið til Istambul undir fölsku flaggi? Tracy endurtók formlega á- stæðurnar, sem hún hafði gefið Murat og Fazilet, en ekkert sem hún sagði hljómaði sannfærandi í hennar eigin eyrum. — Og þér ætlizt til, að við trú- um svona sögu? sagði Sylvana og bláu augun kipruðust saman. Tracy^ svaraði henni engu. — Ég hef enn ekki hafzt neitt að, sagði Sylvana, — af því að ég vildi rannsaka málið vandlega fyrst. En þar sem sannleikurinn 20 Blaðburðarfólk óskast til blaðburðar 1 eftirtalin hverfi Freyjugata Lynghagi Barónsslígur Grettisgata frá 2-35 IUeðalholt Barðavogur •dr0tmhfðM^ Sími 22-4-80 er nú á vitorði allra hér í húsinu, fyndist mér ekki óviðeigandi, að þér segðuð hr. Radburn líka frá þessu. En það hafið þér ekki gert. Tracy hristi höfuðið. Hún von- aði bara, að hræðslan, sem hafði gripið hana, sæist ekki. — Þér hafið þagað, af því að þér vissuð, að hann mundi senda yður heim samstundis, ef hann kæmist að þessu. Er það ekki rétt hjá mér? — Ég veit ekkert, hvað hann mundi gera, sagði Tracy. Ég hef hér verk að vinna, sem ég þarf að ljúka við. Þegar því er lokið, ætla ég að segja honum frá því. Rétt áður en ég fer heim. — Dettur yður í hug, að ég þoli annað eins? spurði Sylvana. Þér eruð heimsk. Hr. Radburn er farinn að mála aftur. Þessi mynd af mér getur orðið honum til bjargar. Ég líð það ekki, að ann- að eins og þetta setji hann úr jafnvæginu. Á morgun ætla ég að panta far fyrir yður með flugvél. Svo farið þér næsta dag. Skiljið þér það? Tracy dró að sér andann, djúpt og hægt. — Ég hef boðizt til að flytja til Istambul. Það er engin ástæða til að ég sé hér í húsinu, ef þér þurfið á herberginu að halda. Sylvana veifaði hvítri hendi óþolinmóðlega og nú var fyrri rósemin ekki lengur yfir henni. — Þér verðið komin upp í flugvél ina ekki á morgun heldur hinn. Ef ekki, ætla érg að segja hr. Rad- burn allan sannleikann sjálf og sjá svo til, að hann sendi yður heim. Ég býst ekki við, að hann verði neitt hrifinn af því, sem ég hef að segja honum. Hún var næstum algjörlega bú- in að gefa sig geðofsanum á vald, vissi Tracy. Sylvana hafði öll trompin á -hendinni og hún átti ekki nema eitt undanfæri. Hún gerði síðustu tilraunina. — En ef ég segi honum það sjálf? — Það skuluð þér hafa eins og þér viljið, sagði Sylvana. — Ef þér gerið það, geri ég auðvitað mínar eigin athugasemdir við málið. Kannski verður yður þægilegra að fara eins og þér komuð — án þess að segja neitt. Þá verðið þér fyrir minni óþæg- indum og vandræðum. Tracy ákvað sig og gekk áleiðis til dyranna. — Gott og vel! Ég skal segja honum, að þér viljið mig burt strax. Ef til vill er hann ekkert neyddur til að ljúka endi- lega við bókina sína hérna. Hann getur vafalaust farið eitthvert annað og lokið því þar. Úr því honum gengur ekkert vel með þetta málverk, gæti hann vel ósk- að að fá sér einhverja tilbreyt- ingu. — Nokkra daga enn, sagði Syl- vana og átti bágt með að koma upp orðunum. — Aðeins fáeina daga. En svo verðið þér að fara. Það er ekki nauðsynlegt að tala um þetta við hr. Radburn alveg strax. Tracy gekk út úr stofunni. Hún hafði áunnið sér frest, en sá frest- ur hafði kostað hana nokkuð sjálfa. Innra með sér var hún í uppnámi. Hún varð ekkert hrifin þegar Fazilet kom þjótandi inn til hennar. — Þessi kvenmaður! hvæsti Fazilet. — Það er hún, sem ætti að reka burt úr þessu húsi! Eng- inn annar. En . . samt betra, að þú farir að óskum hennar. Það er heppilegra, að þú farir strax. — Hversvegna ætti ég það? spurði Tracy. Hversvegna viltu að ég fari? Hversvegna gengur þú í lið með frúnni? Fazilet svaraði og var móðguð: — Ég stend ekki með þeirri konu. KALLI KUREKI —X-- —~K— —X-— Teiknari: J. MORA JIhthecoolcf 7HE rtCeMMG-, A Í.ÚME F/GL/eE S7AZTSACZ0SS 'THEDESEBT. TÆY DIOWT Flk'D MVSUM, AlO' ú THEYMUST'VE FISueeD A HFTAtf CANTEEW’P BE I svala morgunins má sjá einmana Teru hefja gongu sína yfir sléttuna. „Þeir fundu ekki byssuna mína svo þeir hljóta að hafa haldið, að hún væri gagnlaus fyrir dauðan mann.“ Á sömu stundu tuttugu kílómetrum framar á sléttunni. „Þarna eru þau, Pinnacle-fjöll og gaefa okkar.“ „Við munum verða þar sköínmu eftir hádegi“: Fjörutíu kílómetrum vestar er stór, svartur hestur á ferð. Hann hleypur jafnt og þétt í áttina til búgarðs Kalla kúreka. Aldrei! En ég held bara, að þú sért að, koma þér í vandræði. Ég held, að þú sért ekki nærri nógu hrædd við, hvernig hr. Radburn gæti . . breytt sér. Það er hlutur, sem ég skil en þú ekki. Nú þegar Tracy var ekki leng- ur í návist frúarinnar, hafði ofur- lítið dregið úr ótta hennar aftur. — Ég fer ekki neitt, sagði hún.- Fazilet yppti öxium og gafst alveg upp. — En nú segirðu að minnsta kosti hr. Radburn allan sannJeikann? — Ég veit ekki, sagði Tracy. — Ég veit ekki, hvenær ég segi honum hann. Miles var í vinnustofunni að þvo pensla, þegar hún kom þang að inn. — Frú Erim vill senda mig heim tafarlaust, sagði hún við hann. Allir virðast vilja hafa mig burt héðan — líka Fazilet. — Kannski er það alveg rétt hjá þeim, sagði hann. — Að minnsta kosti virðist þér hafa einhver óróandi áhrif á okkuf öll. Hann fleygði frá sér penslun um. — Hættið þér nú að líta út eins og þér séuð í þann veginn að springa í loft upp. Við erum víst bæði búin að fá nóg fyrir daginrt. Farið þér i kápuna og svo skulum við fara út og fá okkur te. Þér þarfnist tilbrayt- ingar og þá geri ég það. — Ég vil ekkert te! æpti Tracy. Hann ýtti henni áleiðis til dyr anna. — Ég þarfnast þess að minnsta kosti. FJýtið yður nú! Tracy hlýddi og gekk til her- bergis síns. Hún varð að horf- ast í augu við það. Stundin var komin til að segja Miles Rad- burn sannleikann um sjálfa sig. Hún lagaði á sér varalitinn og batt slæðu um höfuðið. Nú hafði hún fullt vald yfir tilfinningum sínum, nema hvað kinnarnar voru rjóðari en venjulega og augun ofurlítið meira leiftrandi. Það var hlægilegt að hafa látij frú Erim koma sér út úr jafn- vægi. Viðbrögð hennar höfðu að nokkru leyti verið að kenna þessari bannsettu tevél og ill- kvittnislegu spegilmyndinni 1 henni. Þegar hún hafði séð af skræmda mynd frúarinnar, hafði þessi mynd tekið að elta hana og óróa hana, enda þótt hún vissi ekki hversvegna. Miles beið hennar í vinnustof unni þegar hún kom þangað. Niðri var Ahmet á höttunum úti við naustið og horfði á þegar bátsmaðurinn hjálpaði Tracy niður í bátinn. Þegar þau lögðu af stað, leit hún til baka og sá, að Ahmet stóð þarna enn, rétt eins og hann væri að gá að þv.í, í hvaða átt þau færu. Miles loeindi bátnum beint til strandarinnar fyrir handan. Tracy sat á þverbekknum og lét vindinn leika um andlitið. Fyrir neðan þau flaut vatnið, rólegt og dökkt. Tracy var nú orðin rórri og hafði fu)U vuid yfir ajálfri »ér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.