Morgunblaðið - 09.01.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.01.1965, Blaðsíða 13
LSugarðíagTir 9. janúar 1965 MORCUNBLAÐIÐ 13 mannaeyjar og Keflavík; Siglu- fjörður og Húsavík. Fyrrtöldu kaupstaðirnir fóru allir með sig ur af hólmi og munu því halda áfram keppni í annarri umferð, en Birgir ísleifur sagði að enn hefði ekki verið endanleea dreg ið saman í hana. Ðr. Martin Lnther King iyrir nðknsfi í Alnbnmn Selma, Alabama, 7. jan. NTB TVEIR ungir menn, hvítir, voru í gær dæmdir í sex mánaða fang elski og 100 dala sekt, fyrir að hafa varpað táragashandsprengju inn i blökkumannakirkju eina, þar sem til stóð að Dr. Martin Luther King, sá er hlaut friðar- verðlaun Nobels fyrir árið 1064, flytti ræðu. Hinir sakfelldu segj ast munu áfrýja dómnum". í Montgomery í Alabama kom svipað mál fyrir rétt í gær og hlutu þar þrír menn, hvítir, sem köstuðu sprengju inn í blökku- mannakirkju, sex mánaða fang- elsisdóm og var gert að greiða 200 dali í sekt. lágmarksupphæð af austur- þýzkum mörkum fyrir hvern dag, sem fólk dvelur í austur- hlutanum og það á hinu opin bera gengi, sem samsvarar hvergi' nærri hinu raunveru- lega gengi. Á þennan hátt hef ur ríkissjóður Austur-Þýzka- lands orðið sér út.i um gjald- eyri í vestur-þýzkum mörk- um, sem nemur milljónum, og brýn nauðsyn er á þar eystra. Á borgarmörkunum fékk fólk, sem ætlaði til Austur- Berlínar sérstök vegabréf, sem veitti heimild til að dveljast þar einn sólarhring í senn, en fólki var einungis leyft að fara til Austur-Berlínar tvisvar sinnum á tímabilinu. • EIN BORG ÞRÁTT FYRIR MÚRINN. Sá sem var aðsjáandi fyrir einu ári að endurfundum vandamanna, sem höfðu verið aðskildir í tvö ár, og einnig þegar þeir voru að kveðjast, en þá gat enginn vitað, hvort og hvenær þeir myndu sjást á nýjan leik, hann myndi sjá mun frá því þá og nú, því að nú eftir fáeina mánuði um páskana munu vinir og ætt- ingjar geta hitzt í austurhlut- anum að nýju. !>að og mögu- leikinn, þegar knýjandi fjöl- skylduvandamál kveða að dyr um, að geta þá farið, hvenær sem er, austur yfir, veldur því, að um þessi áramót líta Berlínarbúar nokkru bjart- Vestur-Berlínarbúar fara í gegnum Berlínarmurinn á leið yfir Oberbaumbrú til Austur-Berlínar síðasta dag jólabeim- sóknartímans, sem stóð frá 19. des. til 3. jan. Ættingjar þeirra, sem meinað er af austur-þýzkum yfirvöldum að fara til Vestur-Berlínar, bíða þeirra við hinn enda bruurinnar. — Fremst á myndinni sést í múrinn. Á MIÐNÆTTI hinn 3. janúar s.l. lauk beimsóknartim.abili því til Austur-Berlínar, sem staöið hafði frá 19. desember. Á þessum tíma heimsóttu um 821 þús. Vestur-Berlínarbúar Vini og vandamenn handan múrsins í Austur-Berlín. — Dimmur og kuldalegur múr- inn hefur nú lok.izt að nýju og hlið hans verða ekki opn- uð aftur fyrr en á páskum. Berlin verður áfram klofin borg og múrinn verður áfram tákn, ekki aðeins ógæfu henn- ar, heldur einnig klofins Þýzkalands. • KVRRLÁT JÓL Umferðin milli borgarhlut- anna fór fram, án þess að nokkur sérstök atvik kæmu fyrir, sem vandræðum yllu. Landamæraskoðun hinna aust ur-þýzku yfirvalda gekk mjög lipurlega fyrir sig og fólk í Vestur-Berlín er að þessu sinni yfirleitt mjög ánægt með hana. Hið eina, sem vakið hefur gremju fólks, er krafa austur-þýzkra yfirvalda um, að allir sem fara til Austur- Berlínar eða Austur-Þýzka- lands, verði að kaupa ákveðna Fjórum sinnum á ári geta Þ jóðverjar frá hinum frjálsa hluta borgarinnar heimsótt ættingja og vini í Austur-Berlín. Mynd- in sýnir konu frá Austur-Berlín hitta dóttur sína og barna- harn, en það er nú að sjást í fyrsta sinn. Mannfjöldinn streymdi til Austur-Berlínar líkt og flóðbylgja og sýndi á átakanlegan hátt von og þrá þýzku þjóðarinnar um að sam- einast á ný. sýnni augum á framtíðina en í fyrra. En þrátt fyrir ytri ró og stillingu Berlínarbúa, kemst enginn hjá því að skynja hið mótsagnakennda í því, sem fyrir augu ber. Tugir þúsunda Vestur-Berlínarbúa hafa búið sig af stað á hverjum morgni, á meðan heimsóknartíminn stóð yfir í því skyni að hitta, ef til vill aðeins, örfáum göt- um lengra en hinum megin múrsins engu að síður, for- eldra og systkin. Og í nokkra klukkutíma vaknar aftur til- finningin fyrir því við endur- fundina, og meðvitundin um það styrkist, að þrátt fyrir hina ömurlegu og nöpru stað- reynd, sem í múrnum'felst, þá er Berlín ein borg og að fólk hefur ekki glatað fjölskyldu sinni. • GAMLA FÓLKIÐ MÁ FARA. Ekki var samt öllum mein- að með vopnavaldi að yfir- gefa um stundarsakir Austur- Berlín og fara vestur yfir borgarmörkin. Fólk á eftir- launaaldri var þetta heimilt um hátíðarnar og hundruð þúsunda af slíku fólki fór frá Austur-Berlín og öðrum hlut- um Austur-Þýzkalands til V- Berlínar í því skyni að hitta þar vini og vandamenn. Gleði þessa fólks yfir endurfundun- um var að vonum djúp og ein læg, en margt af því var ekki síður snortið af hinum mikla ffi'.rn, sem er á lífskjörum sem haldinn var milli jóla og nýjárs, að hinu alvarlega á- standi, sem skapaðist með úr- slitakostum Rússa varðandi Berlín árið 1958, hafi iokið á árinu 1964. „Vestur-Berlín hef ur haldizt • frjáls“, sagði Brandt. Efnahagslíf borgarinn ar hefur tekið þátt í hinni öru þróun efnahagslífsins í Vestur Þýzkalandi öllu og nú er ekki til . atvinnuleysi í Vestur- Berlín. Aðdaráttarafl borgar- innar gagnvart fólki til þess að setjast þar að hefur aldrei verið meiri en einmitt nú. Willy Brandt hefur verið ákafur talsmaður þess að fá réttlætiskröfum gagnvart aust ur-þýzku stjórninni framgengt hægt og hægt með þolinmæði og lagni. Hann hefur sagt eitt hvað á þá leið, að bezt væri að taka stór skref í þessum efnum, en lítil skref væru hins vegar yfirleitt betri en engin. Hann virðist hafa mikið til síns máls, enda er enginn jafn reyndur og hann í að eiga við austur-þýzk yfirvöid. Á árinu sem leið, tókst líka eftir lang ar og erfiðar samningaviðræð ur að fá því framgengt, að möguleikar fólks til þess að heimsækja Austur-Berlín voru auknir. • ANDAR KÖLDU AÐ AUSTAN. Þrátt fyrir það að spennan vegna Berlínar kunni að vera mmni nú en oft áður og að unnt sé að fagna því, að nokk ur árangur hefur náðst í því skyni að auðvelda fólki að ná fundi vandamanna og vina milli borgarhlutanna, virðist lausn annarra vandamála varð andi skipti Vestur-Berlínar við austurþýzk yfirvöld að vera erfiðari nú en nokkru sinni áður. Það andar svölum gjósti frá yfirvöldum austan múrsins um þessar mundir og kaldari en það gerði fyrir skömmu. Reiði og vanþóknun Vestur-Berlínarbúa hefur ekki síður verið vakin en annarra yfir því, að hinn 28. des. s.l. var óþekktur flóttamaður skot inn til bana af austur-þýzkum landamæravörðum, er hann reyndi að flýja til Vestur- Þýzkalands. Gerðist þetta í N eðra-Saxlandi. fólks þar og handan múrsins svo og lífsviðhorfi og öllu lífi fólks yfirleitt. • MINNI SPENNA VEGNA BERLÍNAR. Willy Brandt borgarstjóri Vestur-Berlínar lýsti því yfir á fundi með blaðamönnum, BERUN - BORG TVEGGJA HEIMA SpurnSngakeppni kaupsfaðanna ÞÁ'ITUR sá í útvarpinu, er kall- ast Spurningakeppni kaupstað- anna, á miklum vinsældum að að fagna meðal hlustenda út- varpsins. Flestir hafa eitthvert 6unnudagskvöldið setið heima við útvarpstækið og hlustað á vitr- inga hvers kaupstaðs kappkosta við að svara hinum flóknu spurn ingum, er stjórnendur þáttarins leggja fyrir þá. Þar að auki gefst hlustendum kostur á að heyra í beztu 6kemmtikröftum frá hverjum kaupstað og hagyrðingar og aðr- ir ritfærir menn leggja til kveð- linga eða gamanlþætti, svo þarna ríkir líf og fjör. Við höfðum tal af Birgi ísleifi Gunnarssyni, sem er annar af stjórnendum þáttarins, og spurð um hann hvernig staðan milli kaupstaðanna væri. Hann sagði, að fyrstu umferð væri enn ekki lokið, í henni ættu eftir að keppa: Akranes gegn ísafirði og Reykjavík gegn Akureyri. Þeir kaupstaðir, er hafa lokið keppni í fyrstu umferð eru: Sauðár- krókur og Ólafsfjörður; Hafnar- fjörður og Kópavogur; Neskaup- staður og Seyðisfjörður; Vest- Johnson skipnr nýjon víðskiptn- málnróðherrn og yiirmann loftvarnnmála Washington, 7. jan. — (NTB) — JOHNSON forseti skipaði í dag John Connor viðskiptamálaráð- herra í stað Luther Hodges, sem lætur af embætti til að taka við störfum við einkafyrirtæki. Þá skipaði forsetinn einnig nýjtm yfirmann loftvarnamálá í stað Curtis Lemay, hershöfðingja, sem hættir störfum 1. febrúar n.k. og er eftirmaður hans John McConnel, hershöfðingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.