Morgunblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 1
32 síflur ocf Lesbék / Frétzt hefur um fjóra grunsamlega Sové*k lögrregla og hermenn varna kinverskum stúdentum og stúdentum frá Norður-Vietnam aðgöngu að bandariska sendiráðinu í Moskvu sl. fimmtudag. Punta del Este, Uruguay, 6. marz (AP) Alþjóðalögreglan Interpol telur sig hafa ástæðu til að ætla að fjórir menn, sem tóku þátt í lestarráninu mikla í Bretlandi 8. ágúst 1963 séu nú í Suður-Ameríku. Hafa full- trúar Interpol og lögreglan í Uruguay og Argentínu hafið víðtæka leit að mönnunum á baðströndum þessara tveggja landa. Talsmaður Interpol sagði að fréttir hafi borizt um það að þrír menn, sem talið er að séu brezk- ir, hafi vakið á sér athygli vegna Kína sakar Sovétyfirvöld um rudda- legar kúgunaraðferiir Segja 11 kínverska stúdenta hafa særzt við bandaríska sendiráðið í IVioskvu Belgrad og Tokíó, 6. marz (AP) ■Jf Blöð í Kína hafa gagn- rýnt sovézk yfirvöld harð- lega fyrir framkomu sovézku lögreglunnar gagnvart stúd- entum, sem gerðu aðsúg að sendiráði Bandaríkjanna í Moskvu á fimmtudag. Hefur sendiherra Kína í Sovétríkjunum sakað lög- regluna um að hafa barið og sært 11 kínverska stúdenta, sem tóku þátt í óeirðunum. Um 300 kínverskir og er- lendir stúdentar fóru í dag hópgöngu að sendiráði Sovét- ríkjanna í Peking til að mót- mæla þessum aðgerðum lög- reglunnar í Moskvu. Fréttin um mótmælagönguna í Peking kemur frá fréttaritara júgóslavnesku fréttastofunnar Tanjug í Peking. Þar segir m.a.: Nokkur mannfjöldi safnaðist sam an við sendiráð Sovétríkjanna í Peking í dag, og voru þar aðal- lega kínverskir stúdentar að verki ásamt nokkrum erlendum stúdentum. Hrópaði mannfjöld- f » a •* • r • • 5/ove/ki ur sog unni innan tíðar? Tilraunir með fúkalyfið strepto- mycin lofar góðu BANDARÍ5KA stórblaðið New York Herald Tribune skýrir frá því í fyrra mánuði, að fundin sé »rsök sjóveiki, bílveiki, flug- eða loftveiki 5 og skyldra kvilia, sem hrjá menn og hrella og hafa gert lengi. Sömuleiðis segir blaðið að nú hilli undir endanlega J lækningu sliks krankleika. * Það er orsök ofangreindrar l vanlíðunar fólks á ferðalögum, að sögn vísindamannanna, að örsmá hár innan í hálfhring laga göngum vöiunarhúss innra eyrans, þar sem einnig hefur aðsetur sitt jafnvægis- skyn manna, verða fyrir trufú unum af hreyfingu farartækj- anna og senda heilanum ann- arleg skilaboð fyrir bragðið. Framhald á bis. 31. inn slagorð gegn bandarískri heimsvaldastefnu, en aðallega gegn ruddalegum afskiptum yfir- valda af mótmælagöngu í Moskvu á fimmtudag. Milli klirkkan 4 og 5 síðdegis eftir Peking tíma, voru um 300 manns samankomnir við sendi- ráðið, og er það í fyrsta skipti sem efnt er til and-sovézkra mót- mælaaðgerða í Peking. Nokkrir stúdentanna fleygðu flugritum inn í garð sendiráðsins meðan aðrir stóðu hjá og tóku ljósmynd- ir. Fjölgað var umferðarlögreglu- þjónum í nánd við sovézka sendi- ráðið, en ekki kom til neinna árekstra milli stúdenta og lög- reglu. Eru mótmælaaðgerðir þessar í beinu framhaldi af skrifum kín- verskra blaða um afskipti sov- Framhald á bls. 31. þess hve þeir hafa skipt miklu af enskum peningum. Vonaðist hann til að lögreglan og Interpol hefðu hendur í hári þessara manna fljótlega og gætu gengið úr skugga um hvort grunur þeirra er réttur. Fyrsta aðvörunin um að menn irnir fjórir gætu verið í Suður Ameriku komu frá Scotland Yard í Bretlandi, sem sagði að hugsan- legt væri að fjórmenningarnir, þeirra á meðal Charles Frederick Wilson, hefðu flúið til Suður Ameriku. En Wilson þessi er sak aður um að hafa skipulagt iestgr ránið þar sem ræningjunum tókst að stela sem svarar nærri 300 milljónum króna úr hraðlest inni frá Glasgow til London. Wil son náðist og var dæmdur til 30 ára fangelsisvistar, en tókst að strjúka úr fangelsinu. Hinir þrír eru Bruce Richard Reynolds, Ronald Edwards og James Ed- ward White. Lögreglan í Argentínu og Uru guay hefur sent sérstakar sveitir leynilögreglumanna til að.athuga gesti á baðströndum og spilavít- um. Telja brezk lögregluyfirvöid að hver þessara fjögurra manna hafi haft með sér um 100 þúsund sterlingspund (um 12 millj. kr.) úr lestarráninu. Wilson í Vestur-Berlín Ræðir vid Erhard í Bonn á mánudag Berlín, 6. marz (AP) HAROLD Wilson, forsætis- Farah Diba, keisarafrú frá íran, er stödd í Bretlandi. Mynd þessi var tekin á föstudag er hún heimsótti barnasjúkrahús í London. ráðherra Bretlands, kom í morgun til Vestur-Berlínar, og er það í fyrsta skipti sem brezkur forsætisráðherra heimsækir borgina í 16 ár, eða síðan Clement Attlee kom þangað í marz 1949. Meðal þeirra mörgu, sem tóku á móti Wilson á flug- vellinum í Vestur-Berlín, voru Willy Brandt, borgar- stjóri, Sir Frank Roberts, sendiherra Breta, og vfir- menn brezku, bandarísku og frönsku hersveitanna í borg- inni. I fylgd með Wilson er Michael Stewart, utanríkis- ráðherra. Halda þeir áleiðis til Bonn á morgun. og munu ræða við vestur-þýzka ráð- herra á mánudag. Þegar Wilson gekk út úr fiug vélinni á flugvellinum í Vestur Berlín bauð Willy Brandt hann vekominn til borgarinnar að nýju en Wilson kom þangað fyrir þremur árum ásamt 40 brezkum þingmönnum. „Okkur langar til að sýna yður hvað við höfum af- rekað frá því þér voruð hér sí'ð- ast“, sagði Brandt, og kvaðst viss um að viðræður þeirra yrðu árangursrikar. Wilson þakkaði kveðjurnar og sagði að hann væri enn kominn til Vestur Berlínar til áð þakka íbúum borgarinnar manndóm þeirra og einlægan vilja til að Framhald á bls. 31. Lestarræningja leitað í S-Ameríku r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.