Morgunblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 22
MORCUNBLADIÐ Miðvikudagur 20. jan. 1965 rtcf éCt t-4 Skíðin gera - ekki geta STÓRMÓT skíðamanna í ölpun- um reka nú hvert annað. Athygli hefur vakið að Frakkar fara heldur halloka, miðað við fyrri ár, fyrir Austurríkismönnum. Ástæðan er talin vera mismun- ur á skíðum fremur en mismun- ur á getu Austurríkismanna og Frakka og sú brennandi spurn- ing er upp risin, hvort Frakkar muni taka upp notkun á austur- rískum skíðum. Austurríkismaðurinn Gerhard Nenning sigraði á hinu fræga Kandahar-móti á sunnudaginn. Eftir sigurinn sagði hann. „Frakk arnir eru ennþá okkar skæðustu keppinautar, en skíði þeirra gera ekki eins mikla ferð og okkar skíði“. Tveir menn í franska liðinu á mótinu sögðu fréttamönnum, að þeir mundu taka austurrísk skíði í notkun að minnsta kosti reyna þau á æfingum fyrir Kitzbiihel- mótið n.k. laugardag í Austur- ríki. Þetta voru þeir Francois mismunin garpanna Bonlieu og Leo Lacroix. Aðalstjarna franska kvenna- liðsins Annie Famose sagði að hún myndi reyna bandarísk skíði fyrir næsta stórmót í bruni. Þrír Austurríkismenn K. Schranz, Nenning og H. Messner röðuðu sér í efstu sætin á Kada- har mótinu í brunkeppninni og þar áttu Frakkar engan meðal 6 fyrstu. í svigi vann Nenning og K. Schranz varð annar. Frakk ar áttu þar 5. mann. Franski þjálfarinn hefur sagt að hann hafi haldið að áburður- inn væri orsökin en nú hefði hann sannfærzt um að það væru skíðin. Fyrir 5 árum áttu Austurríkis- menn við sama vanda að stríða. Enginn þeirra skipti um skíði en framleiðendur þeirra tóku sig til og fundu lausn — lausnina sem nú hefur gersamlega skákað frönskum skíðum. Valur hélt Sigríði samsæti HANDKNATTLEIKSDEILD VALS hélt Sigríði Sigurðar- dóttur og fjölskyldu samsæti í tilefni af því að hiún var kjörinn „íþróttamaður ársins“. Voru þar saman kiomnar ýmsar stöllur Sigrfðar sem verið hafa í landsliði með henni og undir hennar forystu og lagt sitt til frægra sigra kvennalandsliðsins. Þar voru og forráðamenn deildarinnar og félagsins. Þetta var hið skemmtileg- asta samkvæmi og víst ætti þessi mynd sem Sveinn Þor- móðsson tók að geta orðið söguleg. Þarna eru nokkrar frægar handknattleikskonur með dætur sínar — og kannski er þetta fyrsta mynd in sem þær litlu hnáturnar birtast á hér á íþróttasíðunni en ver'ða svo vonandi síðar á myndum með góðum liðum eða fyrir einstaklingsafrek. Ercska knatt- spyrnan Úrslit leikja í ensku deildar- keppninni, sem fram fóru s.l. laugardag urðu þessi: 1. deild: Aston Villa — Blackpool 3—2 Burnley — Birmingham 2—0 Fulham — Ghelsea 1—2 Leicester — .Leeds 2—2 Liverpool — Sheffield W 4—2 N. Forest — Manchester U. 2—2 Sheffield U. — Everton 0—0 Stoke — W.B.A. 2—0 Sunderland — Arsenal 0—2 Tottenham — West Ham 3—-2 Wolverhampton — Blacbb. 4—2 2. deild: Bury — Rother Ham frestað Gharlton — Derby 1—3 Coventry — Newcastle 5—4 Crystal Palace — Norwich 2—0 Huddersfield — Northampt. 2—0 Ipswioh — Plymouth 2—2 Leyton O. — Swansea 2—3 Manohester City — Swindon 1—2 Preston — Bolton 2—2 Southamipton — Portsmouth 2—2 Cardiff — Middlesbrough 6—2 í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Dundee — Motherwell 4—2 Airdrieomans — Rangers 0—4 St. Mirren — Falkirk 3—0 Staðan er þá þessi: 1. deild: 1. Leeds 40 stig. 2. Chelsea 39 stig. 3. Manchester U. 38 stig. 2. deild: 1. Newcastle 38 stig. 2. Northampton 34 stig. 3. Norwich 31 stig. SKOTLAND: 1. deild: 1. BEARTS 34 stig 2. KILMARNOCK 33 stig. 3. HIBERNIAN 31 stig. 4. RANGEIRS 28 stig. Tvö efstu li’ðin í Skotlandi hafa leikið 22 lei'ki, en RANGERS 20 leikL í Englandi hefur LEEDS leik- ið 27 leiki, en CBELSEA og MANOHESTER U. 26 leiki. 818 km. kappakstur í snjó og roki í Ölpunum - 34 af 158 náðu áfangastað IVIonte Carlo kappakstrinum lýkur i dag - Finni er Cklegasfur FYRRI hluta hins fræga kapp- aksturs sem kenndur er við Monte Carlo lauk í gærmorgun. Það var kappaksturinn frá hin- HÉR er hin nafntogaða Sigríður Sigurðardóttir úr Val að skora fyrir lið sitt — eitt af mörgum skotum sem hún sendi í net fót- herjanna — í leik gegn Breiða- blik í Kópavogi s.l. laugardag, en þá fóru fram 3 leikir í m.fl. kvenna á íslandsmótinu. Valur vann Breiðablik með 20—6 sem sagurvegari um ýmsu rásstöðum til Monte Carlo. Þeir sem beztum árangri ná í þeim hraðakstri á þjóðbraut um Evrópu komast í lokakeppn- er ein hæsta markatala, ef ekki sú hæsta, sem sézt hefur í kvenna leik. FH vann Víking með 9—8 og Armann vann Fram með 10—7. Valur og FH eru nú ein tap- laus í m.fl. kvenna og má telja víst að baráttan standi milli þeirra liða um meistaratitilinn. ina, sem er fólgin í 611 km löng- um „þrauta“-akstri í frönsku Ölpunum. Sú lokaraun verður í kvöld (miðvikudag). 238 bílar lögðu af stað frá hin um ýmsu borgum Evrópu með Monte Carlo sem takmark. Að- eins tveir þeirra komust á leið- arenda án þess að hafa hlotið stig fyrir villur á leiðínni — en á leiðinni verða áhafnir bílanna að gera ýmis „skyldustörf“ en fá „villur“ ella sem koma til frádráttar á tímann sem þeri nota til akstursins. Öðrum bíln- um er villulaust kom að marki óku Finnar. Var það bíll af Cooper-gerð og hinn var Citroen (með 4-hjóla-drifi) ekið af bel- giskum mönnum. Finnarnir höfðu ekið frá Södertalje — eða lengstu leiðina til Monte Carlo og komu þó klukkustund á und- an Belgunum sem lögðu upp frá Minsk. 42 bílar náðu til Monte Carlo áður en hliðum var þar lokað fyrir keppnisbílana. Þeir sem síð ar komu höfðu engar vonir um framhald í keppninni. Og síðar var tilkynnt að vegna „v / ia“ fengju aðeins 34 af þessum 42 bílumað fara í lokaprófið. Meðal þeirra eru tveir bílar sem Norð- menn aka. Bílstjórarnir segja að keppn- in í ár hafi verið erfiðari en nokkru sinni fyrri. Allt var með felldu er bílarnir lögðu af stað á föstudaginn. En er þeir komu til Chamberry í Frakklandi og áttu eftir 818 km til áfanga- staðar, byrjaði að snjóa og varð brátt aftakaveður. Fengu allir slíkt veður yfir Alpana. Mörgum reyndist sá spotti hreinasta martröð. Meðal þátttakenda er Svíinn Erik Carlsson sem sigraði í akstrinum 1962 og 1963. Hann óskaði sér fyrirfram að fá snjó. En han lenti í erfiðleikum vegna Framhald á bls. 23 8RIDGE í kvöld kl. 8:00 heifst í Tjarn.. arkaffi sveitakeppni Reykjaví'k- urmótsins í bridge. 16 sveitir taka þátt í mótinu og er spilað í tveim flokkum Meistaraflokk og I. flokk og eru sveitir í hvor- um flokki og spila þær 7 um- ferðir sem allar fara fram á mi'ð- vikudagskvöldum, dregið hefir verið um töfluröð sveitanna og er hún þessi. Meistaraflokkur: 1. Ólafur Þorsteinsson B R 2. Ingibjörg Halldórsd., B D B 3. Reimar Sigurðsson T B K 4. Einar Þorfinnsson B R 5. Hallur Símonarson B R 6. Jón Ásbjörnsson B D B 7. Jón Stefánsson B D B 8. Róbert Sigmundsson B R 1. Flokkur: 1. Pétur Einarsson T B K 2. Eggrún Arnórsdóttir B K 3. Jón Magnússon T B K 4. Júlíana Isebarn B K 5. Dagbjartur Grímsson T B K 6. Elín Jónsdóttir B K 7. Rósa Ivars B K 8. Zóphanías Benediktss. T B K Eins og sj'á má á töflunni hefst spenningurinn í mótinu strax þar sem allar Bridgefélagssveit- irnar lenda saman í fyrstu umif, og þó sérstaklega á milli Einars og Halls en þær sveitir börðust um Reykj avíkurmeistara titilinn í fyrra en þá vann Einarssveitin. Aðgangur er ókeypis að mótinu og má vænta að bridge áhuga- folk fjölmenni til að honfa á. Þar sem aðstæður fyrir mótiS l Tjamarkaffi eru allar hinar beztu sem boðið hefur verið uppá fyrir bridgefólk. Sigráður skorar oiti ai 20 mörkum Vais

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.